Grunaði aldrei að nokkur annar byggi í íbúðinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. desember 2020 18:05 Lögregla að störfum við fjölbýlishúsið þar sem konan býr í bænum Haninge suður af Stokkhólmi í gær. Fötin í glugganum lengst til vinstri eru í eigu konunnar. Claudio Bresciani/EPA-EFE Kona sem grunuð er um að hafa haldið syni sínum föngnum í íbúð sinni í grennd við Stokkhólm var sleppt úr haldi lögreglu eftir að sonur hennar var yfirheyrður í dag. Konan liggur þó enn undir grun í málinu. Nágranni konunnar segir að hann hafi aldrei grunað að nokkuð misjafnt væri á seyði í íbúðinni. Systir mannsins sem fann hann í íbúðinni lýsir því að þau systkinin hafi búið við slæman aðbúnað sem börn en enginn hafi hlustað á hana þegar hún sagði frá því. Haft er eftir Emmu Olsson saksóknara í frétt SVT að ekki hafi þótt ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir konunni og hún því látin laus. Einnig er haft eftir Olsson að sonur konunnar hafi verið yfirheyrður í dag og grunsemdir lögreglu í garð konunnar veikst í kjölfarið. Konan er þó enn grunuð um frelsissviptingu og ofbeldi gegn syninum. Maðurinn, sem er 41 árs, fannst í íbúðinni nú í vikunni. Fjölmiðlar hafa greint frá því að systir mannsins hafi komið að honum þar sem hann lá vannærður á gólfinu í íbúðinni sem full var af sorpi og úrgangi. Hann hafi verið með sár um allan líkamann, tannlaus og varla getað talað. Móðir hans hafi verið lögð inn á sjúkrahús fyrir nokkrum vikum og skilið soninn eftir. Hún er grunuð um að hafa haldið honum föngnum í íbúðinni í 28 ár, síðan hann var tólf ára. Í algjöru áfalli Norska dagblaðið VG ræðir í dag við Lars Österdahl, nágranna konunnar til hálfs árs. Hann segir málið hafa komið sér í opna skjöldu og kveðst aldrei hafa grunað að nokkur annar en konan byggi í íbúðinni. „Maður er í algjöru losti yfir því að svona nokkuð geti gerst. Ég hef að sjálfsögðu velt því fyrir mér hvort við hefðum átt að taka eftir þessu. Hugsa sér að eitthvað svona ómannúðlegt hafi átt sér stað aðeins nokkra metra frá útidyrahurðinni hjá okkur,“ segir Österdahl, sem var að fagna aðventunni með fjölskyldu sinni og vinum þegar maðurinn fannst í íbúðinni. Þá lýsir Östardahl því að konan hafi verið viðkunnanleg og lagt sig fram við að heilsa honum þegar þau mættust á gangi fjölbýlishússins. Hún hafi þó ætíð klæðst gamaldags fötum og verið með sérkennilega hárgreiðslu. Látni bróðirinn endurfæddur Systir mannsins sem fann hann í íbúðinni hefur sagt í viðtölum við Expressen og SVT að þau systkinin séu þrjú. Fjórði bróðirinn hafi látist þegar hann var þriggja ára. Systirin segir að móðir þeirra hafi haldið því fram að bróðir hennar sem fannst í íbúðinni væri látni bróðirinn endurfæddur. Hann hafi jafnframt verið skírður sama nafni og bróðirinn sem lést. Systirin segir að hún hafi margsinnis reynt að gera yfirvöldum viðvart um slæman aðbúnað á heimilinu frá því að þau systkinin voru börn. Enginn hafi hlustað á hana. Það sé því mikill léttir að leyndarmálinu hafi verið uppljóstrað. Uppfært 2.12.2020: Konan er ekki lengur grunuð um saknæmt athæfi. Ekkert þykir benda til þess að manninum hafi verið haldið föngnum í íbúðinni. Sjá nánar hér. Svíþjóð Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Nágranni konunnar segir að hann hafi aldrei grunað að nokkuð misjafnt væri á seyði í íbúðinni. Systir mannsins sem fann hann í íbúðinni lýsir því að þau systkinin hafi búið við slæman aðbúnað sem börn en enginn hafi hlustað á hana þegar hún sagði frá því. Haft er eftir Emmu Olsson saksóknara í frétt SVT að ekki hafi þótt ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir konunni og hún því látin laus. Einnig er haft eftir Olsson að sonur konunnar hafi verið yfirheyrður í dag og grunsemdir lögreglu í garð konunnar veikst í kjölfarið. Konan er þó enn grunuð um frelsissviptingu og ofbeldi gegn syninum. Maðurinn, sem er 41 árs, fannst í íbúðinni nú í vikunni. Fjölmiðlar hafa greint frá því að systir mannsins hafi komið að honum þar sem hann lá vannærður á gólfinu í íbúðinni sem full var af sorpi og úrgangi. Hann hafi verið með sár um allan líkamann, tannlaus og varla getað talað. Móðir hans hafi verið lögð inn á sjúkrahús fyrir nokkrum vikum og skilið soninn eftir. Hún er grunuð um að hafa haldið honum föngnum í íbúðinni í 28 ár, síðan hann var tólf ára. Í algjöru áfalli Norska dagblaðið VG ræðir í dag við Lars Österdahl, nágranna konunnar til hálfs árs. Hann segir málið hafa komið sér í opna skjöldu og kveðst aldrei hafa grunað að nokkur annar en konan byggi í íbúðinni. „Maður er í algjöru losti yfir því að svona nokkuð geti gerst. Ég hef að sjálfsögðu velt því fyrir mér hvort við hefðum átt að taka eftir þessu. Hugsa sér að eitthvað svona ómannúðlegt hafi átt sér stað aðeins nokkra metra frá útidyrahurðinni hjá okkur,“ segir Österdahl, sem var að fagna aðventunni með fjölskyldu sinni og vinum þegar maðurinn fannst í íbúðinni. Þá lýsir Östardahl því að konan hafi verið viðkunnanleg og lagt sig fram við að heilsa honum þegar þau mættust á gangi fjölbýlishússins. Hún hafi þó ætíð klæðst gamaldags fötum og verið með sérkennilega hárgreiðslu. Látni bróðirinn endurfæddur Systir mannsins sem fann hann í íbúðinni hefur sagt í viðtölum við Expressen og SVT að þau systkinin séu þrjú. Fjórði bróðirinn hafi látist þegar hann var þriggja ára. Systirin segir að móðir þeirra hafi haldið því fram að bróðir hennar sem fannst í íbúðinni væri látni bróðirinn endurfæddur. Hann hafi jafnframt verið skírður sama nafni og bróðirinn sem lést. Systirin segir að hún hafi margsinnis reynt að gera yfirvöldum viðvart um slæman aðbúnað á heimilinu frá því að þau systkinin voru börn. Enginn hafi hlustað á hana. Það sé því mikill léttir að leyndarmálinu hafi verið uppljóstrað. Uppfært 2.12.2020: Konan er ekki lengur grunuð um saknæmt athæfi. Ekkert þykir benda til þess að manninum hafi verið haldið föngnum í íbúðinni. Sjá nánar hér.
Svíþjóð Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira