Saknar þú manneskjunnar því að sambandið var svo gott eða af því að hún hefur verið hluti af lífi þínu svo lengi? Þó að þú finnir fyrir söknuði þá þarf heldur ekkert að vera að þú viljir endilega taka aftur saman.
Að fara aftur í gamla sambandið getur í einhverjum tilfellum verið rétt ákvörðun en í öðrum tilfellum er það þó skammgóður vermir.
Í vikunni birtu Makamál grein um nýlega rannsókn sem gaf til kynna að brotin sjálfsmynd fólks eftir sambandsslit veldur því að það er líklegra til að leita aftur til fyrrverandi maka, jafnvel þó að sambandi hafi ekki verið gott.
Samkvæmt niðurstöðunum mátti sjá að um þriðjungur svarenda segist finna fyrir söknuði til fyrrverandi maka.
Hægt er að sjá nákvæmari niðurstöður hér fyrir neðan:
Niðurstöður*:
Já, vildi að við værum enn saman - 13%
Já, sakna fyrrverandi en vil ekki taka aftur saman - 18%
Er ekki viss - 8%
Nei - 61%
*Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.