Netflix segir nei við ráðherra og bróður Díönu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2020 20:23 Fjórða þáttaröðin var frumsýnd á Netflix 15. nóvember síðastliðinn. Getty/NurPhoto Netflix hefur engin áform um að bæta við fyrirvara á sjónvarpsseríunni The Crown þar sem fram komi að dramatíska þáttaröðin um bresku konungsfjölskylduna sé skáldskapur. AP greinir frá. Í yfirlýsingu frá Netflix segir að fyrirtækið hafi ávallt sagt að um leikrit væri að ræða og það sett fram sem slíkt. „Við erum þess fullviss að notendur okkar skilji að um skáldskap sé að ræða en byggður í víðum skilningi á sögulegum atburðum,“ segir í yfirlýsingu Netflix. „Í því ljósi höfum við engin áform og sjáum enga ástæðu til að bæta við fyrirvara fyrir þættina.“ Oliver Dowden menningarmálaráðherra Breta hvatti Netflix til að bæta fyrirvara við þættina nú þegar fjórða þáttaröð The Crown er að fara í sýningu. Með fyrirvara er átt við texta sem birtist á skjánum áður en þátturinn hefst. Fyrsta þáttaröð The Crown fór í sýningar árið 2016 en þar var farið yfir líf Elísabetar annarrar Englandsdrottningar sem tók við krúnunni árið 1952. Fáar athugasemdir voru gerðar við fyrstu þrjár þáttaraðirnar. Í fjórðu þáttaröðinni er níundi áratugurinn runninn upp og áhugaverðar persónur á borð við Margréti Thatcher fyrrverandi forsætisráðherra og Díönu prinsessu komnar fram á sjónarsviðið. Gagnrýnisraddir hafa heyrst um að farið sé frjálslega með staðreyndir í umfjöllun um konurnar tvær. Charles Spencer, bróðir Díönu, kallaði eftir því að Netflix bætti við fyrirvara. „Ég held að það myndi virkilega hjálpa The Crown ef fyrirvari væri birtur fyrir hvern þátt þar sem kæmi fram: „Þetta er ekki satt en sumir atburðir eru sannir“,“ sagði Spencer við ITV. Hann óttast að fólk taki því sem sönnum hlut sem fram komi í þáttunum. Bretland Netflix Kóngafólk Tengdar fréttir Hvers má vænta af næstu þáttaröðum The Crown? Hvenær verður fimmta þáttaröð The Crown sýnd, hverjir leika aðalhlutverkin og fleira. 24. nóvember 2020 14:31 Hofsá líklega skosk og íslenska fjallasýnin stafræn Atriði í Netflix-þáttaröðinni The Crown, sem sýna Karl Bretaprins í veiðiferð í Hofsá í Vopnafirði, er ekki tekið upp við ána – og að öllum líkindum ekki einu sinni tekið upp á Íslandi, að sögn framkvæmdastjóra veiðiklúbbsins sem rekur Hofsá. 16. nóvember 2020 14:14 Díana prinsessa og Margaret Thatcher í glænýrri stiklu úr The Crown Fjórða serían af The Crown fer í loftið 15. október og það á Neflix. 13. október 2020 15:31 Tekur við hlutverki Díönu í síðustu þáttaröðum The Crown Ástralska leikkonan Elizabeth Debicki mun fara með hlutverk Díönu prinsessu í síðustu tveimur þáttaröðum The Crown. 17. ágúst 2020 07:32 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Netflix segir að fyrirtækið hafi ávallt sagt að um leikrit væri að ræða og það sett fram sem slíkt. „Við erum þess fullviss að notendur okkar skilji að um skáldskap sé að ræða en byggður í víðum skilningi á sögulegum atburðum,“ segir í yfirlýsingu Netflix. „Í því ljósi höfum við engin áform og sjáum enga ástæðu til að bæta við fyrirvara fyrir þættina.“ Oliver Dowden menningarmálaráðherra Breta hvatti Netflix til að bæta fyrirvara við þættina nú þegar fjórða þáttaröð The Crown er að fara í sýningu. Með fyrirvara er átt við texta sem birtist á skjánum áður en þátturinn hefst. Fyrsta þáttaröð The Crown fór í sýningar árið 2016 en þar var farið yfir líf Elísabetar annarrar Englandsdrottningar sem tók við krúnunni árið 1952. Fáar athugasemdir voru gerðar við fyrstu þrjár þáttaraðirnar. Í fjórðu þáttaröðinni er níundi áratugurinn runninn upp og áhugaverðar persónur á borð við Margréti Thatcher fyrrverandi forsætisráðherra og Díönu prinsessu komnar fram á sjónarsviðið. Gagnrýnisraddir hafa heyrst um að farið sé frjálslega með staðreyndir í umfjöllun um konurnar tvær. Charles Spencer, bróðir Díönu, kallaði eftir því að Netflix bætti við fyrirvara. „Ég held að það myndi virkilega hjálpa The Crown ef fyrirvari væri birtur fyrir hvern þátt þar sem kæmi fram: „Þetta er ekki satt en sumir atburðir eru sannir“,“ sagði Spencer við ITV. Hann óttast að fólk taki því sem sönnum hlut sem fram komi í þáttunum.
Bretland Netflix Kóngafólk Tengdar fréttir Hvers má vænta af næstu þáttaröðum The Crown? Hvenær verður fimmta þáttaröð The Crown sýnd, hverjir leika aðalhlutverkin og fleira. 24. nóvember 2020 14:31 Hofsá líklega skosk og íslenska fjallasýnin stafræn Atriði í Netflix-þáttaröðinni The Crown, sem sýna Karl Bretaprins í veiðiferð í Hofsá í Vopnafirði, er ekki tekið upp við ána – og að öllum líkindum ekki einu sinni tekið upp á Íslandi, að sögn framkvæmdastjóra veiðiklúbbsins sem rekur Hofsá. 16. nóvember 2020 14:14 Díana prinsessa og Margaret Thatcher í glænýrri stiklu úr The Crown Fjórða serían af The Crown fer í loftið 15. október og það á Neflix. 13. október 2020 15:31 Tekur við hlutverki Díönu í síðustu þáttaröðum The Crown Ástralska leikkonan Elizabeth Debicki mun fara með hlutverk Díönu prinsessu í síðustu tveimur þáttaröðum The Crown. 17. ágúst 2020 07:32 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Hvers má vænta af næstu þáttaröðum The Crown? Hvenær verður fimmta þáttaröð The Crown sýnd, hverjir leika aðalhlutverkin og fleira. 24. nóvember 2020 14:31
Hofsá líklega skosk og íslenska fjallasýnin stafræn Atriði í Netflix-þáttaröðinni The Crown, sem sýna Karl Bretaprins í veiðiferð í Hofsá í Vopnafirði, er ekki tekið upp við ána – og að öllum líkindum ekki einu sinni tekið upp á Íslandi, að sögn framkvæmdastjóra veiðiklúbbsins sem rekur Hofsá. 16. nóvember 2020 14:14
Díana prinsessa og Margaret Thatcher í glænýrri stiklu úr The Crown Fjórða serían af The Crown fer í loftið 15. október og það á Neflix. 13. október 2020 15:31
Tekur við hlutverki Díönu í síðustu þáttaröðum The Crown Ástralska leikkonan Elizabeth Debicki mun fara með hlutverk Díönu prinsessu í síðustu tveimur þáttaröðum The Crown. 17. ágúst 2020 07:32