72 tilkynningar í október þar sem barn var talið í yfirvofandi hættu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. desember 2020 13:21 Heiða Björg Pálmadóttir er forstjóri Barnaverndarstofu. Hátt í fimmtán hundruð tilkynningar bárust Barnaverndaverndarstofu í október. Forstjórinn segir tölurnar áhyggjuefni en ekki óvæntar. Ekki hefur barnaverndarnefndum borist fleiri tilkynningar á einum mánuði það sem af er ári en nú í október eða alls 1.336 talsins. Í mánuðinum vörðuðu tilkynningar fleiri börn en áður eða 1.038 börn. Þetta kemur fram í greiningu á vegum Barnaverndarstofu. „Þessar tölur eru áhyggjuefni en ekki óvæntar. Við höfum áður komið inn á að það megi búast við því að barnaverndarmálum fjölgi þegar kemur upp ástand eins og nú er í íslensku samfélagi,“ sagði Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu og vísar hún í faraldur kórónuveirunnar. 559 tilkynningar um vanrækslu barna Tilkynningum um ofbeldi fjölgar og bárust fleiri tilkynningar á fyrstu 10 mánuðum ársins vegna ofbeldis en bárust allt árið 2016, 2017, 2018 og 2019. Alls bárust 72 tilkynningar þar sem barn var talið í yfirvofandi hættu og 559 tilkynningar um vanrækslu barna. „Það sem við vitum er að það tekur oft tíma fyrir svona hluti að raungerast hjá barnaverndinni. Ef vanræksla hefst á vormánuðum þá eru tilkynningar komnar inn til barnaverndarnefndar kannski um haustið. Þannig ég held að við megum búast við áframhaldandi miklu álagi. Ég veit svo sem ekki hvort þeim muni fjölga umfram það sem er að gera núna en ég held að við séum að horfa fram á mikið langhlaup í stuðningi við fjölskyldur á næstu mánuðum og árum sem afleiðingar af þessu ástandi,“ sagði Heiða. Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nágrannar tilkynna mun meira en áður til barnaverndarnefnda Tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur fjölgað um 14% milli ára á landsvísu. Nýjar deildir borgarinnar sinna eingöngu börnum af erlendum uppruna og börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Sviðsstjóri velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur miklar áhyggjur af ungmennum í hópnum. 26. nóvember 2020 12:01 Fleiri tilkynningar um ofbeldi barna Mál á borði Barnaverndar Reykjavíkur eru þegar orðin fleiri en allt árið í fyrra. Framkvæmdastjórinn segir rót í samfélaginu og samkomutakmarkanir hafa aukið öryggisleysi barna. 12. nóvember 2020 23:31 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Ekki hefur barnaverndarnefndum borist fleiri tilkynningar á einum mánuði það sem af er ári en nú í október eða alls 1.336 talsins. Í mánuðinum vörðuðu tilkynningar fleiri börn en áður eða 1.038 börn. Þetta kemur fram í greiningu á vegum Barnaverndarstofu. „Þessar tölur eru áhyggjuefni en ekki óvæntar. Við höfum áður komið inn á að það megi búast við því að barnaverndarmálum fjölgi þegar kemur upp ástand eins og nú er í íslensku samfélagi,“ sagði Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu og vísar hún í faraldur kórónuveirunnar. 559 tilkynningar um vanrækslu barna Tilkynningum um ofbeldi fjölgar og bárust fleiri tilkynningar á fyrstu 10 mánuðum ársins vegna ofbeldis en bárust allt árið 2016, 2017, 2018 og 2019. Alls bárust 72 tilkynningar þar sem barn var talið í yfirvofandi hættu og 559 tilkynningar um vanrækslu barna. „Það sem við vitum er að það tekur oft tíma fyrir svona hluti að raungerast hjá barnaverndinni. Ef vanræksla hefst á vormánuðum þá eru tilkynningar komnar inn til barnaverndarnefndar kannski um haustið. Þannig ég held að við megum búast við áframhaldandi miklu álagi. Ég veit svo sem ekki hvort þeim muni fjölga umfram það sem er að gera núna en ég held að við séum að horfa fram á mikið langhlaup í stuðningi við fjölskyldur á næstu mánuðum og árum sem afleiðingar af þessu ástandi,“ sagði Heiða.
Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nágrannar tilkynna mun meira en áður til barnaverndarnefnda Tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur fjölgað um 14% milli ára á landsvísu. Nýjar deildir borgarinnar sinna eingöngu börnum af erlendum uppruna og börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Sviðsstjóri velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur miklar áhyggjur af ungmennum í hópnum. 26. nóvember 2020 12:01 Fleiri tilkynningar um ofbeldi barna Mál á borði Barnaverndar Reykjavíkur eru þegar orðin fleiri en allt árið í fyrra. Framkvæmdastjórinn segir rót í samfélaginu og samkomutakmarkanir hafa aukið öryggisleysi barna. 12. nóvember 2020 23:31 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Nágrannar tilkynna mun meira en áður til barnaverndarnefnda Tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur fjölgað um 14% milli ára á landsvísu. Nýjar deildir borgarinnar sinna eingöngu börnum af erlendum uppruna og börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Sviðsstjóri velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur miklar áhyggjur af ungmennum í hópnum. 26. nóvember 2020 12:01
Fleiri tilkynningar um ofbeldi barna Mál á borði Barnaverndar Reykjavíkur eru þegar orðin fleiri en allt árið í fyrra. Framkvæmdastjórinn segir rót í samfélaginu og samkomutakmarkanir hafa aukið öryggisleysi barna. 12. nóvember 2020 23:31