Segir aðgerðum í Tigray lokið Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2020 07:48 Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu. EPA/STR Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu segir að stjórnarher landsins stjórni nú að fullu Mekelle, höfuðborg Tigrayhéraðs. Hann segir einnig að hernaðaraðgerðum gegn Frelsishreyfingunni, sem stjórnað hafa héraðinu, sé lokið. Leiðtogi Frelsishreyfingarinnar segir þó að þeir muni berjast til síðasta manns. Talið er að þúsundir hafi dáið í átökunum, sem hafa staðið yfir í rúmar þrjár vikur og nærri því 44 þúsund manns hafa flúið til Súdan. Erfiðlega hefur þó gengið að sannreyna fregnir af svæðinu vegna átakanna og að lokað hefur verið fyrir bæði síma og internet þar. Í tísti sem hann birti í gærkvöldi sagði Abiy að átökum væri lokið og að nú yrði áhersla lögð á enduruppbyggingu, hjálparstarf og að handsama forsvarsmenn Frelsishreyfingarinnar. I am pleased to share that we have completed and ceased the military operations in the #Tigray region. Our focus now will be on rebuilding the region and providing humanitarian assistance while Federal Police apprehend the TPLF clique. #EthiopiaPrevails https://t.co/WrM2BAPCD6— Abiy Ahmed Ali (@AbiyAhmedAli) November 28, 2020 Debretsion Gebremichael, leiðtogi Frelsishreyfingarinnar, segir þó í skilaboðum til blaðamanna Reuters að bardögum sé ekki lokið og að þeir hafi ekki gefist upp. Hann sagði að bardagar myndu halda áfram og átökin snerust um rétt íbúa Tigrayhéraðs til að taka eigin ákvarðanir. Meðlimir Frelsishreyfingarinnar myndu berjast til síðasta manns. Hann staðfesti þó að sveitir Frelsishreyfingarinnar hefðu hörfað frá Mekelle. Heimildarmenn fréttaveitunnar segja útlit fyrir að það hafi gerst áður en sókn stjórnarhersins hófst gegn borginni og það gæti mögulega leitt til langvarandi skæruhernaðar gegn stjórnarhernum. Abiy, sem vann friðarverðlaun Nóbels í fyrra vegna friðarsamnings Eþíópíu og Erítreu, segir að árás stjórnarhersins gegn Frelsishreyfingunni sé löggæsluaðgerð. Frelsishreyfingin var ráðandi í ríkisstjórn Eþíópíu um árabil þar til Abiy tók við völdum árið 2018. Hann hefur reynt að auka miðstýringu í landinu, sem hefur lengi verið skipt niður meðal þjóðarhópa. Mikil spenna hefur verið á milli Frelsishreyfingarinnar og Abiy frá því sá síðarnefndi tók við völdum, í kjölfar umfangsmikilla mótmæla. Þá voru voru ráðmenn og embættismenn sem tilheyra Tigrayfólkinu reknir úr störfum og margir voru sóttir til saka vegna ásakana um spillingu. Spennuna má rekja til ýmissa annarra deilna og þá kannski sérstaklega til þess að Abiy frestaði kosningum fyrr á árinu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Eftir að forsætisráðherrann frestaði kosningum sögðu ráðamenn í Tigray hann umboðslausan og héldu samt þingkosningar í september. Það féll ekki í kramið í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, og samþykktu þingmenn þar í október að takmarka opinbert fjármagn sem færi til Tigray. Abyi hefur lagt mikla áherslu á að auka miðstýringu í Eþíópíu og þar með draga úr völdum héraðsstjórna. Ráðamenn í Tigray hafa berist gegn því og forsvarsmenn annarra héraða og þjóðarhópa hafa lýst yfir áhyggjum af viðleitni Abyi. Eþíópía Hernaður Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Leiðtogi Frelsishreyfingarinnar segir þó að þeir muni berjast til síðasta manns. Talið er að þúsundir hafi dáið í átökunum, sem hafa staðið yfir í rúmar þrjár vikur og nærri því 44 þúsund manns hafa flúið til Súdan. Erfiðlega hefur þó gengið að sannreyna fregnir af svæðinu vegna átakanna og að lokað hefur verið fyrir bæði síma og internet þar. Í tísti sem hann birti í gærkvöldi sagði Abiy að átökum væri lokið og að nú yrði áhersla lögð á enduruppbyggingu, hjálparstarf og að handsama forsvarsmenn Frelsishreyfingarinnar. I am pleased to share that we have completed and ceased the military operations in the #Tigray region. Our focus now will be on rebuilding the region and providing humanitarian assistance while Federal Police apprehend the TPLF clique. #EthiopiaPrevails https://t.co/WrM2BAPCD6— Abiy Ahmed Ali (@AbiyAhmedAli) November 28, 2020 Debretsion Gebremichael, leiðtogi Frelsishreyfingarinnar, segir þó í skilaboðum til blaðamanna Reuters að bardögum sé ekki lokið og að þeir hafi ekki gefist upp. Hann sagði að bardagar myndu halda áfram og átökin snerust um rétt íbúa Tigrayhéraðs til að taka eigin ákvarðanir. Meðlimir Frelsishreyfingarinnar myndu berjast til síðasta manns. Hann staðfesti þó að sveitir Frelsishreyfingarinnar hefðu hörfað frá Mekelle. Heimildarmenn fréttaveitunnar segja útlit fyrir að það hafi gerst áður en sókn stjórnarhersins hófst gegn borginni og það gæti mögulega leitt til langvarandi skæruhernaðar gegn stjórnarhernum. Abiy, sem vann friðarverðlaun Nóbels í fyrra vegna friðarsamnings Eþíópíu og Erítreu, segir að árás stjórnarhersins gegn Frelsishreyfingunni sé löggæsluaðgerð. Frelsishreyfingin var ráðandi í ríkisstjórn Eþíópíu um árabil þar til Abiy tók við völdum árið 2018. Hann hefur reynt að auka miðstýringu í landinu, sem hefur lengi verið skipt niður meðal þjóðarhópa. Mikil spenna hefur verið á milli Frelsishreyfingarinnar og Abiy frá því sá síðarnefndi tók við völdum, í kjölfar umfangsmikilla mótmæla. Þá voru voru ráðmenn og embættismenn sem tilheyra Tigrayfólkinu reknir úr störfum og margir voru sóttir til saka vegna ásakana um spillingu. Spennuna má rekja til ýmissa annarra deilna og þá kannski sérstaklega til þess að Abiy frestaði kosningum fyrr á árinu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Eftir að forsætisráðherrann frestaði kosningum sögðu ráðamenn í Tigray hann umboðslausan og héldu samt þingkosningar í september. Það féll ekki í kramið í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, og samþykktu þingmenn þar í október að takmarka opinbert fjármagn sem færi til Tigray. Abyi hefur lagt mikla áherslu á að auka miðstýringu í Eþíópíu og þar með draga úr völdum héraðsstjórna. Ráðamenn í Tigray hafa berist gegn því og forsvarsmenn annarra héraða og þjóðarhópa hafa lýst yfir áhyggjum af viðleitni Abyi.
Eþíópía Hernaður Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira