Íslenskur tónlistariðnaður undirbýr sig fyrir ný tækifæri Stefán Árni Pálsson skrifar 7. desember 2020 17:02 Framtíðin gæti litið öðruvísi út á tónleikum. Hér má sjá mikla stemningu meðal áhorfenda á Iceland Airwaves fyrir heimsfaraldurinn. Á miðvikudaginn og fimmtudaginn fara fram fyrirlestrar, umræður og vinnusmiðjur í nafni tónlistarhraðalsins Firestarter. Þar verður áherslan á áhrif heimsfaraldur á þá starfsemi sem snýr að lifandi tónlistarflutningi og þá nýju framtíð sem blasir við tónleikastöðum, tónlistarhátíðum, tónleikahöldurum, tónlistarfólkinu sjálfu og tónleikaferðum þess í kjölfar COVID-19. Markmiðið með viðburðinum er að styðja við nýjar hugmyndir og auka verðmætasköpun í íslensku tónlistarumhverfi á tímum þegar miklar breytingar eru að eiga sér stað og fjölmörg tækifæri blasa við. Á meðal fyrirlesara á vinnusmiðjunni er Marc Geiger sem til ársins 2020 var einn af æðstu yfirmönnum William Morris Entertainment, einnar stærstu bókunarskrifstofu heims, auk þess að vera einn af stofnendum Lollapalooza tónlistarhátíðarinnar en hann fer nú fyrir verkefni sem kallast Save Live sem snýst um að koma tónleikastöðum til bjargar á tímum heimsfaraldurs. Deilir reynslu sinni á streymi Opnunarerindið verður í höndum Oisin Lunny sem er margverðlaunaður markaðsmaður, þekktur fyrirlesari um málefni sem tengjast listum og menningu og tækni og greinahöfundur fyrir m.a. Forbes og The Guardian. Beverley Whitrick frá Music Venue Trust í Brelandi mun veita þátttakendum innsýn í framtíð tónleikastaða en Music Venue Trust eru góðgerðasamtök sem vinna að því að vernda, bæta og tryggja tilvist sjálfstæðra tónleikastaða. Að lokum mun Ísleifur Þórhallsson hjá Senu Live segja frá tilrauninni með Live from Reykjavík streymishátíðina og fjalla um hvernig tónlistarhátíðir og tónleikahald almennt muni breytast í kjölfar COVID auk þess sem tónlistarmaðurinn Svavar Knútur mun deila af sinni reynslu af streymi á tímum COVID-19 og fjalla um þau tækifæri sem blasa við tónlistarfólki þegar kemur að streymi. Að fyrirlestrum loknum býðst þátttakendum að sækja vinnusmiðju sem miðar að því að rækta tónlistarfrumkvöðla, styrkja umgjörð viðskipta og efla tengsl tónlistar við umhverfi nýsköpunar og tækni. Umsjón með verkefninu er í höndum Icelandic Startups sem hefur í áraraðir veitt aðstoð við þróun viðskiptahugmynda og leitt saman hóp hagaðila með verðmætasköpun að leiðarljósi. Á vinnusmiðjunni verður farið yfir mótun nýrra viðskiptahugmynda, markaðssetningu á samfélagsmiðlum og gerð rekstraráætlana. Viðburðurinn fer fram með rafrænum hætti. Hægt er að skrá sig til þátttöku á vefsíðu Firestarter fram til miðnættis þann 8. desember. Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira
Þar verður áherslan á áhrif heimsfaraldur á þá starfsemi sem snýr að lifandi tónlistarflutningi og þá nýju framtíð sem blasir við tónleikastöðum, tónlistarhátíðum, tónleikahöldurum, tónlistarfólkinu sjálfu og tónleikaferðum þess í kjölfar COVID-19. Markmiðið með viðburðinum er að styðja við nýjar hugmyndir og auka verðmætasköpun í íslensku tónlistarumhverfi á tímum þegar miklar breytingar eru að eiga sér stað og fjölmörg tækifæri blasa við. Á meðal fyrirlesara á vinnusmiðjunni er Marc Geiger sem til ársins 2020 var einn af æðstu yfirmönnum William Morris Entertainment, einnar stærstu bókunarskrifstofu heims, auk þess að vera einn af stofnendum Lollapalooza tónlistarhátíðarinnar en hann fer nú fyrir verkefni sem kallast Save Live sem snýst um að koma tónleikastöðum til bjargar á tímum heimsfaraldurs. Deilir reynslu sinni á streymi Opnunarerindið verður í höndum Oisin Lunny sem er margverðlaunaður markaðsmaður, þekktur fyrirlesari um málefni sem tengjast listum og menningu og tækni og greinahöfundur fyrir m.a. Forbes og The Guardian. Beverley Whitrick frá Music Venue Trust í Brelandi mun veita þátttakendum innsýn í framtíð tónleikastaða en Music Venue Trust eru góðgerðasamtök sem vinna að því að vernda, bæta og tryggja tilvist sjálfstæðra tónleikastaða. Að lokum mun Ísleifur Þórhallsson hjá Senu Live segja frá tilrauninni með Live from Reykjavík streymishátíðina og fjalla um hvernig tónlistarhátíðir og tónleikahald almennt muni breytast í kjölfar COVID auk þess sem tónlistarmaðurinn Svavar Knútur mun deila af sinni reynslu af streymi á tímum COVID-19 og fjalla um þau tækifæri sem blasa við tónlistarfólki þegar kemur að streymi. Að fyrirlestrum loknum býðst þátttakendum að sækja vinnusmiðju sem miðar að því að rækta tónlistarfrumkvöðla, styrkja umgjörð viðskipta og efla tengsl tónlistar við umhverfi nýsköpunar og tækni. Umsjón með verkefninu er í höndum Icelandic Startups sem hefur í áraraðir veitt aðstoð við þróun viðskiptahugmynda og leitt saman hóp hagaðila með verðmætasköpun að leiðarljósi. Á vinnusmiðjunni verður farið yfir mótun nýrra viðskiptahugmynda, markaðssetningu á samfélagsmiðlum og gerð rekstraráætlana. Viðburðurinn fer fram með rafrænum hætti. Hægt er að skrá sig til þátttöku á vefsíðu Firestarter fram til miðnættis þann 8. desember.
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira