Keyrðu úr Hólminum, æfingunni var aflýst og þeir teknir af löggunni á leiðinni til baka: „Þeir færðu fórnir“ Anton Ingi Leifsson skrifar 9. desember 2020 15:01 Brynjar Þór Björnsson og Teitur Örlygsson í settinu á föstudagskvöldið. /Skjáskot Stöð 2 Sport Brynjar Þór Björnsson, fyrrum landsliðsmaður í körfubolta og núverandi leikmaður KR, segir að „nýja“ landsliðið okkar verði að vera tilbúið að færa fórnir. Brynjar var gestur í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið þar sem farið var yfir víðan völl. Þar á meðal íslenska landsliðið sem vann báða leiki sína í undankeppni EuroBasket á dögunum. Stórskyttan var hluti af hópnum sem fór í tvígang á stórmót en hann segir að strákarnir sem eru að koma inn núna þurfi að vera tilbúnir að leggja mikið á sig. „Þessi hópur sem er að hverfa, sem voru í landsliðinu í tíu ár, bjuggu til kjarna sem þú býrð ekki til á einu ári,“ sagði Brynjar og sagði að einhverjir af „nýju“ leikmönnunum þurfa að sætta sig við að spila lítið. „Ægir, Elvar, Hörður Axel, Jón Axel, Martin. Það er einhver af þessum sem er ekki að fara spila mjög mikið en það er lykilatriði að þeir búi til þennan sterka kjarna. Það er sama með fótboltalandsliðið. Það þarf að leggja vinnu þetta og fórna þér fyrir land og þjóð. Þú færð engan pening fyrir að spila við íslenska landsliðið.“ Hann segir að það sé mikið stolt í að spila með íslenska landsliðinu og nefndi til að mynda Loga Gunnarsson, Hlyn Bæringsson og Sigurð Þorvaldsson. „Ég var fyrir aftan Jón og Loga og fékk varla að spila. Mér fannst þetta bara svo gaman. Að vera á æfingum og reyna sanna mig. Það gekk ekkert allt of vel en...,“ sagði Brynjar léttur og tók Loga Gunnarsson sem dæmi. „Logi var átján sumur, þar sem hann fórnaði sínum tíma til þess að vera með landsliðinu. Þetta var bara stolt hans að vera með og sama með Jón. Það voru einhver átján ár. Jakob og Hlynur einnig. Það eru margar góðar sögur.“ „Til dæmis þar sem Hlynur og Siggi voru að koma úr Hólminum heilt í sumar til þess að koma á æfingar. Svo kom eitthvað upp á að æfingin datt upp fyrir og þeir keyra aftur til baka. Þeir voru teknir af löggunni og þeir þurftu að greiða það sjálfir. Það borgaði það enginn fyrir þá. Þeir færðu fórnir og gerðu það að verkum að við fórum tvisvar á EuroBasket,“ sagði Brynjar. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Brynjar og Teitur um landsliðið Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Brynjar var gestur í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið þar sem farið var yfir víðan völl. Þar á meðal íslenska landsliðið sem vann báða leiki sína í undankeppni EuroBasket á dögunum. Stórskyttan var hluti af hópnum sem fór í tvígang á stórmót en hann segir að strákarnir sem eru að koma inn núna þurfi að vera tilbúnir að leggja mikið á sig. „Þessi hópur sem er að hverfa, sem voru í landsliðinu í tíu ár, bjuggu til kjarna sem þú býrð ekki til á einu ári,“ sagði Brynjar og sagði að einhverjir af „nýju“ leikmönnunum þurfa að sætta sig við að spila lítið. „Ægir, Elvar, Hörður Axel, Jón Axel, Martin. Það er einhver af þessum sem er ekki að fara spila mjög mikið en það er lykilatriði að þeir búi til þennan sterka kjarna. Það er sama með fótboltalandsliðið. Það þarf að leggja vinnu þetta og fórna þér fyrir land og þjóð. Þú færð engan pening fyrir að spila við íslenska landsliðið.“ Hann segir að það sé mikið stolt í að spila með íslenska landsliðinu og nefndi til að mynda Loga Gunnarsson, Hlyn Bæringsson og Sigurð Þorvaldsson. „Ég var fyrir aftan Jón og Loga og fékk varla að spila. Mér fannst þetta bara svo gaman. Að vera á æfingum og reyna sanna mig. Það gekk ekkert allt of vel en...,“ sagði Brynjar léttur og tók Loga Gunnarsson sem dæmi. „Logi var átján sumur, þar sem hann fórnaði sínum tíma til þess að vera með landsliðinu. Þetta var bara stolt hans að vera með og sama með Jón. Það voru einhver átján ár. Jakob og Hlynur einnig. Það eru margar góðar sögur.“ „Til dæmis þar sem Hlynur og Siggi voru að koma úr Hólminum heilt í sumar til þess að koma á æfingar. Svo kom eitthvað upp á að æfingin datt upp fyrir og þeir keyra aftur til baka. Þeir voru teknir af löggunni og þeir þurftu að greiða það sjálfir. Það borgaði það enginn fyrir þá. Þeir færðu fórnir og gerðu það að verkum að við fórum tvisvar á EuroBasket,“ sagði Brynjar. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Brynjar og Teitur um landsliðið Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira