Evran 12 krónum ódýrari en fyrir sex vikum Heimir Már Pétursson skrifar 8. desember 2020 19:31 Undanfarna níu mánuði hefur gengi íslensku krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum lækkað töluvert. Nú telja sumir botninum náð og hefur krónan styrkst hratt og mikið undanfarnar vikur. Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst mikið undanfarna daga eftir mikla veikingu hennar gagnvart helstu gjaldmiðlum síðustu mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig kostar evran nú tólf krónum minna en í lok október. Algert hrun í gjaldeyristekjum af ferðamönnum á stærstan þátt í mikilli veikingu krónunnar undanfarna níu mánuði. Seðlabankastjóri hefur sagt eðlilegt að krónan gæfi eftir við þessi skilyrði en bankinn hefur einnig gripið til margs konar aðgerða til að vinna á móti þessum áhrifum með mikilli lækkun vaxta, auknu lánasvigrúmi viðskiptabankanna og afskiptum af gjaldeyrismarkaði. Um áramótin kostaði evran 135,8 krónur og dollarinn 120,96 krónur.Grafík/Hþ Hér sést hvernig verð á evrum og bandaríkjadölum tók að hækka í mars. Í byrjun maí hafði evran hækkað frá 135,8 krónum um áramótin í 159,3 krónur og dollarinn úr um 121 krónu í rétt um 145 krónur. Síðan styrktist gengi krónunar á ný með opnari landamærum og slakari sóttvarnaaðgerðum í júní en tók að veikjast aftur þegar leið á sumarið. Verð evrunnar náði hámarki hinn 27. október þegar hún kostaði 165 krónur og dollarinn fór um svipað leyti í rúmar 140 krónur. En frá miðjum nóvember hefur krónan sótt í sig veðrið. Hér sést hvernig verð á evru og dollar hefur lækkað frá því það var hæst í lok október fram til dagsins í dag.Grafík/HÞ Á þessari mynd má sjá hvernig bæði evran og dollarinn hafa verið að lækka í verði undanfarna átta daga í desember. Þannig kostaði evran í dag 12,3 krónum minna en hún kostaði fyrir sex vikum. Jón Bjarki Bentson aðalhagfræðingur Íslandsbanka sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar ekkert eitt skýra styrkingu krónunnar að undanförnu. Aukin bjartsýni vegna jákvæðra frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni skipti örugglega miklu sem og aukin krónukaup evrueigenda sem teldu krónuna hafa náð botninum. Íslenska krónan Seðlabankinn Verðlag Tengdar fréttir Krónan að braggast og þrýstingur á verðlag minnkar Mikil styrking á gengi krónunnar á undanförnum vikum ætti að leiða til umtalsverðrar lækkunar á verði innfluttrar vöru í vetur að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Jákvæðar væntingar vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar. 8. desember 2020 15:01 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Algert hrun í gjaldeyristekjum af ferðamönnum á stærstan þátt í mikilli veikingu krónunnar undanfarna níu mánuði. Seðlabankastjóri hefur sagt eðlilegt að krónan gæfi eftir við þessi skilyrði en bankinn hefur einnig gripið til margs konar aðgerða til að vinna á móti þessum áhrifum með mikilli lækkun vaxta, auknu lánasvigrúmi viðskiptabankanna og afskiptum af gjaldeyrismarkaði. Um áramótin kostaði evran 135,8 krónur og dollarinn 120,96 krónur.Grafík/Hþ Hér sést hvernig verð á evrum og bandaríkjadölum tók að hækka í mars. Í byrjun maí hafði evran hækkað frá 135,8 krónum um áramótin í 159,3 krónur og dollarinn úr um 121 krónu í rétt um 145 krónur. Síðan styrktist gengi krónunar á ný með opnari landamærum og slakari sóttvarnaaðgerðum í júní en tók að veikjast aftur þegar leið á sumarið. Verð evrunnar náði hámarki hinn 27. október þegar hún kostaði 165 krónur og dollarinn fór um svipað leyti í rúmar 140 krónur. En frá miðjum nóvember hefur krónan sótt í sig veðrið. Hér sést hvernig verð á evru og dollar hefur lækkað frá því það var hæst í lok október fram til dagsins í dag.Grafík/HÞ Á þessari mynd má sjá hvernig bæði evran og dollarinn hafa verið að lækka í verði undanfarna átta daga í desember. Þannig kostaði evran í dag 12,3 krónum minna en hún kostaði fyrir sex vikum. Jón Bjarki Bentson aðalhagfræðingur Íslandsbanka sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar ekkert eitt skýra styrkingu krónunnar að undanförnu. Aukin bjartsýni vegna jákvæðra frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni skipti örugglega miklu sem og aukin krónukaup evrueigenda sem teldu krónuna hafa náð botninum.
Íslenska krónan Seðlabankinn Verðlag Tengdar fréttir Krónan að braggast og þrýstingur á verðlag minnkar Mikil styrking á gengi krónunnar á undanförnum vikum ætti að leiða til umtalsverðrar lækkunar á verði innfluttrar vöru í vetur að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Jákvæðar væntingar vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar. 8. desember 2020 15:01 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Krónan að braggast og þrýstingur á verðlag minnkar Mikil styrking á gengi krónunnar á undanförnum vikum ætti að leiða til umtalsverðrar lækkunar á verði innfluttrar vöru í vetur að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Jákvæðar væntingar vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar. 8. desember 2020 15:01