Þjóðgarður er tækifæri Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 7. desember 2020 15:15 Við stöndum nú frammi fyrir því einstaka tækifæri að geta komið á þjóðgarði á hálendinu. Unnið hefur verið að málinu árum saman. Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur sammæltust um það í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að á kjörtímabilinu yrði komið á miðhálendisþjóðgarði. Unnið hefur verið að því allt kjörtímabilið og skilaði þverpólitísk nefnd, með fulltrúum allra flokka, af sér tillögum fyrir sléttu ári, í desember 2019. Aðeins fulltrúi Miðflokksins studdi þær ekki. Tækifærin í stofnun þjóðgarðs eru mýmörg. Aðdráttarafl þjóðgarðsins verður mikið, ein stærstu óbyggðu víðerni Evrópu verða innan hans, og það skapar Íslandi sérstöðu, styrkir ímynd þess og dregur að gesti. Þjóðgarður styður við ferðaþjónustu í landinu og byggðir í jaðri hans. Þjóðgarður skapar fjölda starfa í dreifðari byggðum landsins. Sem dæmi má nefna að í Vatnajökulsþjóðgarði voru samtals 34 ársverk fastra starfsmanna haustið 2020, þar af 30 á starfssvæðum þjóðgarðsins en fjögur á höfuðborgarsvæðinu. Þá voru 114 einstaklingar við sumarstörf í þjóðgarðinum sl. sumar, allt störf úti á landsbyggðinni. Þjóðgarður skapar tekjur fyrir nærumhverfi sitt, eins og allar rannsóknir sýna. Þjóðgarður stuðlar að rannsóknum og fræðslu um miðhálendið. Þjóðgarður bætir aðgengi og stuðlar að því að almenningur geti stundað útivist innan hans í sátt við náttúruna. Þjóðgarður tryggir skýra aðkomu hagaðila að þjóðlendum og að stefnumótun svæðisins. Þjóðgarður yrði stærsta framlag Íslands til náttúruverndar í heiminum hingað til. Við, sem stöndum frammi fyrir þessu tækifæri, þurfum að standa undir þeirri ábyrgð að fylgja þeirri góðu stefnumótun sem unnið hefur verið að öll þessi ár. Málið þarf að komast sem fyrst til nefndar og til umsagnar, svo öll þau fjölmörgu sem hafa á því skoðun hafi vettvang til að koma henni á framfæri. Það er bjargföst trú mín að þegar búið er að skilja að allar þær rangfærslur og misskilning sem uppi eru í umræðunni, sé aðeins ein niðurstaða möguleg þeim sem nálgast málið faglega; Hálendisþjóðgarður skapar ótal tækifæri sem vítavert væri að nýta ekki. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Þjóðgarðar Hálendisþjóðgarður Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Við stöndum nú frammi fyrir því einstaka tækifæri að geta komið á þjóðgarði á hálendinu. Unnið hefur verið að málinu árum saman. Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur sammæltust um það í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að á kjörtímabilinu yrði komið á miðhálendisþjóðgarði. Unnið hefur verið að því allt kjörtímabilið og skilaði þverpólitísk nefnd, með fulltrúum allra flokka, af sér tillögum fyrir sléttu ári, í desember 2019. Aðeins fulltrúi Miðflokksins studdi þær ekki. Tækifærin í stofnun þjóðgarðs eru mýmörg. Aðdráttarafl þjóðgarðsins verður mikið, ein stærstu óbyggðu víðerni Evrópu verða innan hans, og það skapar Íslandi sérstöðu, styrkir ímynd þess og dregur að gesti. Þjóðgarður styður við ferðaþjónustu í landinu og byggðir í jaðri hans. Þjóðgarður skapar fjölda starfa í dreifðari byggðum landsins. Sem dæmi má nefna að í Vatnajökulsþjóðgarði voru samtals 34 ársverk fastra starfsmanna haustið 2020, þar af 30 á starfssvæðum þjóðgarðsins en fjögur á höfuðborgarsvæðinu. Þá voru 114 einstaklingar við sumarstörf í þjóðgarðinum sl. sumar, allt störf úti á landsbyggðinni. Þjóðgarður skapar tekjur fyrir nærumhverfi sitt, eins og allar rannsóknir sýna. Þjóðgarður stuðlar að rannsóknum og fræðslu um miðhálendið. Þjóðgarður bætir aðgengi og stuðlar að því að almenningur geti stundað útivist innan hans í sátt við náttúruna. Þjóðgarður tryggir skýra aðkomu hagaðila að þjóðlendum og að stefnumótun svæðisins. Þjóðgarður yrði stærsta framlag Íslands til náttúruverndar í heiminum hingað til. Við, sem stöndum frammi fyrir þessu tækifæri, þurfum að standa undir þeirri ábyrgð að fylgja þeirri góðu stefnumótun sem unnið hefur verið að öll þessi ár. Málið þarf að komast sem fyrst til nefndar og til umsagnar, svo öll þau fjölmörgu sem hafa á því skoðun hafi vettvang til að koma henni á framfæri. Það er bjargföst trú mín að þegar búið er að skilja að allar þær rangfærslur og misskilning sem uppi eru í umræðunni, sé aðeins ein niðurstaða möguleg þeim sem nálgast málið faglega; Hálendisþjóðgarður skapar ótal tækifæri sem vítavert væri að nýta ekki. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar