Erlent

Kristján Danaprins smitaður af veirunni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kristján Danaprins sést hér lengst til vinstri á mynd ásamt Maríu krónprinsessu móður sinni og bróður sínum, Vincent.
Kristján Danaprins sést hér lengst til vinstri á mynd ásamt Maríu krónprinsessu móður sinni og bróður sínum, Vincent. Ole Jensen/getty

Kristján Danaprins greindist með kórónuveiruna í dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá dönsku konungsfjölskyldunni.

Kristján, sem er fimmtán ára sonur krónprinsins Friðriks og Maríu krónprinsessu, er nú í einangrun heimili fjölskyldunnar í Amalíuborg, hvar systkini hans og foreldrar eru einnig í sóttkví.

Kristján greindist með veiruna eftir að smit kom upp í skóla hans í gær. Fram kemur í tilkynningu að hann hafi ekki verið í samskiptum við neinn í konungsfjölskyldunni í gær eða síðustu daga fyrir utan foreldra sína og systkini.

Kristján er fyrsti konungborni Daninn sem greinist með veiruna, að því er danskir fjölmiðlar komast næst. Veiran hefur þó komist í tæri við annað kóngafólk í Evrópu síðustu mánuði; Karl og Vilhjálmur Bretaprinsar smituðust báðir í mars og nýlega greindust Karl Filippus Svíaprins og Sofía prinsessa með veiruna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×