„Þetta er áhættutími“ Birgir Olgeirsson skrifar 12. desember 2020 11:55 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Almannavarnir Sóttvarnalæknir segir stöðu faraldursins hér á landi ágæta en nú fari í hönd mikill áhættutími tengdur aðventunni. Fólk þurfi að passa sig vilji það ekki verja jólunum í veikindi Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír voru í sóttkví en tveir utan sóttkvíar. 1.200 sýni voru tekin í gær. Sjö greindust með veiruna á landamærunum, þar af voru fjórir með mótefni. Einn reyndist með virkt smit við fyrstu skimun á landamærum og einn við seinni skimun vegna komunnar til landsins. Alls eru 33 á sjúkrahúsi með covid-19 og þar af eru þrír á gjörgæslu. „Þær eru ágætar þessar tölur, við fengum bakslag í fyrradag út af þessu klasasmiti eða hópsýkingu sem kom upp. Það er eitthvað sem getur alltaf gerst,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Sóttvarnalæknir segir að tekist hafi að ná utan um klasasmitið sem kom upp í vikunni. Hann vonar að fólk fari varlega á aðventunni. „Ég vona bara svo sannarlega að fólk hafi þetta allt saman í huga sem við erum að hamra á alveg stöðugt að biðla fólk að passa sig. Ef fólk mun smitast núna mun það liggja í veikindum um jólin, fólk verður að fara rólega og varlega í þetta,“ segir Þórólfur. „Ég veit að þetta er áhættutími, sama hvað við segjum eða gerum, það sem skiptir máli hvað fólk gerir, ég bara biðla áfram til fólks til að virkilega passa sig núna.“ Þórólfur segir að það yrði slæmt að missa faraldurinn úr böndunum nú þegar styttist í bóluefni. Hann segir engar líkur á að bóluefni verði tekið í notkun hér á landi fyrr en grænt ljós fæst frá Lyfjastofnun Evrópu sem hittist á fundi í síðasta lagi 29. desember. Hann telur mikinn meðbyr með bóluefninu í samfélaginu og mun sjálfur ekki hika við að láta bólusetja sig. „Ég held að þetta sé eina sem við höfum jákvætt til að koma okkur út úr þessum Covid-faraldri. Við höfum ekki annað upp á að bjóða, nema að láta faraldurinn ganga yfir okkur með tilheyrandi afleiðingum,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Sjá meira
Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír voru í sóttkví en tveir utan sóttkvíar. 1.200 sýni voru tekin í gær. Sjö greindust með veiruna á landamærunum, þar af voru fjórir með mótefni. Einn reyndist með virkt smit við fyrstu skimun á landamærum og einn við seinni skimun vegna komunnar til landsins. Alls eru 33 á sjúkrahúsi með covid-19 og þar af eru þrír á gjörgæslu. „Þær eru ágætar þessar tölur, við fengum bakslag í fyrradag út af þessu klasasmiti eða hópsýkingu sem kom upp. Það er eitthvað sem getur alltaf gerst,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Sóttvarnalæknir segir að tekist hafi að ná utan um klasasmitið sem kom upp í vikunni. Hann vonar að fólk fari varlega á aðventunni. „Ég vona bara svo sannarlega að fólk hafi þetta allt saman í huga sem við erum að hamra á alveg stöðugt að biðla fólk að passa sig. Ef fólk mun smitast núna mun það liggja í veikindum um jólin, fólk verður að fara rólega og varlega í þetta,“ segir Þórólfur. „Ég veit að þetta er áhættutími, sama hvað við segjum eða gerum, það sem skiptir máli hvað fólk gerir, ég bara biðla áfram til fólks til að virkilega passa sig núna.“ Þórólfur segir að það yrði slæmt að missa faraldurinn úr böndunum nú þegar styttist í bóluefni. Hann segir engar líkur á að bóluefni verði tekið í notkun hér á landi fyrr en grænt ljós fæst frá Lyfjastofnun Evrópu sem hittist á fundi í síðasta lagi 29. desember. Hann telur mikinn meðbyr með bóluefninu í samfélaginu og mun sjálfur ekki hika við að láta bólusetja sig. „Ég held að þetta sé eina sem við höfum jákvætt til að koma okkur út úr þessum Covid-faraldri. Við höfum ekki annað upp á að bjóða, nema að láta faraldurinn ganga yfir okkur með tilheyrandi afleiðingum,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Sjá meira