Yfirmenn hjá FBI sleppa við refsingar vegna ásakana um kynferðisbrot Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2020 14:56 Fyrrverandi starfsmaður Alríkislögreglunnar sem kölluð er Becky, segir yfirmann sinn hafa sleikt sig og káfað á sér í samkvæmi. AP/David Zalubowski Yfirmenn hjá Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa ítrekað verið sakaðir um kynferðisbrot á undanförnum árum. Engum hefur þó verið refsað, jafnvel þó rannsóknir hafi stutt ásakanir gegn þeim. Í einu tilfelli settist aðstoðarframkvæmdastjóri í helgan stein eftir að hann var sakaður um að káfa á konu. Annar yfirmaður hætti eftir að hafa áreitt minnst átta starfsmenn sína kynferðislega. Einn til viðbótar settist einnig í helgan stein eftir að hann var sakaður um að hafa kúgað unga samstarfskonu sína til kynlífsathafna. Þetta er meðal dæma sem rannsókn AP fréttaveitunnar hefur leitt í ljós og í öllum þessum tilvikum héldu mennirnir fullum eftirlaunum sínum og öðrum kjörum og var ekkert refsað. Rannsókn AP sýndi fram á að minnst sex yfirmenn hafa verið sakaðir um kynferðisbrot á síðustu fimm árum. Þar á meðal eru tvær nýjar ásakanir sem litu dagsins ljós í þessari viku þar sem konur segja yfirmenn sína hafa brotið á sér kynferðislega. Þar eru ekki talin með tilfelli þar sem yfirmenn í FBI hafa ekki gefið upp að þeir hafi átt í sambandi við undirmenn sína. Þeim tilfellum hefur víst farið mjög fjölgandi á undanförnum árum. Svo mikið að rannsakendur hjá innri endurskoðenda FBI hafa lýst yfir áhyggjum af því og kallað eftir stefnubreytingu. Einn viðmælandi fréttaveitunnar kvartaði yfir því að yfirmaður hennar hefði sleikt hana í framan og káfað á henni í samkvæmi árið 2017. Hún segir kvörtunum sem þessum sópað undir teppið. Höfuðstöðvar Alríkislögreglu Bandaríkjanna í Washington DC.AP/J. David Ake Segir mönnum gert kleift að sleppa við refsingu Lögmaður konunnar sem hefur sakað yfirmann sinn um að kúga sig til kynferðisathafna segir það stefnu meðal yfirmanna FBI að gera stjórnendum sem hafa verið sakaðir um kynferðisbrot kleift að setjast hljóðlega í helgan stein og sleppa þannig við nokkurs konar refsingu. AP segir einnig að ásakanirnar hafi fangað athygli þingmanna og annarra sem hafa látið þessi mál sig varða. Kallað hefur verið eftir því að utanaðkomandi aðilar verði fengnir til að fara yfir innri rannsóknir FBI og að uppljóstrarar fái ákveðna vernd. Rúmlega 35 þúsund manns starfa hjá FBI og fréttaveitan segir embættið gefa lítið upp verðandi ásakanir um kynferðislegt ofbeldi. Bandaríkin Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Í einu tilfelli settist aðstoðarframkvæmdastjóri í helgan stein eftir að hann var sakaður um að káfa á konu. Annar yfirmaður hætti eftir að hafa áreitt minnst átta starfsmenn sína kynferðislega. Einn til viðbótar settist einnig í helgan stein eftir að hann var sakaður um að hafa kúgað unga samstarfskonu sína til kynlífsathafna. Þetta er meðal dæma sem rannsókn AP fréttaveitunnar hefur leitt í ljós og í öllum þessum tilvikum héldu mennirnir fullum eftirlaunum sínum og öðrum kjörum og var ekkert refsað. Rannsókn AP sýndi fram á að minnst sex yfirmenn hafa verið sakaðir um kynferðisbrot á síðustu fimm árum. Þar á meðal eru tvær nýjar ásakanir sem litu dagsins ljós í þessari viku þar sem konur segja yfirmenn sína hafa brotið á sér kynferðislega. Þar eru ekki talin með tilfelli þar sem yfirmenn í FBI hafa ekki gefið upp að þeir hafi átt í sambandi við undirmenn sína. Þeim tilfellum hefur víst farið mjög fjölgandi á undanförnum árum. Svo mikið að rannsakendur hjá innri endurskoðenda FBI hafa lýst yfir áhyggjum af því og kallað eftir stefnubreytingu. Einn viðmælandi fréttaveitunnar kvartaði yfir því að yfirmaður hennar hefði sleikt hana í framan og káfað á henni í samkvæmi árið 2017. Hún segir kvörtunum sem þessum sópað undir teppið. Höfuðstöðvar Alríkislögreglu Bandaríkjanna í Washington DC.AP/J. David Ake Segir mönnum gert kleift að sleppa við refsingu Lögmaður konunnar sem hefur sakað yfirmann sinn um að kúga sig til kynferðisathafna segir það stefnu meðal yfirmanna FBI að gera stjórnendum sem hafa verið sakaðir um kynferðisbrot kleift að setjast hljóðlega í helgan stein og sleppa þannig við nokkurs konar refsingu. AP segir einnig að ásakanirnar hafi fangað athygli þingmanna og annarra sem hafa látið þessi mál sig varða. Kallað hefur verið eftir því að utanaðkomandi aðilar verði fengnir til að fara yfir innri rannsóknir FBI og að uppljóstrarar fái ákveðna vernd. Rúmlega 35 þúsund manns starfa hjá FBI og fréttaveitan segir embættið gefa lítið upp verðandi ásakanir um kynferðislegt ofbeldi.
Bandaríkin Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira