Ánamaðkaverksmiðja í Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. desember 2020 12:19 Sigurjón fær næsta haust um eina milljóna af ánamöðkum frá Austurríki, sem munu fjölga sér hratt og verða ánamaðkarnir orðnir sex til átta milljónir á tiltölulega stuttum tíma. Aðsend Ein milljón ánamaðka frá Austurríki verða fluttir inn til landsins á nýju ári en ánamaðkarnir munu fara til starfa í Árborg við framleiðslu á áburði úr lífrænum úrgangi á bænum Borg. Það er Sigurjón Vidalín Guðmundsson, sem býr á Selfossi sem er að fara að flytja ánamaðkana inn til landsins með leyfi Umhverfisstofnunar. Ánamaðkarnir fara á jörðina Borg, sem er á milli Eyrarbakka og Stokkseyri og vinna sína vinnu þar en Sigurjón hefur fengið leigða 14 hektara spildu af Sveitarfélaginu Árborg á Borg. „Þessi aðferð að framleiða áburð með hjálp ánamaðka, sem nýtist svo í alla lífræna ræktun fannst mér upplögð og gott innlegg í þetta hringrásarhagkerfi, sem við erum að reyna að færast nær og það er líka mikil vöntun á svona áburði fyrir lífræna ræktendur,“ segir Sigurjón. Sigurjón Vidalín Guðmundsson, ánamaðkasérfræðingur, sem ætlar sér að koma upp ánamaðkaverksmiðju á bænum Borg í Sveitarfélaginu Árborg.Aðsend Sigurjón er í samstarfi við aðila í Austurríki, sem útvega honum ánamaðkana og þá þekkingu og þjálfun, sem til þarf til að setja upp ánamaðka fyrirtæki eins og Sigurjón er að gera. „Ánamaðkarnir sjá um að éta lífræna úrganginn, sem þeim er gefin og skila honum frá sér sem áburði. Ég fæ að flytja inn eina milljón maðka og þeir þurfa síðan að fjölga sér upp í sex til átta milljónir og það mun gerast á fyrsta árinu þannig að eftir fyrsta árið er vinnslan komin á hámarksafköst,“ segir Sigurjón. Sigurjón vonast til að ánamaðkarnir komi til landsins næsta haust. Þeir verða í 20 – 25 metra löngum kössum, sem eru um 1 meter að dýpt í einangruðum bogahúsum með rafmagni, vatni og hita í verksmiðjunni hans á Borg. Í kössunum halda ormarnir sig nærri yfirborðinu og matast á lífræna úrganginum. Ánamaðkarnir verða í einangruðum kössum en hver þeirra verður um 20 til 25 metrar að lengd.Aðsend Árborg Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Sjá meira
Það er Sigurjón Vidalín Guðmundsson, sem býr á Selfossi sem er að fara að flytja ánamaðkana inn til landsins með leyfi Umhverfisstofnunar. Ánamaðkarnir fara á jörðina Borg, sem er á milli Eyrarbakka og Stokkseyri og vinna sína vinnu þar en Sigurjón hefur fengið leigða 14 hektara spildu af Sveitarfélaginu Árborg á Borg. „Þessi aðferð að framleiða áburð með hjálp ánamaðka, sem nýtist svo í alla lífræna ræktun fannst mér upplögð og gott innlegg í þetta hringrásarhagkerfi, sem við erum að reyna að færast nær og það er líka mikil vöntun á svona áburði fyrir lífræna ræktendur,“ segir Sigurjón. Sigurjón Vidalín Guðmundsson, ánamaðkasérfræðingur, sem ætlar sér að koma upp ánamaðkaverksmiðju á bænum Borg í Sveitarfélaginu Árborg.Aðsend Sigurjón er í samstarfi við aðila í Austurríki, sem útvega honum ánamaðkana og þá þekkingu og þjálfun, sem til þarf til að setja upp ánamaðka fyrirtæki eins og Sigurjón er að gera. „Ánamaðkarnir sjá um að éta lífræna úrganginn, sem þeim er gefin og skila honum frá sér sem áburði. Ég fæ að flytja inn eina milljón maðka og þeir þurfa síðan að fjölga sér upp í sex til átta milljónir og það mun gerast á fyrsta árinu þannig að eftir fyrsta árið er vinnslan komin á hámarksafköst,“ segir Sigurjón. Sigurjón vonast til að ánamaðkarnir komi til landsins næsta haust. Þeir verða í 20 – 25 metra löngum kössum, sem eru um 1 meter að dýpt í einangruðum bogahúsum með rafmagni, vatni og hita í verksmiðjunni hans á Borg. Í kössunum halda ormarnir sig nærri yfirborðinu og matast á lífræna úrganginum. Ánamaðkarnir verða í einangruðum kössum en hver þeirra verður um 20 til 25 metrar að lengd.Aðsend
Árborg Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Sjá meira