Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2020 13:04 Helga Vala segist, eftir dóm MDE í Landsréttarmálinu svokallaða, ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum. Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum nú í kjölfar dóms MDE í Landsréttarmálinu. „Það að ríkisstjórnin hafi svo lýst yfir eindregnum stuðningi við Sigríði í kjölfar niðurstöðu íslenskra dómstóla og Mannréttindadómstóls Evrópu, og hafi keppst við að kasta rýrð á hvort tveggja niðurstöðu innanlands sem erlendis hefur valdið enn frekara tjóni,“ segir Helga Vala í harðorðum pistli sem hún birti á Facebooksíðu sinni nú í morgun. Pistillinn hefur vakið mikla athygli. Öllu fórnandi fyrir ráðherrastóla Helga Vala segir enn fremur: „Ég treysti ekki ríkisstjórn Íslands til að hafa hagsmuni almennings og grundvallaratriði eins og þrígreiningu ríkisvalds í forgrunni við ákvarðanatöku sína. Þau hafa lýst því yfir að seta þeirra í ríkisstjórn sé þeim meira virði en grundvöllur réttarríkisins.“ Helga Vala, sem er lögmaður, fylgdist grannt með gangi mála þegar málið var flutt fyrir fjölskipuðum dómi MDE á sínum tíma. Vísir ræddi við hana þá um þann málflutning eins og sjá má í meðfylgjandi frétt. „Já, það er svartur dagur í sögu íslenskrar stjórnskipunar,“ segir Helga Vala nú. Hætta á rofi í samfélagssátt Fréttastofa hefur rætt við þær Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Áslaugu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem og fráfarandi dómsmálaráðherra, Sigríði Á Andersen en þær allar telja af og frá að dómurinn þýði að í landinu ríki réttaróvissa. Sigríður telur reyndar dóminn engu breyta. Helga Vala er á öndverðum meiði. Hún segir réttarríkið eina af grunnstoðum samfélagsins. „Það að borgarar geti treyst því að fá mál sín rekin fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstólum er grundvallarréttur sem skiptir ekki miklu máli heldur öllu máli.“ Helga Vala rekur að ákvörðunin um að koma á fót millidómstigi, Landsrétti, hafi átt að vera mikil réttarbót. „En Sigríði Á Andersen tókst, með einbeittum vilja til að hafa eigin pólitísku áhrif á skipan Landsréttar að valda réttarkerfinu á Íslandi og samfélaginu öllu miklu tjóni. Dómstólar verða að njóta trausts íbúa, því án trausts er hætta á að hér verði rof á nauðsynlegri samfélagssátt. Réttarríkið er ein af grunnstoðum samfélagsins. Það að borgarar geti treyst því að fá mál sín rekin fyrir óháðum og...Posted by Helga Vala Helgadóttir on Þriðjudagur, 1. desember 2020 Það að Sigríður Á Andersen hafi farið gegn eindregnum ráðleggingum lögfræðinga ráðuneytisins segir yfirdeild mannréttindadómstólsins merki um skýran vilja til að fara ekki að settum reglum,“ segir Helga Vala og er ómyrk í máli. Hún telur alveg ljóst að það hafi ekki verið gáleysi eða misskilningur heldur einbeittur vilji til pólitískra afskipta. Landsréttarmálið Alþingi Dómstólar Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Sigríður segir dóm Mannréttindadómstólsins engu breyta Sigríður Andersen segir dóm yfirdeildar Mannréttindadómstólsins ekki koma á óvart. Hún hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni og dómur Hæstaréttar um hæfni dómara við Landsrétt gildi. Ríkinu sé ekki gerð skaðabótaskylda með niðursötu yfirdeildarinnar og því þurfi ekki að taka upp mál fyrir Landsrétti. 1. desember 2020 12:22 Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ 1. desember 2020 11:21 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum nú í kjölfar dóms MDE í Landsréttarmálinu. „Það að ríkisstjórnin hafi svo lýst yfir eindregnum stuðningi við Sigríði í kjölfar niðurstöðu íslenskra dómstóla og Mannréttindadómstóls Evrópu, og hafi keppst við að kasta rýrð á hvort tveggja niðurstöðu innanlands sem erlendis hefur valdið enn frekara tjóni,“ segir Helga Vala í harðorðum pistli sem hún birti á Facebooksíðu sinni nú í morgun. Pistillinn hefur vakið mikla athygli. Öllu fórnandi fyrir ráðherrastóla Helga Vala segir enn fremur: „Ég treysti ekki ríkisstjórn Íslands til að hafa hagsmuni almennings og grundvallaratriði eins og þrígreiningu ríkisvalds í forgrunni við ákvarðanatöku sína. Þau hafa lýst því yfir að seta þeirra í ríkisstjórn sé þeim meira virði en grundvöllur réttarríkisins.“ Helga Vala, sem er lögmaður, fylgdist grannt með gangi mála þegar málið var flutt fyrir fjölskipuðum dómi MDE á sínum tíma. Vísir ræddi við hana þá um þann málflutning eins og sjá má í meðfylgjandi frétt. „Já, það er svartur dagur í sögu íslenskrar stjórnskipunar,“ segir Helga Vala nú. Hætta á rofi í samfélagssátt Fréttastofa hefur rætt við þær Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Áslaugu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem og fráfarandi dómsmálaráðherra, Sigríði Á Andersen en þær allar telja af og frá að dómurinn þýði að í landinu ríki réttaróvissa. Sigríður telur reyndar dóminn engu breyta. Helga Vala er á öndverðum meiði. Hún segir réttarríkið eina af grunnstoðum samfélagsins. „Það að borgarar geti treyst því að fá mál sín rekin fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstólum er grundvallarréttur sem skiptir ekki miklu máli heldur öllu máli.“ Helga Vala rekur að ákvörðunin um að koma á fót millidómstigi, Landsrétti, hafi átt að vera mikil réttarbót. „En Sigríði Á Andersen tókst, með einbeittum vilja til að hafa eigin pólitísku áhrif á skipan Landsréttar að valda réttarkerfinu á Íslandi og samfélaginu öllu miklu tjóni. Dómstólar verða að njóta trausts íbúa, því án trausts er hætta á að hér verði rof á nauðsynlegri samfélagssátt. Réttarríkið er ein af grunnstoðum samfélagsins. Það að borgarar geti treyst því að fá mál sín rekin fyrir óháðum og...Posted by Helga Vala Helgadóttir on Þriðjudagur, 1. desember 2020 Það að Sigríður Á Andersen hafi farið gegn eindregnum ráðleggingum lögfræðinga ráðuneytisins segir yfirdeild mannréttindadómstólsins merki um skýran vilja til að fara ekki að settum reglum,“ segir Helga Vala og er ómyrk í máli. Hún telur alveg ljóst að það hafi ekki verið gáleysi eða misskilningur heldur einbeittur vilji til pólitískra afskipta.
Landsréttarmálið Alþingi Dómstólar Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Sigríður segir dóm Mannréttindadómstólsins engu breyta Sigríður Andersen segir dóm yfirdeildar Mannréttindadómstólsins ekki koma á óvart. Hún hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni og dómur Hæstaréttar um hæfni dómara við Landsrétt gildi. Ríkinu sé ekki gerð skaðabótaskylda með niðursötu yfirdeildarinnar og því þurfi ekki að taka upp mál fyrir Landsrétti. 1. desember 2020 12:22 Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ 1. desember 2020 11:21 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Sigríður segir dóm Mannréttindadómstólsins engu breyta Sigríður Andersen segir dóm yfirdeildar Mannréttindadómstólsins ekki koma á óvart. Hún hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni og dómur Hæstaréttar um hæfni dómara við Landsrétt gildi. Ríkinu sé ekki gerð skaðabótaskylda með niðursötu yfirdeildarinnar og því þurfi ekki að taka upp mál fyrir Landsrétti. 1. desember 2020 12:22
Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ 1. desember 2020 11:21
Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14