Mótfallin hálendisþjóðgarði þrátt fyrir málamiðlun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. desember 2020 11:54 Frá Vatnajökulsþjóðgarði sem fellur inn í nýjan hálendisþjóðgarð verði frumvarpið að lögum. visir/Vilhelm Sveitarstjórn Bláskógabyggðar leggst enn gegn frumvarpi umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð. Nýtt frumvarp var lagt fram á Alþingi í gær en í því er reynt að koma til móts við athugasemdir sveitafélaga. Sautján stjórnarfrumvörp voru lögð fram á vef Alþingis í gærkvöldi. Rétt áður en frestur til að leggja fram þingmál sem eiga að koma á dagskrá fyrir jól rann út. Meðal mála sem er nú í annað sinn komið á borð Alþingis er frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð. Áform um þjóðgarðinn má rekja til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en ekki er þó einhugur um málið innan stjórnarflokkanna þar sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn gerðu fyrirvara við frumvarpið áður en það var afgreitt úr þingflokkunum. Verði það að lögum verður til nýr þjóðgarður sem nær yfir miðhálendið, eða um þrjátíu prósent af flatarmáli Íslands. Tuttugu og fjögur sveitarfélög fara með skipulagsvald á miðhálendinu eða eiga þar réttindi. Lögðust sum þeirra mjög gegn málinu og töldu að verið væri að taka af þeim lögbundið skipulagsvald. Í nýju frumvarpi er reynt að koma til móts við sveitarfélögin og fellt brott ákvæði um að sveitastjórnir séu bundnar af stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins við gerð skipulagsáætlana. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð.vísir/Egill Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, segir þessa málamiðlun duga skammt. „Samt sem áður er það nú þannig að ákvörðun um svæðis- og verndaráætlun er tekin í umdæmisráði sem er skipað fulltrúum ýmissa annarra heldur en viðkomandi sveitarfélags. Þannig að það eru fleiri en fulltrúar þess sveitarfélags, þar sem svæðið er, sem eru að taka ákvarðanir um ýmislegt sem varðar viðkomandi sveitarfélag.“ Sveitarstjórnin sé því enn mótfallin málinu. Ásta segir allt frá upphafi hafa skort greiningu á kostum og göllum þess að stofna þjóðgarð á svæðinu. „Miðað við nýlega ályktun er sveitarstjórn Bláskógabyggðar enn á móti því að það verði stofnaður þjóðgarður á miðhálendinu.“ Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Alþingi Umhverfismál Sveitarstjórnarmál Bláskógabyggð Hálendisþjóðgarður Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Sautján stjórnarfrumvörp voru lögð fram á vef Alþingis í gærkvöldi. Rétt áður en frestur til að leggja fram þingmál sem eiga að koma á dagskrá fyrir jól rann út. Meðal mála sem er nú í annað sinn komið á borð Alþingis er frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð. Áform um þjóðgarðinn má rekja til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en ekki er þó einhugur um málið innan stjórnarflokkanna þar sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn gerðu fyrirvara við frumvarpið áður en það var afgreitt úr þingflokkunum. Verði það að lögum verður til nýr þjóðgarður sem nær yfir miðhálendið, eða um þrjátíu prósent af flatarmáli Íslands. Tuttugu og fjögur sveitarfélög fara með skipulagsvald á miðhálendinu eða eiga þar réttindi. Lögðust sum þeirra mjög gegn málinu og töldu að verið væri að taka af þeim lögbundið skipulagsvald. Í nýju frumvarpi er reynt að koma til móts við sveitarfélögin og fellt brott ákvæði um að sveitastjórnir séu bundnar af stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins við gerð skipulagsáætlana. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð.vísir/Egill Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, segir þessa málamiðlun duga skammt. „Samt sem áður er það nú þannig að ákvörðun um svæðis- og verndaráætlun er tekin í umdæmisráði sem er skipað fulltrúum ýmissa annarra heldur en viðkomandi sveitarfélags. Þannig að það eru fleiri en fulltrúar þess sveitarfélags, þar sem svæðið er, sem eru að taka ákvarðanir um ýmislegt sem varðar viðkomandi sveitarfélag.“ Sveitarstjórnin sé því enn mótfallin málinu. Ásta segir allt frá upphafi hafa skort greiningu á kostum og göllum þess að stofna þjóðgarð á svæðinu. „Miðað við nýlega ályktun er sveitarstjórn Bláskógabyggðar enn á móti því að það verði stofnaður þjóðgarður á miðhálendinu.“
Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Alþingi Umhverfismál Sveitarstjórnarmál Bláskógabyggð Hálendisþjóðgarður Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira