Finna fyrir auknu brottfalli úr íþróttum og segja þolinmæðina að bresta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2020 10:00 Af fótboltaæfingu í Kórnum. vísir/hanna Formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur hefur áhyggjur af brottfalli úr íþróttum vegna þeirra takmarkana sem hafa verið settar á íþróttastarf á þessu ári vegna kórónuveirufaraldursins. Hann segir að íþróttahreyfingin hafi staðið sig vel þegar kemur að sóttvörnum og fagnar nýju litakóðakerfi fyrir íþróttir. „Við erum farin að finna verulega fyrir því að brottfallið úr íþróttum er að aukast, sérstaklega á þessum viðkvæma aldri, elstu bekkjunum í grunnskóla og svo í framhaldsskóla. Þetta hefur veruleg áhrif á þennan hóp og við finnum fyrir auknu brottfalli,“ sagði Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, í samtali við Vísi. Hann skrifaði grein á Vísi á föstudaginn sem bar heitið: „Íþróttastarf í kórónuveirufaraldri: Sóttvarnir og íþróttastarf eiga samleið.“ Þar fjallar um þær afleiðingar sem stöðvanir á íþróttastarfi hafa haft og ítrekar að íþróttahreyfingin á Íslandi hafi verið með sóttvarnayfirvöldum í liði, ef svo má segja, frá því faraldurinn skall á. „Þetta snýst ekkert um að við séum á móti sóttvarnayfirvöldum. Við viljum hundrað prósent vinna með þeim. Árangurinn sem hefur náðst hér á Íslandi er ótrúlegur hvað sóttvarnir varðar. En það sem við höfum sérstaklega miklar áhyggjur af er að á næstu önn verði brottfallið mun meira. Hættan við brottfallið er að það er svo erfitt að byrja aftur,“ sagði Ingvar. „Það þarf að finna leiðir til að framfylgja sóttvarnareglunum en jafnframt tryggja það að fólk sé í hreyfingu.“ Ingvar telur að þetta tvennt, að stunda íþróttir og huga vel að sóttvörnum, geti farið vel saman og íþróttahreyfingin hafi staðið sína plikt í sóttvarnamálum. Æfingar eiga að geta gengið „Ég vil meina að íþróttahreyfingin hafi staðið sig mjög vel og fylgt reglunum. Íþróttafólk kann að fylgja reglum og veit að það er mikilvægt að gera það. Við höfum staðið okkur vel og ég tel að við getum gert það áfram ef við fengjum undanþágur fyrir fólk til að æfa,“ sagði Ingvar. Keppni í Olís-deild karla í handbolta hefur legið niðri í tvo mánuði.vísir/hulda margrét „Svo er það afreksfólkið okkar sem þarf á því að halda að æfa. Ég hef ekki eins miklar áhyggjur af því að keppni byrji ef við getum að minnsta kosti byrjað að æfa. Ég myndi að sjálfsögðu vilja að keppni myndi byrja en ef það fer gegn sóttvarnareglum þarf að bíða með það. En æfingar eiga að geta gengið.“ Verið er að leggja lokahönd á litakóðakerfi fyrir íþróttir, þar sem íþróttagreinar eru flokkaðar eftir smithættu. Taflan birtist fyrir mistök í gær en samkvæmt henni voru íþróttir á borð við handbolta, körfubolta, fótbolta inni, íshokkí og júdó í flokknum Meiri áhætta. Í flokknum Lág áhætta voru íþróttir á borð við dans, frjálsar íþróttir, áhaldafimleika og golf og í flokknum Meðaláhætta voru blak, hópfimleikar, fótbolti úti, skylmingar og krulla. Ingvar fagnar því að fá svona kerfi, fyrirfram skilgreindar leikreglur til að forðast ríg milli íþróttagreina. „Mér líst mjög vel á það. ÍSÍ er að vinna við að móta kerfi og mér líst mjög vel á þá nálgun og held að það sé akkúrat rétta leiðin til að geta gert þetta. Þá eigum við að geta gefið út í hvaða kóða við erum og hvernig við eigum þá að fylgja sóttvarnareglunum,“ sagði Ingvar. Ingvar Sverrisson er formaður ÍBR.aðsend „Ef við vitum á hvaða stigi við erum hverju sinni tel ég að við eigum að geta fylgt reglunum mjög fast og ákveðið eftir en samt sem áður tryggt að við getum æft.“ Eigum að geta unnið okkur hratt til baka Ingvar er bjartsýnn á að íslenskt íþróttafólk og íslenskt íþróttalíf verði fljótt að vinna upp þann tíma sem hefur glatast í kórónuveirufaraldrinum. „Það getur verið mismunandi eftir greinum. En ég held að við séum á því stigi núna að við eigum að geta unnið okkur mjög ákveðið til baka ef við fáum tækifæri til þess að komast aftur af stað,“ sagði Ingvar. Úr einum af þeim fáu leikjum sem hafa farið fram í Domino's deild kvenna í körfubolta.vísir/vilhelm „Þetta er vinnan sem er framundan, að fá þessa krakka og þennan hóp aftur til baka og aftur af stað. Ég held að ef við komumst af stað núna sem fyrst getum við unnið okkur hratt og örugglega til baka. Sem betur fer er íþróttahreyfingin á Íslandi þannig uppbyggð að við erum með menntaða og faglega þjálfara sem vinna með krökkunum og það er traust og trúnaður sem ríkir þar á milli.“ Greiða ekki mikið lengur ef það fær ekki þjónustu Ingvar segir þolinmæðin í íþróttahreyfingin verði alltaf minni og minni og finna verði leiðir til að leyfa íþróttafólki að æfa. „Þolinmæðin er miklu minni. Það verður alltaf erfiðara að koma sér aftur af stað og í rútínu. Þolinmæðin er að bresta. Svo er það rekstrarþáttur félaganna. Við rekum barna- og unglingastarf og afreksstarf þannig að iðkendur greiða, annað hvort í gegnum frístundakort eða sjálf, fyrir þjálfunina og þessa faglegu nálgun. Fólk getur ekki mikið lengur greitt fyrir starfið ef það fær ekki þjónustuna,“ sagði Ingvar að endingu. Íþróttir barna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Fleiri fréttir Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Dagskráin: Doc Zone, meistarar mætast í Bestu og lokaumferð Bestu kvenna Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ „Ég spila fyrir mömmu mína“ Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Missir af leik helgarinnar eftir að hafa fengið heilahristing heima hjá sér Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sjá meira
„Við erum farin að finna verulega fyrir því að brottfallið úr íþróttum er að aukast, sérstaklega á þessum viðkvæma aldri, elstu bekkjunum í grunnskóla og svo í framhaldsskóla. Þetta hefur veruleg áhrif á þennan hóp og við finnum fyrir auknu brottfalli,“ sagði Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, í samtali við Vísi. Hann skrifaði grein á Vísi á föstudaginn sem bar heitið: „Íþróttastarf í kórónuveirufaraldri: Sóttvarnir og íþróttastarf eiga samleið.“ Þar fjallar um þær afleiðingar sem stöðvanir á íþróttastarfi hafa haft og ítrekar að íþróttahreyfingin á Íslandi hafi verið með sóttvarnayfirvöldum í liði, ef svo má segja, frá því faraldurinn skall á. „Þetta snýst ekkert um að við séum á móti sóttvarnayfirvöldum. Við viljum hundrað prósent vinna með þeim. Árangurinn sem hefur náðst hér á Íslandi er ótrúlegur hvað sóttvarnir varðar. En það sem við höfum sérstaklega miklar áhyggjur af er að á næstu önn verði brottfallið mun meira. Hættan við brottfallið er að það er svo erfitt að byrja aftur,“ sagði Ingvar. „Það þarf að finna leiðir til að framfylgja sóttvarnareglunum en jafnframt tryggja það að fólk sé í hreyfingu.“ Ingvar telur að þetta tvennt, að stunda íþróttir og huga vel að sóttvörnum, geti farið vel saman og íþróttahreyfingin hafi staðið sína plikt í sóttvarnamálum. Æfingar eiga að geta gengið „Ég vil meina að íþróttahreyfingin hafi staðið sig mjög vel og fylgt reglunum. Íþróttafólk kann að fylgja reglum og veit að það er mikilvægt að gera það. Við höfum staðið okkur vel og ég tel að við getum gert það áfram ef við fengjum undanþágur fyrir fólk til að æfa,“ sagði Ingvar. Keppni í Olís-deild karla í handbolta hefur legið niðri í tvo mánuði.vísir/hulda margrét „Svo er það afreksfólkið okkar sem þarf á því að halda að æfa. Ég hef ekki eins miklar áhyggjur af því að keppni byrji ef við getum að minnsta kosti byrjað að æfa. Ég myndi að sjálfsögðu vilja að keppni myndi byrja en ef það fer gegn sóttvarnareglum þarf að bíða með það. En æfingar eiga að geta gengið.“ Verið er að leggja lokahönd á litakóðakerfi fyrir íþróttir, þar sem íþróttagreinar eru flokkaðar eftir smithættu. Taflan birtist fyrir mistök í gær en samkvæmt henni voru íþróttir á borð við handbolta, körfubolta, fótbolta inni, íshokkí og júdó í flokknum Meiri áhætta. Í flokknum Lág áhætta voru íþróttir á borð við dans, frjálsar íþróttir, áhaldafimleika og golf og í flokknum Meðaláhætta voru blak, hópfimleikar, fótbolti úti, skylmingar og krulla. Ingvar fagnar því að fá svona kerfi, fyrirfram skilgreindar leikreglur til að forðast ríg milli íþróttagreina. „Mér líst mjög vel á það. ÍSÍ er að vinna við að móta kerfi og mér líst mjög vel á þá nálgun og held að það sé akkúrat rétta leiðin til að geta gert þetta. Þá eigum við að geta gefið út í hvaða kóða við erum og hvernig við eigum þá að fylgja sóttvarnareglunum,“ sagði Ingvar. Ingvar Sverrisson er formaður ÍBR.aðsend „Ef við vitum á hvaða stigi við erum hverju sinni tel ég að við eigum að geta fylgt reglunum mjög fast og ákveðið eftir en samt sem áður tryggt að við getum æft.“ Eigum að geta unnið okkur hratt til baka Ingvar er bjartsýnn á að íslenskt íþróttafólk og íslenskt íþróttalíf verði fljótt að vinna upp þann tíma sem hefur glatast í kórónuveirufaraldrinum. „Það getur verið mismunandi eftir greinum. En ég held að við séum á því stigi núna að við eigum að geta unnið okkur mjög ákveðið til baka ef við fáum tækifæri til þess að komast aftur af stað,“ sagði Ingvar. Úr einum af þeim fáu leikjum sem hafa farið fram í Domino's deild kvenna í körfubolta.vísir/vilhelm „Þetta er vinnan sem er framundan, að fá þessa krakka og þennan hóp aftur til baka og aftur af stað. Ég held að ef við komumst af stað núna sem fyrst getum við unnið okkur hratt og örugglega til baka. Sem betur fer er íþróttahreyfingin á Íslandi þannig uppbyggð að við erum með menntaða og faglega þjálfara sem vinna með krökkunum og það er traust og trúnaður sem ríkir þar á milli.“ Greiða ekki mikið lengur ef það fær ekki þjónustu Ingvar segir þolinmæðin í íþróttahreyfingin verði alltaf minni og minni og finna verði leiðir til að leyfa íþróttafólki að æfa. „Þolinmæðin er miklu minni. Það verður alltaf erfiðara að koma sér aftur af stað og í rútínu. Þolinmæðin er að bresta. Svo er það rekstrarþáttur félaganna. Við rekum barna- og unglingastarf og afreksstarf þannig að iðkendur greiða, annað hvort í gegnum frístundakort eða sjálf, fyrir þjálfunina og þessa faglegu nálgun. Fólk getur ekki mikið lengur greitt fyrir starfið ef það fær ekki þjónustuna,“ sagði Ingvar að endingu.
Íþróttir barna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Fleiri fréttir Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Dagskráin: Doc Zone, meistarar mætast í Bestu og lokaumferð Bestu kvenna Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ „Ég spila fyrir mömmu mína“ Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Missir af leik helgarinnar eftir að hafa fengið heilahristing heima hjá sér Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sjá meira