Ilmurinn af birkireykta SS hangikjötinu er jólailmur Sláturfélag Suðurlands 2. desember 2020 10:01 Birkireykt SS hangikjöt Birkireykta hangikjötið frá SS hefur fylgt matarhefðum landsmanna í áratugi. Kjötmeistari Íslands Bjarki Freyr Sigurjónsson hjá SS fræðir lesendur um matreiðsluna. Hangikjötsilmur er fyrir mörgum jólailmur, ómissandi í aðdraganda jóla enda hangikjötið oft soðið á Þorláksmessu og síðan notað á jóladag eða annan í jólum. Það er einfalt að sneiða niður og bera kalt á borð, með kartöflujafningi, rauðkáli, baunum og kannski laufabrauði. Þó að algengast sé að bera hangikjöt fram kalt eru samt alltaf einhverjir sem vilja borða það heitt. Fjölskyldur skapa sér hefðir og venjur sem oft verða ansi lífseigar og ganga milli kynslóða. Við höfum spurnir af fjölskyldu sem notar sitt hangikjöt fyrst og fremst ofan á flatbrauð. Í hádeginu á jóladag er hitað heitt súkkulaði, þeyttur rjómi og smurðir stórir staflar af flatbrauði með hangikjöti. Þessi venja skapaðist raunar þegar fjölskyldan bjó erlendis og átti frekar lítinn hangikjötsbita á jólum. Þetta var gert til að drýgja en varð síðan að venju sem afkomendum finnst skilyrðislaust tilheyra á jóladag. Birkireykta hangikjötið frá SS hefur verið á borðum landsmanna í áratugi. Við fengum kjötmeistara Íslands, Bjarka Frey Sigurjónsson hjá SS, til að fræða okkur aðeins um ferlið. „Fyrsta skrefið er að velja það kjöt sem fer í reyk og það verður að vera fyrsta flokks. Þar á eftir kemur söltunin og við förum eins sparlega með saltið og verkunin leyfir, þ.e. nógu mikið fyrir gott hangikjötsbragð en alls ekki þannig að saltið sé yfirgnæfandi“, segir Bjarki Freyr. „Eftir það er kjötið hengt á grindur og þurrkað yfir nótt í kæli til að reykingin gangi sem best. Reykt er við íslenskt birki sem gefur gott bragð. Mjúkt og gott reykbragð sem æ fleiri kunna að meta og velja ár eftir ár,“ segir Bjarki Freyr kjötmeistari. Bjarki Freyr Sigurjónsson, kjötmeistari Íslands 2020, í keppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna „Meðan á reykingunni stendur þarf að fylgjast vel með því veðurskilyrði geta hafa áhrif, Það tekur að jafnaði um tvo daga, að reykja eitt kjötlæri eða frampart svo það verði eins og við viljum hafa það,“ upplýsir Bjarki Freyr. „Reyndar höfum við sumt af kjötinu skemur, t.d. léttreyktu lambahryggina sem þykja hreinasta sælgæti og eins tvíreykjum við dálítið magn, fyrir lengra komna," segir kjötmeistarinn. „Við reykjum hangikjöt fyrir jólavertíðina alla daga frá lokum september fram undir jól til anna eftirspurninni." Hangikjöt er með ýmsu móti, læri og frampartar, ýmist með beini eða án. Hvað ætti maður að velja til jólanna og hvernig? Bjarki Freyr bendir á að þetta fari nú mikið eftir smekk. „Lærin eru fituminni en frampartarnir og margir vilja þau frekar þess vegna, á meðan aðrir vilja einmitt hafa fituríkara kjöt og finnst það bara betra.“ Úrbeinað eða með beini, það er líka annað val, mörgum finnst kjöt með beini vera bragðmeira á meðan aðrir vilja heldur þægindin við að sneiða og bera á borð úrbeinaða kjötið sem er komið í rúllu. En hvernig skyldi vera best að sjóða SS birkireykta hangikjötið? Á vefsíðu SS er að finna einfaldar en þaulprófaðar matreiðsluaðferðir og meira að segja uppskrift að kartöflujafningi sem margir kalla uppstúf. Það er mikið vísað í vefsíðuna, ss.is, enda vilja viðskiptavinir gjarnan geta glöggvað sig eldamennskunni fyrir jólin svo allt sé eins og best verður á kosið. Hleður Jól Matur Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Maca jurtin styður einstaklega vel við hormónajafnvægi kvenna á breytingaskeiðinu Hvað leynist í jólapökkum starfsfólks? Fæturnir bera mig nú hraðar og lengra Vegleg afmælistilboð á gæðavörum í eldhús og baðherbergi Ég hætti að lifa bara af - og fór að LIFA, að vera þátttakandi í lífinu Sjá meira
Hangikjötsilmur er fyrir mörgum jólailmur, ómissandi í aðdraganda jóla enda hangikjötið oft soðið á Þorláksmessu og síðan notað á jóladag eða annan í jólum. Það er einfalt að sneiða niður og bera kalt á borð, með kartöflujafningi, rauðkáli, baunum og kannski laufabrauði. Þó að algengast sé að bera hangikjöt fram kalt eru samt alltaf einhverjir sem vilja borða það heitt. Fjölskyldur skapa sér hefðir og venjur sem oft verða ansi lífseigar og ganga milli kynslóða. Við höfum spurnir af fjölskyldu sem notar sitt hangikjöt fyrst og fremst ofan á flatbrauð. Í hádeginu á jóladag er hitað heitt súkkulaði, þeyttur rjómi og smurðir stórir staflar af flatbrauði með hangikjöti. Þessi venja skapaðist raunar þegar fjölskyldan bjó erlendis og átti frekar lítinn hangikjötsbita á jólum. Þetta var gert til að drýgja en varð síðan að venju sem afkomendum finnst skilyrðislaust tilheyra á jóladag. Birkireykta hangikjötið frá SS hefur verið á borðum landsmanna í áratugi. Við fengum kjötmeistara Íslands, Bjarka Frey Sigurjónsson hjá SS, til að fræða okkur aðeins um ferlið. „Fyrsta skrefið er að velja það kjöt sem fer í reyk og það verður að vera fyrsta flokks. Þar á eftir kemur söltunin og við förum eins sparlega með saltið og verkunin leyfir, þ.e. nógu mikið fyrir gott hangikjötsbragð en alls ekki þannig að saltið sé yfirgnæfandi“, segir Bjarki Freyr. „Eftir það er kjötið hengt á grindur og þurrkað yfir nótt í kæli til að reykingin gangi sem best. Reykt er við íslenskt birki sem gefur gott bragð. Mjúkt og gott reykbragð sem æ fleiri kunna að meta og velja ár eftir ár,“ segir Bjarki Freyr kjötmeistari. Bjarki Freyr Sigurjónsson, kjötmeistari Íslands 2020, í keppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna „Meðan á reykingunni stendur þarf að fylgjast vel með því veðurskilyrði geta hafa áhrif, Það tekur að jafnaði um tvo daga, að reykja eitt kjötlæri eða frampart svo það verði eins og við viljum hafa það,“ upplýsir Bjarki Freyr. „Reyndar höfum við sumt af kjötinu skemur, t.d. léttreyktu lambahryggina sem þykja hreinasta sælgæti og eins tvíreykjum við dálítið magn, fyrir lengra komna," segir kjötmeistarinn. „Við reykjum hangikjöt fyrir jólavertíðina alla daga frá lokum september fram undir jól til anna eftirspurninni." Hangikjöt er með ýmsu móti, læri og frampartar, ýmist með beini eða án. Hvað ætti maður að velja til jólanna og hvernig? Bjarki Freyr bendir á að þetta fari nú mikið eftir smekk. „Lærin eru fituminni en frampartarnir og margir vilja þau frekar þess vegna, á meðan aðrir vilja einmitt hafa fituríkara kjöt og finnst það bara betra.“ Úrbeinað eða með beini, það er líka annað val, mörgum finnst kjöt með beini vera bragðmeira á meðan aðrir vilja heldur þægindin við að sneiða og bera á borð úrbeinaða kjötið sem er komið í rúllu. En hvernig skyldi vera best að sjóða SS birkireykta hangikjötið? Á vefsíðu SS er að finna einfaldar en þaulprófaðar matreiðsluaðferðir og meira að segja uppskrift að kartöflujafningi sem margir kalla uppstúf. Það er mikið vísað í vefsíðuna, ss.is, enda vilja viðskiptavinir gjarnan geta glöggvað sig eldamennskunni fyrir jólin svo allt sé eins og best verður á kosið. Hleður
Jól Matur Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Maca jurtin styður einstaklega vel við hormónajafnvægi kvenna á breytingaskeiðinu Hvað leynist í jólapökkum starfsfólks? Fæturnir bera mig nú hraðar og lengra Vegleg afmælistilboð á gæðavörum í eldhús og baðherbergi Ég hætti að lifa bara af - og fór að LIFA, að vera þátttakandi í lífinu Sjá meira