Íslenska bylgjan og Jónatan heiðruð á Degi íslenskrar tónlistar Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. desember 2020 00:01 Ósk Gunnarsdóttir. Jónatan Garðarsson fjölmiðlamaður og útvarpsstöðin Íslenska bylgjan voru á meðal verðlaunahafa á Degi íslenskrar tónlistar sem haldinn var hátíðlegur í dag. Boðað var til dagskrár í Iðnó við Reykjavíkurtjörn í tilefni dagains, þar sem velunnurum íslenskrar tónlistar voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi umfjöllun og stuðning við íslenska tónlist. Jónatan Garðarsson fjölmiðlamaður fékk heiðursverðlaun Dags íslenskrar tónlistar sem kennd eru við Lítinn fugl. Viðurkenninguna fær Jónatan fyrir framúrskarandi störf í þágu íslenskrar tónlistar í gegnum tíðina, meðal annars fyrir vandaða og metnaðarfulla dagskrárgerð í útvarpi og sjónvarpi. Jónatan hóf að skrifa um popptónlist í dagblöð árið 1977 og um líkt leyti byrjaði hann að gera útvarpsþætti um tónlist. Seinna bættist sjónvarps- og heimildarþáttagerð við. Hann var einn af stofnendum Jazzvakningar og formaður þess félags á upphafsárunum. Hann vann við hljómplötuútgáfu frá 1978 til 1987 og var formaður Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda lengi vel. Jónatan hefur gegnt formennsku hjá Tónlistarsjóði og verið framkvæmdastjóri Félags íslenskra hljómplötuútgefenda. Jónatan hefur komið að íslenskri tónlist á margvíslegan hátt í rúma fjóra áratugi. Hann var lengi fararstjóri íslenska Eurovision hópsins, skrifað fjölmargar greinar um tónlistarmenn, hljómplötur og íslenskt tónlistarlíf, komið að bókarskrifum um íslenska tónlist, kennt rokksögu í Tónlistarskóla FÍH og Menntaskóla í tónlist og haldið fyrirlestra um íslenska tónlist um árabil. Hann tók þátt í að setja Rokksafn Íslands á laggirnar og skrifaði allan texta safnsins. Undanfarin ár hefur hann starfað hjá Ríkisútvarpinu meðal annars við þáttagerð. Jónatan Garðarsson.Hörður Sveinsson Auk heiðursverðlaunanna fékk Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sérstök hvatningarverðlaun fyrir öfluga og metnaðarfulla dagskrá undanfarin ár, m.a. kvikmyndartónlistarverkefnið SinfoniaNord. Það voru stofnendur SinfoNord verkefnisins, tónskáldin Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Atli Örvarsson sem veittu viðurkenningunni viðtöku. Fyrir aukna innlenda dagskrárgerð, miðlun tónlistar í samkomubanni og atfylgi við íslenska tónlist í sjónvarpi hlaut Sjónvarp Símans viðurkenninguna Gluggann. Það var dagskrárstjóri Sjónvarps Símans, Pálmi Guðmundsson sem tók við viðurkenningunni. Loks hlaut Íslenska Bylgjan nýsköpunarverðlaun Dags íslenskrar tónlistar en þessi nýtilkomna útvarpsstöð leikur eingöngu íslenska tónlist og virkar sem mikil hvatning til íslensks tónlistarfólks, að mati DÍT. Ósk Gunnarsdóttir dagskrárstjóri tók við viðurkenningunni. Tónlist Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Fleiri fréttir „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Sjá meira
Boðað var til dagskrár í Iðnó við Reykjavíkurtjörn í tilefni dagains, þar sem velunnurum íslenskrar tónlistar voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi umfjöllun og stuðning við íslenska tónlist. Jónatan Garðarsson fjölmiðlamaður fékk heiðursverðlaun Dags íslenskrar tónlistar sem kennd eru við Lítinn fugl. Viðurkenninguna fær Jónatan fyrir framúrskarandi störf í þágu íslenskrar tónlistar í gegnum tíðina, meðal annars fyrir vandaða og metnaðarfulla dagskrárgerð í útvarpi og sjónvarpi. Jónatan hóf að skrifa um popptónlist í dagblöð árið 1977 og um líkt leyti byrjaði hann að gera útvarpsþætti um tónlist. Seinna bættist sjónvarps- og heimildarþáttagerð við. Hann var einn af stofnendum Jazzvakningar og formaður þess félags á upphafsárunum. Hann vann við hljómplötuútgáfu frá 1978 til 1987 og var formaður Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda lengi vel. Jónatan hefur gegnt formennsku hjá Tónlistarsjóði og verið framkvæmdastjóri Félags íslenskra hljómplötuútgefenda. Jónatan hefur komið að íslenskri tónlist á margvíslegan hátt í rúma fjóra áratugi. Hann var lengi fararstjóri íslenska Eurovision hópsins, skrifað fjölmargar greinar um tónlistarmenn, hljómplötur og íslenskt tónlistarlíf, komið að bókarskrifum um íslenska tónlist, kennt rokksögu í Tónlistarskóla FÍH og Menntaskóla í tónlist og haldið fyrirlestra um íslenska tónlist um árabil. Hann tók þátt í að setja Rokksafn Íslands á laggirnar og skrifaði allan texta safnsins. Undanfarin ár hefur hann starfað hjá Ríkisútvarpinu meðal annars við þáttagerð. Jónatan Garðarsson.Hörður Sveinsson Auk heiðursverðlaunanna fékk Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sérstök hvatningarverðlaun fyrir öfluga og metnaðarfulla dagskrá undanfarin ár, m.a. kvikmyndartónlistarverkefnið SinfoniaNord. Það voru stofnendur SinfoNord verkefnisins, tónskáldin Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Atli Örvarsson sem veittu viðurkenningunni viðtöku. Fyrir aukna innlenda dagskrárgerð, miðlun tónlistar í samkomubanni og atfylgi við íslenska tónlist í sjónvarpi hlaut Sjónvarp Símans viðurkenninguna Gluggann. Það var dagskrárstjóri Sjónvarps Símans, Pálmi Guðmundsson sem tók við viðurkenningunni. Loks hlaut Íslenska Bylgjan nýsköpunarverðlaun Dags íslenskrar tónlistar en þessi nýtilkomna útvarpsstöð leikur eingöngu íslenska tónlist og virkar sem mikil hvatning til íslensks tónlistarfólks, að mati DÍT. Ósk Gunnarsdóttir dagskrárstjóri tók við viðurkenningunni.
Tónlist Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Fleiri fréttir „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Sjá meira