Segir Fakhrizadeh hafa verið skotinn af gervigreind með fjarstýrðri vélbyssu Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2020 15:26 Frá jarðaför kjarnorkuvísindamannsins og hermannsins Mohsen Fakhrizadeh. AP/Varnamálaráðuneyti Írans Ráðamenn í Íran segja að kjarnorkuvísindamaðurinn Mohsen Fakhrizadeh hafi verið skotinn til bana með fjarstýrði vélbyssu. Fjölmiðill í Íran hefur eftir herforingjanum Ali Fadavi að vélbyssunni hafi verið stýrt með gerivgreind. Hann segir að vélbyssunni hafi verið komið fyrir á pallbíl og hún hafi skotið Fakhrizadeh, án þess að hitta eiginkonu hans sem sat við hlið hans í bílnum. Þegar Fakhrizadeh var myrtur sögðu yfirvöld í Íran að til skotbardaga hefði komið þegar tvö teymi hryðjuverkamanna hefðu skotið á bíl hans, skammt frá Tehran, höfuðborg Írans. Ríkissjónarp Íran hafði eftir vitnum að pallbíll hefði verið sprengdur í loft upp til að stöðva bíl Fakhrizadeh og svo hefðu árásarmenn skotið á bílinn. FJölmiðlar í Íran höfðu sömuleiðis eftir vitnum að þrjár eða fjórir árásarmenn hefðu verið felldir. Sjá einnig: Helsti kjarnorkuvísindamaður Írans ráðinn af dögum Sú saga breyttist strax í jarðarför vísindamannsins í síðustu viku og þá sögðu embættismenn fyrst að engir óvinir hafi verið þarna í persónu. Herforinginn Ali Fadavi.EPA/STR „Fakhrizadeh var að keyra þegar vopn, með þróaðri myndavél miðaði á hann,“ sagði Fadavi á viðburði í Tehran í gær samkvæmt Reuters, sem vitna í Tasnim fréttaveituna frá Íran. Herforinginn sagði að byssunni hefði verið stýrt í gegnum gervihnött og að notast hefði verið við gervigreind. Herforinginn sagði að um þrettán skotum hafi verið skotið að Fakhrizadeh. Ummælum Fadavi hefur þegar verið tekið með umtalsverðum efasemdum. Þá hafa þau ekki verið staðfest af öðrum. Í grein BBC er haft eftir sérfræðingum að þeir efist um að vopn af þessu tagi sé til. Sérfræðingar sem blaðamenn Reuters hafa rætt við segja árásina til marks um að þeir sem að henni komu hafi mögulega áhrif innan öryggissveita Írans eða komið útsendurum sínum þar fyrir. Yfirvöld í Íran hafa sakað Ísrael um árásina. Fakhrizadeh var hermaður auk þess að vera vísindamaður og var talinn yfirmaður leynilegrar kjarnorkuvopnaáætlunar Írans. Ráðamenn í Íran heita því að kjarnorkuáætlun þeirra sé í friðsamlegum tilgangi og var formleg kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins lögð niður árið 2003. Ísraelsmenn og Bandaríkjamenn segja þó að vinnan hafi haldið áfram í laumi eftir það og árið 2018 nefndi Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael Fakhrizadeh sérstaklega í því samhengi. Íran Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Hann segir að vélbyssunni hafi verið komið fyrir á pallbíl og hún hafi skotið Fakhrizadeh, án þess að hitta eiginkonu hans sem sat við hlið hans í bílnum. Þegar Fakhrizadeh var myrtur sögðu yfirvöld í Íran að til skotbardaga hefði komið þegar tvö teymi hryðjuverkamanna hefðu skotið á bíl hans, skammt frá Tehran, höfuðborg Írans. Ríkissjónarp Íran hafði eftir vitnum að pallbíll hefði verið sprengdur í loft upp til að stöðva bíl Fakhrizadeh og svo hefðu árásarmenn skotið á bílinn. FJölmiðlar í Íran höfðu sömuleiðis eftir vitnum að þrjár eða fjórir árásarmenn hefðu verið felldir. Sjá einnig: Helsti kjarnorkuvísindamaður Írans ráðinn af dögum Sú saga breyttist strax í jarðarför vísindamannsins í síðustu viku og þá sögðu embættismenn fyrst að engir óvinir hafi verið þarna í persónu. Herforinginn Ali Fadavi.EPA/STR „Fakhrizadeh var að keyra þegar vopn, með þróaðri myndavél miðaði á hann,“ sagði Fadavi á viðburði í Tehran í gær samkvæmt Reuters, sem vitna í Tasnim fréttaveituna frá Íran. Herforinginn sagði að byssunni hefði verið stýrt í gegnum gervihnött og að notast hefði verið við gervigreind. Herforinginn sagði að um þrettán skotum hafi verið skotið að Fakhrizadeh. Ummælum Fadavi hefur þegar verið tekið með umtalsverðum efasemdum. Þá hafa þau ekki verið staðfest af öðrum. Í grein BBC er haft eftir sérfræðingum að þeir efist um að vopn af þessu tagi sé til. Sérfræðingar sem blaðamenn Reuters hafa rætt við segja árásina til marks um að þeir sem að henni komu hafi mögulega áhrif innan öryggissveita Írans eða komið útsendurum sínum þar fyrir. Yfirvöld í Íran hafa sakað Ísrael um árásina. Fakhrizadeh var hermaður auk þess að vera vísindamaður og var talinn yfirmaður leynilegrar kjarnorkuvopnaáætlunar Írans. Ráðamenn í Íran heita því að kjarnorkuáætlun þeirra sé í friðsamlegum tilgangi og var formleg kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins lögð niður árið 2003. Ísraelsmenn og Bandaríkjamenn segja þó að vinnan hafi haldið áfram í laumi eftir það og árið 2018 nefndi Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael Fakhrizadeh sérstaklega í því samhengi.
Íran Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira