„Leið betur þegar ég drakk og notaði áfengi til að deyfa kvíða og vanlíðan“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. desember 2020 13:31 Geir Ólafs talar um kvíðann í samtali við Sölva Tryggvason. Söngvarinn Geir Ólafsson hefur í mörg ár barist við mikinn kvíða allt síðan hann var lítið barn. Hann er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. Geir segist hafa fengið sín fyrstu kvíðaköstin án þess að gera sér grein fyrir því hvað væri að hrjá hann. „Ég er mikill kvíðasjúklingur og hef í raun verið það alveg síðan ég var 6 ára gamall. Það má segja að ég sé í meistaradeildinni í kvíðaröskun. Ég man eftir fyrstu kvíðaköstunum mínum strax þegar ég var sex ára og þá fékk ég líklega ekki þá hjálp sem ég hefði þurft. Að fá kvíðakast er eitt það óþægilegasta sem maður getur upplifað og maður ruglast í rýminu við að upplifa svona sem barn. En ég er mjög þakklátur fyrir það hvar ég er staddur í dag miðað við það hve slæmt þetta var orðið á tímabili. Mitt stærsta verkefni er að vera ekki hræddur við þetta þegar það kemur. En ég er búinn að sætta mig við að þurfa reglulega að leita mér læknishjálpar út af þessu,” segir Geir og bætir við að eitt af því sem hafi lagað ástandið mikið hafi verið að hætta að drekka. „Mér leið betur þegar ég drakk og notaði áfengi til að deyfa kvíða og vanlíðan, en svo var mér farið að líða jafnilla á meðan ég var fullur og enn þá verr þegar rann af mér. Ég drakk alltaf Bacardi í kók og ég man að ég hringdi einu sinni í umboðið til að kvarta undan verðinu á Bacardi og þá var mér vinsamlegast sagt að ég yrði að leita mér hjálpar. Sem betur fer tókst mér að þiggja aðstoð og hætta að drekka. Það gjörbreytti lífi mínu til hins betra.” Eiginkona Geirs er frá Kólumbíu og Geir hefur því verið talsvert í höfuðborginni Bogota. Í þættinum segir hann sögu af því þegar hann var fenginn til að syngja á tónleikum sem voru sýndir beint í ríkissjónvarpi Kólumbíu. Sendur beint á spítala „Það endaði með því að ég var sendur á spítala með háfjallaveiki eftir að hafa tekið háa C-ið í þunna loftinu. Ég var bara nýkominn til Bogota, sem er vel á þriðja þúsund metra yfir sjávarmáli og það tekur líkamann yfirleitt nokkra daga að aðlagast. Þetta var mikið og stórt tækifæri fyrir mig, sem heppnaðist mjög vel, en þegar maður reynir svona mikið á sig getur það tekið toll og eftir tónleikana var ég sendur beint á spítala. Ég gat bara ekki andað og var mjög máttlaus með höfuðverki og sjóntruflanir, en reynslan af því að fara á spítala í Kólumbíu var frábær. Ég var látinn vera þar í tæpa sólarhringa og þjónustan sem ég fékk var eiginlega bara mögnuð. Það var gegnið úr skugga um allt saman og ég var rannsakaður í bak og fyrir og ég þurfti ekki einu sinni að borga nema mjög lítið.” Geir segir reynslu sína af Kólumbíu frábæra, en auðvitað finni hann á köflum fyrir fátæktinni á ákveðnum svæðum. „Kólumbíumenn eru ofboðslega gott fólk og það er tekið frábærlega á móti manni alls staðar. En maður sér auðvitað sums staðar hluti þarna sem myndu þykja mjög óeðlilegir hjá okkur. Það kemur reglulega fyrir á ákveðnum stöðum þegar maður er að keyra að maður sér látið fólk í vegkantinum sem á eftir að sækja og svo sér maður á milli akreina á ákveðnum stöðum garða þar sem fólk býr í pappakössum með allt sitt hafurtask í svörtum plastpokum af því að það er mikil fátækt á ákveðnum stöðum.” Söng fyrir Vladimir Putin fyrir innan tugi læstra dyra Geir hefur sungið um allan heim og í þættinum segir Geir einnig sögu af því þegar hann var fenginn til að spila fyrir Vladimir Putin og fleiri valdamenn í höll í Moskvu. „Ég held að ég hafi gengið í gegnum svona 50 dyr og mér var alveg hætt að lítast á blikuna þegar ég var búinn að fara í gegnum helminginn af dyrunum. Sérstaklega af því að hverjum einustu dyrum var lokað og læst eftir að ég var kominn í gegn, þannig að ímyndunaraflið fór á fullt og ég fékk svakalega innilokunarkennd. En ég náði að halda ró minni af því að ég var með fleiri Íslendingum þarna. Ég er nógu kvíðinn fyrir, en hjartslátturinn rauk upp þegar ég var að fara að byrja að syngja og horfði á Putin og félaga hans fyrir framan mig þunga á brún. En svo fór ég að syngja My Way og þá byrjaði brosið að koma á varirnar og það létti yfir hópnum. Eftir á að hyggja var þetta mjög skemmtileg reynsla og ég er svo þakklátur fyrir að hafa fengið að koma svona víða fram sem söngvari.” Geir kom inn á svið íslenskrar tónlistar svo eftir var tekið. Í fyrstu voru ekki allir sáttir við hann, en með mikilli elju, góðu hugarfari og náungakærleik er í dag erfitt að finna manneskju sem ekki þykir vænt um Geir, sem stressar sig ekki mikið á slæmu umtali. „Þeir aðilar sem eru að tjá sig um mann án þess að þekkja mann eru í raun bestu markaðsmenn sem til eru og ég hræðist ekki það sem fólk segir um mig. Ef maður kemur vel fram við náungann og talar ekki illa um fólk endar það á að ná í gegn." Í þættinum ræða Sölvi og Geir um tengingarnar við Kólumbíu, söng fyrir Pútín Rússlandsforseta, ofsjónir eftir mikla drykkju og fleira og fleira Þáttinn í heild má sjá hér að neðan. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Sjá meira
„Ég er mikill kvíðasjúklingur og hef í raun verið það alveg síðan ég var 6 ára gamall. Það má segja að ég sé í meistaradeildinni í kvíðaröskun. Ég man eftir fyrstu kvíðaköstunum mínum strax þegar ég var sex ára og þá fékk ég líklega ekki þá hjálp sem ég hefði þurft. Að fá kvíðakast er eitt það óþægilegasta sem maður getur upplifað og maður ruglast í rýminu við að upplifa svona sem barn. En ég er mjög þakklátur fyrir það hvar ég er staddur í dag miðað við það hve slæmt þetta var orðið á tímabili. Mitt stærsta verkefni er að vera ekki hræddur við þetta þegar það kemur. En ég er búinn að sætta mig við að þurfa reglulega að leita mér læknishjálpar út af þessu,” segir Geir og bætir við að eitt af því sem hafi lagað ástandið mikið hafi verið að hætta að drekka. „Mér leið betur þegar ég drakk og notaði áfengi til að deyfa kvíða og vanlíðan, en svo var mér farið að líða jafnilla á meðan ég var fullur og enn þá verr þegar rann af mér. Ég drakk alltaf Bacardi í kók og ég man að ég hringdi einu sinni í umboðið til að kvarta undan verðinu á Bacardi og þá var mér vinsamlegast sagt að ég yrði að leita mér hjálpar. Sem betur fer tókst mér að þiggja aðstoð og hætta að drekka. Það gjörbreytti lífi mínu til hins betra.” Eiginkona Geirs er frá Kólumbíu og Geir hefur því verið talsvert í höfuðborginni Bogota. Í þættinum segir hann sögu af því þegar hann var fenginn til að syngja á tónleikum sem voru sýndir beint í ríkissjónvarpi Kólumbíu. Sendur beint á spítala „Það endaði með því að ég var sendur á spítala með háfjallaveiki eftir að hafa tekið háa C-ið í þunna loftinu. Ég var bara nýkominn til Bogota, sem er vel á þriðja þúsund metra yfir sjávarmáli og það tekur líkamann yfirleitt nokkra daga að aðlagast. Þetta var mikið og stórt tækifæri fyrir mig, sem heppnaðist mjög vel, en þegar maður reynir svona mikið á sig getur það tekið toll og eftir tónleikana var ég sendur beint á spítala. Ég gat bara ekki andað og var mjög máttlaus með höfuðverki og sjóntruflanir, en reynslan af því að fara á spítala í Kólumbíu var frábær. Ég var látinn vera þar í tæpa sólarhringa og þjónustan sem ég fékk var eiginlega bara mögnuð. Það var gegnið úr skugga um allt saman og ég var rannsakaður í bak og fyrir og ég þurfti ekki einu sinni að borga nema mjög lítið.” Geir segir reynslu sína af Kólumbíu frábæra, en auðvitað finni hann á köflum fyrir fátæktinni á ákveðnum svæðum. „Kólumbíumenn eru ofboðslega gott fólk og það er tekið frábærlega á móti manni alls staðar. En maður sér auðvitað sums staðar hluti þarna sem myndu þykja mjög óeðlilegir hjá okkur. Það kemur reglulega fyrir á ákveðnum stöðum þegar maður er að keyra að maður sér látið fólk í vegkantinum sem á eftir að sækja og svo sér maður á milli akreina á ákveðnum stöðum garða þar sem fólk býr í pappakössum með allt sitt hafurtask í svörtum plastpokum af því að það er mikil fátækt á ákveðnum stöðum.” Söng fyrir Vladimir Putin fyrir innan tugi læstra dyra Geir hefur sungið um allan heim og í þættinum segir Geir einnig sögu af því þegar hann var fenginn til að spila fyrir Vladimir Putin og fleiri valdamenn í höll í Moskvu. „Ég held að ég hafi gengið í gegnum svona 50 dyr og mér var alveg hætt að lítast á blikuna þegar ég var búinn að fara í gegnum helminginn af dyrunum. Sérstaklega af því að hverjum einustu dyrum var lokað og læst eftir að ég var kominn í gegn, þannig að ímyndunaraflið fór á fullt og ég fékk svakalega innilokunarkennd. En ég náði að halda ró minni af því að ég var með fleiri Íslendingum þarna. Ég er nógu kvíðinn fyrir, en hjartslátturinn rauk upp þegar ég var að fara að byrja að syngja og horfði á Putin og félaga hans fyrir framan mig þunga á brún. En svo fór ég að syngja My Way og þá byrjaði brosið að koma á varirnar og það létti yfir hópnum. Eftir á að hyggja var þetta mjög skemmtileg reynsla og ég er svo þakklátur fyrir að hafa fengið að koma svona víða fram sem söngvari.” Geir kom inn á svið íslenskrar tónlistar svo eftir var tekið. Í fyrstu voru ekki allir sáttir við hann, en með mikilli elju, góðu hugarfari og náungakærleik er í dag erfitt að finna manneskju sem ekki þykir vænt um Geir, sem stressar sig ekki mikið á slæmu umtali. „Þeir aðilar sem eru að tjá sig um mann án þess að þekkja mann eru í raun bestu markaðsmenn sem til eru og ég hræðist ekki það sem fólk segir um mig. Ef maður kemur vel fram við náungann og talar ekki illa um fólk endar það á að ná í gegn." Í þættinum ræða Sölvi og Geir um tengingarnar við Kólumbíu, söng fyrir Pútín Rússlandsforseta, ofsjónir eftir mikla drykkju og fleira og fleira Þáttinn í heild má sjá hér að neðan.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Sjá meira