Man United stefnir á að bæta við sig varnarmönnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2020 14:01 Þessir þrír eru orðaðir við Man Utd. Domenech Castello/Mike Hewitt/Jan Woitas Fréttir erlendis herma að enska knattspyrnuliðið Manchester United sé á höttunum á eftir miðverði. Eru þrír á óskalista félagsins að svo stöddu. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man United, virðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að nýr miðvörður sé það púsl sem liðinu helst vanti. Talið er að Norðmaðurinn vilji helst fá nýjan miðvörð er félagaskiptaglugginn opnar í janúar en það verður að teljast ólíklegt að einhver af þeim þremur leikmönnum sem eru nefndir á vef BBC, og víðar, verði lausir þá. Manchester United are being linked with three central defenders on today's back pages https://t.co/XLbziz22NT #mufc pic.twitter.com/l49sRZ6A8C— BBC Sport (@BBCSport) December 11, 2020 Um er að ræða þá Ben White sem leikur með Brighton & Hove Albion, og var á láni hjá Leeds United á síðustu leiktíð. Dayot Upamecano, leikmaður RB Leipzig sem sló Man Utd út úr Meistaradeildinni í liðinni viku. Sá þriðji er svo Raphaël Varane, leikmaður Real Madrid og franska landsliðsins. Allir eru nokkuð ungir að aldri miðað við miðverði. White er 22 ára, Upamecano er 23 ára og Varane er 27 ára. Sá síðastnefndi hefur lengi vel verið talinn einn af betri miðvörðum heims en hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið, líkt og allt lið Real Madrid. Þjálfarinn virðist ekki hafa trú á nema tveimur af þeim fimm miðvörðum sem nú þegar eru á launaskrá félagsins. Harry Maguire og Victor Lindelöf eru þeir miðverðir sem Ole treystir hvað best þessa dagana. Þá á Luke Shaw það til að vera með þeim í miðri vörn Man United er liðið stillir upp með þrjá miðverði með misgóðum árangri. Ásamt þessum þremur þá eru þeir Axel Tuanzebe, Eric Bailly og Phil Jones allir miðverðir að upplagi. Tveir síðarnefndu hafa þó átt við mikil meiðsli að stríða og eyða meiri tíma hjá sjúkraþjálfaranum en úti á æfingavellinum. Þá hefur Argentínumaðurinn Marcos Rojo einnig leikið reglulega í miðverði en hann á ekki upp á pallborðið hjá Ole þessa dagana. Miðjumennirnir Nemanja Matic og Scott McTominay hafa einnig oftar en ekki leikið í miðverði. Til að mynda er McTominay eingöngu nýttur þar í skoska landsliðinu. Ole Gunnar Solskjær er talinn vilja nýjan miðvörð til að bæta varnarleik Manchester United.Oli Scarff/Getty Images Ef Ole fær vilja sínum framgengt og nýr miðvörður verður keyptur þá hefur hann keypt heila fjögurra manna varnarlínu síðan hann tók við liðinu í desember 2018. Hægri bakvörðurinn Aaron Wan-Bissaka kom frá Crystal Palace, Harry Maguire kom frá Leicester City og nú síðast kom vinstri bakvörðurinn Alex Telles frá Porto. Stóra spurningin er hins hvort nýr varnarmaður sé svarið eða einfaldlega annað upplegg í varnarleik en Ole gerði sínum mönnum engan greiða með uppstillingunni gegn Leipzig í vikunni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man United, virðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að nýr miðvörður sé það púsl sem liðinu helst vanti. Talið er að Norðmaðurinn vilji helst fá nýjan miðvörð er félagaskiptaglugginn opnar í janúar en það verður að teljast ólíklegt að einhver af þeim þremur leikmönnum sem eru nefndir á vef BBC, og víðar, verði lausir þá. Manchester United are being linked with three central defenders on today's back pages https://t.co/XLbziz22NT #mufc pic.twitter.com/l49sRZ6A8C— BBC Sport (@BBCSport) December 11, 2020 Um er að ræða þá Ben White sem leikur með Brighton & Hove Albion, og var á láni hjá Leeds United á síðustu leiktíð. Dayot Upamecano, leikmaður RB Leipzig sem sló Man Utd út úr Meistaradeildinni í liðinni viku. Sá þriðji er svo Raphaël Varane, leikmaður Real Madrid og franska landsliðsins. Allir eru nokkuð ungir að aldri miðað við miðverði. White er 22 ára, Upamecano er 23 ára og Varane er 27 ára. Sá síðastnefndi hefur lengi vel verið talinn einn af betri miðvörðum heims en hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið, líkt og allt lið Real Madrid. Þjálfarinn virðist ekki hafa trú á nema tveimur af þeim fimm miðvörðum sem nú þegar eru á launaskrá félagsins. Harry Maguire og Victor Lindelöf eru þeir miðverðir sem Ole treystir hvað best þessa dagana. Þá á Luke Shaw það til að vera með þeim í miðri vörn Man United er liðið stillir upp með þrjá miðverði með misgóðum árangri. Ásamt þessum þremur þá eru þeir Axel Tuanzebe, Eric Bailly og Phil Jones allir miðverðir að upplagi. Tveir síðarnefndu hafa þó átt við mikil meiðsli að stríða og eyða meiri tíma hjá sjúkraþjálfaranum en úti á æfingavellinum. Þá hefur Argentínumaðurinn Marcos Rojo einnig leikið reglulega í miðverði en hann á ekki upp á pallborðið hjá Ole þessa dagana. Miðjumennirnir Nemanja Matic og Scott McTominay hafa einnig oftar en ekki leikið í miðverði. Til að mynda er McTominay eingöngu nýttur þar í skoska landsliðinu. Ole Gunnar Solskjær er talinn vilja nýjan miðvörð til að bæta varnarleik Manchester United.Oli Scarff/Getty Images Ef Ole fær vilja sínum framgengt og nýr miðvörður verður keyptur þá hefur hann keypt heila fjögurra manna varnarlínu síðan hann tók við liðinu í desember 2018. Hægri bakvörðurinn Aaron Wan-Bissaka kom frá Crystal Palace, Harry Maguire kom frá Leicester City og nú síðast kom vinstri bakvörðurinn Alex Telles frá Porto. Stóra spurningin er hins hvort nýr varnarmaður sé svarið eða einfaldlega annað upplegg í varnarleik en Ole gerði sínum mönnum engan greiða með uppstillingunni gegn Leipzig í vikunni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira