72 tilkynningar í október þar sem barn var talið í yfirvofandi hættu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. desember 2020 13:21 Heiða Björg Pálmadóttir er forstjóri Barnaverndarstofu. Hátt í fimmtán hundruð tilkynningar bárust Barnaverndaverndarstofu í október. Forstjórinn segir tölurnar áhyggjuefni en ekki óvæntar. Ekki hefur barnaverndarnefndum borist fleiri tilkynningar á einum mánuði það sem af er ári en nú í október eða alls 1.336 talsins. Í mánuðinum vörðuðu tilkynningar fleiri börn en áður eða 1.038 börn. Þetta kemur fram í greiningu á vegum Barnaverndarstofu. „Þessar tölur eru áhyggjuefni en ekki óvæntar. Við höfum áður komið inn á að það megi búast við því að barnaverndarmálum fjölgi þegar kemur upp ástand eins og nú er í íslensku samfélagi,“ sagði Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu og vísar hún í faraldur kórónuveirunnar. 559 tilkynningar um vanrækslu barna Tilkynningum um ofbeldi fjölgar og bárust fleiri tilkynningar á fyrstu 10 mánuðum ársins vegna ofbeldis en bárust allt árið 2016, 2017, 2018 og 2019. Alls bárust 72 tilkynningar þar sem barn var talið í yfirvofandi hættu og 559 tilkynningar um vanrækslu barna. „Það sem við vitum er að það tekur oft tíma fyrir svona hluti að raungerast hjá barnaverndinni. Ef vanræksla hefst á vormánuðum þá eru tilkynningar komnar inn til barnaverndarnefndar kannski um haustið. Þannig ég held að við megum búast við áframhaldandi miklu álagi. Ég veit svo sem ekki hvort þeim muni fjölga umfram það sem er að gera núna en ég held að við séum að horfa fram á mikið langhlaup í stuðningi við fjölskyldur á næstu mánuðum og árum sem afleiðingar af þessu ástandi,“ sagði Heiða. Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nágrannar tilkynna mun meira en áður til barnaverndarnefnda Tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur fjölgað um 14% milli ára á landsvísu. Nýjar deildir borgarinnar sinna eingöngu börnum af erlendum uppruna og börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Sviðsstjóri velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur miklar áhyggjur af ungmennum í hópnum. 26. nóvember 2020 12:01 Fleiri tilkynningar um ofbeldi barna Mál á borði Barnaverndar Reykjavíkur eru þegar orðin fleiri en allt árið í fyrra. Framkvæmdastjórinn segir rót í samfélaginu og samkomutakmarkanir hafa aukið öryggisleysi barna. 12. nóvember 2020 23:31 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Þungar vikur framundan Innlent Fleiri fréttir Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Sjá meira
Ekki hefur barnaverndarnefndum borist fleiri tilkynningar á einum mánuði það sem af er ári en nú í október eða alls 1.336 talsins. Í mánuðinum vörðuðu tilkynningar fleiri börn en áður eða 1.038 börn. Þetta kemur fram í greiningu á vegum Barnaverndarstofu. „Þessar tölur eru áhyggjuefni en ekki óvæntar. Við höfum áður komið inn á að það megi búast við því að barnaverndarmálum fjölgi þegar kemur upp ástand eins og nú er í íslensku samfélagi,“ sagði Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu og vísar hún í faraldur kórónuveirunnar. 559 tilkynningar um vanrækslu barna Tilkynningum um ofbeldi fjölgar og bárust fleiri tilkynningar á fyrstu 10 mánuðum ársins vegna ofbeldis en bárust allt árið 2016, 2017, 2018 og 2019. Alls bárust 72 tilkynningar þar sem barn var talið í yfirvofandi hættu og 559 tilkynningar um vanrækslu barna. „Það sem við vitum er að það tekur oft tíma fyrir svona hluti að raungerast hjá barnaverndinni. Ef vanræksla hefst á vormánuðum þá eru tilkynningar komnar inn til barnaverndarnefndar kannski um haustið. Þannig ég held að við megum búast við áframhaldandi miklu álagi. Ég veit svo sem ekki hvort þeim muni fjölga umfram það sem er að gera núna en ég held að við séum að horfa fram á mikið langhlaup í stuðningi við fjölskyldur á næstu mánuðum og árum sem afleiðingar af þessu ástandi,“ sagði Heiða.
Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nágrannar tilkynna mun meira en áður til barnaverndarnefnda Tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur fjölgað um 14% milli ára á landsvísu. Nýjar deildir borgarinnar sinna eingöngu börnum af erlendum uppruna og börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Sviðsstjóri velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur miklar áhyggjur af ungmennum í hópnum. 26. nóvember 2020 12:01 Fleiri tilkynningar um ofbeldi barna Mál á borði Barnaverndar Reykjavíkur eru þegar orðin fleiri en allt árið í fyrra. Framkvæmdastjórinn segir rót í samfélaginu og samkomutakmarkanir hafa aukið öryggisleysi barna. 12. nóvember 2020 23:31 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Þungar vikur framundan Innlent Fleiri fréttir Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Sjá meira
Nágrannar tilkynna mun meira en áður til barnaverndarnefnda Tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur fjölgað um 14% milli ára á landsvísu. Nýjar deildir borgarinnar sinna eingöngu börnum af erlendum uppruna og börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Sviðsstjóri velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur miklar áhyggjur af ungmennum í hópnum. 26. nóvember 2020 12:01
Fleiri tilkynningar um ofbeldi barna Mál á borði Barnaverndar Reykjavíkur eru þegar orðin fleiri en allt árið í fyrra. Framkvæmdastjórinn segir rót í samfélaginu og samkomutakmarkanir hafa aukið öryggisleysi barna. 12. nóvember 2020 23:31