Mun Atlético enda vonir Real um að verja titilinn eða eru meistararnir komnir á beinu brautina? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. desember 2020 09:01 Reikna má með hörku leik í kvöld. Rubén de la Fuente Pérez/Getty Images Stórleikur helgarinnar á Spáni er viðureign erkifjendanna Real og Atlético Madrid. Fari það svo að síðarnefnda liðið vinni leikinn þá verður það með níu stiga forystu á nágranna sína ásamt því að eiga leik til góða, þegar aðeins þriðjungur mótsins er búinn. Spænsku stórveldin Real Madrid og Barcelona hafa byrjað tímabilið vægast sagt hörmulega. Real situr sem stendur í 4. sæti með 20 stig á meðan Börsungar eru í 9. sæti með aðeins 14 stig. Atlético Madrid hefur hins vegar byrjað tímabilið frábærlega. Liðið hafði dalað töluvert eftir að það varð meistari árið 2014 og var talið að Diego Simeone, litríki þjálfari liðsins, væri kominn á endastöð. Eftir að hafa náð þriðja sæti á síðustu leiktíð virðist Argentínumaðurinn hafa náð að stilla strengi liðsins enn betur á þessari leiktíð og trónir liðið á toppi deildarinnar með 26 stig að loknum tíu leikjum. Þar á eftir koma Real Sociedad með 25 stig og Villareal með 21 en bæði hafa leikið tólf leiki til þessa. Svo komum við að Real Madrid en vinni Atlético leik kvöldsins er munurinn kominn upp í níu stig sem og lærisveinar Simeone eiga leik til góða. Tólf stiga forysta þegar rétt tæplega þriðjungur mótsins er liðinn var eitthvað sem Simeone gat vart látið sig dreyma um fyrir tímabilið. Focused on our next @LaLigaEN match! @atletienglish#RMCity | #HalaMadrid pic.twitter.com/TxHtLT8kEE— Real Madrid C.F. (@realmadriden) December 10, 2020 Eftir ótrúlegt 2-1 tap á „heimavelli“ [Real leikur á æfingavelli sínum meðan viðgerðir standa yfir á Santiago Bernabéu-vellinum] gegn Deportive Alavés þann 28. nóvember hafa lærisveinar Zinedine Zidane bitið í skjaldarrendur, snúið bökum saman og unnið tvo mikilvæga leiki í röð. Þeir lögðu Sevilla á útivelli með einu marki gegn engu og Karim Benzema skoraði svo tvö skallamörk er liðið vann 2-0 sigur á Borussia Mönchengladbach í lokaleik riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Var það leikur sem Real varð að vinna til að eiga möguleika á að komast í 16-liða úrslit keppninnar og segja má með sanni að sigurinn hafi verið einkar verðskuldaður. Real yfirspilaði gestina frá Þýskalandi og var sigurinn síst of stór. Skipti um leikkerfi eftir tap í Þýskalandi Diego Simeone, harðasti 4-4-2 maður Evrópu ásamt Lars Lagerbäck, virðist hafa misst alla trú á leikkerfinu eftir 4-0 afhroð gegn Evrópumeisturum Bayern München í Þýskalandi þann 21. október. Síðan þá hefur Atlético leikið með þriggja – eða fimm manna – vörn og unnið hvern leikinn á fætur öðrum. Raunar hafa þeir aðeins fengið á sig eitt mark í síðustu sjö leiknum, það kom gegn Bayern. Það verður því forvitnileg að fylgjast með taktískri baráttu liðanna en það er öruggt að Zidane stilli sínum mönnum upp í hefðbundnu 4-3-3 leikkerfi. Enn forvitnilegri barátta í leiknum verður þó á milli Luiz Suarez og Sergio Ramos. Mætti ganga svo langt og segja að sá sem hefur betur í þeirri baráttu muni hafa betur í leiknum. Zidane @Simeone @SergioRamos @joaofelix70 @Benzema @LuisSuarez9 @lukamodric10 @marcosllorente @realmadriden @atletienglish The Madrid derby promises fireworks tomorrow night! #RealMadridAtleti pic.twitter.com/64K0zCNmHq— LaLiga English (@LaLigaEN) December 11, 2020 Viðureign þessa erkifjenda er síðasti leikur dagsins í La Liga – spænsku úrvalsdeildinni – og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20.00 í kvöld. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Ramos sagður tilbúinn að hlusta á önnur tilboð Samningur Sergio Ramos, varnarmanns og fyrirliða Real Madrid, rennur út næsta sumar og nú segja spænskir miðlar frá því að spænski fyrirliðinn sé byrjaður að líta í kringum sig. 12. desember 2020 08:01 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Sjá meira
Spænsku stórveldin Real Madrid og Barcelona hafa byrjað tímabilið vægast sagt hörmulega. Real situr sem stendur í 4. sæti með 20 stig á meðan Börsungar eru í 9. sæti með aðeins 14 stig. Atlético Madrid hefur hins vegar byrjað tímabilið frábærlega. Liðið hafði dalað töluvert eftir að það varð meistari árið 2014 og var talið að Diego Simeone, litríki þjálfari liðsins, væri kominn á endastöð. Eftir að hafa náð þriðja sæti á síðustu leiktíð virðist Argentínumaðurinn hafa náð að stilla strengi liðsins enn betur á þessari leiktíð og trónir liðið á toppi deildarinnar með 26 stig að loknum tíu leikjum. Þar á eftir koma Real Sociedad með 25 stig og Villareal með 21 en bæði hafa leikið tólf leiki til þessa. Svo komum við að Real Madrid en vinni Atlético leik kvöldsins er munurinn kominn upp í níu stig sem og lærisveinar Simeone eiga leik til góða. Tólf stiga forysta þegar rétt tæplega þriðjungur mótsins er liðinn var eitthvað sem Simeone gat vart látið sig dreyma um fyrir tímabilið. Focused on our next @LaLigaEN match! @atletienglish#RMCity | #HalaMadrid pic.twitter.com/TxHtLT8kEE— Real Madrid C.F. (@realmadriden) December 10, 2020 Eftir ótrúlegt 2-1 tap á „heimavelli“ [Real leikur á æfingavelli sínum meðan viðgerðir standa yfir á Santiago Bernabéu-vellinum] gegn Deportive Alavés þann 28. nóvember hafa lærisveinar Zinedine Zidane bitið í skjaldarrendur, snúið bökum saman og unnið tvo mikilvæga leiki í röð. Þeir lögðu Sevilla á útivelli með einu marki gegn engu og Karim Benzema skoraði svo tvö skallamörk er liðið vann 2-0 sigur á Borussia Mönchengladbach í lokaleik riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Var það leikur sem Real varð að vinna til að eiga möguleika á að komast í 16-liða úrslit keppninnar og segja má með sanni að sigurinn hafi verið einkar verðskuldaður. Real yfirspilaði gestina frá Þýskalandi og var sigurinn síst of stór. Skipti um leikkerfi eftir tap í Þýskalandi Diego Simeone, harðasti 4-4-2 maður Evrópu ásamt Lars Lagerbäck, virðist hafa misst alla trú á leikkerfinu eftir 4-0 afhroð gegn Evrópumeisturum Bayern München í Þýskalandi þann 21. október. Síðan þá hefur Atlético leikið með þriggja – eða fimm manna – vörn og unnið hvern leikinn á fætur öðrum. Raunar hafa þeir aðeins fengið á sig eitt mark í síðustu sjö leiknum, það kom gegn Bayern. Það verður því forvitnileg að fylgjast með taktískri baráttu liðanna en það er öruggt að Zidane stilli sínum mönnum upp í hefðbundnu 4-3-3 leikkerfi. Enn forvitnilegri barátta í leiknum verður þó á milli Luiz Suarez og Sergio Ramos. Mætti ganga svo langt og segja að sá sem hefur betur í þeirri baráttu muni hafa betur í leiknum. Zidane @Simeone @SergioRamos @joaofelix70 @Benzema @LuisSuarez9 @lukamodric10 @marcosllorente @realmadriden @atletienglish The Madrid derby promises fireworks tomorrow night! #RealMadridAtleti pic.twitter.com/64K0zCNmHq— LaLiga English (@LaLigaEN) December 11, 2020 Viðureign þessa erkifjenda er síðasti leikur dagsins í La Liga – spænsku úrvalsdeildinni – og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20.00 í kvöld. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Ramos sagður tilbúinn að hlusta á önnur tilboð Samningur Sergio Ramos, varnarmanns og fyrirliða Real Madrid, rennur út næsta sumar og nú segja spænskir miðlar frá því að spænski fyrirliðinn sé byrjaður að líta í kringum sig. 12. desember 2020 08:01 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Sjá meira
Ramos sagður tilbúinn að hlusta á önnur tilboð Samningur Sergio Ramos, varnarmanns og fyrirliða Real Madrid, rennur út næsta sumar og nú segja spænskir miðlar frá því að spænski fyrirliðinn sé byrjaður að líta í kringum sig. 12. desember 2020 08:01