Fyrstu skammtar til heilbrigðisstarfsfólks Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. desember 2020 19:36 Bróðurpartur bóluefnisins sem kemur til landsins verður nýttur í að bólusetja framlínustarfsfólks, en langflestir þeirra starfa á Landspítalanum. Vísir/Egill Um tíu þúsund manns munu að óbreyttu fá bóluefni við kórónuveirunni um áramót eftir samkomulag heilbrigðisráðuneytisins og lyfjaframleiðandans Pfizer í dag. Stærstur hluti þessarar fyrstu sendingar verður nýttur í að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk. Að óbreyttu munu 21 þúsund skammtar fyrir um 10.600 manns koma til landsins um áramót en þeir verða að mestu nýttir í að bólusetja forgangshópa út frá forgangslista heilbrigðisráðuneytisins; heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur á bráðamóttöku og gjörgæsludeild, covid-19 göngudeild og sem framkvæmir sýnatökur vegna covid, svo dæmi séu tekin. Sömuleiðis fá einstaklingar sem dvelja á hjúkrunar- og dvalarheimilum og öldrunardeildum sjúkrahúsa bólusetningu. Þessir 21 þúsund skammtar eru um 3,8 prósent af því bóluefni sem ríkið er búið að tryggja sér. Það mun hins vegar ekki koma í ljós hvort Pfizer fái skilyrt markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu fyrr en 29. desember þegar stofnunin tekur afstöðu til þess hvort hún geti mælt með því að lyfið verði tekið í notkun. „Nefnd hjá Lyfjastofnun Evrópu metur í rauninni árangur og aukaverkanir af bólusetningu og það veitir einungis markaðsleyfi ef það álítur árangurinn vera þannig að þetta gagnist fólki meira. Það er dagsetningin sem horft er svolítið á. Auðvitað vitum við ekki hvað kemur út úr honum. En þá er ekki bara metið hvort það komi markaðsleyfi eða ekki heldur hvað er ekki vitað, hvað viljum við vita betur. Þó við vitum ekki eitthvað, er það samt nægilega öruggt til að það sé hægt að fara að nota það. Þannig að sú niðurstaða kemur vonandi 29. desember,“ segir Hrefna Guðmundsdóttir, læknir hjá Lyfjastofnun. Hrefna segir að mikið ákall sé um gegnsæi í tengslum við bólusetningar og því hafi Lyfjastofnun Evrópu boðað til opins fundar fyrir almenning til að fara yfir þróun bóluefna og ástæður þess hve stuttan tíma þróunin hefur tekið. „Þegar lyfjafyrirtæki sækja um markaðsleyfi þá gera þau nánast allar rannsóknirnar áður en það er sótt um leyfið. Og þetta getur tekið nokkur ár. Í þessu áfangamati varðandi bóluefnin að þá eru gögn send inn til Lyfjastofnunar Evrópu bara þegar niðurstöður úr dýratilraunum liggja fyrir eða fyrstu rannsóknir á mönnum, og þá er það metið og gefið álit á því hvað þurfi að gera meira og svo framvegis. Þannig að þetta er allt metið í áföngum í staðinn fyrir að meta allt í einum pakka,“ segir Hrefna, aðspurð um hvernig hægt sé að stytta tímann í þróuninni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Að óbreyttu munu 21 þúsund skammtar fyrir um 10.600 manns koma til landsins um áramót en þeir verða að mestu nýttir í að bólusetja forgangshópa út frá forgangslista heilbrigðisráðuneytisins; heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur á bráðamóttöku og gjörgæsludeild, covid-19 göngudeild og sem framkvæmir sýnatökur vegna covid, svo dæmi séu tekin. Sömuleiðis fá einstaklingar sem dvelja á hjúkrunar- og dvalarheimilum og öldrunardeildum sjúkrahúsa bólusetningu. Þessir 21 þúsund skammtar eru um 3,8 prósent af því bóluefni sem ríkið er búið að tryggja sér. Það mun hins vegar ekki koma í ljós hvort Pfizer fái skilyrt markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu fyrr en 29. desember þegar stofnunin tekur afstöðu til þess hvort hún geti mælt með því að lyfið verði tekið í notkun. „Nefnd hjá Lyfjastofnun Evrópu metur í rauninni árangur og aukaverkanir af bólusetningu og það veitir einungis markaðsleyfi ef það álítur árangurinn vera þannig að þetta gagnist fólki meira. Það er dagsetningin sem horft er svolítið á. Auðvitað vitum við ekki hvað kemur út úr honum. En þá er ekki bara metið hvort það komi markaðsleyfi eða ekki heldur hvað er ekki vitað, hvað viljum við vita betur. Þó við vitum ekki eitthvað, er það samt nægilega öruggt til að það sé hægt að fara að nota það. Þannig að sú niðurstaða kemur vonandi 29. desember,“ segir Hrefna Guðmundsdóttir, læknir hjá Lyfjastofnun. Hrefna segir að mikið ákall sé um gegnsæi í tengslum við bólusetningar og því hafi Lyfjastofnun Evrópu boðað til opins fundar fyrir almenning til að fara yfir þróun bóluefna og ástæður þess hve stuttan tíma þróunin hefur tekið. „Þegar lyfjafyrirtæki sækja um markaðsleyfi þá gera þau nánast allar rannsóknirnar áður en það er sótt um leyfið. Og þetta getur tekið nokkur ár. Í þessu áfangamati varðandi bóluefnin að þá eru gögn send inn til Lyfjastofnunar Evrópu bara þegar niðurstöður úr dýratilraunum liggja fyrir eða fyrstu rannsóknir á mönnum, og þá er það metið og gefið álit á því hvað þurfi að gera meira og svo framvegis. Þannig að þetta er allt metið í áföngum í staðinn fyrir að meta allt í einum pakka,“ segir Hrefna, aðspurð um hvernig hægt sé að stytta tímann í þróuninni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira