Pálínuboðin varasöm vegna hættu á snertismiti Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 17:59 Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Vísir/vilhelm Almannavarnir og embætti landlæknis ráða Íslendingum frá því að halda og mæta í svokölluð „Pálínuboð“ og hlaðborð á aðventunni. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hættu á snertismiti kórónuveirunnar í slíkum boðum og tilmælunum ætlað að minnka líkur á því. Hann kveðst vona að fólk hafi haldið að sér höndum í samkomum um nýliðna helgi og það skili sér í smittölum þegar líður á vikuna. Aðventan er gengin í garð og undirbúningur hátíðanna nær fljótlega hámarki. Rík hefð er fyrir því að fólk komi saman og njóti samverunnar og alls þess sem hátíðarnar hafa upp á að bjóða. Sérstakar leiðbeiningar um skemmtanahald og mannamót yfir hátíðarnar voru birtar á Covid.is í dag. Skipuleggi öðruvísi jól Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sagði í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að leiðbeiningarnar væru ákveðin útfærsla á núgildandi sóttvarnareglum, sett í samhengi við aðventuna og jólin. Hann benti á að enn giltu reglur um fjöldatakmarkanir og annað en eins og staðan er í dag er miðað við tíu manna samkomubann. Ólíklegt þykir að slakað verði á því í bráð. Landsmenn eru þannig hvattir til að velja sér jólavini yfir aðventuna, safna í svokallaða „jólakúlu“, og Rögnvaldur mælti með að fólk byrji að huga að því tímanlega með hverjum það hygðist verja jólunum. „Og ég tala nú ekki um ef einhver viðkvæmur er í þeim hópi að gera jafnvel ráðstafanir um að halda sig frá öðrum fram að því, hálfgerða sóttkví, þannig að fólk passi sig extra vel dagana áður en það fer að hittast og minnka þannig líkurnar á að smit komist áfram,“ sagði Rögnvaldur. Inntur eftir því hvort mælt væri gegn því að fólk sem ætti til dæmis uppkomin börn, sem komin væru með eigin fjölskyldur, byði niðjunum heim sagði Rögnvaldur að svo væri ekki. „Nei, við erum ekkert að tala endilega á móti því heldur að fólk hugsi þetta, skipuleggi þetta og sé ekki að fara í marga svona hópa eins og er gjarnan hjá okkur um jólin. Að reyna að skipuleggja jólin með því hugarfari að þau verði öðruvísi en önnur ár.“ Pálínuboðin varasöm Sérstaklega er mælt gegn því í jólaleiðbeiningunum að haldin séu svokölluð Pálínuboð, öðru nafni samskotsboð, hlaðborð og annað slíkt. Rögnvaldur sagði að þessum tilmælum væri ætlað að draga úr líkum á snertismitum. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, sem greindist með Covid ásamt nokkrum öðrum eftir gestagang á heimili hans, telur til að mynda líklegt að smit hafi dreifst með sameiginlegum snertifleti á heimilinu; kaffikönnu eða slíku. „Já, þetta er það sem við höfum séð í einhverjum af þeim smitum sem hafa komið upp, er einmitt þetta. Það er að fólk hittist og heldur fjarlægð og annað en síðan eru sameiginlegir snertifletir. Eins og þetta, sameiginleg verkfæri við matarborðið og þess háttar,“ sagði Rögnvaldur. Hefur heyrt að margir hafi frestað boðum Átta greindust með veiruna í gær en af þeim voru þó aðeins þrír í sóttkví. Rögnvaldur sagði að skýrari mynd myndi fást af þróun smita á næstu dögum; smit hverrar helgar greinist til að mynda oftast ekki fyrr en um miðja vikuna á eftir. En hver er tilfinning Rögnvaldar eftir nýliðna helgi? „Ég hafði töluverðar áhyggjur eftir síðustu helgi því þá vorum við að sjá svolítið mörg smit. En ég hef líka heyrt af því núna að mjög margir hafi frestað boðum sem voru plönuð núna um þessa helgi, nýliðna helgi, og vonandi hefur það haft einhver margfeldisáhrif þarna út og það hafi mjög margir ákveðið að geyma sín boð. Þannig að vonandi sjáum við ekki hól í grafinu,“ sagði Rögnvaldur. Hann sagði aðspurður að einhver erill hefði verið um helgina, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu, sem væri vísbending um að fólk hafi eitthvað verið að hittast. Það hefði þó vonandi verið í minna lagi. Þá beindi Rögnvaldur því enn og aftur til fólks að skipuleggja vel hópamyndanir sem fyrirhugaðar eru á aðventunni. „Láti ekki bara kylfu ráða kasti heldur reyna að plana þetta hvernig fólk ætlar að hafa hátíðirnar og sína jólakúlu.“ Viðtalið við Rögnvald má hlusta á heild í spilaranum hér fyrir ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fólk hafi meginmarkmið sóttvarna í huga í desember Horfa verður til meginmarkmiða sóttvarnaaðgerða þegar ákvarðanir eru teknar um mannamót í desember, frekar en einstaka regla. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en yfirvöld hafa hvatt fólk til að velja sér „jólavini“ til að draga úr smithættu. 30. nóvember 2020 15:38 „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Eins og fram hefur komið er Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, einn af sóttvarnarþríeykinu, smitaður af Covid-19. Vitaskuld mikið áfall fyrir sóttvarnaryfirvöld, ekki bara smitið sem slíkt og afleiðingarnar sem það hefur fyrir Víði og fjölskyldu heldur veltir fólk því nú fyrir sér hvort það sé ekki svo að eitt eigi yfir alla að ganga? 30. nóvember 2020 10:50 „Það er enginn að biðja fólk um að sitja lokað inni og hafa ekki samskipti við nokkurn mann“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, tillögum sínum að næstu sóttvarnaaðgerðum. Hann vill ekki segja hvað í þeim felst nákvæmlega þar sem ráðherra sé enn með þær til skoðunar en ítrekar að í ljósi bakslags í faraldrinum síðastliðna dagana telji hann ekki mikið tilefni til tilslakana. 30. nóvember 2020 08:37 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Aðventan er gengin í garð og undirbúningur hátíðanna nær fljótlega hámarki. Rík hefð er fyrir því að fólk komi saman og njóti samverunnar og alls þess sem hátíðarnar hafa upp á að bjóða. Sérstakar leiðbeiningar um skemmtanahald og mannamót yfir hátíðarnar voru birtar á Covid.is í dag. Skipuleggi öðruvísi jól Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sagði í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að leiðbeiningarnar væru ákveðin útfærsla á núgildandi sóttvarnareglum, sett í samhengi við aðventuna og jólin. Hann benti á að enn giltu reglur um fjöldatakmarkanir og annað en eins og staðan er í dag er miðað við tíu manna samkomubann. Ólíklegt þykir að slakað verði á því í bráð. Landsmenn eru þannig hvattir til að velja sér jólavini yfir aðventuna, safna í svokallaða „jólakúlu“, og Rögnvaldur mælti með að fólk byrji að huga að því tímanlega með hverjum það hygðist verja jólunum. „Og ég tala nú ekki um ef einhver viðkvæmur er í þeim hópi að gera jafnvel ráðstafanir um að halda sig frá öðrum fram að því, hálfgerða sóttkví, þannig að fólk passi sig extra vel dagana áður en það fer að hittast og minnka þannig líkurnar á að smit komist áfram,“ sagði Rögnvaldur. Inntur eftir því hvort mælt væri gegn því að fólk sem ætti til dæmis uppkomin börn, sem komin væru með eigin fjölskyldur, byði niðjunum heim sagði Rögnvaldur að svo væri ekki. „Nei, við erum ekkert að tala endilega á móti því heldur að fólk hugsi þetta, skipuleggi þetta og sé ekki að fara í marga svona hópa eins og er gjarnan hjá okkur um jólin. Að reyna að skipuleggja jólin með því hugarfari að þau verði öðruvísi en önnur ár.“ Pálínuboðin varasöm Sérstaklega er mælt gegn því í jólaleiðbeiningunum að haldin séu svokölluð Pálínuboð, öðru nafni samskotsboð, hlaðborð og annað slíkt. Rögnvaldur sagði að þessum tilmælum væri ætlað að draga úr líkum á snertismitum. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, sem greindist með Covid ásamt nokkrum öðrum eftir gestagang á heimili hans, telur til að mynda líklegt að smit hafi dreifst með sameiginlegum snertifleti á heimilinu; kaffikönnu eða slíku. „Já, þetta er það sem við höfum séð í einhverjum af þeim smitum sem hafa komið upp, er einmitt þetta. Það er að fólk hittist og heldur fjarlægð og annað en síðan eru sameiginlegir snertifletir. Eins og þetta, sameiginleg verkfæri við matarborðið og þess háttar,“ sagði Rögnvaldur. Hefur heyrt að margir hafi frestað boðum Átta greindust með veiruna í gær en af þeim voru þó aðeins þrír í sóttkví. Rögnvaldur sagði að skýrari mynd myndi fást af þróun smita á næstu dögum; smit hverrar helgar greinist til að mynda oftast ekki fyrr en um miðja vikuna á eftir. En hver er tilfinning Rögnvaldar eftir nýliðna helgi? „Ég hafði töluverðar áhyggjur eftir síðustu helgi því þá vorum við að sjá svolítið mörg smit. En ég hef líka heyrt af því núna að mjög margir hafi frestað boðum sem voru plönuð núna um þessa helgi, nýliðna helgi, og vonandi hefur það haft einhver margfeldisáhrif þarna út og það hafi mjög margir ákveðið að geyma sín boð. Þannig að vonandi sjáum við ekki hól í grafinu,“ sagði Rögnvaldur. Hann sagði aðspurður að einhver erill hefði verið um helgina, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu, sem væri vísbending um að fólk hafi eitthvað verið að hittast. Það hefði þó vonandi verið í minna lagi. Þá beindi Rögnvaldur því enn og aftur til fólks að skipuleggja vel hópamyndanir sem fyrirhugaðar eru á aðventunni. „Láti ekki bara kylfu ráða kasti heldur reyna að plana þetta hvernig fólk ætlar að hafa hátíðirnar og sína jólakúlu.“ Viðtalið við Rögnvald má hlusta á heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fólk hafi meginmarkmið sóttvarna í huga í desember Horfa verður til meginmarkmiða sóttvarnaaðgerða þegar ákvarðanir eru teknar um mannamót í desember, frekar en einstaka regla. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en yfirvöld hafa hvatt fólk til að velja sér „jólavini“ til að draga úr smithættu. 30. nóvember 2020 15:38 „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Eins og fram hefur komið er Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, einn af sóttvarnarþríeykinu, smitaður af Covid-19. Vitaskuld mikið áfall fyrir sóttvarnaryfirvöld, ekki bara smitið sem slíkt og afleiðingarnar sem það hefur fyrir Víði og fjölskyldu heldur veltir fólk því nú fyrir sér hvort það sé ekki svo að eitt eigi yfir alla að ganga? 30. nóvember 2020 10:50 „Það er enginn að biðja fólk um að sitja lokað inni og hafa ekki samskipti við nokkurn mann“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, tillögum sínum að næstu sóttvarnaaðgerðum. Hann vill ekki segja hvað í þeim felst nákvæmlega þar sem ráðherra sé enn með þær til skoðunar en ítrekar að í ljósi bakslags í faraldrinum síðastliðna dagana telji hann ekki mikið tilefni til tilslakana. 30. nóvember 2020 08:37 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Fólk hafi meginmarkmið sóttvarna í huga í desember Horfa verður til meginmarkmiða sóttvarnaaðgerða þegar ákvarðanir eru teknar um mannamót í desember, frekar en einstaka regla. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en yfirvöld hafa hvatt fólk til að velja sér „jólavini“ til að draga úr smithættu. 30. nóvember 2020 15:38
„Eftir höfðinu dansa limirnir“ Eins og fram hefur komið er Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, einn af sóttvarnarþríeykinu, smitaður af Covid-19. Vitaskuld mikið áfall fyrir sóttvarnaryfirvöld, ekki bara smitið sem slíkt og afleiðingarnar sem það hefur fyrir Víði og fjölskyldu heldur veltir fólk því nú fyrir sér hvort það sé ekki svo að eitt eigi yfir alla að ganga? 30. nóvember 2020 10:50
„Það er enginn að biðja fólk um að sitja lokað inni og hafa ekki samskipti við nokkurn mann“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, tillögum sínum að næstu sóttvarnaaðgerðum. Hann vill ekki segja hvað í þeim felst nákvæmlega þar sem ráðherra sé enn með þær til skoðunar en ítrekar að í ljósi bakslags í faraldrinum síðastliðna dagana telji hann ekki mikið tilefni til tilslakana. 30. nóvember 2020 08:37