Þungvopnaðir ræningjar létu greipar sópa í tveimur bæjum Brasilíu Kjartan Kjartansson og Samúel Karl Ólason skrifa 2. desember 2020 14:24 Lögregluþjónar að störfum eftir ránið í Criciúma í gær. EPA/Guilherme Hahn Hópur þungvopnaðra bankaræningja myrti gísl og átti í skotbardaga við lögreglumenn á götum smábæjar í Brasilíu í dag. Svipað bankarán þar sem ræningjar beittu skotvopnum og sprengjum var framið í annarri brasilískri borg í gær. Í báðum tilvikum voru ræningjarnir á þriðja tug. Ræningjar réðust inn í útibú Banco do Brasil í hafnarbænum Camatá í norðanverðri Brasilíu snemma morguns að staðartíma í dag. Þeir voru vopnaðir árásarrifflum. Reuters-fréttastofan segir að á samfélagsmiðlum megi sjá myndir af skotbardaga á götum bæjarins. Þeir réðust einnig á lögreglustöð í bænum svo ekki var hægt að bregðast við bankaráninu. Öryggismálaráðherra Prata-ríkis segir að ræningjarnir hafi myrt einn gísl og þá hafi bæjarbúi verið skotinn í fótlegginn. Hann sé í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Bæjarstjóri Cametá sagði að sá særði væri ungur karlmaður. Ræningjarnir komust undan í bílalest. Einn flóttabílanna fannst yfirgefinn fyrir utan bæinn og fundur lögreglumenn sprengiefni í honum. Ekki er ljóst hversu marga gísla ræningjarnir tóku eða hvort að þeim hafi öllum verið sleppt. Þá hafa yfirvöld ekki greint frá því hversu mikið fé ræningjarnir höfðu á brott með sér. Ráninu svipar til annars bankaráns sem var framið í bænum Criciúma í sunnanverðri Brasilíu í gær. Þar sprengdu ræningjar sprengjur og skutu á lögreglumenn. Tveir særðust í átökunum og þyrluðust peningaseðlar um stræti bæjarins. Hér að neðan má sjá myndefni frá ráninu í Criciúma. Þar skildu ræningjarnir fúlgur fjár eftir á götum bæjarins og hafa nokkrir verið handteknir fyrir að hafa tekið peninga, sem komu ráninu sjálfu ekki við. Samkvæmt AP fréttaveitunni liggur ekki fyrir hve miklu var rænt úr bönkunum tveimur en mögulega hafi það verið mikið. Hirslur banka séu fullar af peningum vegna launaútborgana og það sé sérstaklega mikið vegna jólabónusa. Þá er ekki búið að staðfesta að um sama hóp ræningja sé að ræða í báðum ránunum. Sérfræðingur sem ræddi við AP segir þó að verulega skipulagningu og mikinn undirbúnað þurfi fyrir rán sem þessi. Banakrán þykja tiltölulega algeng í Brasilíu og hafa stórir bankar átt í vandræðum með fjölda rána á undanförnum árum. Brasilía Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Ræningjar réðust inn í útibú Banco do Brasil í hafnarbænum Camatá í norðanverðri Brasilíu snemma morguns að staðartíma í dag. Þeir voru vopnaðir árásarrifflum. Reuters-fréttastofan segir að á samfélagsmiðlum megi sjá myndir af skotbardaga á götum bæjarins. Þeir réðust einnig á lögreglustöð í bænum svo ekki var hægt að bregðast við bankaráninu. Öryggismálaráðherra Prata-ríkis segir að ræningjarnir hafi myrt einn gísl og þá hafi bæjarbúi verið skotinn í fótlegginn. Hann sé í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Bæjarstjóri Cametá sagði að sá særði væri ungur karlmaður. Ræningjarnir komust undan í bílalest. Einn flóttabílanna fannst yfirgefinn fyrir utan bæinn og fundur lögreglumenn sprengiefni í honum. Ekki er ljóst hversu marga gísla ræningjarnir tóku eða hvort að þeim hafi öllum verið sleppt. Þá hafa yfirvöld ekki greint frá því hversu mikið fé ræningjarnir höfðu á brott með sér. Ráninu svipar til annars bankaráns sem var framið í bænum Criciúma í sunnanverðri Brasilíu í gær. Þar sprengdu ræningjar sprengjur og skutu á lögreglumenn. Tveir særðust í átökunum og þyrluðust peningaseðlar um stræti bæjarins. Hér að neðan má sjá myndefni frá ráninu í Criciúma. Þar skildu ræningjarnir fúlgur fjár eftir á götum bæjarins og hafa nokkrir verið handteknir fyrir að hafa tekið peninga, sem komu ráninu sjálfu ekki við. Samkvæmt AP fréttaveitunni liggur ekki fyrir hve miklu var rænt úr bönkunum tveimur en mögulega hafi það verið mikið. Hirslur banka séu fullar af peningum vegna launaútborgana og það sé sérstaklega mikið vegna jólabónusa. Þá er ekki búið að staðfesta að um sama hóp ræningja sé að ræða í báðum ránunum. Sérfræðingur sem ræddi við AP segir þó að verulega skipulagningu og mikinn undirbúnað þurfi fyrir rán sem þessi. Banakrán þykja tiltölulega algeng í Brasilíu og hafa stórir bankar átt í vandræðum með fjölda rána á undanförnum árum.
Brasilía Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira