Mette boðar lokanir í Danmörku í jólalegu ávarpi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2020 21:14 Mette Frederiksen forsætisráðherra segir að fólk verði að takmarka hverja það hitti á næstunni. EPA Ríkisstjórn Danmerkur hefur boðað til blaðamannafundar í fyrramálið þar sem tilkynna á nýjar aðgerðir í stórum hluta landsins til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta kom fram í ávarpi Mette Frederiksen forsætisráðherra sem hún birti á Facebook í kvöld. „Þetta er markviss landfræðileg lokun að hluta í Árósum, Óðinsvéum, Kaupmannahöfn og nokkrum samfélögum á Sjálandi og í nágrenni höfuðborgarinnar þar sem smit er hvað mest,“ sagði Mette í ávarpi sínu. „Við verðum að ná betri tökum á veirunni fyrir aðfangadagskvöld. Það mun mæða mikið á okkur öllum.“ Aðferðarfræðin hjá Dönum sé sú sama og áður. Grípa þurfi inn í fjölgun smita snemma til að koma í veg fyrir að þurfa að grípa til enn harðari aðgerðir einn daginn, sem gæti reynst of seint. Mette nefndi engar tölur í ávarpi sínu eða nánari upplýsingar um útfærsluna en sagðist vonast til að sem flestir horfðu á fundinn á morgun. Ávarp Mette, sem var í jólalegri kantinum enda annar sunnudagur í aðventu, má sjá að neðan. Ríkisstjórnin hefur fundað með öðrum flokkum um helgina vegna aðgerðanna sem fram undan eru. Ekki kom fram í ávarpi Mette nákvæmlega klukkan hvað blaðamannafundurinn yrði á morgun. 2116 greindust smitaðir með Covid-19 í Danmörku í gær sem er hæsti fjöldi smitaðra undanfarna mánuði. 885 hafa látist af völdum veirunnar þar í landi. Samkomubann miðast við tíu manns í Danmörku sem stendur. Ekki má selja áfengi eftir klukkan tíu á kvöldin. Þá þarf fólk að notast við grímur í verslunum og í sumum menntastofnunum. Nánar má lesa um núverandi aðgerðir í Danmörku hér en þær verða sem fyrr segir hertar enn frekar á morgun. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hertar aðgerðir í Danmörku vegna minkasmitsins Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar verulega á Norður-Jótlandi í Danmörku vegna stökkbreytingar á kórónuveirunni sem fannst í minkum og menn hafa smitast af. 5. nóvember 2020 21:18 Annar metdagur í Danmörku Alls greindist 1.191 með kórónuveiruna í Danmörku í gær og er um að ræða mesta fjöldann í landinu á einum og sama deginum frá upphafi faraldursins. 30. október 2020 14:47 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
„Þetta er markviss landfræðileg lokun að hluta í Árósum, Óðinsvéum, Kaupmannahöfn og nokkrum samfélögum á Sjálandi og í nágrenni höfuðborgarinnar þar sem smit er hvað mest,“ sagði Mette í ávarpi sínu. „Við verðum að ná betri tökum á veirunni fyrir aðfangadagskvöld. Það mun mæða mikið á okkur öllum.“ Aðferðarfræðin hjá Dönum sé sú sama og áður. Grípa þurfi inn í fjölgun smita snemma til að koma í veg fyrir að þurfa að grípa til enn harðari aðgerðir einn daginn, sem gæti reynst of seint. Mette nefndi engar tölur í ávarpi sínu eða nánari upplýsingar um útfærsluna en sagðist vonast til að sem flestir horfðu á fundinn á morgun. Ávarp Mette, sem var í jólalegri kantinum enda annar sunnudagur í aðventu, má sjá að neðan. Ríkisstjórnin hefur fundað með öðrum flokkum um helgina vegna aðgerðanna sem fram undan eru. Ekki kom fram í ávarpi Mette nákvæmlega klukkan hvað blaðamannafundurinn yrði á morgun. 2116 greindust smitaðir með Covid-19 í Danmörku í gær sem er hæsti fjöldi smitaðra undanfarna mánuði. 885 hafa látist af völdum veirunnar þar í landi. Samkomubann miðast við tíu manns í Danmörku sem stendur. Ekki má selja áfengi eftir klukkan tíu á kvöldin. Þá þarf fólk að notast við grímur í verslunum og í sumum menntastofnunum. Nánar má lesa um núverandi aðgerðir í Danmörku hér en þær verða sem fyrr segir hertar enn frekar á morgun.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hertar aðgerðir í Danmörku vegna minkasmitsins Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar verulega á Norður-Jótlandi í Danmörku vegna stökkbreytingar á kórónuveirunni sem fannst í minkum og menn hafa smitast af. 5. nóvember 2020 21:18 Annar metdagur í Danmörku Alls greindist 1.191 með kórónuveiruna í Danmörku í gær og er um að ræða mesta fjöldann í landinu á einum og sama deginum frá upphafi faraldursins. 30. október 2020 14:47 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Hertar aðgerðir í Danmörku vegna minkasmitsins Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar verulega á Norður-Jótlandi í Danmörku vegna stökkbreytingar á kórónuveirunni sem fannst í minkum og menn hafa smitast af. 5. nóvember 2020 21:18
Annar metdagur í Danmörku Alls greindist 1.191 með kórónuveiruna í Danmörku í gær og er um að ræða mesta fjöldann í landinu á einum og sama deginum frá upphafi faraldursins. 30. október 2020 14:47