Kylfusveinn DeChambeau ætlar að hjálpa Lexi að vinna Opna bandaríska líka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2020 14:31 Lexi Thompson er til alls líkleg á síðasta risamóti ársins í golfinu. Getty/Mike Comer Lexi Thompson er í öðru sæti á heimslistanum í golfi og mætir með ás upp í erminni á Opna bandaríska meistaramótið sem hefst í dag. Opna bandaríska meistaramót kvenna í golfi hefst í dag og verður hægt að fylgjast með því á Sport Golf stöðinni. Lexi Thompson ætlar sér stóra hluti á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem er síðasta risamót ársins. Hin bandaríska Lexi Thompson vann sitt eina risamót á ferlinum árið 2014 en hún varð í öðru sæti á opna bandaríska meistaramótinu í fyrra á eftir hinni suður-kóresku Lee Jeong-eun. Bandarískur kylfingur hefur ekki unnið opna bandaríska meistaramótið í fjögur ár eða síðan að Brittany Lang vann árið 2016. Will Bryson s caddie make it a U.S. Open double this week? He s on the bag for @Lexi Thompson who finished T2 at last year s @uswomensopen. pic.twitter.com/kDkE8ov6eF— Morning Read (@TheMorningRead) December 9, 2020 Lexi Thompson er á milli kylfusveina þessa dagana. Bróðir hennar hefur hlaupið í skarðið að undanförnu en á opna bandaríska meistaramótinu verður Tim Tucker kylfusveinn hennar. Tucker hefur reynslu af því að vinna þetta mót og það á þessu ári. Tim Tucker getur nefnilega orðið fyrsti kylfusveinninn til að hjálpa kylfingi að vinna bæði opna meistaramót kvenna og karla á sama árinu. Tim Tucker er kylfusveinn Bryson DeChambeau sem vann opna bandaríska meistaramótið í karlaflokki í september. DeChambeau lék hringina á fjóra á sex höggum undir pari og var sex höggum á undan næsta manni. DeChambeau caddie at Open again, this time for Lexi Thompson https://t.co/BgfE22nVvV via @denverpost— Ron Mintz (@MintzGolf) December 10, 2020 Opna bandaríska meistaramótið hjá körlunum fór fram hjá Winged Foot golfklúbbnum í New York fylki en kvennamótið fer fram í Houston í Texas fylki í ár. Lexi Thompson og Tim Tucker hafa náð vel saman á æfingahringjunum og hún er spennt fyrir samstarfinu. Hún segir að Tucker sé með öll mál og mælingar á hreinu og muni hjálpa henni mikið. Að auki fær hann hana til að hlæja og létta um leið á spennustiginu. Það er þó eitt sem Thompson ætlar ekki að gera og það er að drekka prósteinsjeik eins og Bryson DeChambeau er þekktur fyrir. „Ó nei. Guð minn góður. Ég kæmist ekki ó pilsið mitt,“ sagði Lexi Thompson í léttum tón. Útsendingin frá fyrsta degi Opna bandaríska ristmóts kvenna í golfi hefst á Stöð 2 Golf klukkan 17.30. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Sjá meira
Opna bandaríska meistaramót kvenna í golfi hefst í dag og verður hægt að fylgjast með því á Sport Golf stöðinni. Lexi Thompson ætlar sér stóra hluti á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem er síðasta risamót ársins. Hin bandaríska Lexi Thompson vann sitt eina risamót á ferlinum árið 2014 en hún varð í öðru sæti á opna bandaríska meistaramótinu í fyrra á eftir hinni suður-kóresku Lee Jeong-eun. Bandarískur kylfingur hefur ekki unnið opna bandaríska meistaramótið í fjögur ár eða síðan að Brittany Lang vann árið 2016. Will Bryson s caddie make it a U.S. Open double this week? He s on the bag for @Lexi Thompson who finished T2 at last year s @uswomensopen. pic.twitter.com/kDkE8ov6eF— Morning Read (@TheMorningRead) December 9, 2020 Lexi Thompson er á milli kylfusveina þessa dagana. Bróðir hennar hefur hlaupið í skarðið að undanförnu en á opna bandaríska meistaramótinu verður Tim Tucker kylfusveinn hennar. Tucker hefur reynslu af því að vinna þetta mót og það á þessu ári. Tim Tucker getur nefnilega orðið fyrsti kylfusveinninn til að hjálpa kylfingi að vinna bæði opna meistaramót kvenna og karla á sama árinu. Tim Tucker er kylfusveinn Bryson DeChambeau sem vann opna bandaríska meistaramótið í karlaflokki í september. DeChambeau lék hringina á fjóra á sex höggum undir pari og var sex höggum á undan næsta manni. DeChambeau caddie at Open again, this time for Lexi Thompson https://t.co/BgfE22nVvV via @denverpost— Ron Mintz (@MintzGolf) December 10, 2020 Opna bandaríska meistaramótið hjá körlunum fór fram hjá Winged Foot golfklúbbnum í New York fylki en kvennamótið fer fram í Houston í Texas fylki í ár. Lexi Thompson og Tim Tucker hafa náð vel saman á æfingahringjunum og hún er spennt fyrir samstarfinu. Hún segir að Tucker sé með öll mál og mælingar á hreinu og muni hjálpa henni mikið. Að auki fær hann hana til að hlæja og létta um leið á spennustiginu. Það er þó eitt sem Thompson ætlar ekki að gera og það er að drekka prósteinsjeik eins og Bryson DeChambeau er þekktur fyrir. „Ó nei. Guð minn góður. Ég kæmist ekki ó pilsið mitt,“ sagði Lexi Thompson í léttum tón. Útsendingin frá fyrsta degi Opna bandaríska ristmóts kvenna í golfi hefst á Stöð 2 Golf klukkan 17.30. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Sjá meira