Misjafnt eftir félögum hvort bæði karlar og konur megi æfa vegna nýju reglnanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2020 15:35 Karlalið FH má æfa aftur 10. desember en kvennalið FH þarf að bíða allavega til 12. janúar eftir því að komast aftur af stað. vísir/hulda margrét Breytingar á sóttvarnareglum leggjast misvel í íþróttahreyfinguna. Hjá sumum félögum má meistaraflokkur karla æfa en ekki meistaraflokkur kvenna, og öfugt. Nýju sóttvarnareglurnar taka gildi á fimmtudaginn, 10. desember, og gilda til 12. janúar eða í tæpar fimm vikur. Samkomubann miðast áfram við tíu manns en verslanir geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. Hvað íþróttaiðkun varðar verður æfingabanni, sem hefur verið í gildi síðan í byrjun október, aflétt, þó aðeins hjá íþróttafólki í efstu deildum. Íþróttir má æfa, bæði með og án snertinga. Íþróttir ÍSÍ: Íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru 2004 og fyrr eru heimilar með og án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ í efstu deild. Æfingar afreksfólks í einstaklingsbundnum íþróttum eru heimilar. Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta eru þó ekki heimilar. Þessar nýju reglur koma nokkrum félögunum í skrítna stöðu þar sem meistaraflokkur karla má æfa en ekki meistaraflokkur kvenna, og öfugt. Í fótboltanum mega karlalið KR, FH, ÍA, Víkings R. og HK æfa en ekki kvennaliðin sem eru í neðri deildum. Að sama skapi mega kvennalið Selfoss, Þróttar R., ÍBV og Tindastóls æfa en ekki karlaliðin. Í handboltanum mega karlalið Aftureldingar, Selfoss, ÍR og Gróttu æfa en ekki kvennaliðin. Þá má kvennalið HK æfa en ekki karlaliðið. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og stöllur hennar í Skallagrími geta hafið æfingar á fimmtudaginn en karlalið Skallagríms verður að bíða fram á nýja árið.vísir/vilhelm Í körfuboltanum mega karlalið Njarðvíkur, Grindavíkur, Stjörnunnar, Þórs Þ. og Tindastóls æfa en ekki kvennaliðin. Meistaraflokkur kvenna hjá Breiðabliki, Skallagrími og Fjölni mega æfa en ekki meistaraflokkur karla. Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Grindavíkur, hendir því fram á Twitter að nýjar sóttvarnareglur fari á svig við jafnréttisáætlun margra íþróttafélaga. Nýjar tillögur frá Ríkisstjórn og Sóttvarnarlækni brjóta í bága við jafnréttisáætlun hjá íþróttafélögum um land allt. Fjölmörg félög lenda í því að æfingar hjá meistarflokki eru leyfðar hjá körlum en ekki konum, og svo öfugt.— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) December 8, 2020 Í samtali við Vísi sagðist Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, ekkert vera alltof sáttar við nýjar sóttvarnareglur. „Það er númer eitt, tvö og þrjú að við fáum að æfa í efstu tveimur deildum karla og kvenna. Samkvæmt regluverki KKÍ og FIBA hanga þessar deildir saman, Domino’s deildirnar og fyrstu deildir karla og kvenna,“ sagði Hannes. „Ég hef enn trú á því að þessar deildir fái að æfa. Það skiptir ofboðslegu miklu máli. Það er nógu slæmt að önnur deildin og niður fái ekki að æfa. Við skiljum það en það skiptir meginmáli að þessar deildir fái að æfa. Við erum búin að vera vinna í því síðustu daga og munum gera það áfram.“ Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, tók í sama streng og Hannes. „Það er gott að fá hluta inn á æfingar en það er verulegt áhyggjuefni að það séu bara efstu deildirnar en ekki þær deildir sem eru samhangandi [1. deildin]. Við höfum verulegar áhyggjur að þær geti ekki hafið æfingar,“ sagði Róbert. Þeir hafa báðir áhyggjur af hópi ungmenna sem mega ekki æfa nema þau séu í afrekshópum. „Æfingar unglinga, fæddir 2004, 2003 og 2002, verða að komast í gang. Þessir ungu krakkar verða að fá að æfa, óháð því í hvaða deild liðin eru. Þau verða að fá að komast í íþróttahús,“ sagði Hannes og Róbert var á sama máli. „Það er jafn mikið áhyggjuefni að ekkert sé talað um ungmennin, 16-18 ára. Ungmennin geta hvorki farið í skólann, líkamsræktina né æfingar. Það er verulegt áhyggjuefni og gríðarleg vonbrigði.“ Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Sjá meira
Nýju sóttvarnareglurnar taka gildi á fimmtudaginn, 10. desember, og gilda til 12. janúar eða í tæpar fimm vikur. Samkomubann miðast áfram við tíu manns en verslanir geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. Hvað íþróttaiðkun varðar verður æfingabanni, sem hefur verið í gildi síðan í byrjun október, aflétt, þó aðeins hjá íþróttafólki í efstu deildum. Íþróttir má æfa, bæði með og án snertinga. Íþróttir ÍSÍ: Íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru 2004 og fyrr eru heimilar með og án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ í efstu deild. Æfingar afreksfólks í einstaklingsbundnum íþróttum eru heimilar. Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta eru þó ekki heimilar. Þessar nýju reglur koma nokkrum félögunum í skrítna stöðu þar sem meistaraflokkur karla má æfa en ekki meistaraflokkur kvenna, og öfugt. Í fótboltanum mega karlalið KR, FH, ÍA, Víkings R. og HK æfa en ekki kvennaliðin sem eru í neðri deildum. Að sama skapi mega kvennalið Selfoss, Þróttar R., ÍBV og Tindastóls æfa en ekki karlaliðin. Í handboltanum mega karlalið Aftureldingar, Selfoss, ÍR og Gróttu æfa en ekki kvennaliðin. Þá má kvennalið HK æfa en ekki karlaliðið. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og stöllur hennar í Skallagrími geta hafið æfingar á fimmtudaginn en karlalið Skallagríms verður að bíða fram á nýja árið.vísir/vilhelm Í körfuboltanum mega karlalið Njarðvíkur, Grindavíkur, Stjörnunnar, Þórs Þ. og Tindastóls æfa en ekki kvennaliðin. Meistaraflokkur kvenna hjá Breiðabliki, Skallagrími og Fjölni mega æfa en ekki meistaraflokkur karla. Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Grindavíkur, hendir því fram á Twitter að nýjar sóttvarnareglur fari á svig við jafnréttisáætlun margra íþróttafélaga. Nýjar tillögur frá Ríkisstjórn og Sóttvarnarlækni brjóta í bága við jafnréttisáætlun hjá íþróttafélögum um land allt. Fjölmörg félög lenda í því að æfingar hjá meistarflokki eru leyfðar hjá körlum en ekki konum, og svo öfugt.— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) December 8, 2020 Í samtali við Vísi sagðist Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, ekkert vera alltof sáttar við nýjar sóttvarnareglur. „Það er númer eitt, tvö og þrjú að við fáum að æfa í efstu tveimur deildum karla og kvenna. Samkvæmt regluverki KKÍ og FIBA hanga þessar deildir saman, Domino’s deildirnar og fyrstu deildir karla og kvenna,“ sagði Hannes. „Ég hef enn trú á því að þessar deildir fái að æfa. Það skiptir ofboðslegu miklu máli. Það er nógu slæmt að önnur deildin og niður fái ekki að æfa. Við skiljum það en það skiptir meginmáli að þessar deildir fái að æfa. Við erum búin að vera vinna í því síðustu daga og munum gera það áfram.“ Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, tók í sama streng og Hannes. „Það er gott að fá hluta inn á æfingar en það er verulegt áhyggjuefni að það séu bara efstu deildirnar en ekki þær deildir sem eru samhangandi [1. deildin]. Við höfum verulegar áhyggjur að þær geti ekki hafið æfingar,“ sagði Róbert. Þeir hafa báðir áhyggjur af hópi ungmenna sem mega ekki æfa nema þau séu í afrekshópum. „Æfingar unglinga, fæddir 2004, 2003 og 2002, verða að komast í gang. Þessir ungu krakkar verða að fá að æfa, óháð því í hvaða deild liðin eru. Þau verða að fá að komast í íþróttahús,“ sagði Hannes og Róbert var á sama máli. „Það er jafn mikið áhyggjuefni að ekkert sé talað um ungmennin, 16-18 ára. Ungmennin geta hvorki farið í skólann, líkamsræktina né æfingar. Það er verulegt áhyggjuefni og gríðarleg vonbrigði.“
Íþróttir ÍSÍ: Íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru 2004 og fyrr eru heimilar með og án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ í efstu deild. Æfingar afreksfólks í einstaklingsbundnum íþróttum eru heimilar. Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta eru þó ekki heimilar.
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti