Klopp: Ungu strákarnir björguðu tímabilinu fyrir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2020 07:30 Jürgen Klopp faðmar Curtis Jones sem er einn af ungu strákunum sem hafa gert góða hluti með Liverpool í vetur. Getty/Peter Powell Jürgen Klopp talaði vel um ungu leikmenn Liverpool liðsins á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld. Liverpool er komið áfram í Meistaradeildinni og þessir ungu leikmenn fá væntanlega að vera í sviðsljósinu í leiknum við FC Midtjylland. Það hefur reynt mikið á breiddina í Liverpool á þessari leiktíð en hefur verið mikið um meiðsli og veikindi innan liðsins. Lykilmenn hafa dottið út hver á fætur öðrum og sumir meiðst alvarlega. Liverpool liðið er engu að síður í fínum málum, með jafnmörg stig og topplið Tottenham í ensku úrvalsdeildinni og búið að vinna riðil sinn í Meistaradeildinni fyrir lokaumferðina. Staðan gæti hafa verið mun verri eftir öll áföllin og Jürgen Klopp talaði um það á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Við misstum toppleikmenn í meiðsli en auðvitað opnast dyr þegar aðrar lokast. Þú þarft engu að síður á réttu mönnunum að halda svo þeir nýti tækifærið. Það gerðu þessu strákar,“ sagði Jürgen Klopp. Jürgen Klopp believes academy products have saved Liverpool's season. By @AHunterGuardian https://t.co/1PzIio7Zmj— Guardian sport (@guardian_sport) December 8, 2020 „Það er sérstakt sem Rhys Williams hefur gert í Meistaradeildinni. Það var líka mjög sérstakt það sem Neco gerði þegar hann spilaði í ensku úrvalsdeildinni. Neco er búinn að spila tvo mjög góða leiki í röð og sérstaklega þann síðasta. Curtis hefur spilað eins og hann hafi verið með okkur í tíu ár. Caoimhin var alltaf efnilegur og nú hefur hann tækifæri til að sýna hæfileika sína á stóra sviðinu,“ sagði Klopp. Jürgen Klopp er á því að innkoma og frammistaða strákanna úr Liverpool akademíunni hafi hreinlega bjargað tímabilinu fyrir Liverpool þegar liðið lenti í áfalli nánast á hverjum degi um tíma. „Við hefðum verið týndir án þeirra. Sem betur fer gekk þetta upp. Mikilvægasti hlutinn við þetta er að þeir voru tilbúnir fyrir þetta. Það er stærsta ástæðan. Vitor [Matos] og Pepijn Lijnders þekktu þessa stráka mjög vel og þeir voru vel undirbúnir. Þess vegna höfum við notaða þá eins og við höfum gert,“ sagði Klopp. Liverpool þarf ekki á úrslitum að halda í kvöld og ungir framtíðarmenn eins og varnarmaðurinn Billy Koumetio gætu því fengið að spreyta sig. „Þetta er í fyrsta sinn sem við þurfum ekki úrslitum að halda í lokaleik riðlakeppni Meistaradeildarinnar og við þurfum að hugsa um heildarmyndina. Við erum samt Liverpool og við viljum vinna leikinn. Að komast í fimmtán stig er önnur ástæða [Félagsmetið er 14 stig] og við munum reyna allt. Við getum engu að síður ekki litið framhjá því að við þurfum að spila sex leiki á næstu 22 dögum. Sumir af mínum mönnum hafa líka þegar spilað sjö leiki á síðustu 22 dögum,“ sagði Jürgen Klopp. Leikur Real Madrid og Borussia Mönchengladbach verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Aðrir leikir í beinni í kvöld verða Midtjylland-Liverpool (Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 17.45), Manchester City-Marseille (Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 19.50) og Salzburg-Atletico Madrid (Stöð 2 Sport 5 frá klukkan 19.50). Meistaradeildarmörkin hefjast klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 en þar verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins á sama tíma. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Sjá meira
Það hefur reynt mikið á breiddina í Liverpool á þessari leiktíð en hefur verið mikið um meiðsli og veikindi innan liðsins. Lykilmenn hafa dottið út hver á fætur öðrum og sumir meiðst alvarlega. Liverpool liðið er engu að síður í fínum málum, með jafnmörg stig og topplið Tottenham í ensku úrvalsdeildinni og búið að vinna riðil sinn í Meistaradeildinni fyrir lokaumferðina. Staðan gæti hafa verið mun verri eftir öll áföllin og Jürgen Klopp talaði um það á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Við misstum toppleikmenn í meiðsli en auðvitað opnast dyr þegar aðrar lokast. Þú þarft engu að síður á réttu mönnunum að halda svo þeir nýti tækifærið. Það gerðu þessu strákar,“ sagði Jürgen Klopp. Jürgen Klopp believes academy products have saved Liverpool's season. By @AHunterGuardian https://t.co/1PzIio7Zmj— Guardian sport (@guardian_sport) December 8, 2020 „Það er sérstakt sem Rhys Williams hefur gert í Meistaradeildinni. Það var líka mjög sérstakt það sem Neco gerði þegar hann spilaði í ensku úrvalsdeildinni. Neco er búinn að spila tvo mjög góða leiki í röð og sérstaklega þann síðasta. Curtis hefur spilað eins og hann hafi verið með okkur í tíu ár. Caoimhin var alltaf efnilegur og nú hefur hann tækifæri til að sýna hæfileika sína á stóra sviðinu,“ sagði Klopp. Jürgen Klopp er á því að innkoma og frammistaða strákanna úr Liverpool akademíunni hafi hreinlega bjargað tímabilinu fyrir Liverpool þegar liðið lenti í áfalli nánast á hverjum degi um tíma. „Við hefðum verið týndir án þeirra. Sem betur fer gekk þetta upp. Mikilvægasti hlutinn við þetta er að þeir voru tilbúnir fyrir þetta. Það er stærsta ástæðan. Vitor [Matos] og Pepijn Lijnders þekktu þessa stráka mjög vel og þeir voru vel undirbúnir. Þess vegna höfum við notaða þá eins og við höfum gert,“ sagði Klopp. Liverpool þarf ekki á úrslitum að halda í kvöld og ungir framtíðarmenn eins og varnarmaðurinn Billy Koumetio gætu því fengið að spreyta sig. „Þetta er í fyrsta sinn sem við þurfum ekki úrslitum að halda í lokaleik riðlakeppni Meistaradeildarinnar og við þurfum að hugsa um heildarmyndina. Við erum samt Liverpool og við viljum vinna leikinn. Að komast í fimmtán stig er önnur ástæða [Félagsmetið er 14 stig] og við munum reyna allt. Við getum engu að síður ekki litið framhjá því að við þurfum að spila sex leiki á næstu 22 dögum. Sumir af mínum mönnum hafa líka þegar spilað sjö leiki á síðustu 22 dögum,“ sagði Jürgen Klopp. Leikur Real Madrid og Borussia Mönchengladbach verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Aðrir leikir í beinni í kvöld verða Midtjylland-Liverpool (Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 17.45), Manchester City-Marseille (Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 19.50) og Salzburg-Atletico Madrid (Stöð 2 Sport 5 frá klukkan 19.50). Meistaradeildarmörkin hefjast klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 en þar verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins á sama tíma. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Sjá meira