Heimir og Rúnar hafa ekkert heyrt í KSÍ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2020 14:30 Rúnar og Heimir hafa ekkert heyrt í KSÍ varðandi þjálfarastarf A-landsliðs karla. Það sama má eflaust segja um Bjarna Guðjónsson [fyrir miðju]. VÍSIR/DANÍEL Heimir Guðjónsson og Rúnar Kristinsson hafa ekkert heyrt í Knattspyrnusambandi Íslands varðandi stöðu þjálfara A-landsliðs karla í knattspyrnu. Í gær ræddi Arnar Þór Viðarsson við Vísi og Stöð 2 Sport. Þar kom fram að hann hefði rætt við KSÍ um stöðu þjálfara A-landsliðs karla. Hann sagði þó að enn væru aðrir þjálfarar inn í myndinni. Hefur umræðan verið sú að annað hvort Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, og Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, gætu tekið við liðinu. Hvorugur þeirra hefur þó heyrt í KSÍ varðandi möguleika þess að taka við íslenska landsliðinu. „Maður segir aldrei nei við einu né neinu og það má skoða alla hluti. Það má það eins og annað. Ég vil sem minnst spá í svona hlutum þegar það er ekki búið að ræða við mann. Maður er ekkert að eyða of miklum tíma að spá og spekúlera,“ sagði Rúnar í stuttu spjalli við Fótbolti.net í dag. Heimir Guðjóns tók í sama streng fyrr í vikunni. „Það hefur enginn hringt í mig en ég er alltaf með símann opinn. Ég hef ósköp lítið spáð í þetta. Ef símtalið kemur þá liggur það í hlutarins eðli að menn vilji skoða svoleiðis dæmi. Það er ekki spurning,“ sagði Heimir í viðtali við Fótbolti.net. Heimir stýrði Val til sigurs í Pepsi Max deild karla sumarið 2020.Vísir/Bára „Ég er nú ekki viss um að við náum því á þessari viku en við viljum auðvitað vera búin að finna út úr þessu fyrir jólin, ég held að það sé æskilegt,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í samtali við Vísi undir lok nóvembermánaðar. Sambandið þarf því að hafa hraðar hendur ef það ætlar að ráða mann áður en jólin ganga í garð. Fótbolti KSÍ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Arnar hefur rætt við forráðamenn KSÍ: „Ef einhver býður mér að taka við íslenska A-landsliðinu þá segi ég já“ Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21 árs landsliðsins, hefur áhuga á því að gerast A-landsliðsþjálfari. Segir Arnar að hann hafi rætt við forráðamenn KSÍ líkt og aðrir kandídatar. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. 10. desember 2020 18:17 Arnar Þór: Ætlum að reyna ná í stig og fara áfram Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska U21 árs landsliðsins, segir að íslenska liðið stefni ekki á að vera bara með í úrslitakeppni EM heldur ætli liðið sér einhverja hluti. 10. desember 2020 20:16 Segir að KSÍ vilji fá Lars aftur en Eið Smára og Arnar Þór til að taka við landsliðinu Í Sportinu í dag sagðist Ríkharð Óskar Guðnason hafa heimildir fyrir að KSÍ vilji fá Lars Lagerbäck aftur til starfa, þótt hann verði ekki þjálfari karlalandsliðsins. Þá sagðist Rikki hafa heyrt að Eiður Smári Guðjohnsen og Arnar Þór Viðarsson séu efstir á óskalistanum yfir næstu landsliðsþjálfara. 9. desember 2020 13:55 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Sjá meira
Í gær ræddi Arnar Þór Viðarsson við Vísi og Stöð 2 Sport. Þar kom fram að hann hefði rætt við KSÍ um stöðu þjálfara A-landsliðs karla. Hann sagði þó að enn væru aðrir þjálfarar inn í myndinni. Hefur umræðan verið sú að annað hvort Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, og Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, gætu tekið við liðinu. Hvorugur þeirra hefur þó heyrt í KSÍ varðandi möguleika þess að taka við íslenska landsliðinu. „Maður segir aldrei nei við einu né neinu og það má skoða alla hluti. Það má það eins og annað. Ég vil sem minnst spá í svona hlutum þegar það er ekki búið að ræða við mann. Maður er ekkert að eyða of miklum tíma að spá og spekúlera,“ sagði Rúnar í stuttu spjalli við Fótbolti.net í dag. Heimir Guðjóns tók í sama streng fyrr í vikunni. „Það hefur enginn hringt í mig en ég er alltaf með símann opinn. Ég hef ósköp lítið spáð í þetta. Ef símtalið kemur þá liggur það í hlutarins eðli að menn vilji skoða svoleiðis dæmi. Það er ekki spurning,“ sagði Heimir í viðtali við Fótbolti.net. Heimir stýrði Val til sigurs í Pepsi Max deild karla sumarið 2020.Vísir/Bára „Ég er nú ekki viss um að við náum því á þessari viku en við viljum auðvitað vera búin að finna út úr þessu fyrir jólin, ég held að það sé æskilegt,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í samtali við Vísi undir lok nóvembermánaðar. Sambandið þarf því að hafa hraðar hendur ef það ætlar að ráða mann áður en jólin ganga í garð.
Fótbolti KSÍ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Arnar hefur rætt við forráðamenn KSÍ: „Ef einhver býður mér að taka við íslenska A-landsliðinu þá segi ég já“ Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21 árs landsliðsins, hefur áhuga á því að gerast A-landsliðsþjálfari. Segir Arnar að hann hafi rætt við forráðamenn KSÍ líkt og aðrir kandídatar. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. 10. desember 2020 18:17 Arnar Þór: Ætlum að reyna ná í stig og fara áfram Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska U21 árs landsliðsins, segir að íslenska liðið stefni ekki á að vera bara með í úrslitakeppni EM heldur ætli liðið sér einhverja hluti. 10. desember 2020 20:16 Segir að KSÍ vilji fá Lars aftur en Eið Smára og Arnar Þór til að taka við landsliðinu Í Sportinu í dag sagðist Ríkharð Óskar Guðnason hafa heimildir fyrir að KSÍ vilji fá Lars Lagerbäck aftur til starfa, þótt hann verði ekki þjálfari karlalandsliðsins. Þá sagðist Rikki hafa heyrt að Eiður Smári Guðjohnsen og Arnar Þór Viðarsson séu efstir á óskalistanum yfir næstu landsliðsþjálfara. 9. desember 2020 13:55 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Sjá meira
Arnar hefur rætt við forráðamenn KSÍ: „Ef einhver býður mér að taka við íslenska A-landsliðinu þá segi ég já“ Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21 árs landsliðsins, hefur áhuga á því að gerast A-landsliðsþjálfari. Segir Arnar að hann hafi rætt við forráðamenn KSÍ líkt og aðrir kandídatar. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. 10. desember 2020 18:17
Arnar Þór: Ætlum að reyna ná í stig og fara áfram Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska U21 árs landsliðsins, segir að íslenska liðið stefni ekki á að vera bara með í úrslitakeppni EM heldur ætli liðið sér einhverja hluti. 10. desember 2020 20:16
Segir að KSÍ vilji fá Lars aftur en Eið Smára og Arnar Þór til að taka við landsliðinu Í Sportinu í dag sagðist Ríkharð Óskar Guðnason hafa heimildir fyrir að KSÍ vilji fá Lars Lagerbäck aftur til starfa, þótt hann verði ekki þjálfari karlalandsliðsins. Þá sagðist Rikki hafa heyrt að Eiður Smári Guðjohnsen og Arnar Þór Viðarsson séu efstir á óskalistanum yfir næstu landsliðsþjálfara. 9. desember 2020 13:55