Klukkan hvað gætu Íslendingar fagnað EM-sæti? Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2020 08:31 Ísland stendur vel að vígi í baráttunni um sæti á EM og er öruggt um sæti í umspili, komist liðið ekki beint á EM. vísir/vilhelm Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gæti mögulega fagnað sæti í lokakeppni EM í kvöld, í fjórða sinn í sögunni. Íslendingar ættu í dag ekki aðeins að halda með okkar konum gegn Ungverjalandi heldur einnig með Danmörku og Serbíu, og vona að Belgía og Sviss geri ekki jafntefli. Með sigri á Ungverjum eru góðar líkur á að Íslendingar geti fagnað EM-sæti, þó ekki í leikslok og hugsanlega ekki fyrr en í febrúar. Jafntefli eða tap í dag þýðir nær örugglega að Ísland fer í umspil. Ísland hefur tryggt sér 2. sæti í sínum undanriðli og nú er bara spurningin hvort að liðið fari í umspil eða beint á EM sem fram fer í Englandi sumarið 2022. Þurfa að treysta á úrslit úr tveimur riðlum af fjórum Leikið er í níu undanriðlum og þrjú lið, með bestan árangur í 2. sæti (í sex liða riðlum telja úrslit gegn neðsta liði ekki með), fara beint á EM. Hin sex liðin sem enda í 2. sæti fara í umspil í apríl. Með sigri í dag er öruggt að Ísland endar með betri stöðu en liðin í 2. sæti í riðlum A, C, D og I. Úrslit í tveimur af þeim fjórum riðlum sem eftir standa þurfa hins vegar að falla með Íslandi. Lykilleikirnir fyrir Ísland í dag Íslendingar ættu sérstaklega að fylgjast með þessum fjórum leikjum. Ef Ísland vinnur, og úrslitin falla með Íslandi í tveimur hinna þriggja leikjanna, er EM-sætið í höfn. Það yrði því í fyrsta lagi eftir leik Austurríkis og Serbíu sem hefst hálfsex. 14.30: Ungverjaland – Ísland (Ísland þarf sigur) 16.15: Danmörk – Ítalía (Ísland þarf danskan sigur (Allt opið fram í febrúar með jafntefli og staða Ítalíu frábær með sigri)) 17.30: Austurríki – Serbía (Austurríki má ekki vinna tveimur mörkum stærri sigur en Ísland) 19.00: Belgía – Sviss (Mega ekki gera jafntefli nema að Ísland vinni tíu marka sigur) Ef EM-sætið verður ekki í höfn eftir þessa leiki gætu úrslit í E-riðli skipt máli fyrir Ísland, en þar ráðast málin væntanlega ekki fyrr en í febrúar. Svona er staðan í riðlunum sem að skipta Ísland mestu máli, og eins og fyrr segir þurfa úrslitin að falla með Íslandi í tveimur þeirra auk þess að Ísland vinni Ungverjaland, svo að Ísland komist beint á EM: Svíþjóð vann riðil Íslands en íslenska liðið náði í stig gegn Svíum á heimavelli sem gæti reynst afar dýrmætt.vísir/vilhelm H-riðill: Belgía og Sviss mætast í Belgíu. Ef annað liðanna vinnur þá dugar það Íslandi. Ef liðin gera jafntefli endar Belgía í 2. sæti með 19 stig og +28 í markatölu, og þar með fyrir ofan Ísland nema að Ísland vinni tíu marka sigur í dag. G-riðill: Austurríki endar í 2. sæti. Liðið er með einu marki lakari markatölu en Ísland og hefur skorað þremur mörkum færri mörk. Ef Ísland vinnur Ungverjaland þarf Austurríki því að vinna lokaleik sinn gegn Serbíu með að minnsta kosti tveimur mörkum meiri mun, til að enda ofar en Ísland. B-riðill: Ítalía endar í 2. sæti. Ef að Ítalía tapar í Danmörku í dag endar Ísland ofar með sigri á Ungverjalandi. Ef Ítalía vinnur Danmörku og svo heimaleik við Ísrael í febrúar endar Ítalía fyrir ofan Ísland. Ef Ítalía og Danmörk gera jafntefli í dag, og Ísland vinnur Ungverjaland, þarf Ítalía að vinna að lágmarki sjö marka sigur gegn Ísrael í febrúar. E-riðill: Enn of margir leikir eftir til að úrslitin verði ljós í dag, nema að bæði Portúgal mistakist að vinna Albaníu og Finnlandi mistakist að vinna Skotland í dag. Finnland og Portúgal geta bæði enn endað með betri árangur í 2. sæti en Ísland, þó að Ísland vinni Ungverjaland. EM 2021 í Englandi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Íslendingar ættu í dag ekki aðeins að halda með okkar konum gegn Ungverjalandi heldur einnig með Danmörku og Serbíu, og vona að Belgía og Sviss geri ekki jafntefli. Með sigri á Ungverjum eru góðar líkur á að Íslendingar geti fagnað EM-sæti, þó ekki í leikslok og hugsanlega ekki fyrr en í febrúar. Jafntefli eða tap í dag þýðir nær örugglega að Ísland fer í umspil. Ísland hefur tryggt sér 2. sæti í sínum undanriðli og nú er bara spurningin hvort að liðið fari í umspil eða beint á EM sem fram fer í Englandi sumarið 2022. Þurfa að treysta á úrslit úr tveimur riðlum af fjórum Leikið er í níu undanriðlum og þrjú lið, með bestan árangur í 2. sæti (í sex liða riðlum telja úrslit gegn neðsta liði ekki með), fara beint á EM. Hin sex liðin sem enda í 2. sæti fara í umspil í apríl. Með sigri í dag er öruggt að Ísland endar með betri stöðu en liðin í 2. sæti í riðlum A, C, D og I. Úrslit í tveimur af þeim fjórum riðlum sem eftir standa þurfa hins vegar að falla með Íslandi. Lykilleikirnir fyrir Ísland í dag Íslendingar ættu sérstaklega að fylgjast með þessum fjórum leikjum. Ef Ísland vinnur, og úrslitin falla með Íslandi í tveimur hinna þriggja leikjanna, er EM-sætið í höfn. Það yrði því í fyrsta lagi eftir leik Austurríkis og Serbíu sem hefst hálfsex. 14.30: Ungverjaland – Ísland (Ísland þarf sigur) 16.15: Danmörk – Ítalía (Ísland þarf danskan sigur (Allt opið fram í febrúar með jafntefli og staða Ítalíu frábær með sigri)) 17.30: Austurríki – Serbía (Austurríki má ekki vinna tveimur mörkum stærri sigur en Ísland) 19.00: Belgía – Sviss (Mega ekki gera jafntefli nema að Ísland vinni tíu marka sigur) Ef EM-sætið verður ekki í höfn eftir þessa leiki gætu úrslit í E-riðli skipt máli fyrir Ísland, en þar ráðast málin væntanlega ekki fyrr en í febrúar. Svona er staðan í riðlunum sem að skipta Ísland mestu máli, og eins og fyrr segir þurfa úrslitin að falla með Íslandi í tveimur þeirra auk þess að Ísland vinni Ungverjaland, svo að Ísland komist beint á EM: Svíþjóð vann riðil Íslands en íslenska liðið náði í stig gegn Svíum á heimavelli sem gæti reynst afar dýrmætt.vísir/vilhelm H-riðill: Belgía og Sviss mætast í Belgíu. Ef annað liðanna vinnur þá dugar það Íslandi. Ef liðin gera jafntefli endar Belgía í 2. sæti með 19 stig og +28 í markatölu, og þar með fyrir ofan Ísland nema að Ísland vinni tíu marka sigur í dag. G-riðill: Austurríki endar í 2. sæti. Liðið er með einu marki lakari markatölu en Ísland og hefur skorað þremur mörkum færri mörk. Ef Ísland vinnur Ungverjaland þarf Austurríki því að vinna lokaleik sinn gegn Serbíu með að minnsta kosti tveimur mörkum meiri mun, til að enda ofar en Ísland. B-riðill: Ítalía endar í 2. sæti. Ef að Ítalía tapar í Danmörku í dag endar Ísland ofar með sigri á Ungverjalandi. Ef Ítalía vinnur Danmörku og svo heimaleik við Ísrael í febrúar endar Ítalía fyrir ofan Ísland. Ef Ítalía og Danmörk gera jafntefli í dag, og Ísland vinnur Ungverjaland, þarf Ítalía að vinna að lágmarki sjö marka sigur gegn Ísrael í febrúar. E-riðill: Enn of margir leikir eftir til að úrslitin verði ljós í dag, nema að bæði Portúgal mistakist að vinna Albaníu og Finnlandi mistakist að vinna Skotland í dag. Finnland og Portúgal geta bæði enn endað með betri árangur í 2. sæti en Ísland, þó að Ísland vinni Ungverjaland.
Lykilleikirnir fyrir Ísland í dag Íslendingar ættu sérstaklega að fylgjast með þessum fjórum leikjum. Ef Ísland vinnur, og úrslitin falla með Íslandi í tveimur hinna þriggja leikjanna, er EM-sætið í höfn. Það yrði því í fyrsta lagi eftir leik Austurríkis og Serbíu sem hefst hálfsex. 14.30: Ungverjaland – Ísland (Ísland þarf sigur) 16.15: Danmörk – Ítalía (Ísland þarf danskan sigur (Allt opið fram í febrúar með jafntefli og staða Ítalíu frábær með sigri)) 17.30: Austurríki – Serbía (Austurríki má ekki vinna tveimur mörkum stærri sigur en Ísland) 19.00: Belgía – Sviss (Mega ekki gera jafntefli nema að Ísland vinni tíu marka sigur) Ef EM-sætið verður ekki í höfn eftir þessa leiki gætu úrslit í E-riðli skipt máli fyrir Ísland, en þar ráðast málin væntanlega ekki fyrr en í febrúar.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira