Heilbrigðisráðherra vongóður um útbreidda bólusetningu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. desember 2020 21:40 Svandís Svavarsdóttir segist vongóð um góða þátttöku almennings í bólusetningu við veirunni. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist vongóð um að þátttaka almennings í bólusetningu við Covid-19 verði góð. Íslendingar hafi alla jafnan verið jákvæðir gagnvart bólusetningum og það skipti miklu máli fyrir samfélagið allt að fólk taki þátt. „Það skiptir öllu máli vegna þess að það skiptir ekki bara máli fyrir okkur hvert og eitt heldur fyrir samfélagið. Þannig að við erum í raun og veru ekki bara að gera okkur sjálfum greiða með því að fara í bólusetningu heldur samfélaginu öllu,“ segir Svandís í samtali við fréttastofu. Hún segist vongóð um að þátttakan verði góð. „Íslendingar eru og hafa verið að jafnaði mjög jákvæðir gagnvart bólusetningum, við sjáum það í þátttöku okkar varðandi bólusetningar barna og bólusetningar aðrar almennt þannig að ég hef væntingar til þess að þetta muni ganga mjög vel og að það verði almenn þátttaka,“ segir Svandís. Katrín Jakobsdóttir tók í sömu strengi í færslu sem hún birti á Facebook fyrr í dag og vísaði hún þar til skoðanakönnunar Maskínu sem sýndi að 92 prósent landsmanna ætluðu að skrá sig í bólusetningu. Fólk verður ekki skyldað til þess að fara í bólusetningu en Svandís segir líklegt að ráðist verði í átak til þess að hvetja fólk til að bólusetja sig. „Það verður örugglega öflug kynning, bæði í gegn um miðla, samfélagsmiðla, á netinu og með öllum mögulegum aðferðum til að gera það, til þess að hvetja fólk til dáða. Ég held að við munum sýna það í því ferli, eins og við höfum sýnt í glímunni við faraldurinn, að við erum ansi öflug þegar við stöndum saman. Hún segir ekki tímabært að velta sér upp úr því hvort stór hópur fólks ákveði að bólusetja sig ekki. Hópur Íslendinga hafa undanfarna laugardaga mætt á Austurvöll til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda og virðast margir þeirra andvígir bólusetningum. Einhverjir þeirra hafa einnig lýst yfir áhyggjum um að bólusetningar verði gerðar skyldar, en svo verður ekki. „Ég held að við eigum ekki að spekúlera í því akkúrat núna heldur eigum við að setja undir okkur hausinn og vonast til þess og vænta þess að það verði mjög almenn og öflug þátttaka í bólusetningum núna á næsta ári,“ segir Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Lokaspretturinn er að hefjast“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir gríðarlega mikilvægt að sem flestir Íslendingar láti bólusetja sig við kórónuveirunni. Þá segir hún tilefni til bjartsýni til nýs árs. Nú sé lokaspretturinn í baráttunni við veiruna að hefjast. 8. desember 2020 17:24 Pfizer-bóluefnið virðist veita góða vörn eftir fyrsta skammt Fyrstu athuganir Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna á virkni bóluefnis Pfizer benda til þess að það veiti góða vörn gegn kórónuveirunni á innan við tíu dögum frá fyrsta skammti. 8. desember 2020 14:07 92% Íslendinga ætla í bólusetningu Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er jákvæður í garð bólusetningar gegn Covid-19 en í könnun Maskínu sögðust 61% þátttakenda örugglega ætla í bólusetningu og 31% líklega ætla í bólusetningu. 8. desember 2020 09:33 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
„Það skiptir öllu máli vegna þess að það skiptir ekki bara máli fyrir okkur hvert og eitt heldur fyrir samfélagið. Þannig að við erum í raun og veru ekki bara að gera okkur sjálfum greiða með því að fara í bólusetningu heldur samfélaginu öllu,“ segir Svandís í samtali við fréttastofu. Hún segist vongóð um að þátttakan verði góð. „Íslendingar eru og hafa verið að jafnaði mjög jákvæðir gagnvart bólusetningum, við sjáum það í þátttöku okkar varðandi bólusetningar barna og bólusetningar aðrar almennt þannig að ég hef væntingar til þess að þetta muni ganga mjög vel og að það verði almenn þátttaka,“ segir Svandís. Katrín Jakobsdóttir tók í sömu strengi í færslu sem hún birti á Facebook fyrr í dag og vísaði hún þar til skoðanakönnunar Maskínu sem sýndi að 92 prósent landsmanna ætluðu að skrá sig í bólusetningu. Fólk verður ekki skyldað til þess að fara í bólusetningu en Svandís segir líklegt að ráðist verði í átak til þess að hvetja fólk til að bólusetja sig. „Það verður örugglega öflug kynning, bæði í gegn um miðla, samfélagsmiðla, á netinu og með öllum mögulegum aðferðum til að gera það, til þess að hvetja fólk til dáða. Ég held að við munum sýna það í því ferli, eins og við höfum sýnt í glímunni við faraldurinn, að við erum ansi öflug þegar við stöndum saman. Hún segir ekki tímabært að velta sér upp úr því hvort stór hópur fólks ákveði að bólusetja sig ekki. Hópur Íslendinga hafa undanfarna laugardaga mætt á Austurvöll til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda og virðast margir þeirra andvígir bólusetningum. Einhverjir þeirra hafa einnig lýst yfir áhyggjum um að bólusetningar verði gerðar skyldar, en svo verður ekki. „Ég held að við eigum ekki að spekúlera í því akkúrat núna heldur eigum við að setja undir okkur hausinn og vonast til þess og vænta þess að það verði mjög almenn og öflug þátttaka í bólusetningum núna á næsta ári,“ segir Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Lokaspretturinn er að hefjast“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir gríðarlega mikilvægt að sem flestir Íslendingar láti bólusetja sig við kórónuveirunni. Þá segir hún tilefni til bjartsýni til nýs árs. Nú sé lokaspretturinn í baráttunni við veiruna að hefjast. 8. desember 2020 17:24 Pfizer-bóluefnið virðist veita góða vörn eftir fyrsta skammt Fyrstu athuganir Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna á virkni bóluefnis Pfizer benda til þess að það veiti góða vörn gegn kórónuveirunni á innan við tíu dögum frá fyrsta skammti. 8. desember 2020 14:07 92% Íslendinga ætla í bólusetningu Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er jákvæður í garð bólusetningar gegn Covid-19 en í könnun Maskínu sögðust 61% þátttakenda örugglega ætla í bólusetningu og 31% líklega ætla í bólusetningu. 8. desember 2020 09:33 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
„Lokaspretturinn er að hefjast“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir gríðarlega mikilvægt að sem flestir Íslendingar láti bólusetja sig við kórónuveirunni. Þá segir hún tilefni til bjartsýni til nýs árs. Nú sé lokaspretturinn í baráttunni við veiruna að hefjast. 8. desember 2020 17:24
Pfizer-bóluefnið virðist veita góða vörn eftir fyrsta skammt Fyrstu athuganir Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna á virkni bóluefnis Pfizer benda til þess að það veiti góða vörn gegn kórónuveirunni á innan við tíu dögum frá fyrsta skammti. 8. desember 2020 14:07
92% Íslendinga ætla í bólusetningu Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er jákvæður í garð bólusetningar gegn Covid-19 en í könnun Maskínu sögðust 61% þátttakenda örugglega ætla í bólusetningu og 31% líklega ætla í bólusetningu. 8. desember 2020 09:33
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum