Gríðarleg eftirspurn er eftir bílunum og því þarf fyrirtækið að framleiða ótrúlegt magn af bifreiðum á viku eða um fimm þúsund bifreiðar.
Undir alla þessa starfsemi er nauðsynlegt að hafa stóra og afkastamikla verksmiðjur, til að mæta eftirspurninni.
Inni á YouTube-síðunni Tech Vision má sjá umfjöllun um hvernig fyrirtækið fer að því að framleiða slíkt magn í sínum verksmiðjum.
Þar er sannarlega stuðst við tæknina og eru bílarnir mikið til settir saman með einskonar vélmennum og einnig af fjölmörgum starfsmönnum.