SA hafi reynt allt til að „afstýra því stórslysi“ sem blasi við Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. nóvember 2020 22:45 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/Einar Árnason Það er ekki ávísun á lægra atvinnuleysi að lækka eða frysta laun fólks á vinnumarkaði að sögn forseta ASÍ. Það stefnir í stórslys á vinnumarkaði að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í ljósi þeirra miklu launahækkana sem kveðið er á í kjarasamningum og taka gildi um áramótin. Drífa Snædal, forseti ASÍ og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, mættust í líflegu spjalli á Víglínunni á Stöð 2 í dag. 25 þúsund manns eru á atvinnuleysisbótum eða hlutabótum. „Það er auðvitað þyngra en tárum taki að um leið og launahækkanir taka gildi munu fjöldinn allur af atvinnurekendum líta á þá kostnaðaraukningu sem kemur til framkvæmda og bregðast við því, því miður, með frekari uppsögnum,“ sagði Halldór. Hann hafi varað við þessari þróun. Atvinnuleysi sé þegar og muni enn aukast umtalsvert og það eigi við um nær allar atvinnugreinar. „Við verðum fyrir allsherjar áfalli í hagkerfinu,“ segir Halldór. „Þess vegna höfum við viljað reyna að finna leiðir til þess að reyna að vinda ofan af þessu með einum eða öðrum hætti en ekki fengið áheyrn um það hjá verkalýðshreyfingunni.“ Tilkoma bóluefnis muni marka vatnaskil í umræðunni. „Við getum með einhverri vissu farið að velta fyrir okkur hvernig næsta ár verður. Það verði einhver viðsnúningur, hvenær svo sem hann verður. Vonandi sem fyrst segi ég en með hærri launum erum við líka búin að hægja á því að þessi fyrirtæki geti komið til baka. Að þau geti farið að ráða til sín fólk á nýjan leik,“ sagði Halldór. Drífa Snædal er forseti Alþýðusambands Íslands.Vísir/Baldur Málið blasir öðruvísi við Drífu þótt bæði séu þau sammála um að staðan á vinnumarkaði sé alvarleg. „Þetta er náttúrlega sami söngurinn og við heyrðum í haust. Ég vil byrja á því að taka það fram að það er engin trygging fyrir því, ef að við frystum laun eða jafnvel skerðum laun eða skerðum réttindi, að það í þessu ástandi skili sér í einhverri fjölgun stöðugilda eða eitthvað slíkt. Það sem hefur verið gert, sem er eitt það farsælasta sem að við getum gert, er að bjóða upp á hlutabótaleiðina og við sjáum það að fyrirtæki eru að nýta sér hana mjög vel,“ sagði Drífa. „Það sem við getum boðið fyrirtækjum upp á núna er fyrirsjáanleiki,“ sagði Drífa. Það hafi verkalýðshreyfingin boðið upp á strax í haust. „Það var þá sem að atvinnurekendur ákváðu að fara í þá vegferð að fara að koma hér öllu í uppnám með því að hóta uppsögn kjarasamninga. Við segjum nei, við stöndum við okkar samninga. Það er það besta sem við getum gert fyrir atvinnulíf og einstaklinga akkúrat núna,“ sagði Drífa. Þá segir Halldór að engin glóra sé í því að bera saman kjarasamninga hér á landi við þá kjarasamninga sem hafi verið samþykktir á Norðurlöndum. Hækkanirnar þar séu ekkert í líkingu við þær hækkanir sem lífskjarasamningarnir kveða á um. Kveðið sé á um langt um meiri hækkanir hér á landi. Þátttaka í verkalýðsfélögum hér á landi er almennt meiri en þekkist á Norðurlöndum. Ólík sjónarmið um sterka grasrót verkalýðshreyfingar á Íslandi Drífa segir að þakka megi sterkri verkalýðshreyfingu fyrir það hversu öflugt velferðarsamfélag sé á Íslandi og á Norðurlöndum. „Hérna á Íslandi er miklu meiri þátttaka almennra félagsmanna í verkalýðshreyfingunni í þeim ákvörðunum sem eru teknar. Hvort sem það eru kosningar um vinnustöðvanir eða kosningar um kjarasamninga. Þetta er miklu miðstýrðara á Norðurlöndunum og það hefur orðið til þess að verkalýðshreyfingin hefur svolítið fjarlægst hinn almenna félagsmann á Norðurlöndum,“ sagði Drífa. „Það hefur orðið minni þátttaka en við erum töluvert sterkari hér á Íslandi af því við erum bæði með almenna þátttöku í verkalýðsfélögum og við erum nær okkar félagsmönnum,“ sagði Drífa. Þetta greip Halldór á lofti og skaut létt á Drífu til baka. „Grasrótarstigið sýnir sig í því að það er kannski fimm til sjö prósent kosningaþátttaka í formannskjöri í stærstu stéttarfélögunum,“ sagði Halldór. „Þetta er röng ákvörðun að mínu mati“ Þá benti hann á að verðmætasköpun verði ekki til við undirritun kjarasamninga heldur úti í atvinnulífinu. „Þegar allar forsendur í atvinnulífinu eru borsnar þá getum við ekki efnt kjarasamninga með sama hætti,“ sagði Halldór. „Við höfum í tvígang freistað þess að fá verkalýðshreyfinguna til þess að gera breytingar á kjarasamningi til þess að reyna að tryggja það að við sjáum ekki þessar skelfilegu atvinnuleysistölur sem að við höfum séð. Ég hef fallist á það að við látum þessar launahækkanir koma til framkvæmda. En ég segi hér og mun segja víðar, ég mun halda til haga hverjar afleiðingar þessarar ákvörðunar eru. Þetta er röng ákvörðun að mínu mati. En ég tel að Samtök atvinnulífsins hafi gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að afstýra því stórslysi sem er framundan á íslenskum vinnumarkaði,“ sagði Halldór. Víglínan Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Drífa Snædal, forseti ASÍ og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, mættust í líflegu spjalli á Víglínunni á Stöð 2 í dag. 25 þúsund manns eru á atvinnuleysisbótum eða hlutabótum. „Það er auðvitað þyngra en tárum taki að um leið og launahækkanir taka gildi munu fjöldinn allur af atvinnurekendum líta á þá kostnaðaraukningu sem kemur til framkvæmda og bregðast við því, því miður, með frekari uppsögnum,“ sagði Halldór. Hann hafi varað við þessari þróun. Atvinnuleysi sé þegar og muni enn aukast umtalsvert og það eigi við um nær allar atvinnugreinar. „Við verðum fyrir allsherjar áfalli í hagkerfinu,“ segir Halldór. „Þess vegna höfum við viljað reyna að finna leiðir til þess að reyna að vinda ofan af þessu með einum eða öðrum hætti en ekki fengið áheyrn um það hjá verkalýðshreyfingunni.“ Tilkoma bóluefnis muni marka vatnaskil í umræðunni. „Við getum með einhverri vissu farið að velta fyrir okkur hvernig næsta ár verður. Það verði einhver viðsnúningur, hvenær svo sem hann verður. Vonandi sem fyrst segi ég en með hærri launum erum við líka búin að hægja á því að þessi fyrirtæki geti komið til baka. Að þau geti farið að ráða til sín fólk á nýjan leik,“ sagði Halldór. Drífa Snædal er forseti Alþýðusambands Íslands.Vísir/Baldur Málið blasir öðruvísi við Drífu þótt bæði séu þau sammála um að staðan á vinnumarkaði sé alvarleg. „Þetta er náttúrlega sami söngurinn og við heyrðum í haust. Ég vil byrja á því að taka það fram að það er engin trygging fyrir því, ef að við frystum laun eða jafnvel skerðum laun eða skerðum réttindi, að það í þessu ástandi skili sér í einhverri fjölgun stöðugilda eða eitthvað slíkt. Það sem hefur verið gert, sem er eitt það farsælasta sem að við getum gert, er að bjóða upp á hlutabótaleiðina og við sjáum það að fyrirtæki eru að nýta sér hana mjög vel,“ sagði Drífa. „Það sem við getum boðið fyrirtækjum upp á núna er fyrirsjáanleiki,“ sagði Drífa. Það hafi verkalýðshreyfingin boðið upp á strax í haust. „Það var þá sem að atvinnurekendur ákváðu að fara í þá vegferð að fara að koma hér öllu í uppnám með því að hóta uppsögn kjarasamninga. Við segjum nei, við stöndum við okkar samninga. Það er það besta sem við getum gert fyrir atvinnulíf og einstaklinga akkúrat núna,“ sagði Drífa. Þá segir Halldór að engin glóra sé í því að bera saman kjarasamninga hér á landi við þá kjarasamninga sem hafi verið samþykktir á Norðurlöndum. Hækkanirnar þar séu ekkert í líkingu við þær hækkanir sem lífskjarasamningarnir kveða á um. Kveðið sé á um langt um meiri hækkanir hér á landi. Þátttaka í verkalýðsfélögum hér á landi er almennt meiri en þekkist á Norðurlöndum. Ólík sjónarmið um sterka grasrót verkalýðshreyfingar á Íslandi Drífa segir að þakka megi sterkri verkalýðshreyfingu fyrir það hversu öflugt velferðarsamfélag sé á Íslandi og á Norðurlöndum. „Hérna á Íslandi er miklu meiri þátttaka almennra félagsmanna í verkalýðshreyfingunni í þeim ákvörðunum sem eru teknar. Hvort sem það eru kosningar um vinnustöðvanir eða kosningar um kjarasamninga. Þetta er miklu miðstýrðara á Norðurlöndunum og það hefur orðið til þess að verkalýðshreyfingin hefur svolítið fjarlægst hinn almenna félagsmann á Norðurlöndum,“ sagði Drífa. „Það hefur orðið minni þátttaka en við erum töluvert sterkari hér á Íslandi af því við erum bæði með almenna þátttöku í verkalýðsfélögum og við erum nær okkar félagsmönnum,“ sagði Drífa. Þetta greip Halldór á lofti og skaut létt á Drífu til baka. „Grasrótarstigið sýnir sig í því að það er kannski fimm til sjö prósent kosningaþátttaka í formannskjöri í stærstu stéttarfélögunum,“ sagði Halldór. „Þetta er röng ákvörðun að mínu mati“ Þá benti hann á að verðmætasköpun verði ekki til við undirritun kjarasamninga heldur úti í atvinnulífinu. „Þegar allar forsendur í atvinnulífinu eru borsnar þá getum við ekki efnt kjarasamninga með sama hætti,“ sagði Halldór. „Við höfum í tvígang freistað þess að fá verkalýðshreyfinguna til þess að gera breytingar á kjarasamningi til þess að reyna að tryggja það að við sjáum ekki þessar skelfilegu atvinnuleysistölur sem að við höfum séð. Ég hef fallist á það að við látum þessar launahækkanir koma til framkvæmda. En ég segi hér og mun segja víðar, ég mun halda til haga hverjar afleiðingar þessarar ákvörðunar eru. Þetta er röng ákvörðun að mínu mati. En ég tel að Samtök atvinnulífsins hafi gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að afstýra því stórslysi sem er framundan á íslenskum vinnumarkaði,“ sagði Halldór.
Víglínan Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira