Minnst 300 lagðir inn vegna dularfullra veikinda á Indlandi Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2020 10:42 Jagan Mohan Reddy, æðsti embættismaður Andrah Pradesh, heimsótt sjúklinga í Eluru. Vísir/EPA Minnst einn hefur dáið og minnst 300 hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna dularfullra veikinda sem herja á íbúa borgarinnar Eluru, í Andhra Pradesh á Indlandi. Einkenni þeirra sem hafa veikst eru margvísleg og hafa þar verið nefnd meðvitundarleysi, slög og ógleði. Enginn þeirra sem voru lagðir inn á sjúkrahús um helgina greindist með Covid-19 og fundust engin ummerki veirusýkingar. CNN segir að um 180 hafi þegar verið útskrifaðir. Sérstök teymi vísindamanna hafa verið send til borgarinnar til að reyna að finna uppruna veikindanna, samkvæmt frétt BBC. Verið er að kanna hvort rekja megi veikindin til mengunar í drykkjarvatni eða jafnvel í lofti. Einnig hefur verið kannað hvort veikindin megi rekja til matvæla. Í frétt Times of India segir að grunurinn beinst nú sérstaklega að búnaði sem dreifi gufu sem eigi að halda aftur af moskítóflugum. Það hafi þó ekki verið staðfest. Vatnssýni hafi ekki sýnt neitt óeðlilegt. Það hafi blóðsýni, skannanir af heilum sjúkra og jafnvel sýni af mænuvökva ekki gert heldur. Samkvæmt TOI segja sérfræðingar lang líklegast að um einhverskonar eitrun sé að ræða. Flestir þeirra sem hafa veikst eru sagðir á aldrinum 20 til 30 ára en þar á meðal eru einnig tæplega 50 börn undir tólf ára aldri. Indian Express hefur eftir starfsmanni á sjúkrahúsi í Eluru að margir sjúklingar hafi kvartað yfir sviða í augum. Sérstaklega börnin og þau hafi byrjað að æla eftir að hafa kvartað yfir sviðanum. Indland Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
Enginn þeirra sem voru lagðir inn á sjúkrahús um helgina greindist með Covid-19 og fundust engin ummerki veirusýkingar. CNN segir að um 180 hafi þegar verið útskrifaðir. Sérstök teymi vísindamanna hafa verið send til borgarinnar til að reyna að finna uppruna veikindanna, samkvæmt frétt BBC. Verið er að kanna hvort rekja megi veikindin til mengunar í drykkjarvatni eða jafnvel í lofti. Einnig hefur verið kannað hvort veikindin megi rekja til matvæla. Í frétt Times of India segir að grunurinn beinst nú sérstaklega að búnaði sem dreifi gufu sem eigi að halda aftur af moskítóflugum. Það hafi þó ekki verið staðfest. Vatnssýni hafi ekki sýnt neitt óeðlilegt. Það hafi blóðsýni, skannanir af heilum sjúkra og jafnvel sýni af mænuvökva ekki gert heldur. Samkvæmt TOI segja sérfræðingar lang líklegast að um einhverskonar eitrun sé að ræða. Flestir þeirra sem hafa veikst eru sagðir á aldrinum 20 til 30 ára en þar á meðal eru einnig tæplega 50 börn undir tólf ára aldri. Indian Express hefur eftir starfsmanni á sjúkrahúsi í Eluru að margir sjúklingar hafi kvartað yfir sviða í augum. Sérstaklega börnin og þau hafi byrjað að æla eftir að hafa kvartað yfir sviðanum.
Indland Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira