Spurning um óbreytt ástand eða ekki Sylvía Hall skrifar 29. nóvember 2020 21:51 Þórólfur Guðnason mun ólíklega leggja til harðari aðgerðir þann 2. desember. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þróun undanfarinna daga sýna hversu lítið þurfi til svo bakslag komi í baráttuna við kórónuveiruna. Hann er nú að vinna að nýju minnisblaði til ráðherra, en segir ekki í spilunum að fara að herða aðgerðir. „Ég held það sé kannski ekki í spilunum frá mér að fara að herða eins og staðan er núna. Ég held þetta sé aðallega spurning um það hvort við verðum með óbreytt ástand eða ekki,“ sagði Þórólfur í Víglínunni í dag. Hann segir tölur dagsins hafa verið betri en þær sem hafa verið síðustu daga, en í gær greindust tíu með veiruna og voru átta þeirra í sóttkví. Þó þurfi að fara varlega í að túlka sveiflur milli daga; færri smit greinist um helgar og tölurnar líklega marktækari næstu daga. Staðan geti þó breyst hratt. „Við erum á viðkvæmum punkti og það er einmitt það sem við höfum verið að reyna að predika og tala um undanfarið.“ Voru farin að huga að tilslökunum Þórólfur hafði skilað tillögum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra áður en smitum fór að fjölga aftur. Hann hafði hugsað sér að leggja til einhverjar tilslakanir frá og með 2. desember þegar ný reglugerð tekur við, en þær hafi þó ekki verið verulegar. „Ég hef sagt það, og stend enn við það, að við þurfum að fara mjög hægt núna til að fá ekki afturkipp í þetta allt saman. Án þess að ég vilji fara út í einstaka þætti minna tillagna, þá held ég að það sé það sem við þurfum að endurskoða. Sérstaklega ef faraldurinn er að fara svona í öfuga átt ef eitthvað er.“ Hann segir vinnu við nýtt minnisblað vera hafna í samráði við ráðherra og fleiri. Verið sé að meta hvað sé skynsamlegt að gera í ljósi stöðunnar, en tilslakanir væru þó ekki rökrétt leið á þessum tímapunkti – og þá sérstaklega ekki svo stuttu fyrir jól. „Ég held að það væri mjög óskynsamlegt að fara út í einhverjar miklar tilslakanir á þessum tímapunkti. Það gæti þýtt það að við fengjum afturkipp í þetta og værum að berjast við faraldurinn akkúrat um jólin.“ Þórólfur vinnur nú að nýjum tillögum til heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm Spurning um óbreytt ástand eða ekki „Ég held það sé kannski ekki í spilunum frá mér að fara að herða eins og staðan er núna. Ég held þetta sé aðallega spurning um það hvort við verðum með óbreytt ástand eða ekki,“ segir Þórólfur aðspurður hvað taki við þann 2. desember. Erfitt sé að segja hvað verði fyrr en tillögur hans eru fullmótaðar, en til greina kemur að breyta lengd gildistíma reglugerðarinnar. Hann hefur sjálfur viðrað þær hugmyndir að láta þær gilda til skemmri tíma svo hægt sé að grípa inn í ef staðan breytist, en einhverjir hafa kallað eftir meiri fyrirsjáanleika í aðgerðum. „Það yrðu margir óánægðir ef við færum að gefa út reglugerð eða tilmæli sem myndi gilda mjög lengi og svo væri því bara breytt eftir eina til tvær vikur.“ Hann segist ekkert geta sagt til um hvort tilslakanir verði fyrir jólin, en það væri þó óskandi. „Ég er aðallega að hugsa um 2. desember. Ég hugsa ekki mikið lengra. Auðvitað vonast maður til að það verði ráðrúm til þess að geta aðeins slakað á, það er það sem við höfum verið að gera allan tímann.“ Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fimm úr nærumhverfi Víðis og eiginkonu hans smituð Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er nú á fjórða degi veikinda eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Hann segir daginn í dag vera skárri en í gær, en þá voru þau hjónin verulega slöpp. Að minnsta kosti fimm aðrir úr þeirra nærumhverfi hafa greinst með veiruna. 28. nóvember 2020 19:44 Batakveðjur streyma til Víðis en sumir hneykslaðir Óhætt er að segja að frásögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns á Facebook af því hvernig hann smitaðist af Covid-19 á dögunum hafi vakið mikla athygli. Langflestir þakka Víði fyrir hreinskilna frásögn en þó eru ýmsir sem gera athugasemdir við gestagang á heimili hans. Víðir lækar allar athugasemdir fólks, gagnrýnar sem hugulsamar. 29. nóvember 2020 12:01 Telur skilaboð sóttvarnayfirvalda hafa valdið kæruleysi Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur að skilaboð sóttvarnayfirvalda fyrir nokkrum vikum hafi mögulega valdið því að fólk hafi byrjað að slaka of mikið á. Hann segir mikilvægt að ekki sé spáð í framtíðina þegar um svo ótúreiknanlegan faraldur sé að ræða. Ekki sé rými fyrir tilslakanir fyrr en á næsta ári. 28. nóvember 2020 18:24 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
„Ég held það sé kannski ekki í spilunum frá mér að fara að herða eins og staðan er núna. Ég held þetta sé aðallega spurning um það hvort við verðum með óbreytt ástand eða ekki,“ sagði Þórólfur í Víglínunni í dag. Hann segir tölur dagsins hafa verið betri en þær sem hafa verið síðustu daga, en í gær greindust tíu með veiruna og voru átta þeirra í sóttkví. Þó þurfi að fara varlega í að túlka sveiflur milli daga; færri smit greinist um helgar og tölurnar líklega marktækari næstu daga. Staðan geti þó breyst hratt. „Við erum á viðkvæmum punkti og það er einmitt það sem við höfum verið að reyna að predika og tala um undanfarið.“ Voru farin að huga að tilslökunum Þórólfur hafði skilað tillögum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra áður en smitum fór að fjölga aftur. Hann hafði hugsað sér að leggja til einhverjar tilslakanir frá og með 2. desember þegar ný reglugerð tekur við, en þær hafi þó ekki verið verulegar. „Ég hef sagt það, og stend enn við það, að við þurfum að fara mjög hægt núna til að fá ekki afturkipp í þetta allt saman. Án þess að ég vilji fara út í einstaka þætti minna tillagna, þá held ég að það sé það sem við þurfum að endurskoða. Sérstaklega ef faraldurinn er að fara svona í öfuga átt ef eitthvað er.“ Hann segir vinnu við nýtt minnisblað vera hafna í samráði við ráðherra og fleiri. Verið sé að meta hvað sé skynsamlegt að gera í ljósi stöðunnar, en tilslakanir væru þó ekki rökrétt leið á þessum tímapunkti – og þá sérstaklega ekki svo stuttu fyrir jól. „Ég held að það væri mjög óskynsamlegt að fara út í einhverjar miklar tilslakanir á þessum tímapunkti. Það gæti þýtt það að við fengjum afturkipp í þetta og værum að berjast við faraldurinn akkúrat um jólin.“ Þórólfur vinnur nú að nýjum tillögum til heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm Spurning um óbreytt ástand eða ekki „Ég held það sé kannski ekki í spilunum frá mér að fara að herða eins og staðan er núna. Ég held þetta sé aðallega spurning um það hvort við verðum með óbreytt ástand eða ekki,“ segir Þórólfur aðspurður hvað taki við þann 2. desember. Erfitt sé að segja hvað verði fyrr en tillögur hans eru fullmótaðar, en til greina kemur að breyta lengd gildistíma reglugerðarinnar. Hann hefur sjálfur viðrað þær hugmyndir að láta þær gilda til skemmri tíma svo hægt sé að grípa inn í ef staðan breytist, en einhverjir hafa kallað eftir meiri fyrirsjáanleika í aðgerðum. „Það yrðu margir óánægðir ef við færum að gefa út reglugerð eða tilmæli sem myndi gilda mjög lengi og svo væri því bara breytt eftir eina til tvær vikur.“ Hann segist ekkert geta sagt til um hvort tilslakanir verði fyrir jólin, en það væri þó óskandi. „Ég er aðallega að hugsa um 2. desember. Ég hugsa ekki mikið lengra. Auðvitað vonast maður til að það verði ráðrúm til þess að geta aðeins slakað á, það er það sem við höfum verið að gera allan tímann.“
Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fimm úr nærumhverfi Víðis og eiginkonu hans smituð Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er nú á fjórða degi veikinda eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Hann segir daginn í dag vera skárri en í gær, en þá voru þau hjónin verulega slöpp. Að minnsta kosti fimm aðrir úr þeirra nærumhverfi hafa greinst með veiruna. 28. nóvember 2020 19:44 Batakveðjur streyma til Víðis en sumir hneykslaðir Óhætt er að segja að frásögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns á Facebook af því hvernig hann smitaðist af Covid-19 á dögunum hafi vakið mikla athygli. Langflestir þakka Víði fyrir hreinskilna frásögn en þó eru ýmsir sem gera athugasemdir við gestagang á heimili hans. Víðir lækar allar athugasemdir fólks, gagnrýnar sem hugulsamar. 29. nóvember 2020 12:01 Telur skilaboð sóttvarnayfirvalda hafa valdið kæruleysi Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur að skilaboð sóttvarnayfirvalda fyrir nokkrum vikum hafi mögulega valdið því að fólk hafi byrjað að slaka of mikið á. Hann segir mikilvægt að ekki sé spáð í framtíðina þegar um svo ótúreiknanlegan faraldur sé að ræða. Ekki sé rými fyrir tilslakanir fyrr en á næsta ári. 28. nóvember 2020 18:24 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Fimm úr nærumhverfi Víðis og eiginkonu hans smituð Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er nú á fjórða degi veikinda eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Hann segir daginn í dag vera skárri en í gær, en þá voru þau hjónin verulega slöpp. Að minnsta kosti fimm aðrir úr þeirra nærumhverfi hafa greinst með veiruna. 28. nóvember 2020 19:44
Batakveðjur streyma til Víðis en sumir hneykslaðir Óhætt er að segja að frásögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns á Facebook af því hvernig hann smitaðist af Covid-19 á dögunum hafi vakið mikla athygli. Langflestir þakka Víði fyrir hreinskilna frásögn en þó eru ýmsir sem gera athugasemdir við gestagang á heimili hans. Víðir lækar allar athugasemdir fólks, gagnrýnar sem hugulsamar. 29. nóvember 2020 12:01
Telur skilaboð sóttvarnayfirvalda hafa valdið kæruleysi Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur að skilaboð sóttvarnayfirvalda fyrir nokkrum vikum hafi mögulega valdið því að fólk hafi byrjað að slaka of mikið á. Hann segir mikilvægt að ekki sé spáð í framtíðina þegar um svo ótúreiknanlegan faraldur sé að ræða. Ekki sé rými fyrir tilslakanir fyrr en á næsta ári. 28. nóvember 2020 18:24