Erfitt fyrir foreldra að börnin séu ekki í öryggi fjölskyldunnar Kristján Már Unnarsson skrifar 28. nóvember 2020 22:15 Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps. Egill Aðalsteinsson Mikil fólksfækkun hefur orðið í Reykhólahreppi á árinu en þar hefur íbúum fækkað um tíu prósent. Sveitarstjórinn telur eina skýringuna þá að fjölskyldur flytja fremur en að senda unglingana að heiman í framhaldsnám. Fyrir ári, þann 1. desember 2019, voru íbúar Reykhólahrepps 262 talsins. Ellefu mánuðum síðar, þann 1. nóvember síðastliðinn, var íbúafjöldinn kominn niður í 236 íbúa. Fólksfækkunin nemur 26 manns en fimm fjölskyldur hafa flutt brott á árinu, að sögn sveitarstjórans. „Við höfum auðvitað áhyggjur af þessu,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Rifja má upp að fyrir sjö árum sögðum við frá óvenju miklum barnafjölda þegar oddvitinn hafði ekki undan að prjóna peysur á öll börnin sem fæddust. Ingibjörg bendir á að þegar börnin vaxa úr grasi og ljúka grunnskóla sé framhaldsskólinn næsta skólastig en hann sé á forræði ríkisins. Frá Reykhólum.Egill Aðalsteinsson Þegar börnin í Reykhólasveit fara að huga að framhaldsnámi þá er langt í næsta valkost. Næsti framhaldsskóli er í Borgarnesi og þangað er tveggja tíma akstur. Ingibjörg segir þetta snúast um börn á aldrinum sextán til átján ára. „Hvernig getum við haldið utan um þessi börn í heimabyggð í staðinn fyrir að senda þau frá okkur? Vegna þess að foreldrar eiga oft erfitt með það og vilja fylgja börnunum sínum eftir í framhaldsskólana.“ Hún vill samstarf við ríkið um fjarkennslusetur á Reykhólum fyrir framhaldsskólanám. „Þar sem færi fram umsjón með þessum börnum á þessum aldri. Leyfa börnum að vera börn til átján ára aldurs. Þau geti stundað nám, jafnvel í hvaða framhaldsskóla sem er, en haft umsjón og starfsmann til að fylgjast með sér. Koma saman og vera heima. Vera í öryggi fjölskyldunnar sinnar,“ segir Ingibjörg Birna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Frétt Stöðvar 2 um barnasprengjuna fyrir sjö árum má sjá hér: Reykhólahreppur Skóla - og menntamál Byggðamál Tengdar fréttir Keyra í klukkustund til að kaupa í matinn Ímyndið ykkur að engin verslun væri í Reykjavík og að borgarbúar þyrftu að keyra yfir fjallveg austur á Selfoss til að kaupa nauðsynjavörur í matinn. Þetta er sá veruleiki sem íbúar Reykhólasveitar búa við eftir að einu búðinni þar var lokað. 18. nóvember 2020 22:03 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Fyrir ári, þann 1. desember 2019, voru íbúar Reykhólahrepps 262 talsins. Ellefu mánuðum síðar, þann 1. nóvember síðastliðinn, var íbúafjöldinn kominn niður í 236 íbúa. Fólksfækkunin nemur 26 manns en fimm fjölskyldur hafa flutt brott á árinu, að sögn sveitarstjórans. „Við höfum auðvitað áhyggjur af þessu,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Rifja má upp að fyrir sjö árum sögðum við frá óvenju miklum barnafjölda þegar oddvitinn hafði ekki undan að prjóna peysur á öll börnin sem fæddust. Ingibjörg bendir á að þegar börnin vaxa úr grasi og ljúka grunnskóla sé framhaldsskólinn næsta skólastig en hann sé á forræði ríkisins. Frá Reykhólum.Egill Aðalsteinsson Þegar börnin í Reykhólasveit fara að huga að framhaldsnámi þá er langt í næsta valkost. Næsti framhaldsskóli er í Borgarnesi og þangað er tveggja tíma akstur. Ingibjörg segir þetta snúast um börn á aldrinum sextán til átján ára. „Hvernig getum við haldið utan um þessi börn í heimabyggð í staðinn fyrir að senda þau frá okkur? Vegna þess að foreldrar eiga oft erfitt með það og vilja fylgja börnunum sínum eftir í framhaldsskólana.“ Hún vill samstarf við ríkið um fjarkennslusetur á Reykhólum fyrir framhaldsskólanám. „Þar sem færi fram umsjón með þessum börnum á þessum aldri. Leyfa börnum að vera börn til átján ára aldurs. Þau geti stundað nám, jafnvel í hvaða framhaldsskóla sem er, en haft umsjón og starfsmann til að fylgjast með sér. Koma saman og vera heima. Vera í öryggi fjölskyldunnar sinnar,“ segir Ingibjörg Birna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Frétt Stöðvar 2 um barnasprengjuna fyrir sjö árum má sjá hér:
Reykhólahreppur Skóla - og menntamál Byggðamál Tengdar fréttir Keyra í klukkustund til að kaupa í matinn Ímyndið ykkur að engin verslun væri í Reykjavík og að borgarbúar þyrftu að keyra yfir fjallveg austur á Selfoss til að kaupa nauðsynjavörur í matinn. Þetta er sá veruleiki sem íbúar Reykhólasveitar búa við eftir að einu búðinni þar var lokað. 18. nóvember 2020 22:03 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Keyra í klukkustund til að kaupa í matinn Ímyndið ykkur að engin verslun væri í Reykjavík og að borgarbúar þyrftu að keyra yfir fjallveg austur á Selfoss til að kaupa nauðsynjavörur í matinn. Þetta er sá veruleiki sem íbúar Reykhólasveitar búa við eftir að einu búðinni þar var lokað. 18. nóvember 2020 22:03