„Eftir höfðinu dansa limirnir“ Jakob Bjarnar skrifar 30. nóvember 2020 10:50 Svandís, Þórólfur og Katrín á fundi þegar ríkisstjórnin boðaði hertar aðgerðir gegn kórónuveirunni á blaðamannafundi í Hörpu. visir/vilhelm Eins og fram hefur komið er Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, einn af sóttvarnarþríeykinu, smitaður af Covid-19. Vitaskuld mikið áfall fyrir sóttvarnaryfirvöld, ekki bara smitið sem slíkt og afleiðingarnar sem það hefur fyrir Víði og fjölskyldu heldur veltir fólk því nú fyrir sér hvort það sé ekki svo að eitt eigi yfir alla að ganga? Hvort samræmi sé í tilskipunum Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem hún svo byggir á ráðleggingum frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni og svo hvernig höfðingjarnir umgangast eigin reglur: „Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir meina sér leyfist það,“ segir í Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Dónaskapur við fólk sem fer að tilmælunum Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur er einn þeirra sem veltir þessu fyrir sér á sínum Facebookvegg. „Það er eitt að Víðir praktíseri ekki það sem hann predikar og annað að Þórólfur beri í bætifláka fyrir hann,“ segir Eiríkur og vitnar í viðtal við Þórólf sem birtist á Vísi nú í morgun. „Það þarf ekki að þrátta um það að Víðir fylgdi ekki þeim tilmælum sem hann hefur ætlast til þess að aðrir fylgi – og því geta fylgt alvarlegar afleiðingar, svo sem einmitt einsog þær að fólk fari að túlka það sem svo að enginn hafi beðið fólk um að sleppa því að hittast. Nú ríður Þórólfur á vaðið – „fólk þarf að gera ýmsa hluti“, segir hann og opnar dyrnar upp á gátt.“ Það er eitt að Víðir praktíseri ekki það sem hann predikar og annað að Þórólfur beri í bætifláka fyrir hann. Það þarf...Posted by Eiríkur Örn Norðdahl on Mánudagur, 30. nóvember 2020 Eiríkur segir að alveg burtséð frá því hvað manni finnst um tilmælin eða reglurnar er það dónaskapur við það fólk sem hefur sannarlega þurft að neita sér um allra handa mikilvæg samsæti og samneyti við sína nánustu þegar höfðingjarnir gera undantekningu fyrir sjálfa sig. „Sú tegund sóttvarna sem þríeykið boðar virkar ekki án samstöðu – þegar sumir fórna miklu og aðrir litlu – það er einfaldlega lykilatriði að eitt gangi yfir alla.“ Reglur en bara fyrir pöbulinn Í athugasemdum við fréttina stingur Sigurður Haraldsson niður penna og telur þær teygjanlegar reglurnar, það er þegar kemur að þeim sjálfum. En hvað með eldri borgara sem hafa verð lokaðir inni í tvígang nær heimsóknarlaust, hver er virðingin gagnvart þeim? „Nú er þetta komið í veldisvöxt hvað ykkur í framvarðasveit varðar og hjá þeim sem stjórna landinu,“ segir Sigurður og hann telur upp nokkur dæmi sem hann segir að stangist á og séu til marks um að þarna sé ekki samræmi: Þórdís Kolbrún Reykfjörð var staðin að því að sýna hópmynd af sér og sínum vinkonum að skemmta sér. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar fóru nær allir saman á Hótel Rangá þar sem kom upp hópsmit. Þorgerður Katrín fór út úr bænum í golf. Landakot þar sem hópsmit kom upp! Stjórnvöldum var kunnugt um að húsið stæðist ekki sóttvarnir en gerðu ekkert í málunum. Landamærin voru nær opnuð upp á gátt í sumar þegar veiran var að færast í vöxt allstaðar annarsstaðar í heiminum. Víðir Reynisson bauð fólki utanað landi gistingu og fjölda fólks í heimsókn en um leið er mælst til þess að við héðan af Höfuðborgarsvæðinu förum ekki út á land. Sigurður klykkir út með því að segja, undrandi: Svo eigum við þjóðin að treysta ykkur! Eftir höfðinu dansa limirnir Enn einn sem veltir fyrir sér þessari þröngu stöðu er Þórður Snær Júlíusson en það gerir hann í leiðaraskrifum á Kjarnanum. Pistill hans er undir yfirskriftinni: Hvað gerist ef Víðir hættir að hlýða Víði? Þórður Snær gefur engan afslátt. Segir meðal annars: „Hegðun Víðis er ekki í samræmi við það sem hann hefur verið að boða, sem ein helsta rödd aðgerða sem krefjast mikilla fórna frá fullt af fólki. Fórna sem fela í sér fjarvistir frá ástvinum. Félagslega einangrun, tapað lífsviðurværi og oft á tíðum bæði líkamlega og andlega erfiðleika. Það gera flestir mistök í þessum málum, enda flókin í framkvæmd. Sá sem þetta skrifar er ekki undantekning þar á. Víðir er mannlegur eins og við hin, hefur staðið sig feikilega vel við fordæmalausar aðstæður og honum eru sendar batakveðjur. En það verður að gera ríkari kröfur til þeirra sem sinna valdboðinu að vera fyrirmyndir. Sérstaklega þar sem yfirvöld hafa gengist upp í því að fá fólk til að „Hlýða Víði“. Eftir höfðinu dansa limirnir.“ Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Það er enginn að biðja fólk um að sitja lokað inni og hafa ekki samskipti við nokkurn mann“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, tillögum sínum að næstu sóttvarnaaðgerðum. Hann vill ekki segja hvað í þeim felst nákvæmlega þar sem ráðherra sé enn með þær til skoðunar en ítrekar að í ljósi bakslags í faraldrinum síðastliðna dagana telji hann ekki mikið tilefni til tilslakana. 30. nóvember 2020 08:37 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira
Hvort samræmi sé í tilskipunum Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem hún svo byggir á ráðleggingum frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni og svo hvernig höfðingjarnir umgangast eigin reglur: „Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir meina sér leyfist það,“ segir í Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Dónaskapur við fólk sem fer að tilmælunum Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur er einn þeirra sem veltir þessu fyrir sér á sínum Facebookvegg. „Það er eitt að Víðir praktíseri ekki það sem hann predikar og annað að Þórólfur beri í bætifláka fyrir hann,“ segir Eiríkur og vitnar í viðtal við Þórólf sem birtist á Vísi nú í morgun. „Það þarf ekki að þrátta um það að Víðir fylgdi ekki þeim tilmælum sem hann hefur ætlast til þess að aðrir fylgi – og því geta fylgt alvarlegar afleiðingar, svo sem einmitt einsog þær að fólk fari að túlka það sem svo að enginn hafi beðið fólk um að sleppa því að hittast. Nú ríður Þórólfur á vaðið – „fólk þarf að gera ýmsa hluti“, segir hann og opnar dyrnar upp á gátt.“ Það er eitt að Víðir praktíseri ekki það sem hann predikar og annað að Þórólfur beri í bætifláka fyrir hann. Það þarf...Posted by Eiríkur Örn Norðdahl on Mánudagur, 30. nóvember 2020 Eiríkur segir að alveg burtséð frá því hvað manni finnst um tilmælin eða reglurnar er það dónaskapur við það fólk sem hefur sannarlega þurft að neita sér um allra handa mikilvæg samsæti og samneyti við sína nánustu þegar höfðingjarnir gera undantekningu fyrir sjálfa sig. „Sú tegund sóttvarna sem þríeykið boðar virkar ekki án samstöðu – þegar sumir fórna miklu og aðrir litlu – það er einfaldlega lykilatriði að eitt gangi yfir alla.“ Reglur en bara fyrir pöbulinn Í athugasemdum við fréttina stingur Sigurður Haraldsson niður penna og telur þær teygjanlegar reglurnar, það er þegar kemur að þeim sjálfum. En hvað með eldri borgara sem hafa verð lokaðir inni í tvígang nær heimsóknarlaust, hver er virðingin gagnvart þeim? „Nú er þetta komið í veldisvöxt hvað ykkur í framvarðasveit varðar og hjá þeim sem stjórna landinu,“ segir Sigurður og hann telur upp nokkur dæmi sem hann segir að stangist á og séu til marks um að þarna sé ekki samræmi: Þórdís Kolbrún Reykfjörð var staðin að því að sýna hópmynd af sér og sínum vinkonum að skemmta sér. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar fóru nær allir saman á Hótel Rangá þar sem kom upp hópsmit. Þorgerður Katrín fór út úr bænum í golf. Landakot þar sem hópsmit kom upp! Stjórnvöldum var kunnugt um að húsið stæðist ekki sóttvarnir en gerðu ekkert í málunum. Landamærin voru nær opnuð upp á gátt í sumar þegar veiran var að færast í vöxt allstaðar annarsstaðar í heiminum. Víðir Reynisson bauð fólki utanað landi gistingu og fjölda fólks í heimsókn en um leið er mælst til þess að við héðan af Höfuðborgarsvæðinu förum ekki út á land. Sigurður klykkir út með því að segja, undrandi: Svo eigum við þjóðin að treysta ykkur! Eftir höfðinu dansa limirnir Enn einn sem veltir fyrir sér þessari þröngu stöðu er Þórður Snær Júlíusson en það gerir hann í leiðaraskrifum á Kjarnanum. Pistill hans er undir yfirskriftinni: Hvað gerist ef Víðir hættir að hlýða Víði? Þórður Snær gefur engan afslátt. Segir meðal annars: „Hegðun Víðis er ekki í samræmi við það sem hann hefur verið að boða, sem ein helsta rödd aðgerða sem krefjast mikilla fórna frá fullt af fólki. Fórna sem fela í sér fjarvistir frá ástvinum. Félagslega einangrun, tapað lífsviðurværi og oft á tíðum bæði líkamlega og andlega erfiðleika. Það gera flestir mistök í þessum málum, enda flókin í framkvæmd. Sá sem þetta skrifar er ekki undantekning þar á. Víðir er mannlegur eins og við hin, hefur staðið sig feikilega vel við fordæmalausar aðstæður og honum eru sendar batakveðjur. En það verður að gera ríkari kröfur til þeirra sem sinna valdboðinu að vera fyrirmyndir. Sérstaklega þar sem yfirvöld hafa gengist upp í því að fá fólk til að „Hlýða Víði“. Eftir höfðinu dansa limirnir.“
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Það er enginn að biðja fólk um að sitja lokað inni og hafa ekki samskipti við nokkurn mann“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, tillögum sínum að næstu sóttvarnaaðgerðum. Hann vill ekki segja hvað í þeim felst nákvæmlega þar sem ráðherra sé enn með þær til skoðunar en ítrekar að í ljósi bakslags í faraldrinum síðastliðna dagana telji hann ekki mikið tilefni til tilslakana. 30. nóvember 2020 08:37 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira
„Það er enginn að biðja fólk um að sitja lokað inni og hafa ekki samskipti við nokkurn mann“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, tillögum sínum að næstu sóttvarnaaðgerðum. Hann vill ekki segja hvað í þeim felst nákvæmlega þar sem ráðherra sé enn með þær til skoðunar en ítrekar að í ljósi bakslags í faraldrinum síðastliðna dagana telji hann ekki mikið tilefni til tilslakana. 30. nóvember 2020 08:37