22 milljarða samdráttur í veitingageiranum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2020 07:55 Veitingamenn hafa þurft að sæta takmörkunum á sínum rekstri vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda auk þess sem mikil fækkun ferðamanna hefur haft mikil áhrif á tekjuöflun í geiranum. Vísir/Vilhelm Kortavelta í veitingageiranum hefur dregist saman um 22 milljarða að raunvirði frá því í mars á þessu ári þar til í október sé miðað við veltuna á árinu 2019. Þetta leiðir greining Samtaka atvinnulífsins (SA) í ljós en fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag. Eins og þekkt er hefur kórónuveirufaraldurinn leikið veitingabransann grátt. Ferðamönnum hefur fækkað gríðarlega á árinu og þá hefur geirinn þurft að sæta takmörkunum varðandi fjölda viðskiptavina og opnunartíma í sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda. Greining SA leiðir í ljós að kortavelta frá erlendum ferðamönnum hefur dregist saman um nær 19 milljarða á því tímabili sem greiningin nær til. Samdráttur í innlendri kortaveltu er því um þrír milljarðar. Þá hafa þúsundir starfa í bransanum glatast þrátt fyrir ýmsar aðgerðir stjórnvalda sem ætlað er að vinna gegn auknu atvinnuleysi. Ófyrirsjáanleiki ofan á mikið tekjutap Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, segir í samtali við Fréttablaðið að um þriðjungur tekna veitingageirans undanfarin ár hafi komið frá erlendum ferðamönnum. Reksturinn sé því ansi háður þeim hópi viðskiptavina enda megi flokka veitingageirann sem hluta af ferðaþjónustunni. Ofan á mikið tekjutap hafi veitingamenn síðan þurft að eiga við mikinn ófyrirsjáanleika í sínum rekstri að sögn Önnu Hrefnu. „Ítrekað hafa verið gerðar breytingar á fyrirkomulagi sóttvarna innanlands með skömmum fyrirvara frá því faraldurinn hófst. Það hefur því reynst erfitt að halda utan um bókanir, aðfangakaup og starfsmannahald með þá óvissu sem er uppi um aðgerðir hverju sinni. Þetta kemur auðvitað niður á rekstrinum,“ segir Anna Hrefna. Því hafi margir veitingamenn ekki getað annað en hætt rekstri á meðan aðrir hafi gripið til hagræðingaraðgerða sem fækkað hafi störfum í greininni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Þetta leiðir greining Samtaka atvinnulífsins (SA) í ljós en fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag. Eins og þekkt er hefur kórónuveirufaraldurinn leikið veitingabransann grátt. Ferðamönnum hefur fækkað gríðarlega á árinu og þá hefur geirinn þurft að sæta takmörkunum varðandi fjölda viðskiptavina og opnunartíma í sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda. Greining SA leiðir í ljós að kortavelta frá erlendum ferðamönnum hefur dregist saman um nær 19 milljarða á því tímabili sem greiningin nær til. Samdráttur í innlendri kortaveltu er því um þrír milljarðar. Þá hafa þúsundir starfa í bransanum glatast þrátt fyrir ýmsar aðgerðir stjórnvalda sem ætlað er að vinna gegn auknu atvinnuleysi. Ófyrirsjáanleiki ofan á mikið tekjutap Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, segir í samtali við Fréttablaðið að um þriðjungur tekna veitingageirans undanfarin ár hafi komið frá erlendum ferðamönnum. Reksturinn sé því ansi háður þeim hópi viðskiptavina enda megi flokka veitingageirann sem hluta af ferðaþjónustunni. Ofan á mikið tekjutap hafi veitingamenn síðan þurft að eiga við mikinn ófyrirsjáanleika í sínum rekstri að sögn Önnu Hrefnu. „Ítrekað hafa verið gerðar breytingar á fyrirkomulagi sóttvarna innanlands með skömmum fyrirvara frá því faraldurinn hófst. Það hefur því reynst erfitt að halda utan um bókanir, aðfangakaup og starfsmannahald með þá óvissu sem er uppi um aðgerðir hverju sinni. Þetta kemur auðvitað niður á rekstrinum,“ segir Anna Hrefna. Því hafi margir veitingamenn ekki getað annað en hætt rekstri á meðan aðrir hafi gripið til hagræðingaraðgerða sem fækkað hafi störfum í greininni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira