Viðræður við kandídata að hefjast Sindri Sverrisson skrifar 30. nóvember 2020 14:31 Guðni Bergsson ber ábyrgð á ráðningu nýs landsliðsþjálfara sem formaður KSÍ. Hann réði einnig Erik Hamrén sumarið 2018. vísir/vilhelm Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mun í umboði stjórnar sambandsins hefja viðræður við þá sem til greina koma sem þjálfarar A-landsliðs karla í fótbolta. „Við erum byrjaðir að ræða málin . Undirbúningsvinna hefur farið fram og ferlið er hafið og mun ég ræða við þá aðila á næstunni sem við teljum henta í starfið,“ segir Guðni í samtali við Vísi. Æskilegt sé að nýr þjálfari taki við fyrir jól. Viðræður eru rétt að byrja og formaðurinn vill að svo stöddu ekkert gefa uppi um við hvern eða hverja verði rætt. Engin hindrun fólgin í starfi Arnars Arnar Þór Viðarsson, sem stýrði U21-landsliði Íslands upp úr undankeppni EM á dögunum, hefur helst verið orðaður við starfið og lýst yfir áhuga á að taka við því. Guðni vill ekkert segja um hvort rætt verði við Arnar um að taka við A-landsliðinu, en aðspurður hvort Arnar geti yfirhöfuð verið í þjálfarateymi A-landsliðsins samhliða starfi sínu sem yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ svarar Guðni: „Við höfum ekki tekið afstöðu til þess enn en ég sé það svo sem ekki sem einhverja hindrun – að við séum með starfsmann hér innanborðs sem sinni fleiri störfum eins og Arnar hefur verið að gera með U21-landsliðinu.“ Segir KSÍ hafa efni á erlendum þjálfara Guðni segist hafa fundið fyrir áhuga á starfinu, bæði hérlendis og erlendis, en hefur KSÍ efni á því að ráða erlendan þjálfara með alþjóðlega reynslu, í núverandi árferði? Erik Hamrén lýsti því yfir fyrir þremur vikum að hann myndi hætta með landsliðið.vísir/vilhelm „Já, en það veltur auðvitað á því um hvað er verið að ræða. Hluti af því sem þarf að hafa til hliðsjónar er auðvitað kostnaðurinn, hvort sem um erlendan eða íslenskan þjálfara er að ræða. Ég held að almennt séð séu lægri laun í boði í þessum geira en til að mynda fyrir ári síðan, miðað fréttir og ástandið. Við getum ráðið erlendan þjálfara en myndum auðvitað bara gera slíkt á þeim forsendum sem við ráðum við og teljum eðlilegt.“ Æskilegt að nýr þjálfari taki við fyrir jól Næsta verkefni landsliðsins er í mars þegar undankeppni HM í Katar hefst með 2-3 útileikjum. Dregið verður í undankeppnina á mánudaginn eftir viku en verður Ísland þá komið með nýjan landsliðsþjálfara? „Ég er nú ekki viss um að við náum því á þessari viku en við viljum auðvitað vera búin að finna út úr þessu fyrir jólin, ég held að það sé æskilegt.“ Óljóst hvort Hamrén hefði fengið að halda áfram Erik Hamrén tilkynnti það eftir að EM-draumurinn fjaraði út í Búdapest um miðjan nóvember að hann yrði ekki áfram landsliðsþjálfari, eftir tveggja ára starf fyrir KSÍ. Við tók leit að arftakanum hjá stjórn KSÍ en Guðni segir Hamrén ekki hafa verið búinn að gefa til kynna að hann myndi hætta ef leikurinn við Ungverjaland, eða Rúmeníu, tapaðist. Ísland tapaði með sárgrætilegum hætti gegn Ungverjalandi í úrslitaleik um sæti á EM. Erik Hamrén tilkynnti í kjölfar leiksins að hann myndi hætta sem landsliðsþjálfari.Getty/Laszlo Szirtesi „Þetta kom bara í ljós fljótlega eftir Ungverjaleikinn. Það voru bara allir á því að koma sér á lokamótið og það var það sem var á dagskránni. Annað hafði ekki verið rætt,“ segir Guðni og vill ekkert gefa uppi um hvort hann hefði viljað að Hamrén héldi áfram: „Það hefur ekkert upp á sig að ræða það enda var aldrei farið yfir það.“ Ekki búið að festa niður landsleiki í janúar Nýr þjálfari A-landsliðs karla gæti þreytt frumraun sína í vináttulandsleikjum í janúar en kórónuveirufaraldurinn veldur óvissu um það. Guðni segir ekkert frágengið varðandi slíka leiki, hvorki fyrir karla- né kvennalandsliðið: „Við erum að athuga möguleikana en það er ekkert afráðið með það. Þetta er ekki bara í okkar valdi og veltur á aðstæðum þegar nær dregur.“ KSÍ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Landsliðsmenn biðlað til Freys um að halda áfram: „Þykir ótrúlega vænt um það“ Freyr Alexandersson segir að sér þyki afar vænt um að landsliðsmenn hafi komið að máli við sig og beðið um að hann bjóði áfram fram krafta sína fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta. KSÍ virðist hins vegar ætla að leita annað. 23. nóvember 2020 16:00 Yfirmaður knattspyrnusviðs kemur ekki að ráðningu nýs landsliðsþjálfara Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ, segir að hann komi ekki að ráðningu nýs þjálfara A-landsliðs karla. 23. nóvember 2020 12:30 Arnar hefur áhuga á A-landsliðsstarfinu: „Ekki til stærra starf á Íslandi“ Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21-árs landsliðsins í fótbolta, hefur áhuga á því að verða næsti A-landsliðsþjálfari. Þetta staðfesti hann í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í dag. 21. nóvember 2020 16:51 Erik Hamrén: Með vindinn í fangið Erik Hamrén lét af störfum sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins á miðvikudaginn. En hvernig var tveggja ára stjórnartíð þess sænska með Ísland og hvað einkenndi hana? 20. nóvember 2020 11:30 Gáfu Guðna Bergs hugmyndir um hver ætti að vera næsti landsliðsþjálfari Guðni Bergsson, formaður KSÍ, liggur undir feldi næstu vikurnar en hann þarf nú að finna nýjan þjálfara á karlalandsliðið. Gott væri að byrja á því að skoða þennan lista. 18. nóvember 2020 09:30 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Körfubolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
„Við erum byrjaðir að ræða málin . Undirbúningsvinna hefur farið fram og ferlið er hafið og mun ég ræða við þá aðila á næstunni sem við teljum henta í starfið,“ segir Guðni í samtali við Vísi. Æskilegt sé að nýr þjálfari taki við fyrir jól. Viðræður eru rétt að byrja og formaðurinn vill að svo stöddu ekkert gefa uppi um við hvern eða hverja verði rætt. Engin hindrun fólgin í starfi Arnars Arnar Þór Viðarsson, sem stýrði U21-landsliði Íslands upp úr undankeppni EM á dögunum, hefur helst verið orðaður við starfið og lýst yfir áhuga á að taka við því. Guðni vill ekkert segja um hvort rætt verði við Arnar um að taka við A-landsliðinu, en aðspurður hvort Arnar geti yfirhöfuð verið í þjálfarateymi A-landsliðsins samhliða starfi sínu sem yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ svarar Guðni: „Við höfum ekki tekið afstöðu til þess enn en ég sé það svo sem ekki sem einhverja hindrun – að við séum með starfsmann hér innanborðs sem sinni fleiri störfum eins og Arnar hefur verið að gera með U21-landsliðinu.“ Segir KSÍ hafa efni á erlendum þjálfara Guðni segist hafa fundið fyrir áhuga á starfinu, bæði hérlendis og erlendis, en hefur KSÍ efni á því að ráða erlendan þjálfara með alþjóðlega reynslu, í núverandi árferði? Erik Hamrén lýsti því yfir fyrir þremur vikum að hann myndi hætta með landsliðið.vísir/vilhelm „Já, en það veltur auðvitað á því um hvað er verið að ræða. Hluti af því sem þarf að hafa til hliðsjónar er auðvitað kostnaðurinn, hvort sem um erlendan eða íslenskan þjálfara er að ræða. Ég held að almennt séð séu lægri laun í boði í þessum geira en til að mynda fyrir ári síðan, miðað fréttir og ástandið. Við getum ráðið erlendan þjálfara en myndum auðvitað bara gera slíkt á þeim forsendum sem við ráðum við og teljum eðlilegt.“ Æskilegt að nýr þjálfari taki við fyrir jól Næsta verkefni landsliðsins er í mars þegar undankeppni HM í Katar hefst með 2-3 útileikjum. Dregið verður í undankeppnina á mánudaginn eftir viku en verður Ísland þá komið með nýjan landsliðsþjálfara? „Ég er nú ekki viss um að við náum því á þessari viku en við viljum auðvitað vera búin að finna út úr þessu fyrir jólin, ég held að það sé æskilegt.“ Óljóst hvort Hamrén hefði fengið að halda áfram Erik Hamrén tilkynnti það eftir að EM-draumurinn fjaraði út í Búdapest um miðjan nóvember að hann yrði ekki áfram landsliðsþjálfari, eftir tveggja ára starf fyrir KSÍ. Við tók leit að arftakanum hjá stjórn KSÍ en Guðni segir Hamrén ekki hafa verið búinn að gefa til kynna að hann myndi hætta ef leikurinn við Ungverjaland, eða Rúmeníu, tapaðist. Ísland tapaði með sárgrætilegum hætti gegn Ungverjalandi í úrslitaleik um sæti á EM. Erik Hamrén tilkynnti í kjölfar leiksins að hann myndi hætta sem landsliðsþjálfari.Getty/Laszlo Szirtesi „Þetta kom bara í ljós fljótlega eftir Ungverjaleikinn. Það voru bara allir á því að koma sér á lokamótið og það var það sem var á dagskránni. Annað hafði ekki verið rætt,“ segir Guðni og vill ekkert gefa uppi um hvort hann hefði viljað að Hamrén héldi áfram: „Það hefur ekkert upp á sig að ræða það enda var aldrei farið yfir það.“ Ekki búið að festa niður landsleiki í janúar Nýr þjálfari A-landsliðs karla gæti þreytt frumraun sína í vináttulandsleikjum í janúar en kórónuveirufaraldurinn veldur óvissu um það. Guðni segir ekkert frágengið varðandi slíka leiki, hvorki fyrir karla- né kvennalandsliðið: „Við erum að athuga möguleikana en það er ekkert afráðið með það. Þetta er ekki bara í okkar valdi og veltur á aðstæðum þegar nær dregur.“
KSÍ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Landsliðsmenn biðlað til Freys um að halda áfram: „Þykir ótrúlega vænt um það“ Freyr Alexandersson segir að sér þyki afar vænt um að landsliðsmenn hafi komið að máli við sig og beðið um að hann bjóði áfram fram krafta sína fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta. KSÍ virðist hins vegar ætla að leita annað. 23. nóvember 2020 16:00 Yfirmaður knattspyrnusviðs kemur ekki að ráðningu nýs landsliðsþjálfara Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ, segir að hann komi ekki að ráðningu nýs þjálfara A-landsliðs karla. 23. nóvember 2020 12:30 Arnar hefur áhuga á A-landsliðsstarfinu: „Ekki til stærra starf á Íslandi“ Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21-árs landsliðsins í fótbolta, hefur áhuga á því að verða næsti A-landsliðsþjálfari. Þetta staðfesti hann í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í dag. 21. nóvember 2020 16:51 Erik Hamrén: Með vindinn í fangið Erik Hamrén lét af störfum sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins á miðvikudaginn. En hvernig var tveggja ára stjórnartíð þess sænska með Ísland og hvað einkenndi hana? 20. nóvember 2020 11:30 Gáfu Guðna Bergs hugmyndir um hver ætti að vera næsti landsliðsþjálfari Guðni Bergsson, formaður KSÍ, liggur undir feldi næstu vikurnar en hann þarf nú að finna nýjan þjálfara á karlalandsliðið. Gott væri að byrja á því að skoða þennan lista. 18. nóvember 2020 09:30 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Körfubolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Landsliðsmenn biðlað til Freys um að halda áfram: „Þykir ótrúlega vænt um það“ Freyr Alexandersson segir að sér þyki afar vænt um að landsliðsmenn hafi komið að máli við sig og beðið um að hann bjóði áfram fram krafta sína fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta. KSÍ virðist hins vegar ætla að leita annað. 23. nóvember 2020 16:00
Yfirmaður knattspyrnusviðs kemur ekki að ráðningu nýs landsliðsþjálfara Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ, segir að hann komi ekki að ráðningu nýs þjálfara A-landsliðs karla. 23. nóvember 2020 12:30
Arnar hefur áhuga á A-landsliðsstarfinu: „Ekki til stærra starf á Íslandi“ Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21-árs landsliðsins í fótbolta, hefur áhuga á því að verða næsti A-landsliðsþjálfari. Þetta staðfesti hann í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í dag. 21. nóvember 2020 16:51
Erik Hamrén: Með vindinn í fangið Erik Hamrén lét af störfum sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins á miðvikudaginn. En hvernig var tveggja ára stjórnartíð þess sænska með Ísland og hvað einkenndi hana? 20. nóvember 2020 11:30
Gáfu Guðna Bergs hugmyndir um hver ætti að vera næsti landsliðsþjálfari Guðni Bergsson, formaður KSÍ, liggur undir feldi næstu vikurnar en hann þarf nú að finna nýjan þjálfara á karlalandsliðið. Gott væri að byrja á því að skoða þennan lista. 18. nóvember 2020 09:30