Segja grænt ljós á drykkju í Búdapest algjöra undantekningu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. desember 2020 12:42 Jón Þór Hauksson hefur náð góðum árangri síðan hann tók við kvennalandsliðinu haustið 2018. Starf hans hangir nú á bláþræði. vísir/vilhelm Ekki er venjan að áfengi sé leyfilegt í ferðum íslensku fótboltalandsliðanna. Gerð var undantekning eftir að kvennalandsliðið tryggði sér sæti á EM í síðustu viku. Eins og fram hefur komið er óvíst hvort Jón Þór Hauksson haldi starfi sínu sem þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta eftir uppákomu í Ungverjalandi á þriðjudagskvöldið eftir að Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótinu. Leikmönnum þótti Jón Þór fara yfir strikið í samtölum sínum við þá en hann hafi verið undir áhrifum áfengis. Hann hefur sagst hafa beðið leikmennina afsökunar á hegðun sinni. Fótbolti.net greindi fyrstur frá málinu. Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ og formaður landsliðsnefndar kvenna, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu. Borghildur fylgdi landsliðinu til Búdapest og ætti því að vera vel inni í málum. Borghildur vísaði á Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ. Klara segir í samtali við Vísi að áfengi sé ekki leyft í landsliðsferðum. Þeir sem það hafi kosið hafi fengið leyfi til að neyta áfengis eftir að EM-sætið var í höfn. Keyptur hóflegur skammtur fyrir þá sem höfðu til þess aldur „Almennt séð er KSÍ ekki að kaupa áfengi í landsliðsferðum eða eitthvað þess háttar og almennt er engin áfengisneysla í ferðum. En í þessu tilfelli var keyptur hóflegur skammtur fyrir þá sem höfðu til þess aldur. Svo var því lokað fljótlega,“ sagði Klara við Vísi í dag. Vísar hún til þess að nokkrir leikmenn kvennalandsliðsins, þar á meðal byrjunarliðsmenn, hafa ekki náð tuttugu ára aldri. „Það var til að fagna þessum áfanga sem því miður hefur fallið aðeins í skuggann af eftirmálunum. Þetta var mjög hóflegt magn sem var keypt á afmörkuðu tímabili, á afmörkuðu svæði fyrir þá leikmenn sem höfðu til þess aldur og vildu. Meirihluti liðsins eru fullorðnar manneskjur sem hafa aldur til og frjálsar eftir að verkefninu var lokið.“ Guðni og Klara í gagnaöflun Klara segir að þau Guðni Bergsson, formaður KSÍ, séu nú að safna upplýsingum um uppákomuna í Ungverjalandi. „Við erum að fara yfir það mál sem snýr að hegðun Jóns Þórs eftir leikinn. Við erum að safna gögnum og vonandi skýrist það í dag eða morgun með framhaldið í því,“ sagði Klara. Hún vildi ekki segja hvort framtíð Jóns Þórs gæti skýrst í dag. „Eins og fram hefur komið eru allir starfsmenn liðsins í sóttkví og eru ljúka því ferli í dag. Það tekur bara tíma að safna gögnum í þessu máli og við Guðni erum í því. Við leggjum áherslu á að vanda til verka. Við þurfum að hafa meiri gögn áður en við tökum næstu skref í málinu,“ sagði Klara. Aðspurð hvort búið væri að boða Jón Þór á fund KSÍ svaraði Klara því neitandi. Jón Þór tók við kvennalandsliðinu haustið 2018. Undir hans stjórn hefur liðið unnið tólf af 20 leikjum sínum. EM 2021 í Englandi KSÍ Tengdar fréttir Segja að nokkrar fastakonur í landsliðinu íhugi að gefa ekki kost á sér Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu mun vera tekin fyrir hjá stjórn Knattspyrnusambands Íslands í vikunni. 7. desember 2020 07:30 Jón Þór bíður eftir fundi með KSÍ og stelpunum Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara A-landsliðs kvenna er talin hanga á bláþræði í kjölfar framkomu þjálfarans gagnvart leikmönnum eftir frækinn sigur á Ungverjalandi í vikunni. Með sigrinum tryggði landsliðið sér sæti á Evrópumótinu 2022. 5. desember 2020 23:21 Ætlar ekki að tjá sig frekar um uppákomuna Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, vildi ekki tjá sig nánar um það sem fram fór í fagnaðarlátum liðsins eftir að EM sætið var tryggt í Ungverjalandi fyrr í vikunni. 4. desember 2020 19:05 Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Sjá meira
Eins og fram hefur komið er óvíst hvort Jón Þór Hauksson haldi starfi sínu sem þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta eftir uppákomu í Ungverjalandi á þriðjudagskvöldið eftir að Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótinu. Leikmönnum þótti Jón Þór fara yfir strikið í samtölum sínum við þá en hann hafi verið undir áhrifum áfengis. Hann hefur sagst hafa beðið leikmennina afsökunar á hegðun sinni. Fótbolti.net greindi fyrstur frá málinu. Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ og formaður landsliðsnefndar kvenna, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu. Borghildur fylgdi landsliðinu til Búdapest og ætti því að vera vel inni í málum. Borghildur vísaði á Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ. Klara segir í samtali við Vísi að áfengi sé ekki leyft í landsliðsferðum. Þeir sem það hafi kosið hafi fengið leyfi til að neyta áfengis eftir að EM-sætið var í höfn. Keyptur hóflegur skammtur fyrir þá sem höfðu til þess aldur „Almennt séð er KSÍ ekki að kaupa áfengi í landsliðsferðum eða eitthvað þess háttar og almennt er engin áfengisneysla í ferðum. En í þessu tilfelli var keyptur hóflegur skammtur fyrir þá sem höfðu til þess aldur. Svo var því lokað fljótlega,“ sagði Klara við Vísi í dag. Vísar hún til þess að nokkrir leikmenn kvennalandsliðsins, þar á meðal byrjunarliðsmenn, hafa ekki náð tuttugu ára aldri. „Það var til að fagna þessum áfanga sem því miður hefur fallið aðeins í skuggann af eftirmálunum. Þetta var mjög hóflegt magn sem var keypt á afmörkuðu tímabili, á afmörkuðu svæði fyrir þá leikmenn sem höfðu til þess aldur og vildu. Meirihluti liðsins eru fullorðnar manneskjur sem hafa aldur til og frjálsar eftir að verkefninu var lokið.“ Guðni og Klara í gagnaöflun Klara segir að þau Guðni Bergsson, formaður KSÍ, séu nú að safna upplýsingum um uppákomuna í Ungverjalandi. „Við erum að fara yfir það mál sem snýr að hegðun Jóns Þórs eftir leikinn. Við erum að safna gögnum og vonandi skýrist það í dag eða morgun með framhaldið í því,“ sagði Klara. Hún vildi ekki segja hvort framtíð Jóns Þórs gæti skýrst í dag. „Eins og fram hefur komið eru allir starfsmenn liðsins í sóttkví og eru ljúka því ferli í dag. Það tekur bara tíma að safna gögnum í þessu máli og við Guðni erum í því. Við leggjum áherslu á að vanda til verka. Við þurfum að hafa meiri gögn áður en við tökum næstu skref í málinu,“ sagði Klara. Aðspurð hvort búið væri að boða Jón Þór á fund KSÍ svaraði Klara því neitandi. Jón Þór tók við kvennalandsliðinu haustið 2018. Undir hans stjórn hefur liðið unnið tólf af 20 leikjum sínum.
EM 2021 í Englandi KSÍ Tengdar fréttir Segja að nokkrar fastakonur í landsliðinu íhugi að gefa ekki kost á sér Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu mun vera tekin fyrir hjá stjórn Knattspyrnusambands Íslands í vikunni. 7. desember 2020 07:30 Jón Þór bíður eftir fundi með KSÍ og stelpunum Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara A-landsliðs kvenna er talin hanga á bláþræði í kjölfar framkomu þjálfarans gagnvart leikmönnum eftir frækinn sigur á Ungverjalandi í vikunni. Með sigrinum tryggði landsliðið sér sæti á Evrópumótinu 2022. 5. desember 2020 23:21 Ætlar ekki að tjá sig frekar um uppákomuna Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, vildi ekki tjá sig nánar um það sem fram fór í fagnaðarlátum liðsins eftir að EM sætið var tryggt í Ungverjalandi fyrr í vikunni. 4. desember 2020 19:05 Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Sjá meira
Segja að nokkrar fastakonur í landsliðinu íhugi að gefa ekki kost á sér Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu mun vera tekin fyrir hjá stjórn Knattspyrnusambands Íslands í vikunni. 7. desember 2020 07:30
Jón Þór bíður eftir fundi með KSÍ og stelpunum Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara A-landsliðs kvenna er talin hanga á bláþræði í kjölfar framkomu þjálfarans gagnvart leikmönnum eftir frækinn sigur á Ungverjalandi í vikunni. Með sigrinum tryggði landsliðið sér sæti á Evrópumótinu 2022. 5. desember 2020 23:21
Ætlar ekki að tjá sig frekar um uppákomuna Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, vildi ekki tjá sig nánar um það sem fram fór í fagnaðarlátum liðsins eftir að EM sætið var tryggt í Ungverjalandi fyrr í vikunni. 4. desember 2020 19:05
Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51