Fær annað tækifæri með Vanderbilt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. desember 2020 13:30 Sarah Fuller skráði sig á spjöld sögunnar er hún hóf síðari hálfleik í leik Vanderbilt Commodores og Missouri Tigers. Zach Bland/Getty Images Sarah Fuller varð á dögunum fyrsti kvenmaðurinn til að keppa á hæsta stigi háskólaboltans í amerískum fótbolta. Þjálfari liðsins hefur ákveðið að taka Fuller með í næsta leik sem er gegn einu af bestu liðum landsins. Segja má að Sarah Fuller sé að eiga ógleymanlegt lokaár í Vanderbilt-háskólanum. Þar stundar hún nám ásamt því að vera hluti af knattspyrnuliði skólans. Fuller hefur verið að glíma við meiðsli undanfarin misseri og var varamarkvörður liðsins er tímabilið fór af stað. Hún vann sér inn sæti í liðinu og endaði sem aðalmarkvörður liðsins er liðið vann sinn fyrsta SEC-titil síðan árið 1994. Þegar hún var svo á leiðinni heim yfir þakkargjörðarhátíðina var hún beðin um að mæta á æfingar hjá liði skólans í amerískum fótbolta, íþrótt sem er eingöngu iðkuð af karlmönnum. CHANGING THE GAME Sarah Fuller just became the first woman to play in a Power 5 college football game. @SECNetwork pic.twitter.com/Qq3U6jtica— SportsCenter (@SportsCenter) November 28, 2020 Hin 21 árs gamla Fuller hafði sýnt fram á gífurlega sparkgetu og þar sem skólinn er ekki með karlalið í knattspyrnu var leitað til hennar um að fylla stöðu sparkara í síðasta leik þar sem fjöldi leikmanna var frá vegna kórónufaraldursins. Þó svo að leikurinn hafi tapast – eins og allir aðrir leikir Vanderbilt á tímabilinu – þá ákvað þjálfari liðsins að halda Fuller í hópnum. Hefur hún æft með liðinu undanfarið og mun hún ferðast með því í útileik gegn Georgíu-háskóla næstu helgi. „Ef hún er besti möguleikinn okkar í hennar stöðu í leiknum þá mun hún spila,“ sagði Todd Fitch, þjálfari liðsins. Fuller er þriðji kvenmaðurinn til að keppa í háskólaboltanum í amerískum íþróttum en sú fyrsta sem gerir það í hinum svokölluðu Power 5 deildum. Það eru fimm bestu deildir íþróttarinnar innan háskólaboltans. https://t.co/T4U4EJTc00— Megan Rapinoe (@mPinoe) November 29, 2020 Stórstjörnur á borð við Megan Rapinoe, Russell Wilson og LeBron James óskuðu Fuller til hamingju með hennar fyrsta leik. Nú er bara að bíða og sjá hvort hún skori sín fyrstu stig um helgina. The Guardian greindi frá. NFL Tengdar fréttir Fyrst kvenna til að taka þátt í háskólaboltanum í amerískum fótbolta | Viðtal Sarah Fuller skráði sig á spjöld sögunnar í gær er hún rölti inn á völlinn í leik Vanderbilt og Missouri Tigers í háskólaboltanum í amerískum fótbolta. 29. nóvember 2020 13:01 Fá mögulega fótboltakonu til sparka fyrir karlalið skólans Þjálfari háskólaliðs Vanderbilt í ameríska fótboltanum er tilbúinn að leita út fyrir kassann til að leysa vandræði liðsins með sparkara. 25. nóvember 2020 17:16 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Segja má að Sarah Fuller sé að eiga ógleymanlegt lokaár í Vanderbilt-háskólanum. Þar stundar hún nám ásamt því að vera hluti af knattspyrnuliði skólans. Fuller hefur verið að glíma við meiðsli undanfarin misseri og var varamarkvörður liðsins er tímabilið fór af stað. Hún vann sér inn sæti í liðinu og endaði sem aðalmarkvörður liðsins er liðið vann sinn fyrsta SEC-titil síðan árið 1994. Þegar hún var svo á leiðinni heim yfir þakkargjörðarhátíðina var hún beðin um að mæta á æfingar hjá liði skólans í amerískum fótbolta, íþrótt sem er eingöngu iðkuð af karlmönnum. CHANGING THE GAME Sarah Fuller just became the first woman to play in a Power 5 college football game. @SECNetwork pic.twitter.com/Qq3U6jtica— SportsCenter (@SportsCenter) November 28, 2020 Hin 21 árs gamla Fuller hafði sýnt fram á gífurlega sparkgetu og þar sem skólinn er ekki með karlalið í knattspyrnu var leitað til hennar um að fylla stöðu sparkara í síðasta leik þar sem fjöldi leikmanna var frá vegna kórónufaraldursins. Þó svo að leikurinn hafi tapast – eins og allir aðrir leikir Vanderbilt á tímabilinu – þá ákvað þjálfari liðsins að halda Fuller í hópnum. Hefur hún æft með liðinu undanfarið og mun hún ferðast með því í útileik gegn Georgíu-háskóla næstu helgi. „Ef hún er besti möguleikinn okkar í hennar stöðu í leiknum þá mun hún spila,“ sagði Todd Fitch, þjálfari liðsins. Fuller er þriðji kvenmaðurinn til að keppa í háskólaboltanum í amerískum íþróttum en sú fyrsta sem gerir það í hinum svokölluðu Power 5 deildum. Það eru fimm bestu deildir íþróttarinnar innan háskólaboltans. https://t.co/T4U4EJTc00— Megan Rapinoe (@mPinoe) November 29, 2020 Stórstjörnur á borð við Megan Rapinoe, Russell Wilson og LeBron James óskuðu Fuller til hamingju með hennar fyrsta leik. Nú er bara að bíða og sjá hvort hún skori sín fyrstu stig um helgina. The Guardian greindi frá.
NFL Tengdar fréttir Fyrst kvenna til að taka þátt í háskólaboltanum í amerískum fótbolta | Viðtal Sarah Fuller skráði sig á spjöld sögunnar í gær er hún rölti inn á völlinn í leik Vanderbilt og Missouri Tigers í háskólaboltanum í amerískum fótbolta. 29. nóvember 2020 13:01 Fá mögulega fótboltakonu til sparka fyrir karlalið skólans Þjálfari háskólaliðs Vanderbilt í ameríska fótboltanum er tilbúinn að leita út fyrir kassann til að leysa vandræði liðsins með sparkara. 25. nóvember 2020 17:16 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Fyrst kvenna til að taka þátt í háskólaboltanum í amerískum fótbolta | Viðtal Sarah Fuller skráði sig á spjöld sögunnar í gær er hún rölti inn á völlinn í leik Vanderbilt og Missouri Tigers í háskólaboltanum í amerískum fótbolta. 29. nóvember 2020 13:01
Fá mögulega fótboltakonu til sparka fyrir karlalið skólans Þjálfari háskólaliðs Vanderbilt í ameríska fótboltanum er tilbúinn að leita út fyrir kassann til að leysa vandræði liðsins með sparkara. 25. nóvember 2020 17:16