Hvernig á að drulla yfir lýðræðislegan rétt þjóðar - Örnámskeið í boði Steingríms J. Sigfússonar Ágústa Ágústsdóttir skrifar 10. desember 2020 15:31 Ef ég hef einhverntíman verið hrædd um minn lýðræðislega rétt, þá er það á þessari stundu. Að valdamaður á alþingi geti stigið fram og gólað eins og ofvaxinn strákur að rifna úr frekju, „Ég vil, ég ætla, sama hvað“ finnst mér bera sterkan keim af yfirgangi og algjörri hunsun á rétti hins almenna þjóðfélagsþegns. Lýðræði er Steingrími ekki ofarlega í huga nú sem oftar. Er ekki hægt að vernda umhverfi og náttúru Íslands nema stofna þjóðgarð ? Þeir þjóðgarðar sem nú þegar eru starfræktir eru góðir og gildir en rekstur þeirra er til skammar. Hvernig væri að byrja á að sýna þjóðinni að ríkið geti rekið þau batterí sómasamlega svo menn geti verið stoltir af ? Þjóðgarðarnir eru langsvelt fyrirbæri umkringd þungu og flóknu regluverki sem stýrt er af einu marghöfða bákni. Miðað við þá takmörkuðu fjármuni sem lagðir hafa verið í uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs þegar horft er til háleitra hugmynda við stofnun hans, þá skil ég og fleiri ekki hvernig mönnum dettur í hug að tala um „stærsta þjóðgarð Evrópu“. Úr hvaða peningabrunnum á að ausa til að koma þessu fyrirbæri á koppinn ? Það dylst engum að lausn allra mála hjá vinstri grænum eru meiri skattar. Skattar sem við þjóðin fáum að borga og eru nú þegar búnir að vera tikka inn síðustu misserin. Engan flokk veit ég eins skattaglaðan og flokk Steingríms. Hefur það fram til þessa verið erfiðleikum bundið fyrir Steingrím að heimsækja og njóta "helgidóms" síns ? Liggur hans heilaga altari undir skemmdum eða hefur honum verið meinaður aðgangur að því ? Höfum við ekki getað ferðast um og notið hálendis okkar hingað til í sátt og samlyndi öll sem eitt síðustu áratugina ? Hvað hefur allt í einu breyst svo mjög til hins verra, svo taka þurfi þriðjung Íslands úr höndum þeirra sameiginlegu landsafla sem komið hafa að uppbyggingu þess og verndun í gegnum ártugina ? Þegar óbyggðanefnd var stofnuð og þjóðlenduvinnan fór af stað kom skýrt fram að þær yrðu EKKI þjóðgarðar. Gefum fólki tækifæri á að skoða söguna aðeins og kynna sér yfirlýsingar og loforð kosinna fulltrúa sem þar sátu t.d. Þetta "einstaka tækifæri" sem fólki er talin trú um að nú sé til staðar fjallar fyrst og fremst um að stofnanavæða risastóran hluta Íslands (1/3 af öllu okkar landi). Það eitt að landsvæði sé til á korti og merkt sem þjóðgarður skapar væntingar og dregur að sér ferðamenn, eðli málsins samkvæmt. En þá er eins gott að grunnstoðirnar séu fyrir hendi sem sýnilegt er hverjum sem sjá vill, að er alls ekki. Enda farið af stað með tóma buddu og marklaus loforð. „Stærsti þjóðgarður Evrópu“ er slagorð fyllt af þjóðrembu af verstu sort og hefur ekkert með náttúruvernd eða umhverfissjónarmið að gera. Greinilegt er að þröngva á þessu í gegnum þing fyrir næstu kosningar án þess svo mikið sem að íhuga að spyrja þjóðina álits. Minnisvarði um kommúníska hugsun og stjórnun vinstri grænna. Ef Steingrímur og hans fylgisveinar sem og ríkisstjórnin í raun öll ber hag fólks raunverulega fyrir brjósti þá væri virðing fólgin í því að leyfa fólki að eiga raunverulegt val. Standa þarf að raunverulegum og dugandi kynningarfundum um allt land þar sem báðar hliðar fá að koma fram svo fólk geti myndað sér skoðun. Þetta „ranga og villandi upplýsingaflæði“ sem hæstvirtur umhverfisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson talar um eru einfaldlega raddir fólks sem vilja fá að heyrast. Og ekki bara fóllks, heldur raddir heilu sveitarfélaganna sem lýst hafa andstöðu sinni við málið. Það er fyrst og fremst villandi og rangt að tala fyrir því að hin hliðin megi ekki heyrast. Þannig fær maður í hendurnar fallega skreyttan pakka sem gleður augað en innihald sem er rotið og lyktar illa. En Steingrímur ætti að vera orðinn sérfræðingur í að pakka inn umbúðafallegum pökkum í gegnum árin. Pakkaslóðin er orðin ansi löng þar. Ég nefni hluti eins og skjaldborgina frægu. Ég nefni sálusölu vinstri grænna til ESB inngöngu, í skiptum fyrir svolítil völd eftir hrun og opnuðu flóðgátt af reglugerðarbákni frá sambandinu inn til landsins undir handleiðslu Samfylkingarinnar. Ég nefni Icesave sem Steingrímur vildi ólmur að íslenska þjóðin skrifaði undir og hefði steypt okkur í óverjandi skuld og fært okkur á silfurfati til ESB og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem gjaldþrota þjóð. Bakki á Húsavík er enn eitt minnismerkið sem keyrt var í gegn á ótrúlegum hraða. Hvar er náttúruverndin þar Steingrímur ? „Hinn grenjandi minnihluti“ fer fram á að sé hlustað og borin virðing fyrir því að þegar talað sé um að leggja 1/3 af öllu okkar landi í hendur eins bákns, þá er það ekkert smámál. Þetta er eitt af stærstu málum þjóðarinnar og varðar alla sem hér búa. Ekki bara Steingrím og 65% af vísbendingum hans. Ég legg til að Steingrímur verði sér úti um barðastóran sjóhatt og góðan árabát svo hann geti róið í skjól þegar „minnihlutinn“ skrúfar frá táraflóðinu í sameiningu. Því við erum töluvert stærri en látið er af. Ágústa Ágústsdóttir íbúi á norðausturlandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Þjóðgarðar Hálendisþjóðgarður Ágústa Ágústsdóttir Mest lesið Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Sjá meira
Ef ég hef einhverntíman verið hrædd um minn lýðræðislega rétt, þá er það á þessari stundu. Að valdamaður á alþingi geti stigið fram og gólað eins og ofvaxinn strákur að rifna úr frekju, „Ég vil, ég ætla, sama hvað“ finnst mér bera sterkan keim af yfirgangi og algjörri hunsun á rétti hins almenna þjóðfélagsþegns. Lýðræði er Steingrími ekki ofarlega í huga nú sem oftar. Er ekki hægt að vernda umhverfi og náttúru Íslands nema stofna þjóðgarð ? Þeir þjóðgarðar sem nú þegar eru starfræktir eru góðir og gildir en rekstur þeirra er til skammar. Hvernig væri að byrja á að sýna þjóðinni að ríkið geti rekið þau batterí sómasamlega svo menn geti verið stoltir af ? Þjóðgarðarnir eru langsvelt fyrirbæri umkringd þungu og flóknu regluverki sem stýrt er af einu marghöfða bákni. Miðað við þá takmörkuðu fjármuni sem lagðir hafa verið í uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs þegar horft er til háleitra hugmynda við stofnun hans, þá skil ég og fleiri ekki hvernig mönnum dettur í hug að tala um „stærsta þjóðgarð Evrópu“. Úr hvaða peningabrunnum á að ausa til að koma þessu fyrirbæri á koppinn ? Það dylst engum að lausn allra mála hjá vinstri grænum eru meiri skattar. Skattar sem við þjóðin fáum að borga og eru nú þegar búnir að vera tikka inn síðustu misserin. Engan flokk veit ég eins skattaglaðan og flokk Steingríms. Hefur það fram til þessa verið erfiðleikum bundið fyrir Steingrím að heimsækja og njóta "helgidóms" síns ? Liggur hans heilaga altari undir skemmdum eða hefur honum verið meinaður aðgangur að því ? Höfum við ekki getað ferðast um og notið hálendis okkar hingað til í sátt og samlyndi öll sem eitt síðustu áratugina ? Hvað hefur allt í einu breyst svo mjög til hins verra, svo taka þurfi þriðjung Íslands úr höndum þeirra sameiginlegu landsafla sem komið hafa að uppbyggingu þess og verndun í gegnum ártugina ? Þegar óbyggðanefnd var stofnuð og þjóðlenduvinnan fór af stað kom skýrt fram að þær yrðu EKKI þjóðgarðar. Gefum fólki tækifæri á að skoða söguna aðeins og kynna sér yfirlýsingar og loforð kosinna fulltrúa sem þar sátu t.d. Þetta "einstaka tækifæri" sem fólki er talin trú um að nú sé til staðar fjallar fyrst og fremst um að stofnanavæða risastóran hluta Íslands (1/3 af öllu okkar landi). Það eitt að landsvæði sé til á korti og merkt sem þjóðgarður skapar væntingar og dregur að sér ferðamenn, eðli málsins samkvæmt. En þá er eins gott að grunnstoðirnar séu fyrir hendi sem sýnilegt er hverjum sem sjá vill, að er alls ekki. Enda farið af stað með tóma buddu og marklaus loforð. „Stærsti þjóðgarður Evrópu“ er slagorð fyllt af þjóðrembu af verstu sort og hefur ekkert með náttúruvernd eða umhverfissjónarmið að gera. Greinilegt er að þröngva á þessu í gegnum þing fyrir næstu kosningar án þess svo mikið sem að íhuga að spyrja þjóðina álits. Minnisvarði um kommúníska hugsun og stjórnun vinstri grænna. Ef Steingrímur og hans fylgisveinar sem og ríkisstjórnin í raun öll ber hag fólks raunverulega fyrir brjósti þá væri virðing fólgin í því að leyfa fólki að eiga raunverulegt val. Standa þarf að raunverulegum og dugandi kynningarfundum um allt land þar sem báðar hliðar fá að koma fram svo fólk geti myndað sér skoðun. Þetta „ranga og villandi upplýsingaflæði“ sem hæstvirtur umhverfisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson talar um eru einfaldlega raddir fólks sem vilja fá að heyrast. Og ekki bara fóllks, heldur raddir heilu sveitarfélaganna sem lýst hafa andstöðu sinni við málið. Það er fyrst og fremst villandi og rangt að tala fyrir því að hin hliðin megi ekki heyrast. Þannig fær maður í hendurnar fallega skreyttan pakka sem gleður augað en innihald sem er rotið og lyktar illa. En Steingrímur ætti að vera orðinn sérfræðingur í að pakka inn umbúðafallegum pökkum í gegnum árin. Pakkaslóðin er orðin ansi löng þar. Ég nefni hluti eins og skjaldborgina frægu. Ég nefni sálusölu vinstri grænna til ESB inngöngu, í skiptum fyrir svolítil völd eftir hrun og opnuðu flóðgátt af reglugerðarbákni frá sambandinu inn til landsins undir handleiðslu Samfylkingarinnar. Ég nefni Icesave sem Steingrímur vildi ólmur að íslenska þjóðin skrifaði undir og hefði steypt okkur í óverjandi skuld og fært okkur á silfurfati til ESB og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem gjaldþrota þjóð. Bakki á Húsavík er enn eitt minnismerkið sem keyrt var í gegn á ótrúlegum hraða. Hvar er náttúruverndin þar Steingrímur ? „Hinn grenjandi minnihluti“ fer fram á að sé hlustað og borin virðing fyrir því að þegar talað sé um að leggja 1/3 af öllu okkar landi í hendur eins bákns, þá er það ekkert smámál. Þetta er eitt af stærstu málum þjóðarinnar og varðar alla sem hér búa. Ekki bara Steingrím og 65% af vísbendingum hans. Ég legg til að Steingrímur verði sér úti um barðastóran sjóhatt og góðan árabát svo hann geti róið í skjól þegar „minnihlutinn“ skrúfar frá táraflóðinu í sameiningu. Því við erum töluvert stærri en látið er af. Ágústa Ágústsdóttir íbúi á norðausturlandi
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun