Segir Fakhrizadeh hafa verið skotinn af gervigreind með fjarstýrðri vélbyssu Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2020 15:26 Frá jarðaför kjarnorkuvísindamannsins og hermannsins Mohsen Fakhrizadeh. AP/Varnamálaráðuneyti Írans Ráðamenn í Íran segja að kjarnorkuvísindamaðurinn Mohsen Fakhrizadeh hafi verið skotinn til bana með fjarstýrði vélbyssu. Fjölmiðill í Íran hefur eftir herforingjanum Ali Fadavi að vélbyssunni hafi verið stýrt með gerivgreind. Hann segir að vélbyssunni hafi verið komið fyrir á pallbíl og hún hafi skotið Fakhrizadeh, án þess að hitta eiginkonu hans sem sat við hlið hans í bílnum. Þegar Fakhrizadeh var myrtur sögðu yfirvöld í Íran að til skotbardaga hefði komið þegar tvö teymi hryðjuverkamanna hefðu skotið á bíl hans, skammt frá Tehran, höfuðborg Írans. Ríkissjónarp Íran hafði eftir vitnum að pallbíll hefði verið sprengdur í loft upp til að stöðva bíl Fakhrizadeh og svo hefðu árásarmenn skotið á bílinn. FJölmiðlar í Íran höfðu sömuleiðis eftir vitnum að þrjár eða fjórir árásarmenn hefðu verið felldir. Sjá einnig: Helsti kjarnorkuvísindamaður Írans ráðinn af dögum Sú saga breyttist strax í jarðarför vísindamannsins í síðustu viku og þá sögðu embættismenn fyrst að engir óvinir hafi verið þarna í persónu. Herforinginn Ali Fadavi.EPA/STR „Fakhrizadeh var að keyra þegar vopn, með þróaðri myndavél miðaði á hann,“ sagði Fadavi á viðburði í Tehran í gær samkvæmt Reuters, sem vitna í Tasnim fréttaveituna frá Íran. Herforinginn sagði að byssunni hefði verið stýrt í gegnum gervihnött og að notast hefði verið við gervigreind. Herforinginn sagði að um þrettán skotum hafi verið skotið að Fakhrizadeh. Ummælum Fadavi hefur þegar verið tekið með umtalsverðum efasemdum. Þá hafa þau ekki verið staðfest af öðrum. Í grein BBC er haft eftir sérfræðingum að þeir efist um að vopn af þessu tagi sé til. Sérfræðingar sem blaðamenn Reuters hafa rætt við segja árásina til marks um að þeir sem að henni komu hafi mögulega áhrif innan öryggissveita Írans eða komið útsendurum sínum þar fyrir. Yfirvöld í Íran hafa sakað Ísrael um árásina. Fakhrizadeh var hermaður auk þess að vera vísindamaður og var talinn yfirmaður leynilegrar kjarnorkuvopnaáætlunar Írans. Ráðamenn í Íran heita því að kjarnorkuáætlun þeirra sé í friðsamlegum tilgangi og var formleg kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins lögð niður árið 2003. Ísraelsmenn og Bandaríkjamenn segja þó að vinnan hafi haldið áfram í laumi eftir það og árið 2018 nefndi Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael Fakhrizadeh sérstaklega í því samhengi. Íran Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira
Hann segir að vélbyssunni hafi verið komið fyrir á pallbíl og hún hafi skotið Fakhrizadeh, án þess að hitta eiginkonu hans sem sat við hlið hans í bílnum. Þegar Fakhrizadeh var myrtur sögðu yfirvöld í Íran að til skotbardaga hefði komið þegar tvö teymi hryðjuverkamanna hefðu skotið á bíl hans, skammt frá Tehran, höfuðborg Írans. Ríkissjónarp Íran hafði eftir vitnum að pallbíll hefði verið sprengdur í loft upp til að stöðva bíl Fakhrizadeh og svo hefðu árásarmenn skotið á bílinn. FJölmiðlar í Íran höfðu sömuleiðis eftir vitnum að þrjár eða fjórir árásarmenn hefðu verið felldir. Sjá einnig: Helsti kjarnorkuvísindamaður Írans ráðinn af dögum Sú saga breyttist strax í jarðarför vísindamannsins í síðustu viku og þá sögðu embættismenn fyrst að engir óvinir hafi verið þarna í persónu. Herforinginn Ali Fadavi.EPA/STR „Fakhrizadeh var að keyra þegar vopn, með þróaðri myndavél miðaði á hann,“ sagði Fadavi á viðburði í Tehran í gær samkvæmt Reuters, sem vitna í Tasnim fréttaveituna frá Íran. Herforinginn sagði að byssunni hefði verið stýrt í gegnum gervihnött og að notast hefði verið við gervigreind. Herforinginn sagði að um þrettán skotum hafi verið skotið að Fakhrizadeh. Ummælum Fadavi hefur þegar verið tekið með umtalsverðum efasemdum. Þá hafa þau ekki verið staðfest af öðrum. Í grein BBC er haft eftir sérfræðingum að þeir efist um að vopn af þessu tagi sé til. Sérfræðingar sem blaðamenn Reuters hafa rætt við segja árásina til marks um að þeir sem að henni komu hafi mögulega áhrif innan öryggissveita Írans eða komið útsendurum sínum þar fyrir. Yfirvöld í Íran hafa sakað Ísrael um árásina. Fakhrizadeh var hermaður auk þess að vera vísindamaður og var talinn yfirmaður leynilegrar kjarnorkuvopnaáætlunar Írans. Ráðamenn í Íran heita því að kjarnorkuáætlun þeirra sé í friðsamlegum tilgangi og var formleg kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins lögð niður árið 2003. Ísraelsmenn og Bandaríkjamenn segja þó að vinnan hafi haldið áfram í laumi eftir það og árið 2018 nefndi Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael Fakhrizadeh sérstaklega í því samhengi.
Íran Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira