Sóttvarnalæknir lagði til 20 manna samkomubann áður en smitum fór fjölgandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 1. desember 2020 12:30 Jólaverslunin er hafin og lagði sóttvarnalæknir til við ráðherra í minnisblaði í síðustu viku að rýmkað yrði fyrir starfsemi annarra verslana en matvöru- og lyfjaverslana í tengslum við samkomutakmarkanir. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að á meðan kórónuveirufaraldurinn sé í vexti, líkt og nú er, sé ekki tilefni til þess að slaka á samkomutakmörkunum. Það sé of mikið að tíu til tuttugu smit séu að greinast á hverjum degi. Þetta kom fram í viðtali fréttastofu við Svandísi að loknum ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum upp úr hádegi. Átján manns greindust með veiruna innanlands í gær og voru sjö þeirra utan sóttkvíar. Óbreyttar samkomutakmarkanir verða í gildi til og með 9. desember í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, sem hann skilaði til hennar um helgina eftir að smitum fór fjölgandi. Þórólfur hafði um miðja síðustu viku skilað öðrum tillögum sem fólu í sér tilslakanir og var Svandís spurð út í það í hverju þær fólust. „Það var lagt til að fjölga upp í 20 manns, það var tiltekin rýmkun á annarri verslun en matvöru- og lyfjaverslunum, það voru rýmkanir tengdar íþróttum og sundlaugum og svo framvegis,“ sagði ráðherra og bætti við að þetta minnisblað Þórólfs yrði að finna í gögnum sem fjölmiðlar fengju í hendur síðar í dag. Ljóst er að fjölmarga landsmenn er farið að lengja eftir því að sundlaugar og líkamsræktarstövðar opni á ný. Aðspurð hvort einhverjar hugmyndir hefðu verið á borðinu með einhverjar tilslakanir í slíkri starfsemi vísaði Svandís í það að ekki væri tilefni til að fara í tilslakanir á meðan faraldurinn væri í vexti. „Við auðvitað höldum áfram að fylgjast með á hverjum degi. Það voru átján í morgun og þar af ellefu í sóttkví þannig að við sjáum að við erum enn að glíma við stök smit út í samfélaginu sem bendir til þess að veiran er enn á ferðinni. Við vitum af okkar reynslu og annarra þjóða að ef við slökum of hratt á þá nær faraldurinn að skella á með ennþá meiri þunga og það viljum við ekki sjá og allra síst á þessum árstíma,“ sagði Svandís. Áframhaldandi takmarkanir gilda aðeins í viku og heyrir það til undantekninga að reglugerð ráðherra í þessum efnum gildi ekki í tvær til þrjár vikur í senn. Svandís sagði að þótt hefði rétt að framlengja reglurnar í þetta stuttan að þessu sinni, ekki síst vegna þess að sé jólamánuðurinn. „Og við myndum gjarnan vilja sjá að við gætum gert einhverjar tilslakanir þannig að við þurfum bara að fylgjast mjög vel með á næstu dögum. Svo er líka til mjög mikils að vinna ef við horfum á möguleika á bóluefni á fyrsta ársfjórðungi næsta árs þannig að við myndum auðvitað helst vilja að staðan væri þannig að við værum með fulla stjórn á faraldrinum þegar þar að kemur og við hefðum ekki misst fólk í veikindi,“ sagði Svandís. Einnig var rætt við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hún sagði samstöðu hafa verið innan ríkisstjórnarinnar um áframhaldandi sóttvarnaráðstafanir. Sagði Katrín að það lægi fyrir að veiran gæti smitast með það miklum hraða að örfá smit á dag gætu orðið að mörgum smitum mjög hratt. Viðtalið við Katrínu má sjá í heild í spilaranum hér fyrir neðan og viðtalið við Svandísi í spilaranum ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali fréttastofu við Svandísi að loknum ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum upp úr hádegi. Átján manns greindust með veiruna innanlands í gær og voru sjö þeirra utan sóttkvíar. Óbreyttar samkomutakmarkanir verða í gildi til og með 9. desember í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, sem hann skilaði til hennar um helgina eftir að smitum fór fjölgandi. Þórólfur hafði um miðja síðustu viku skilað öðrum tillögum sem fólu í sér tilslakanir og var Svandís spurð út í það í hverju þær fólust. „Það var lagt til að fjölga upp í 20 manns, það var tiltekin rýmkun á annarri verslun en matvöru- og lyfjaverslunum, það voru rýmkanir tengdar íþróttum og sundlaugum og svo framvegis,“ sagði ráðherra og bætti við að þetta minnisblað Þórólfs yrði að finna í gögnum sem fjölmiðlar fengju í hendur síðar í dag. Ljóst er að fjölmarga landsmenn er farið að lengja eftir því að sundlaugar og líkamsræktarstövðar opni á ný. Aðspurð hvort einhverjar hugmyndir hefðu verið á borðinu með einhverjar tilslakanir í slíkri starfsemi vísaði Svandís í það að ekki væri tilefni til að fara í tilslakanir á meðan faraldurinn væri í vexti. „Við auðvitað höldum áfram að fylgjast með á hverjum degi. Það voru átján í morgun og þar af ellefu í sóttkví þannig að við sjáum að við erum enn að glíma við stök smit út í samfélaginu sem bendir til þess að veiran er enn á ferðinni. Við vitum af okkar reynslu og annarra þjóða að ef við slökum of hratt á þá nær faraldurinn að skella á með ennþá meiri þunga og það viljum við ekki sjá og allra síst á þessum árstíma,“ sagði Svandís. Áframhaldandi takmarkanir gilda aðeins í viku og heyrir það til undantekninga að reglugerð ráðherra í þessum efnum gildi ekki í tvær til þrjár vikur í senn. Svandís sagði að þótt hefði rétt að framlengja reglurnar í þetta stuttan að þessu sinni, ekki síst vegna þess að sé jólamánuðurinn. „Og við myndum gjarnan vilja sjá að við gætum gert einhverjar tilslakanir þannig að við þurfum bara að fylgjast mjög vel með á næstu dögum. Svo er líka til mjög mikils að vinna ef við horfum á möguleika á bóluefni á fyrsta ársfjórðungi næsta árs þannig að við myndum auðvitað helst vilja að staðan væri þannig að við værum með fulla stjórn á faraldrinum þegar þar að kemur og við hefðum ekki misst fólk í veikindi,“ sagði Svandís. Einnig var rætt við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hún sagði samstöðu hafa verið innan ríkisstjórnarinnar um áframhaldandi sóttvarnaráðstafanir. Sagði Katrín að það lægi fyrir að veiran gæti smitast með það miklum hraða að örfá smit á dag gætu orðið að mörgum smitum mjög hratt. Viðtalið við Katrínu má sjá í heild í spilaranum hér fyrir neðan og viðtalið við Svandísi í spilaranum ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira