Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Heimir Már Pétursson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 1. desember 2020 10:14 Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti vegna málsins. Vísir/Vilhelm Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. Dómur yfirdeildarinnar var kveðinn upp í Strasbourg í Frakklandi klukkan tíu í dag að íslenskum tíma í dag. Þetta staðfestir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður sem fór með málið fyrir hönd skjólstæðings síns. Niðurstaða yfirdeildar var einróma. Þetta þýðir að endanlega er staðfest að skipan dómara í Landsrétt árið 2017 braut gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Dóm yfirdeildarinnar má nálgast hér. Um hvað snerist málið? Yfirdeild Mannréttindardómstólsins ákvað í september 2019 að taka beiðni íslenskra stjórnvalda um endurskoðun niðurstöðu dómstólsins í máli Guðmundar A. Ástráðssonar gegn Íslandi, frá 12. mars á sama ári, til meðferðar í yfirdeild dómstólsins. Niðurstöðunnar sem nú liggur fyrir hafði verið beðið síðan í febrúar, þegar málflutningur fór fram. Málið má rekja til þess að Guðmundur, sem dæmdur var í 17 mánaða fangelsi í Landsrétti fyrir margvísleg brot, leitaði til Mannréttindadómstólsis því hann taldi sig ekki hafa fengið réttláta málsmeðferð fyrir Landsrétti þar sem ólöglega hafi verið staðið að skipan Arnfríðar Einarsdóttur sem dómara við réttinn. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hefur verið í fararbroddi í málinu og sótt það gegn íslenska ríkinu frá upphafi þess.Vísir/Vilhelm Vildi Guðmundur meina að ólöglega hafi verið staðið að skipan Arnfríðar sem dómara við réttinn þegar Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði árið 2017 skipað fjóra dómara við réttinn sem ekki voru á lista hæfnisnefndar yfir þá sem metnir voru hæfastir af henni. Við afgreiðslu málsins á Alþingi voru greidd atkvæði um listann í heild, listann yfir alla þá dómara sem Sigríður lagði til að yrðu skipaðir við réttinn, en ekki um hvern og einn fyrir sig. Alls voru fimmtán dómarar skipaðir, enda var verið að skipa í sæti í Landsrétti í fyrsta sinn, nýju millidómstigi sem tók til starfa áramótin 2017/2018. Fjórir út, fjögur inn Breytingarnar sem gerðar voru á efstu fimmtán sætum hæfnisnefndar voru fjórar og um þær stóð mikill styr, líkt og fjallað var ítarlega um á Vísi á sínum tíma. Út fóru Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður, Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður og Jón Höskuldsson héraðsdómari. Höfðuðu þeir síðar allir mál gegn ríkinu vegna sniðgöngunnar. Ástráður og Jóhannes unnu sín mál en beðið er niðurstöðu Hæstaréttar í málum Eiríks og Jóns. Þess má geta að Eiríkur og Jón hafa frá því að Landsréttarmálið kom upp verið skipaðir dómarar við Landsrétt, auk þess sem að bæði Ástráður og Jóhannes Rúnar hafa sótt um stöður, án árangurs. Inn komu héraðsdómararnir Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Jón Finnbjörnsson og Ragnheiður Bragadóttir. Ástráður Haraldsson héraðsdómari er einn af þeim sem Sigríður færði neðar á listann örlagaríka.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þau sem duttu út af listanum voru í 7., 11., 12. og 14. sæti dómnefndar. Þau sem komu inn voru í 17., 18., 23. og 30. sæti á listanum. Stjórnarandstaðan og aðrir aðilar sem skiluðu áliti sínu til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vegna málsins töldu ráðherra ekki hafa fært nægan rökstuðning fyrir breytingunni. Var kallað eftir ítarlegri rökstuðningi frá ráðherra sem þingmenn gætu kynnt sér áður en greidd yrðu atkvæði um málið. Enginn frekari rökstuðningur barst hins vegar áður en málið var afgreitt á Alþingi, á sjö tíma hitafundi í þingsal. Sjónvarpsfrétt frá 1. júní 2017 þar sem fjallað var um atkvæðagreiðsluna. Málsmeðferð MDE þótti hröð Þegar mál Guðmundar var tekið fyrir í Landsrétti krafðist Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður Guðmundar þess að Arnfríður myndi víkja sæti í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. Þar með hefði umbjóðandi hans ekki fengið réttláta meðferð fyrir dómi. Málið fór á endanum fyrir Hæstarétt sem staðfesti í maí 2018 niðurstöðu Landsréttar, og þar af leiðandi að skipan Arnfríðar hafi ekki verið ólögmæt. Vilhjálmur skaut málinu hins vegar strax til Mannréttindadómstólsins, sem skilaði niðurstöðu sinni á innan við ári, en sú málsmeðferð þótti afar hröð. Talin hafa brotið grundvallarreglur réttarríkisins Niðurstaða Mannréttindadómstólsins barst hingað til lands snemma morguns 12. mars 2019. Niðurstaðan var á þá leið að skipan dómara bryti gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Dómurinn, sem nálgast má hér, var harðorður í garð Sigríðar. Þar sagði að Sigríður hefði við skipan þeirra fjögurra sem hæfisnefndin mat ekki meðal þeirra hæfustu sýnt algjört tillitsleysi varðandi þær reglur sem við áttu. Ferlið hafi því gengið gegn kjarna þeirrar grundvallarreglu að skipan réttarins verður að grundvallast á lögum, sem er ein af grundvallarreglum réttarríkisins. Sigríður Á. Andersen tilkynnti á blaðamannafundi að hún myndi segja af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsinsVísir/Vilhelm Mannréttindadómstóllinn sagði jafnframt að önnur niðurstaða en sú sem dómstóllinn komst að hefði gert grein 6.1, sem snýr að rétti einstaklings til réttlátrar málsmeðferðar, meiningarlausa. Íslensk stjórnvöld óskuðu sem fyrr segir að yfirdeild dómstólsins tæki málið fyrir, þar sem málið teldist óvenjulegt og vekti upp veigamiklar spurningar um túlkun og framkvæmd mannréttindasáttmála Evrópu. Dómur Mannréttindadómstólsins leiddi til þess að Sigríður sagði af sér sem dómsmálaráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- og iðnaðarráðherra, tók við lyklunum í dómsmálaráðuneytinu tímabundið, þangað til Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra. Þá var tilkynnt að Arnfríður, Ásmundur, Jón og Ragnheiður myndu ekki sinna dómstörfum við Landsrétt í bili vegna málsins. Sjónvarspfrétt frá 13. mars 2019 þar sem farið var yfir afsögn Sigríðar. Tekið skal fram að síðan dómur Mannréttindadómstólsins féll hafa Arnfríður, Ásmundur og Ragnheiður sótt um nýjar stöður í Landsrétti og fengið þær, nú síðast Ragnheiður, og sitja þau þrjú sem dómarar í Landsrétti eftir að hafa fengið nýja skipun. Þurftu öll að biðjast lausnar frá upphaflegu skipuninni, áður en þau gátu tekið við nýju stöðunum. Jón hefur hins vegar ekki sótt um neinar nýjar stöður sem opnast hafa í Landsrétti og ekki sinnt dómstörfum um nokkurt skeið. Þórdís Kolbrún tók við lyklavöldum af fómsmálaráðuneytinu tímabundið af Sigríði Andersen, þangað til Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við.Vísir/Vilhelm Mikill óvissa hékk yfir dómskerfinu vegna málsins Dómurinn hafði jafnframt margvísleg önnur áhrif hér á landi. Dómararnir fjórir tóku þátt í störfum nýja dómstigsins frá skipun þeirra 1. janúar árið 2018. Í síðustu viku greindi Fréttablaðið frá því að óvissa væri um afdrif fleiri en þrjú hundruð dóma sem dómararnir fjórir kváðu upp á þessu tímabili, færi svo að yfirdeildin myndi staðfesta niðurstöðuna. Málið hefur einnig reynst kostnaðarsamt fyrir íslenska ríkið. Greint var frá því í ágúst 2019 að íslenska ríkið hefði þegar greitt 24 milljónir vegna málsins og reiknað væri með minnst tíu milljónum í viðbót vegna dómsmála þeirra sem duttu út af efstu fimmtán sætum hæfnisnefndarinnar. Yfirnefnd Mannréttindadómstóls Evrópu, staðsettur í Strasbourg, hefur kveðið upp dóm sinn.Getty/Arterra Þá hefur fjármálaráðherra óskað eftir því í nýju frumvarpi til fjáraukalaga að fjárveiting til Landsréttar verði hækkuð um tuttugu milljónir til að mæta launakostnaði vegna setningar dómara í stað þeirra sem ekki hafa getað sinnt störfum sínum síðan í mars 2019. Landsréttarmálið Dómstólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Fleiri fréttir Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Sjá meira
Dómur yfirdeildarinnar var kveðinn upp í Strasbourg í Frakklandi klukkan tíu í dag að íslenskum tíma í dag. Þetta staðfestir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður sem fór með málið fyrir hönd skjólstæðings síns. Niðurstaða yfirdeildar var einróma. Þetta þýðir að endanlega er staðfest að skipan dómara í Landsrétt árið 2017 braut gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Dóm yfirdeildarinnar má nálgast hér. Um hvað snerist málið? Yfirdeild Mannréttindardómstólsins ákvað í september 2019 að taka beiðni íslenskra stjórnvalda um endurskoðun niðurstöðu dómstólsins í máli Guðmundar A. Ástráðssonar gegn Íslandi, frá 12. mars á sama ári, til meðferðar í yfirdeild dómstólsins. Niðurstöðunnar sem nú liggur fyrir hafði verið beðið síðan í febrúar, þegar málflutningur fór fram. Málið má rekja til þess að Guðmundur, sem dæmdur var í 17 mánaða fangelsi í Landsrétti fyrir margvísleg brot, leitaði til Mannréttindadómstólsis því hann taldi sig ekki hafa fengið réttláta málsmeðferð fyrir Landsrétti þar sem ólöglega hafi verið staðið að skipan Arnfríðar Einarsdóttur sem dómara við réttinn. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hefur verið í fararbroddi í málinu og sótt það gegn íslenska ríkinu frá upphafi þess.Vísir/Vilhelm Vildi Guðmundur meina að ólöglega hafi verið staðið að skipan Arnfríðar sem dómara við réttinn þegar Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði árið 2017 skipað fjóra dómara við réttinn sem ekki voru á lista hæfnisnefndar yfir þá sem metnir voru hæfastir af henni. Við afgreiðslu málsins á Alþingi voru greidd atkvæði um listann í heild, listann yfir alla þá dómara sem Sigríður lagði til að yrðu skipaðir við réttinn, en ekki um hvern og einn fyrir sig. Alls voru fimmtán dómarar skipaðir, enda var verið að skipa í sæti í Landsrétti í fyrsta sinn, nýju millidómstigi sem tók til starfa áramótin 2017/2018. Fjórir út, fjögur inn Breytingarnar sem gerðar voru á efstu fimmtán sætum hæfnisnefndar voru fjórar og um þær stóð mikill styr, líkt og fjallað var ítarlega um á Vísi á sínum tíma. Út fóru Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður, Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður og Jón Höskuldsson héraðsdómari. Höfðuðu þeir síðar allir mál gegn ríkinu vegna sniðgöngunnar. Ástráður og Jóhannes unnu sín mál en beðið er niðurstöðu Hæstaréttar í málum Eiríks og Jóns. Þess má geta að Eiríkur og Jón hafa frá því að Landsréttarmálið kom upp verið skipaðir dómarar við Landsrétt, auk þess sem að bæði Ástráður og Jóhannes Rúnar hafa sótt um stöður, án árangurs. Inn komu héraðsdómararnir Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Jón Finnbjörnsson og Ragnheiður Bragadóttir. Ástráður Haraldsson héraðsdómari er einn af þeim sem Sigríður færði neðar á listann örlagaríka.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þau sem duttu út af listanum voru í 7., 11., 12. og 14. sæti dómnefndar. Þau sem komu inn voru í 17., 18., 23. og 30. sæti á listanum. Stjórnarandstaðan og aðrir aðilar sem skiluðu áliti sínu til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vegna málsins töldu ráðherra ekki hafa fært nægan rökstuðning fyrir breytingunni. Var kallað eftir ítarlegri rökstuðningi frá ráðherra sem þingmenn gætu kynnt sér áður en greidd yrðu atkvæði um málið. Enginn frekari rökstuðningur barst hins vegar áður en málið var afgreitt á Alþingi, á sjö tíma hitafundi í þingsal. Sjónvarpsfrétt frá 1. júní 2017 þar sem fjallað var um atkvæðagreiðsluna. Málsmeðferð MDE þótti hröð Þegar mál Guðmundar var tekið fyrir í Landsrétti krafðist Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður Guðmundar þess að Arnfríður myndi víkja sæti í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. Þar með hefði umbjóðandi hans ekki fengið réttláta meðferð fyrir dómi. Málið fór á endanum fyrir Hæstarétt sem staðfesti í maí 2018 niðurstöðu Landsréttar, og þar af leiðandi að skipan Arnfríðar hafi ekki verið ólögmæt. Vilhjálmur skaut málinu hins vegar strax til Mannréttindadómstólsins, sem skilaði niðurstöðu sinni á innan við ári, en sú málsmeðferð þótti afar hröð. Talin hafa brotið grundvallarreglur réttarríkisins Niðurstaða Mannréttindadómstólsins barst hingað til lands snemma morguns 12. mars 2019. Niðurstaðan var á þá leið að skipan dómara bryti gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Dómurinn, sem nálgast má hér, var harðorður í garð Sigríðar. Þar sagði að Sigríður hefði við skipan þeirra fjögurra sem hæfisnefndin mat ekki meðal þeirra hæfustu sýnt algjört tillitsleysi varðandi þær reglur sem við áttu. Ferlið hafi því gengið gegn kjarna þeirrar grundvallarreglu að skipan réttarins verður að grundvallast á lögum, sem er ein af grundvallarreglum réttarríkisins. Sigríður Á. Andersen tilkynnti á blaðamannafundi að hún myndi segja af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsinsVísir/Vilhelm Mannréttindadómstóllinn sagði jafnframt að önnur niðurstaða en sú sem dómstóllinn komst að hefði gert grein 6.1, sem snýr að rétti einstaklings til réttlátrar málsmeðferðar, meiningarlausa. Íslensk stjórnvöld óskuðu sem fyrr segir að yfirdeild dómstólsins tæki málið fyrir, þar sem málið teldist óvenjulegt og vekti upp veigamiklar spurningar um túlkun og framkvæmd mannréttindasáttmála Evrópu. Dómur Mannréttindadómstólsins leiddi til þess að Sigríður sagði af sér sem dómsmálaráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- og iðnaðarráðherra, tók við lyklunum í dómsmálaráðuneytinu tímabundið, þangað til Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra. Þá var tilkynnt að Arnfríður, Ásmundur, Jón og Ragnheiður myndu ekki sinna dómstörfum við Landsrétt í bili vegna málsins. Sjónvarspfrétt frá 13. mars 2019 þar sem farið var yfir afsögn Sigríðar. Tekið skal fram að síðan dómur Mannréttindadómstólsins féll hafa Arnfríður, Ásmundur og Ragnheiður sótt um nýjar stöður í Landsrétti og fengið þær, nú síðast Ragnheiður, og sitja þau þrjú sem dómarar í Landsrétti eftir að hafa fengið nýja skipun. Þurftu öll að biðjast lausnar frá upphaflegu skipuninni, áður en þau gátu tekið við nýju stöðunum. Jón hefur hins vegar ekki sótt um neinar nýjar stöður sem opnast hafa í Landsrétti og ekki sinnt dómstörfum um nokkurt skeið. Þórdís Kolbrún tók við lyklavöldum af fómsmálaráðuneytinu tímabundið af Sigríði Andersen, þangað til Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við.Vísir/Vilhelm Mikill óvissa hékk yfir dómskerfinu vegna málsins Dómurinn hafði jafnframt margvísleg önnur áhrif hér á landi. Dómararnir fjórir tóku þátt í störfum nýja dómstigsins frá skipun þeirra 1. janúar árið 2018. Í síðustu viku greindi Fréttablaðið frá því að óvissa væri um afdrif fleiri en þrjú hundruð dóma sem dómararnir fjórir kváðu upp á þessu tímabili, færi svo að yfirdeildin myndi staðfesta niðurstöðuna. Málið hefur einnig reynst kostnaðarsamt fyrir íslenska ríkið. Greint var frá því í ágúst 2019 að íslenska ríkið hefði þegar greitt 24 milljónir vegna málsins og reiknað væri með minnst tíu milljónum í viðbót vegna dómsmála þeirra sem duttu út af efstu fimmtán sætum hæfnisnefndarinnar. Yfirnefnd Mannréttindadómstóls Evrópu, staðsettur í Strasbourg, hefur kveðið upp dóm sinn.Getty/Arterra Þá hefur fjármálaráðherra óskað eftir því í nýju frumvarpi til fjáraukalaga að fjárveiting til Landsréttar verði hækkuð um tuttugu milljónir til að mæta launakostnaði vegna setningar dómara í stað þeirra sem ekki hafa getað sinnt störfum sínum síðan í mars 2019.
Landsréttarmálið Dómstólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Fleiri fréttir Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Sjá meira