Meintur njósnari sængaði hjá minnst tveimur borgarstjórum Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2020 14:53 Embættis- og löggæslumenn segja að verkefni njósnarans hafi líklegast verið að mynda tengsl við rísandi stjörnur í bandarískum stjórnmálum svo hægt væri að nota þau tengsl Kína í hag í framtíðinni. AP/Andy Wong Kínversk kona, sem grunuð um að vera njósnari á vegum leyniþjónustu ríkisins, sængaði hjá minnst tveimur bandarískum borgarstjórum og myndaði tengsl við aðra stjórnmálamenn á vesturströnd Bandaríkjanna á árunum 2011 til 2015. Þeirra á meðal eru tveir þingmenn Demókrataflokksins sem báðir hafa boðið sig fram til forseta. Fang Fang, sem gekk einnig undir nafninu Christine Fang, fór frá Bandaríkjunum þegar Alríkislögregla Bandaríkjanna var að rannsaka hana og hefur aldrei snúið aftur. Þetta kemur fram í ítarlegri grein Axios um mál Fang sem birt var í gær. Meðal þess sem fram kemur í grein Axios er að Fang fluttist til Bandaríkjanna árið 2011 og skráði sig í háskóla. Þá notaði hún stöðu sína sem forseti nemendasamtaka að mynda tengsl við stjórnmálamenn á svæðinu. Hún vann sem sjálfboðaliði við framboð stjórnmálamanna og kom að fjáröflun þeirra. Hún kom meðal annars að fjársöfnun fyrir þingmennina Eric Swalwell, Tulsi Gabbard og Ro Khanna. Christine Fang was "everywhere," to quote several people who knew her. She appears in photos with Eric Swalwell, Ro Khanna, Judy Chu, and Mike Honda, and numerous mayors, state assembly members, town council members, staffers, and other prominent politicos. pic.twitter.com/ihSw5Emrwf— B. Allen-Ebrahimian (@BethanyAllenEbr) December 8, 2020 Fang hitti Swalwell fyrst þegar hann var borgarfulltrúi í Dublin City í Kaliforníu en þegar hann varð þingmaður vöruðu rannsakendur FBI hann við því að hún væri grunuð um að vera útsendari yfirvalda í Kína. Hann sleit öll tengsl við hana og samkvæmt frétt Axios hefur Swalwell ekki verið grunaður um að hafa brotið af sér. Útsendarar vöruðu aðra stjórnmálamenn einnig við umsvifum Fang á tímabilinu. Ekki er þó talið að hún hafi komið höndum yfir leynilegar upplýsingar. Samkvæmt frétt Politico hefur Swalwell áhyggjur af því að upplýsingum um Fang hafi verið lekið til að koma pólitísku höggi á hann. Hann hafi fyrst fengið veður af því að Axios væri að skoða mál hins meinta njósnara í júlí í fyrra. Þá var hann að binda enda á stutt forsetaframboð sitt og sat í tveimur þingnefndum sem komu að ákærunni gegn Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Fang sótti ráðstefnur bandarískra borgarstjóra þar sem hún víkkaði út tengslanet sitt og átt í sambandi við minnst tvo borgarstjóra, á meðan hún var undir eftirliti útsendara FBI. Embættis- og löggæslumenn sem Axios ræddi við segja að verkefni Fang hafi líklegast verið að mynda tengsl við rísandi stjörnur í bandarískum stjórnmálum svo hægt væri að nota þau tengsl Kína í hag í framtíðinni. John Ratcliffe, æðsti yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, sagði í nýlegri grein sem hann skrifaði í Wall Street Journal að Kommúnistaflokkur Kína hefði staðið fyrir umfangsmikilli áróðurs- og áhrifaherferð gagnvart tugum bandarískra þingmanna. Hann sakaði Kínverja einnig um umfangsmikla njósnastarfsemi í Bandaríkjunum. https://www.visir.is/g/20202045643d/segir-kina-aetla-ad-drottna-yfir-bandarikjunum-og-heiminum-ollum Bandaríkin Kína Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Þeirra á meðal eru tveir þingmenn Demókrataflokksins sem báðir hafa boðið sig fram til forseta. Fang Fang, sem gekk einnig undir nafninu Christine Fang, fór frá Bandaríkjunum þegar Alríkislögregla Bandaríkjanna var að rannsaka hana og hefur aldrei snúið aftur. Þetta kemur fram í ítarlegri grein Axios um mál Fang sem birt var í gær. Meðal þess sem fram kemur í grein Axios er að Fang fluttist til Bandaríkjanna árið 2011 og skráði sig í háskóla. Þá notaði hún stöðu sína sem forseti nemendasamtaka að mynda tengsl við stjórnmálamenn á svæðinu. Hún vann sem sjálfboðaliði við framboð stjórnmálamanna og kom að fjáröflun þeirra. Hún kom meðal annars að fjársöfnun fyrir þingmennina Eric Swalwell, Tulsi Gabbard og Ro Khanna. Christine Fang was "everywhere," to quote several people who knew her. She appears in photos with Eric Swalwell, Ro Khanna, Judy Chu, and Mike Honda, and numerous mayors, state assembly members, town council members, staffers, and other prominent politicos. pic.twitter.com/ihSw5Emrwf— B. Allen-Ebrahimian (@BethanyAllenEbr) December 8, 2020 Fang hitti Swalwell fyrst þegar hann var borgarfulltrúi í Dublin City í Kaliforníu en þegar hann varð þingmaður vöruðu rannsakendur FBI hann við því að hún væri grunuð um að vera útsendari yfirvalda í Kína. Hann sleit öll tengsl við hana og samkvæmt frétt Axios hefur Swalwell ekki verið grunaður um að hafa brotið af sér. Útsendarar vöruðu aðra stjórnmálamenn einnig við umsvifum Fang á tímabilinu. Ekki er þó talið að hún hafi komið höndum yfir leynilegar upplýsingar. Samkvæmt frétt Politico hefur Swalwell áhyggjur af því að upplýsingum um Fang hafi verið lekið til að koma pólitísku höggi á hann. Hann hafi fyrst fengið veður af því að Axios væri að skoða mál hins meinta njósnara í júlí í fyrra. Þá var hann að binda enda á stutt forsetaframboð sitt og sat í tveimur þingnefndum sem komu að ákærunni gegn Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Fang sótti ráðstefnur bandarískra borgarstjóra þar sem hún víkkaði út tengslanet sitt og átt í sambandi við minnst tvo borgarstjóra, á meðan hún var undir eftirliti útsendara FBI. Embættis- og löggæslumenn sem Axios ræddi við segja að verkefni Fang hafi líklegast verið að mynda tengsl við rísandi stjörnur í bandarískum stjórnmálum svo hægt væri að nota þau tengsl Kína í hag í framtíðinni. John Ratcliffe, æðsti yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, sagði í nýlegri grein sem hann skrifaði í Wall Street Journal að Kommúnistaflokkur Kína hefði staðið fyrir umfangsmikilli áróðurs- og áhrifaherferð gagnvart tugum bandarískra þingmanna. Hann sakaði Kínverja einnig um umfangsmikla njósnastarfsemi í Bandaríkjunum. https://www.visir.is/g/20202045643d/segir-kina-aetla-ad-drottna-yfir-bandarikjunum-og-heiminum-ollum
Bandaríkin Kína Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira