Móðurmál: „Ég og pabbi framkvæmdum endurlífgun og náðum henni til baka“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 12. desember 2020 08:01 Aníta Björk Káradóttir eignaðist stelpuna sína Aldísi Emblu fyrir 15 mánuðum síðan. Þegar Aldís var um þriggja mánaða gömul kom í ljós að hún var með sjúkdóm í lungum. Aðsend mynd „Ég fór með hana þrisvar upp á Barnaspítalann hérna heima og var alltaf send heim aftur. Síðan fórum við til Bretlands að hitta fjölskylduna okkar. Á síðasta degi ferðalagsins hætti hún að anda. Ég og pabbi framkvæmdum endurlífgun og náðum henni til baka. Við munum hvorugt mikið eftir þessum degi þar sem óttinn tók yfir.“ Þetta segir Aníta Björk Káradóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. „Aldís Embla er undrabarn. Hún er sterk, yndisleg og dugleg. Ég lít upp til hennar. Hún tekur öllum verkefnum og massar þau en hún er bara fimmtán mánaða. Hún er með súrefnisvél sem fylgir henni hvert sem hún fer og lætur alla vita að það sé ekkert að fara stoppa hana. Hún gerir nákvæmlega það sem hún ætlar sér.“ Dóttir Anítu, Aldís Embla, er með bólgubreytinga lungnasjúkdóm sem orsakast af bólguþéttingum í lungnavefnum. Aníta segir að fjölskyldan hafi þurft að takast á við mikla sorg í kjölfar veikindanna en hún segir Aldísi vera mjög sterka stelpu og þau dáist af henni alla daga. „Ég upplifði mig fyrst fjarlægjast öllum, ég ýtti fólki í burtu. Mér fannst enginn skilja okkur og hvað við værum í raun og veru að takast á við. Allir vilja hjálpa en stundum varð það of yfirþyrmandi.“ Það er erfitt að horfa uppá manneskjuna sem maður elskar mest eiga svona erfitt og geta ekki hjálpað henni. Ég hugsa alla daga að ég vilji taka verkefnið af henni og gera þetta fyrir hana. Svona er lífið ósanngjarnt stundum. Þrátt fyrir krefjandi verkefni segir Aníta þær mæðgur bjartsýnar og taki einn dag í einu. Hún segir mestu máli skipta að njóta lífsins því enginn viti hvað morgundagurinn beri í skauti sér. Hamingjusöm fjölskylda sem tekst á við lífið full af þakklæti og bjartsýni. Kærasti Anítu heitir Jón Örn Ingólfsson. Aðsend mynd Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk? Ég komst af því þegar ég var gengin um tvo mánuði á leið. Ég fann ekki mikinn mun á mér fyrstu vikurnar og mig grunaði ekkert. Ég fékk síðan allt í einu sterka tilfinningu um að það gæti verið lítil baun sem væri að fylgja mér. Ég hafði svo sannarlega rétt fyrir mér. Ég tók próf á sunnudagsmorgni, ein og varð stressuð. Ég sagði mömmu minni frá þessu sama dag og hún sá svo sannarlega til þess að mér liði betur. Við byrjuðum að hlakka til eftir gott samtal. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Mér leið vel líkamlega þangað til að ég vissi að ég væri ólétt. Mjög skrítið en ég held að fyrst þá hafi ímyndunaraflið farið að vinna gegn mér. Fann fyrir ógleði frá svona sjöundu til tólftu viku. Eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna? Eiginlega ekki neitt. Ég las mig mikið til um allt. Kannski bara tilfinningin að finna spörkin, fannst ég þekkja hana og hennar rútínu þegar ég var byrjuð að finna hreyfingar. Að vera ólétt er fallegasta og erfiðasta ferli sem ég hef upplifað. Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Mjög vel. Var að díla við húðvandamál á meðgöngunni, sem ég hafði aldrei upplifað áður en mér fannst bumban svo falleg að það skipti litlu sem engu máli. Fékkstu að vita kynið? Já, við fengum að vita kynið. Það breytti eiginlega engu fyrir mig hvort kynið það hefði verið. Fyrir utan hvort fornafnið ég notaði þegar ég talaði um hana. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Ég hef góða upplifun af heilbrigðisþjónustunni á meðgöngu. Ég lenti í bílslysi á 23. viku og var því komin í áhættumeðgöngu. Ég var skoðuð reglulega og síðan var sálfræðingur inni í teyminu sem hjálpaði mér mikið við að takast á við kvíðann sem kom í kjölfarið. Aníta segist hafa verið að kljást við húðvandamál á meðgöngunni en hún hafi þó ekki haft miklar áhyggjur af því. Henni fannst bumban sín svo fallega að það skipti ekkert annað máli. Aðsend mynd „Ætlar þú bara að gera þetta ein?“ Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Já, ég borðaði klaka alla daga, allan daginn. Og fyndið að segja frá því að ég hef ekki fundið fyrir þeirri löngun frá og með deginum sem Aldís Embla fæddist. Fannst þér erfitt að velja nafn á barnið? Ef hún hefði fæðst sem strákur þá hefði það kannski verið erfitt. En á sautjándu viku komst ég að því að hún væri stelpa og þá var nafnið eiginlega alveg ákveðið. Aldís á þrjár ömmur sem heita/hétu Aldís. Gullfallegt nafn þótt ég segi sjálf frá. Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Ég var einstæð móðir alla meðgönguna. Ég var samt sem áður með mjög gott bakland. En það er samt allt annað að upplifa þetta allt með maka sér við hlið. Bíð spennt eftir næstu meðgöngu með manneskjunni sem ég elska. Ég upplifði mig oft eina, hún var kannski að sparka á kvöldin og þá var enginn við hliðina á mér til að samgleðjast. En það að upplifa þetta allt og vera einstæð hefur gert mig og hana nánari fyrir vikið. Við höfum hvora aðra. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Hvernig líður þér? Eitthvað sem þú kreifar? Ætlar þú bara að gera þetta ein? Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Klæða mig í fallega kjóla og láta bumbuna njóta sín. Svo að finna það hvað líkaminn er magnaður. Stórglæsileg verðandi mamma. Aníta segist hafa notið þess að vera með bumbu og klætt sig reglulega upp í fallega kjóla. Aðsend mynd Undirbjóst þú þig eitthvað fyrir fæðinguna? Ég fór á núvitundarnámskeið og svo var auðvitað hreiðurgerð. Ég hef aldrei verið jafn spennt fyrir að taka til, ryksuga, þurrka af og þrífa. Horfði á lokaþáttinn af Bachelor í hríðunum Hvernig gekk fæðingin? Fæðingarsagan mín er löng, spennandi og tók um 35 tíma. Eina sem skipti mig máli var að fá litlu stelpuna mína í hendurnar á endanum. Ég fór af stað á föstudagsmorgun og hún kom í heiminn aðfaranótt sunnudags. Mig var farið að gruna að eitthvað væri að gerast og vildi ég því alltaf vera með einhverjum öllum stundum. Þetta var sumarið 2019 og fjölskyldan mín eyðir mestum hluta sumars upp í sveit. Mamma var keyrandi fram og til baka úr sveitinni um leið og ég hélt að eitthvað væri að fara gerast. Ég missti vatnið á föstudagsmorgni. Ég stressaði mig nú ekkert mikið yfir þessu því hún var skorðuð og ákvað bara að keyra heim og athuga hvort ég myndi sjálf malla af stað. Við mamma vorum bara í rólegheitunum og samdrættirnir byrjuðu að aukast og harðna rosalega. Síðan kom vinkona mín til okkar og hneykslaðist á mér að ég væri ekki búin að pakka í spítalatöskuna. Við pökkuðum í hana og fórum að horfa á lokaþáttinn af Bachelor. Náðum því miður ekki að klára hann því ég var byrjuð að fá mikla verki og hætt að geta andað almennilega í verkjunum. LOKSINS var komið að því. Eftir langa og stranga fæðingu var dóttir Anítu komin í heiminn. Fæðingartíminn var nákvæmlega sá sami og Anítu fyrir 21 ári. Aðsend mynd Við fórum upp á spítala til að koma litlu kraftaverki í heiminn. Við fengum strax fæðingarstofu og ég fékk friðarpípu til að geta náð andanum almennilega aftur. Ég var bara með þrjá í útvíkkun þegar ég mætti en samt með svona mikla verki. Fékk hnút í magann við tilhugsunina að ég fengi verri verki en þetta. Ég náði svo að sofa í tvo tíma eftir að hafa fengið verkjalyf. Klukkan fimm aðfaranótt laugardags vaknaði ég til að reyna að labba verkina í burtu sem virkaði ekki. Ég fékk svo fyrstu gangsetningartöflurnar klukkan sex á sunnudagsmorgun. Eftir átta tíma og fleiri töflur var enn langt á milli hríða og ekkert að frétta. Með glaðloft í annari og friðarpípu í hinni Við mamma tókum saman göngutúr niður á bensínstöðina rétt hjá og þegar við komum upp á deild héldu þær áfram að gefa mér töflur. Þegar ég var komin á sjötta skammt af töflum jukust verkirnir alveg rosalega og þær ákváðu að sleppa því að halda áfram að gefa mér lyf og sjá hvort líkaminn myndi sjá um restina sjálfur. Ég var með hræðilega verki en bara sex í útvíkkun. Ég sá ekki fyrir endann á þessu og var orðin mjög orkulaus. Var með glaðloft í annari og fríðarpípu í hinni. Seint um kvöldið ákváðu ljósmæðurnar og fæðingarlæknarnir, með leyfi frá mér, að koma fæðingunni almennilega af stað. Ég fékk mænudeyfingu á svipuðum tíma því ég var byrjuð að líða útaf á milli hríða. Bara fyrir þær konur sem eiga eftir að fæða barn og eru að pæla í mænudeyfingu þá er hún í alvöru það besta. Þarna fór fæðingin almennilega af stað. Ég fór frá sex upp í tíu í útvíkkun á mjög skömmum tíma, allt fór af stað svo fljótt. Mamma rauk á fætur til að vera til staðar fyrir mig á meðan vinkona mín lá á gólfinu nýsofnuð. Þetta er mjög eftirminnileg stund og ég man þetta svo vel. Mamma reyndi að hugsa um mig á sama tíma og hún var að reyna að vekja vinkonu mína. Ljósmóðirin tilkynnti okkur að þetta væri að fara að gerast. Rembingurinn tók 30 mínútur og lítil prinsessa var fædd 3:48. Mamma giskaði upp á mínútu að barnið myndi fæðast 3:48 sem er nákvæmlega sá sami fæðingartími og minn eiginn fyrir 21 ári síðan. Mamma klippti naflastrenginn, allir voru á réttum stað á réttum tíma. Hún var loksins komin í heiminn. Ég fékk litlu í fangið í smá tíma þangað til það þurfti að byrja að sauma mig. Það tók tvo og hálfan tíma að sauma mig, á meðan fékk litla að knúsa pabba sinn í fyrsta skipti. Hún var 15 merkur og 52cm. Fullkomin. Hefur aldrei upplifað jafn góða tilfinningu. Aníta segist hafa hágrátið þegar hún fékk stelpuna sína í fangið. Móðir hennar og vinkona voru viðstaddar fæðinguna. Aðsend mynd Vantar að upplýsa mæður betur um það sem gerist eftir meðgöngu og fæðingu Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Ég hágrét. Því það var svo góð tilfinning að vera búin og að fá að hitta hana loksins. Hef ekki fundið jafn góða tilfinningu. Það væri guðsgjöf að fá að upplifa hana aftur. Hvað kom mest á óvart við að fæða barn? Að ég þurfti að fæða fylgjuna og auðvitað að finna fyrir allri hormóna starfseminni. Einhver umræða sem þér finnst að þurfi að opna varðandi meðgöngu og fæðingar? Nei, alls ekki. Það kom mér ekkert mikið á óvart. En hins vegar finnst mér svolítið vanta upplýsingar um það sem kemur eftir meðgöngu og fæðingu. Mér fannst skrítið að fara með lítinn einstakling heim og ég vera orðin ábyrgðaraðili. Sem dæmi þá skipti ég á dóttur minni í hvert skipti sem hún vaknaði á nóttinni fyrstu þrjá mánuðina. Ég hafði ekki hugmynd af hverju, hélt að það væri eitthvað sem maður ætti að gera. Áttaði mig svo á því að það væri bara að eyðileggja svefn okkar beggja þegar hjúkrunarfræðingur benti mér á það. Að fara heim með barn og bera allt í einu ábyrgð á annarri manneskju, segir Aníta hafa verið skrítna tilfinningu. Aðsend mynd Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Nei, eða ég leit bara framhjá því. Auðvitað var gott að vera búin að undirbúa sig. En ég þurfti alls ekki allt það dýrasta og flottasta. Ég nýtti það sem til var frá fjölskyldu og vinum. Hvernig gekk brjóstagjöfin ef þú ákvaðst að vera með hana á brjósti? Hún gekk upp og niður. Ég missti hana niður tvisvar. Fyrsta skipti í Bretlandi þegar dóttir mín veiktist fyrst og í annað skipti þegar dóttir mín var lögð inn á gjörgæslu. Ég fann svo góð tengsl að hafa hana á brjósti svo að ég gerði allt til að reyna að láta það virka. Enduðum á fjórtán góðum mánuðum saman. Um þriggja mánaða aldur hætti dóttir Anítu að anda þegar fjölskyldan var stödd í Bretlandi. Hún segist alltaf hafa grunað að eitthvað væri að. Aðsend mynd Hvenær komstu að því að hún væri lasin? Ég fann það alltaf á mér að það væri eitthvað að hrjá hana. Fór með hana þrisvar upp á Barnaspítala hérna heima og alltaf send heim. Síðan fórum við til Bretlands að hitta fjölskylduna okkar. Á síðasta degi ferðalagsins hætti hún að anda. Ég og pabbi gerðum endurlífgun á hana og náðum henni til baka. Við munum hvorugt mikið eftir þessum degi þar sem óttinn tók yfir. Hún fór með sjúkrabíl upp á spítala þar sem súrefnisgleraugun voru fyrst sett á hana. Hún hefur varla verið án þeirra síðan. Það er núna komið ár. Hvernig stuðning hefur þú fengið? Við fáum stuðning. Við erum með næturaðstoð, þar sem það þarf að fylgjast vel með henni. Einnig fáum við aðstoð á daginn en ég hef lítið nýtt mér það vegna Covid-faraldursins. Við viljum auðvitað takmarka fjölda þeirra sem koma inn á heimilið. Aldís Embla er undrabarn. Hún er sterk, yndisleg og dugleg. Ég lít upp til hennar. Hún tekur öllum verkefnum og massar þau og er bara fimmtán mánaða. Hún er með súrefnisvél sem fylgir henni hvert sem hún fer og lætur alla vita að það sé ekki að fara stoppa hana að gera nákvæmlega það sem hún ætlar sér. Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? Þú ert ekki móðursjúk, þú þekkir þitt barn best og ekki láta neinn segja þér annað. Mæðgurnar Aníta og Aldís eru bjartsýnar á lífið og njóta hvers dags saman. Aldís litla þarf nánast alltaf að vera með súrefni en hún lætur það ekki stoppa sig að sögn Anítu og gerir það sem hún ætlar sér. Aðsend mynd Móðurmál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Móðurmál: Ófrísk, einhleyp og óhrædd „Ég og barnsfaðir minn hættum saman í sumar svo að það hefur verið mjög krefjandi að fara í gegnum það ferli ólétt í miðjum heimsfaraldri,“ segir Stefanía Svavarsdóttir söngkona í viðtali við Makamál. 15. nóvember 2020 19:00 Móðurmál: Tilfinningarnar sem fylgdu ófrjósemi hurfu ekki á augabragði „Ég varð mjög kvíðin fyrstu mánuðina um að missa. Svo er líka sérstök tilfinning að vera komin úr „ófrjósemis“ hópnum yfir í „meðgöngu“ hópinn sem þurfti smá að venjast og manni fannst maður smá vera að yfirgefa þær sem voru enn að reyna,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir, 25. ágúst 2020 10:41 Móðurmál: Camilla Rut segir athugasemdir um holdafar annarra aldrei í lagi „Framundan hjá mér og minni fjölskyldu er að bæta við fjölskyldumeðlim vonandi á allra næstu dögum, því fyrr því betra ef þú spyrð mig“. Þetta segir Camilla Rut í viðtalsliðnum Móðurmáli. 24. júní 2020 09:58 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Spurning vikunnar: Notar þú verjur við skyndikynni? Makamál Rúmfræði: Aldrei eins mikil sala á sleipiefni og blætisvörum Makamál Donna Cruz: „Þegar ástin er alvöru þá gerir hún þig að betri manneskju“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Hrotur geti valdið heyrnaskaða og miklum vandamálum í sambandinu Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
„Aldís Embla er undrabarn. Hún er sterk, yndisleg og dugleg. Ég lít upp til hennar. Hún tekur öllum verkefnum og massar þau en hún er bara fimmtán mánaða. Hún er með súrefnisvél sem fylgir henni hvert sem hún fer og lætur alla vita að það sé ekkert að fara stoppa hana. Hún gerir nákvæmlega það sem hún ætlar sér.“ Dóttir Anítu, Aldís Embla, er með bólgubreytinga lungnasjúkdóm sem orsakast af bólguþéttingum í lungnavefnum. Aníta segir að fjölskyldan hafi þurft að takast á við mikla sorg í kjölfar veikindanna en hún segir Aldísi vera mjög sterka stelpu og þau dáist af henni alla daga. „Ég upplifði mig fyrst fjarlægjast öllum, ég ýtti fólki í burtu. Mér fannst enginn skilja okkur og hvað við værum í raun og veru að takast á við. Allir vilja hjálpa en stundum varð það of yfirþyrmandi.“ Það er erfitt að horfa uppá manneskjuna sem maður elskar mest eiga svona erfitt og geta ekki hjálpað henni. Ég hugsa alla daga að ég vilji taka verkefnið af henni og gera þetta fyrir hana. Svona er lífið ósanngjarnt stundum. Þrátt fyrir krefjandi verkefni segir Aníta þær mæðgur bjartsýnar og taki einn dag í einu. Hún segir mestu máli skipta að njóta lífsins því enginn viti hvað morgundagurinn beri í skauti sér. Hamingjusöm fjölskylda sem tekst á við lífið full af þakklæti og bjartsýni. Kærasti Anítu heitir Jón Örn Ingólfsson. Aðsend mynd Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk? Ég komst af því þegar ég var gengin um tvo mánuði á leið. Ég fann ekki mikinn mun á mér fyrstu vikurnar og mig grunaði ekkert. Ég fékk síðan allt í einu sterka tilfinningu um að það gæti verið lítil baun sem væri að fylgja mér. Ég hafði svo sannarlega rétt fyrir mér. Ég tók próf á sunnudagsmorgni, ein og varð stressuð. Ég sagði mömmu minni frá þessu sama dag og hún sá svo sannarlega til þess að mér liði betur. Við byrjuðum að hlakka til eftir gott samtal. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Mér leið vel líkamlega þangað til að ég vissi að ég væri ólétt. Mjög skrítið en ég held að fyrst þá hafi ímyndunaraflið farið að vinna gegn mér. Fann fyrir ógleði frá svona sjöundu til tólftu viku. Eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna? Eiginlega ekki neitt. Ég las mig mikið til um allt. Kannski bara tilfinningin að finna spörkin, fannst ég þekkja hana og hennar rútínu þegar ég var byrjuð að finna hreyfingar. Að vera ólétt er fallegasta og erfiðasta ferli sem ég hef upplifað. Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Mjög vel. Var að díla við húðvandamál á meðgöngunni, sem ég hafði aldrei upplifað áður en mér fannst bumban svo falleg að það skipti litlu sem engu máli. Fékkstu að vita kynið? Já, við fengum að vita kynið. Það breytti eiginlega engu fyrir mig hvort kynið það hefði verið. Fyrir utan hvort fornafnið ég notaði þegar ég talaði um hana. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Ég hef góða upplifun af heilbrigðisþjónustunni á meðgöngu. Ég lenti í bílslysi á 23. viku og var því komin í áhættumeðgöngu. Ég var skoðuð reglulega og síðan var sálfræðingur inni í teyminu sem hjálpaði mér mikið við að takast á við kvíðann sem kom í kjölfarið. Aníta segist hafa verið að kljást við húðvandamál á meðgöngunni en hún hafi þó ekki haft miklar áhyggjur af því. Henni fannst bumban sín svo fallega að það skipti ekkert annað máli. Aðsend mynd „Ætlar þú bara að gera þetta ein?“ Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Já, ég borðaði klaka alla daga, allan daginn. Og fyndið að segja frá því að ég hef ekki fundið fyrir þeirri löngun frá og með deginum sem Aldís Embla fæddist. Fannst þér erfitt að velja nafn á barnið? Ef hún hefði fæðst sem strákur þá hefði það kannski verið erfitt. En á sautjándu viku komst ég að því að hún væri stelpa og þá var nafnið eiginlega alveg ákveðið. Aldís á þrjár ömmur sem heita/hétu Aldís. Gullfallegt nafn þótt ég segi sjálf frá. Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Ég var einstæð móðir alla meðgönguna. Ég var samt sem áður með mjög gott bakland. En það er samt allt annað að upplifa þetta allt með maka sér við hlið. Bíð spennt eftir næstu meðgöngu með manneskjunni sem ég elska. Ég upplifði mig oft eina, hún var kannski að sparka á kvöldin og þá var enginn við hliðina á mér til að samgleðjast. En það að upplifa þetta allt og vera einstæð hefur gert mig og hana nánari fyrir vikið. Við höfum hvora aðra. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Hvernig líður þér? Eitthvað sem þú kreifar? Ætlar þú bara að gera þetta ein? Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Klæða mig í fallega kjóla og láta bumbuna njóta sín. Svo að finna það hvað líkaminn er magnaður. Stórglæsileg verðandi mamma. Aníta segist hafa notið þess að vera með bumbu og klætt sig reglulega upp í fallega kjóla. Aðsend mynd Undirbjóst þú þig eitthvað fyrir fæðinguna? Ég fór á núvitundarnámskeið og svo var auðvitað hreiðurgerð. Ég hef aldrei verið jafn spennt fyrir að taka til, ryksuga, þurrka af og þrífa. Horfði á lokaþáttinn af Bachelor í hríðunum Hvernig gekk fæðingin? Fæðingarsagan mín er löng, spennandi og tók um 35 tíma. Eina sem skipti mig máli var að fá litlu stelpuna mína í hendurnar á endanum. Ég fór af stað á föstudagsmorgun og hún kom í heiminn aðfaranótt sunnudags. Mig var farið að gruna að eitthvað væri að gerast og vildi ég því alltaf vera með einhverjum öllum stundum. Þetta var sumarið 2019 og fjölskyldan mín eyðir mestum hluta sumars upp í sveit. Mamma var keyrandi fram og til baka úr sveitinni um leið og ég hélt að eitthvað væri að fara gerast. Ég missti vatnið á föstudagsmorgni. Ég stressaði mig nú ekkert mikið yfir þessu því hún var skorðuð og ákvað bara að keyra heim og athuga hvort ég myndi sjálf malla af stað. Við mamma vorum bara í rólegheitunum og samdrættirnir byrjuðu að aukast og harðna rosalega. Síðan kom vinkona mín til okkar og hneykslaðist á mér að ég væri ekki búin að pakka í spítalatöskuna. Við pökkuðum í hana og fórum að horfa á lokaþáttinn af Bachelor. Náðum því miður ekki að klára hann því ég var byrjuð að fá mikla verki og hætt að geta andað almennilega í verkjunum. LOKSINS var komið að því. Eftir langa og stranga fæðingu var dóttir Anítu komin í heiminn. Fæðingartíminn var nákvæmlega sá sami og Anítu fyrir 21 ári. Aðsend mynd Við fórum upp á spítala til að koma litlu kraftaverki í heiminn. Við fengum strax fæðingarstofu og ég fékk friðarpípu til að geta náð andanum almennilega aftur. Ég var bara með þrjá í útvíkkun þegar ég mætti en samt með svona mikla verki. Fékk hnút í magann við tilhugsunina að ég fengi verri verki en þetta. Ég náði svo að sofa í tvo tíma eftir að hafa fengið verkjalyf. Klukkan fimm aðfaranótt laugardags vaknaði ég til að reyna að labba verkina í burtu sem virkaði ekki. Ég fékk svo fyrstu gangsetningartöflurnar klukkan sex á sunnudagsmorgun. Eftir átta tíma og fleiri töflur var enn langt á milli hríða og ekkert að frétta. Með glaðloft í annari og friðarpípu í hinni Við mamma tókum saman göngutúr niður á bensínstöðina rétt hjá og þegar við komum upp á deild héldu þær áfram að gefa mér töflur. Þegar ég var komin á sjötta skammt af töflum jukust verkirnir alveg rosalega og þær ákváðu að sleppa því að halda áfram að gefa mér lyf og sjá hvort líkaminn myndi sjá um restina sjálfur. Ég var með hræðilega verki en bara sex í útvíkkun. Ég sá ekki fyrir endann á þessu og var orðin mjög orkulaus. Var með glaðloft í annari og fríðarpípu í hinni. Seint um kvöldið ákváðu ljósmæðurnar og fæðingarlæknarnir, með leyfi frá mér, að koma fæðingunni almennilega af stað. Ég fékk mænudeyfingu á svipuðum tíma því ég var byrjuð að líða útaf á milli hríða. Bara fyrir þær konur sem eiga eftir að fæða barn og eru að pæla í mænudeyfingu þá er hún í alvöru það besta. Þarna fór fæðingin almennilega af stað. Ég fór frá sex upp í tíu í útvíkkun á mjög skömmum tíma, allt fór af stað svo fljótt. Mamma rauk á fætur til að vera til staðar fyrir mig á meðan vinkona mín lá á gólfinu nýsofnuð. Þetta er mjög eftirminnileg stund og ég man þetta svo vel. Mamma reyndi að hugsa um mig á sama tíma og hún var að reyna að vekja vinkonu mína. Ljósmóðirin tilkynnti okkur að þetta væri að fara að gerast. Rembingurinn tók 30 mínútur og lítil prinsessa var fædd 3:48. Mamma giskaði upp á mínútu að barnið myndi fæðast 3:48 sem er nákvæmlega sá sami fæðingartími og minn eiginn fyrir 21 ári síðan. Mamma klippti naflastrenginn, allir voru á réttum stað á réttum tíma. Hún var loksins komin í heiminn. Ég fékk litlu í fangið í smá tíma þangað til það þurfti að byrja að sauma mig. Það tók tvo og hálfan tíma að sauma mig, á meðan fékk litla að knúsa pabba sinn í fyrsta skipti. Hún var 15 merkur og 52cm. Fullkomin. Hefur aldrei upplifað jafn góða tilfinningu. Aníta segist hafa hágrátið þegar hún fékk stelpuna sína í fangið. Móðir hennar og vinkona voru viðstaddar fæðinguna. Aðsend mynd Vantar að upplýsa mæður betur um það sem gerist eftir meðgöngu og fæðingu Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Ég hágrét. Því það var svo góð tilfinning að vera búin og að fá að hitta hana loksins. Hef ekki fundið jafn góða tilfinningu. Það væri guðsgjöf að fá að upplifa hana aftur. Hvað kom mest á óvart við að fæða barn? Að ég þurfti að fæða fylgjuna og auðvitað að finna fyrir allri hormóna starfseminni. Einhver umræða sem þér finnst að þurfi að opna varðandi meðgöngu og fæðingar? Nei, alls ekki. Það kom mér ekkert mikið á óvart. En hins vegar finnst mér svolítið vanta upplýsingar um það sem kemur eftir meðgöngu og fæðingu. Mér fannst skrítið að fara með lítinn einstakling heim og ég vera orðin ábyrgðaraðili. Sem dæmi þá skipti ég á dóttur minni í hvert skipti sem hún vaknaði á nóttinni fyrstu þrjá mánuðina. Ég hafði ekki hugmynd af hverju, hélt að það væri eitthvað sem maður ætti að gera. Áttaði mig svo á því að það væri bara að eyðileggja svefn okkar beggja þegar hjúkrunarfræðingur benti mér á það. Að fara heim með barn og bera allt í einu ábyrgð á annarri manneskju, segir Aníta hafa verið skrítna tilfinningu. Aðsend mynd Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Nei, eða ég leit bara framhjá því. Auðvitað var gott að vera búin að undirbúa sig. En ég þurfti alls ekki allt það dýrasta og flottasta. Ég nýtti það sem til var frá fjölskyldu og vinum. Hvernig gekk brjóstagjöfin ef þú ákvaðst að vera með hana á brjósti? Hún gekk upp og niður. Ég missti hana niður tvisvar. Fyrsta skipti í Bretlandi þegar dóttir mín veiktist fyrst og í annað skipti þegar dóttir mín var lögð inn á gjörgæslu. Ég fann svo góð tengsl að hafa hana á brjósti svo að ég gerði allt til að reyna að láta það virka. Enduðum á fjórtán góðum mánuðum saman. Um þriggja mánaða aldur hætti dóttir Anítu að anda þegar fjölskyldan var stödd í Bretlandi. Hún segist alltaf hafa grunað að eitthvað væri að. Aðsend mynd Hvenær komstu að því að hún væri lasin? Ég fann það alltaf á mér að það væri eitthvað að hrjá hana. Fór með hana þrisvar upp á Barnaspítala hérna heima og alltaf send heim. Síðan fórum við til Bretlands að hitta fjölskylduna okkar. Á síðasta degi ferðalagsins hætti hún að anda. Ég og pabbi gerðum endurlífgun á hana og náðum henni til baka. Við munum hvorugt mikið eftir þessum degi þar sem óttinn tók yfir. Hún fór með sjúkrabíl upp á spítala þar sem súrefnisgleraugun voru fyrst sett á hana. Hún hefur varla verið án þeirra síðan. Það er núna komið ár. Hvernig stuðning hefur þú fengið? Við fáum stuðning. Við erum með næturaðstoð, þar sem það þarf að fylgjast vel með henni. Einnig fáum við aðstoð á daginn en ég hef lítið nýtt mér það vegna Covid-faraldursins. Við viljum auðvitað takmarka fjölda þeirra sem koma inn á heimilið. Aldís Embla er undrabarn. Hún er sterk, yndisleg og dugleg. Ég lít upp til hennar. Hún tekur öllum verkefnum og massar þau og er bara fimmtán mánaða. Hún er með súrefnisvél sem fylgir henni hvert sem hún fer og lætur alla vita að það sé ekki að fara stoppa hana að gera nákvæmlega það sem hún ætlar sér. Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? Þú ert ekki móðursjúk, þú þekkir þitt barn best og ekki láta neinn segja þér annað. Mæðgurnar Aníta og Aldís eru bjartsýnar á lífið og njóta hvers dags saman. Aldís litla þarf nánast alltaf að vera með súrefni en hún lætur það ekki stoppa sig að sögn Anítu og gerir það sem hún ætlar sér. Aðsend mynd
Móðurmál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Móðurmál: Ófrísk, einhleyp og óhrædd „Ég og barnsfaðir minn hættum saman í sumar svo að það hefur verið mjög krefjandi að fara í gegnum það ferli ólétt í miðjum heimsfaraldri,“ segir Stefanía Svavarsdóttir söngkona í viðtali við Makamál. 15. nóvember 2020 19:00 Móðurmál: Tilfinningarnar sem fylgdu ófrjósemi hurfu ekki á augabragði „Ég varð mjög kvíðin fyrstu mánuðina um að missa. Svo er líka sérstök tilfinning að vera komin úr „ófrjósemis“ hópnum yfir í „meðgöngu“ hópinn sem þurfti smá að venjast og manni fannst maður smá vera að yfirgefa þær sem voru enn að reyna,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir, 25. ágúst 2020 10:41 Móðurmál: Camilla Rut segir athugasemdir um holdafar annarra aldrei í lagi „Framundan hjá mér og minni fjölskyldu er að bæta við fjölskyldumeðlim vonandi á allra næstu dögum, því fyrr því betra ef þú spyrð mig“. Þetta segir Camilla Rut í viðtalsliðnum Móðurmáli. 24. júní 2020 09:58 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Spurning vikunnar: Notar þú verjur við skyndikynni? Makamál Rúmfræði: Aldrei eins mikil sala á sleipiefni og blætisvörum Makamál Donna Cruz: „Þegar ástin er alvöru þá gerir hún þig að betri manneskju“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Hrotur geti valdið heyrnaskaða og miklum vandamálum í sambandinu Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Móðurmál: Ófrísk, einhleyp og óhrædd „Ég og barnsfaðir minn hættum saman í sumar svo að það hefur verið mjög krefjandi að fara í gegnum það ferli ólétt í miðjum heimsfaraldri,“ segir Stefanía Svavarsdóttir söngkona í viðtali við Makamál. 15. nóvember 2020 19:00
Móðurmál: Tilfinningarnar sem fylgdu ófrjósemi hurfu ekki á augabragði „Ég varð mjög kvíðin fyrstu mánuðina um að missa. Svo er líka sérstök tilfinning að vera komin úr „ófrjósemis“ hópnum yfir í „meðgöngu“ hópinn sem þurfti smá að venjast og manni fannst maður smá vera að yfirgefa þær sem voru enn að reyna,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir, 25. ágúst 2020 10:41
Móðurmál: Camilla Rut segir athugasemdir um holdafar annarra aldrei í lagi „Framundan hjá mér og minni fjölskyldu er að bæta við fjölskyldumeðlim vonandi á allra næstu dögum, því fyrr því betra ef þú spyrð mig“. Þetta segir Camilla Rut í viðtalsliðnum Móðurmáli. 24. júní 2020 09:58