„Ég var orðin þreytt á höfnunum á vinnumarkaði“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. nóvember 2020 09:00 Halldís Guðmundsdóttir hefur frá unga aldri notað markmið til að halda sér á réttri braut. Eftir marga mánuði án atvinnu upplifði hún að þegar Covid kom hafi pressan verið minni á sér. Vísir/Vilhelm „Ég hef rekið lítið fyrirtæki að heiman frá árinu 2018 en samhliða því verið að leita mér að vinnu þar sem ég get nýtt mína menntun, notið félagsskaps í vinnunni og gert það sem ég hef áhuga á. Hingað til hefur það ekki gengið og í byrjun árs ákvað ég að taka smá pásu í því þar sem fjöldi neitana var orðin yfirþyrmandi,“ segir Halldís Guðmundsdóttir. Eftir að vera búin að vera heima í heilt ár ákvað hún svo að skapa eigin tækifæri. „Þá ákvað ég að nú þyrfti ég að framkvæma mitt eigið verkefni, finna sjálf vinnu þar sem ég get nýtt mína menntun og notið þess sem ég er að gera. Mikilvægt var fyrir mig að hafa verkefnið þess háttar að það var 100% undir mér komið að það yrði að veruleika, engin átti að hafa völd til þess að neita mér um að láta drauma mína verða að veruleika.“ Halldís er 28 ára gömul og býr í Grafarvogi með eiginmanni og tveimur sonum. Hún er með BA gráðu í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands og MA gráðu í markaðsfræði frá Birmingham City University í Bretlandi. Hún er alin upp í Reykjavík, Kanada og Noregi og bjó svo í eitt ár í Birmingham frá 2016 til 2017. Duga eða drepast „Ég var orðin þreytt á höfnunum á vinnumarkaði. Ég var búin að glíma við andleg veikindi í um það bil ár sem ég tengdi við að vera ekki að vinna fyrir sjálfri mér, ekki að koma mér áfram á vinnumarkaðnum og vera ekki í skemmtilegu vinnu umhverfi.“ Þegar hún hafði verið á lyfjum í nokkra mánuði fór hún á sex vikna námskeið í hugrænni atferlismeðferð. „Mér fannst ég vera á þeim stað að nú væri að duga eða drepast og ef engin vildi ráða mig í vinnu ætlaði ég sjálf að skapa mína eigin atvinnu og tekjuinnkomu. Mér fannst mjög mikilvægt að þetta verkefni kæmi 100 prósent frá mér þar sem að engin annar gæti haft áhrif á það hvort þessi draumur yrði að veruleika eða ekki.“ Í mars byrjaði Halldís því að vinna að bók sem gæti hjálpað fólki við markmiðasetningu. „Ég var með uppkast í tölvunni minni lengi áður en ég gerði eitthvað í því. Ég hef alltaf verið mikið fyrir markmiðasetningu en eftirfylgnin var ekki alltaf jafn mikil – mig skorti utanumhald, plan og tímaramma. Ég hef verið að finna blöð með markmiðunum mínum úti um allt hús lengi en mig vantaði einn stað þar sem ég gæti sett þau og skrifað niður. Þess vegna ákvað ég að prenta uppkastið út og byrjaði að nota það sem mína fyrstu MARKMIÐ bók. Fyrsta markmiðið mitt í bókinni var að gefa út þessa bók.“ Halldís Guðmundsdóttir var að senda frá sér bókina Markmið.Vísir/Vilhelm Að missa af lestinni Þegar Halldís byrjaði á bókinni var hún komin á góðan stað eftir mikla sjálfsvinnu. „Ég var nýorðin lík sjálfri mér eftir andleg veikindi sem höfðu hrjáð mig í kringum ár en voru orðin verulega íþyngjandi haustið 2019. Ég fékk lyf til þess að hjálpa mér upp mesta hallann og sótti svo HAM námskeið vegna þess að ég vildi ná bata á sjálfbæran hátt, læra hvernig best væri að höndla aðstæður þar sem auðvelt er að detta aftur í sama farið.“ Hún segir að gerð bókarinnar hafi veitt sér drifkraft, loksins væri hún að gera eitthvað sem hún hafði ástríðu fyrir. Heimsfaraldurinn og áhrif hans á íslenskt samfélag hjálpaði Halldísi á vissan hátt í bataferlinu. „Mér fannst svaka pressa á mér áður en Covid kom. Mér fannst ég horfa á atvinnumöguleika og atvinnulífið sjálft hreyfast á svaka hraða og fannst ég vera að missa af lestinni, ég þyrfti að fara að byggja upp feril ef ég ætlaði að eiga einhvern séns í framtíðinni að verða eitthvað. Þegar Covid kom hægðist á öllu og mér fannst ég ekki jafn ein því það voru allir aðrir líka heima hjá sér að vinna. Það var ekki lengur jafn mikil pressa á mér að fá vinnu því það var sameiginlegur skilningur allra að nú væri erfitt að fá vinnu. Pressan fór og mér fannst ég geta andað léttar og aðeins núllstillt mig. Þannig Covid hefur á skringilegan hátt haft jákvæð áhrif á heilsuna mína, ég fýla hvað litlu hlutirnir í lífinu eru byrjaðir að veita miklu meiri ánægju en þeir gerðu áður. Áður var allt svo „keppnis“ og allt á milljón, þú varst ekki maður með mönnum nema að fara allavega til útlanda þrisvar sinnum á ári. Á sama tíma finnst mér þetta auðvitað líka ömurlegur tími; samverustundir vina og stórfjölskyldu orðnar færri, maður hittir ömmur sínar og afa sjaldnar og margt hræðilegt sem hefur gerst í kjölfar Covid.“ Ábyrgð á bak við orðin Halldís hefur alltaf verið dugleg að setja sér markmið í lífinu, stór sem smá. Hún vonast nú með bókinni til þess að hjálpa öðrum að gera slíkt hið sama. „Gamlar dagbækur frá því ég var í grunnskóla eru stútfullar af markmiðum og blöð úti um allt frá því ég var í háskóla útkrotuð af markmiðum. Fyrir hvert próf í skólanum var ég með smærri markmið hvernig ég ætlaði að komast yfir allt námsefnið og hafa tíma til þess að vera með fjölskyldunni. Mín persónulega reynsla er sú að markmið hjálpa þér að halda fókus á þinni stefnu í lífinu. Markmið geta hjálpað þér að breyta hegðun, komið af stað vana og þú sérð ávinninginn. Tilfinningarnar sem koma eftir að hafa náð sínum markmiðum, stolt, sjálfstraust og alsæla, eru líka hvetjandi til þess að halda áfram.“ Bókin sem Halldís útbjó er vinnubók sem fólk fyllir út og skrifar niður sín markmið, skref fyrir skref, til að auka líkurnar á að standa við þau. „Þegar þú skrifar markmiðið niður og það er komið úr því að lifa einungis í hugsunum þínum í það að vera komið út í „kosmósið“ þá er allt í einu komin ábyrgð á bakvið þessi orð og á sjálfan þig að standa við þau. Auk þess verða þau sjónræn og raunverulegri fyrir þér þegar þú hefur skrifað þau niður sem hefur áhrif á hegðun þína; þú ert líklegri til þess að framkvæma.“ Skipulagið nauðsynlegt Aðspurð af hverju það sé nauðsynlegt að plana markmiðin svona vel, svarar Halldís að tilvitnunin „a goal without a plan is just a dream“ eigi mjög vel við. „Þú getur ekki verið með áfangastað í huga og ætlast til þess að fara þangað ef þú ert ekki búin að gera áætlun hvernig þú ætlar að komast þangað. Þessi bók er fyrir alla þá sem hafa gaman að því að setja sér markmið, skora á sjálfan sig og eru í stakk búnir til þess að gera alla þá vinnu sem þarfnast til að ná markmiðum sínum. Markmið mitt með bókinni er að hjálpa fólki að skipuleggja sín eigin markmið. Ég vona að bókin hvetji eigendur til þess að ná markmiðum sínum og gera alla þá vinnu sem þarfnast til þess að ná þeim. Persónulega vildi ég sýna sjálfri mér að ég gæti tekið þessa hugmynd alla leið og náð mínu markmiði.“ Bókin fæst á vefsíðu Halldísar, Sysla.is og hjá Vistveru en Halldís vonar að fleiri sölustaðir bætist við á næstu vikum, en bókin kom úr prentun í vikunni. „Ég er ekki menntuð markþjálfi, sálfræðingur eða hef aðra menntun á þessu sviði en ef bókin mín getur hjálpað öðrum að ná sínum markmiðum þá er það frábært.“ Ósanngjörn pressa hjálpar engum Halldís segir að markmið geti verið mjög jákvætt tól í átt að því að láta draumana rætast og koma hlutum í verk. „Markmið veita mér hvatningu, gleði og pressu til þess að láta vaða. Ef ég er búin að setja mér eitthvað markmið, get ég ekki svikið sjálfa mig með því að guggna og klára það ekki. Ef það er of háleitt er alltaf hægt að breyta því svo það verði raunsætt og yfirstíganlegt.“ Hún viðurkennir þó að ef markmiðin eru óraunsæ geti þau valdið fólki óþarfa pressu og stressi „Pressa getur verið góð, það er allt í lagi að setja smá pressu á sig, ýtir manni oft í að gera hluti út fyrir þægindarammann. Hins vegar getur óþarflega mikil og ósanngjörn pressa skaðað þá vinnu sem maður hefur gert og valdið niðurrifi. Að vera of harður við sjálfan sig, ætla sér of mikið og bera sig saman við aðra getur valdið óþarfa pressu. Refsing heldur manni alltaf aftur. Það er eðlilegt að vera ekki alltaf að brillera í öllu alla daga. Gefa sér smá séns, njóta dagana sem maður er latur eða upptekin að gera annað og halda svo áfram með markmiðið þegar maður er tilbúin. Þetta á að vera skemmtileg áskorun ekki íþyngjandi og yfirþyrmandi. Markmið eru til þess að láta þér líða vel með þig og það sem þú hefur afrekað.“ Oft lendir fólk í því að fara fram úr sér í markmiðasetningu. „Það getur verið gildra sem auðvelt er að falla í að setja sér háleitt markmið og ætla komast strax á toppinn. Lítil skref í einu borga sig. Til þess að koma í veg fyrir að setja sér of háleit markmið getur verið gott að leyfa hugmyndinni að malla aðeins í kollinum áður en hún er skrifuð niður, skref fyrir skref. Um leið og þú brýtur markmiðin niður í smærri skref gerir þú það yfirstíganleg, eykur tilefni þar sem þér líður eins og þú hafir afrekað eitthvað og hjálpar þér að skipuleggja tímann. Að auki er auðveldara að einbeita sér að einu skrefi í einu og að ná því skrefi áður en þú tekur næsta. Áður en þú veist af ertu hársbreidd frá því að ná markmiðinu sjálfu.“ Halldís Guðmundsdóttir vonar að með bókinni geti hún hjálpað öðrum að vinna í markmiðum.Vísir/Vilhelm Nauðsynlegt að staldra við Halldís segir að það sé ekki nóg að setja sér markmið, það þurfi að hafa raunverulega ástæðu á bak við það. „Mér finnst mikilvægt að líta inn á við, það setur hlutina oft í samhengi. Á yfirborðinu finnst manni eitthvað ákveðið markmið sniðugt fyrir sig, en er það eitthvað sem þú brennur fyrir? Um leið og þú ert með markmið sem þú þráir að ná og afreka er mun líklegra að þú náir árangri, þér finnst skemmtilegt að vinna að því.“ Það getur líka reynst fólki vel að hafa tímaramma fyrir markmiðin. „Að hafa ákveðin frest til þess að framkvæma skrefin að markmiðinu setur smá pressu á þig að vaða í hlutina. Ef þú ert ekki með tímaramma er ólíklegt að hlutirnir gerist. Það er alltaf auðveldara að fresta hlutunum ef þig skortir tímaramma. Stundum breytast tilfinningarnar manns eða viðhorf til markmiðsins, hlutir geta gerst sem engin hefur stjórn á og geta haft áhrif á framvindu markmiðsins. Þá er gott að staldra við og sjá hvort það sé tilefni til að breyta forsendum, tímaramma eða gera smávægilegar breytingar á markmiðinu sjálfu og draga úr líkum að þú upplifir að þér sé að misheppnast.“ Sjálfri finnst henni markmið bæði hvetjandi og skemmtilegt. „Þau hafa hjálpað mér að halda stefnu og afreka hluti sem mig langar til. Sem dæmi þá sett ég mér markmið að fara út í nám sem ég gerði; ég flutti fjölskylduna mína í eitt ár til Birmingham svo ég gæti stundað mastersnám þar. Ég setti mér líka markmið þegar ég eignaðist eldri strákinn minn ung að ég ætlaði að halda áfram að ferðast á spennandi staði og að ég ætlaði að klára háskólanám. Einnig var ég með árs markmið að vinna á auglýsingastofu eftir að ég kláraði námið en þurfti að breyta því markmiði og endurhugsa. Í dag veit ég ekki hvort það sé eitthvað sem ég hef áhuga á.“ Eina manneskjan sem hægt er að treysta á Markmiðin sem Halldís setur sér tengjast bæði starfi og einkalífi. „Markmið sem ég er að vinna að núna í einkalífinu, sem ég setti mér í byrjun síðasta árs, er að elda mat heima 5-6x í viku í ár, búa þannig til vana úr því. Fyrst fannst mér það svakalega mikið mál og byrjaði bara nokkrum sinnum í viku en núna finnst mér það ótrúlega gaman og kýs frekar að elda heima heldur en að kaupa skyndibita. Þetta er kannski lítið mál fyrir mörgum en fyrir tveimur árum kunni ég ekki að steikja fisk.“ Halldís segir að hún hafi alls ekki alltaf haft trú á sjálfri sér og að markmiðunum yrði öllum náð. „Kennarinn minn í Birmingham lýsti mér sem manneskju með hljóðlátt sjálfstraust og mér fannst það nokkuð lýsandi. Ég upplifi mig ekki með mikið sjálfstraust, og er að vinna í því, en þegar á reynir kemur það fram og oft er það vegna þess að löngunin er stærri heldur en óttinn. Ég hef séð hvað ég get gert bara með því að hafa trú á sjálfri mér og það er ótrúlega verðmætt.“ Halldís segir að það sé samt einstaklega verðmætt að hafa traust og trú á sjálfan sig. „Vegna þess að þegar uppi er staðið ert þú eina manneskjan sem þú getur hundrað prósent treyst á. Ef þú hefur engan sem hefur trú á þér hvernig ætlarðu að verða eitthvað ef þú hefur ekki trú á sjálfan þig heldur? Hvernig ætlarðu að afreka hluti án þess að trúa því að þú getir það? Sérstaklega ef þú upplifir það að aðrir geri það ekki.“ Heilsa Vinnumarkaður Helgarviðtal Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
„Þá ákvað ég að nú þyrfti ég að framkvæma mitt eigið verkefni, finna sjálf vinnu þar sem ég get nýtt mína menntun og notið þess sem ég er að gera. Mikilvægt var fyrir mig að hafa verkefnið þess háttar að það var 100% undir mér komið að það yrði að veruleika, engin átti að hafa völd til þess að neita mér um að láta drauma mína verða að veruleika.“ Halldís er 28 ára gömul og býr í Grafarvogi með eiginmanni og tveimur sonum. Hún er með BA gráðu í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands og MA gráðu í markaðsfræði frá Birmingham City University í Bretlandi. Hún er alin upp í Reykjavík, Kanada og Noregi og bjó svo í eitt ár í Birmingham frá 2016 til 2017. Duga eða drepast „Ég var orðin þreytt á höfnunum á vinnumarkaði. Ég var búin að glíma við andleg veikindi í um það bil ár sem ég tengdi við að vera ekki að vinna fyrir sjálfri mér, ekki að koma mér áfram á vinnumarkaðnum og vera ekki í skemmtilegu vinnu umhverfi.“ Þegar hún hafði verið á lyfjum í nokkra mánuði fór hún á sex vikna námskeið í hugrænni atferlismeðferð. „Mér fannst ég vera á þeim stað að nú væri að duga eða drepast og ef engin vildi ráða mig í vinnu ætlaði ég sjálf að skapa mína eigin atvinnu og tekjuinnkomu. Mér fannst mjög mikilvægt að þetta verkefni kæmi 100 prósent frá mér þar sem að engin annar gæti haft áhrif á það hvort þessi draumur yrði að veruleika eða ekki.“ Í mars byrjaði Halldís því að vinna að bók sem gæti hjálpað fólki við markmiðasetningu. „Ég var með uppkast í tölvunni minni lengi áður en ég gerði eitthvað í því. Ég hef alltaf verið mikið fyrir markmiðasetningu en eftirfylgnin var ekki alltaf jafn mikil – mig skorti utanumhald, plan og tímaramma. Ég hef verið að finna blöð með markmiðunum mínum úti um allt hús lengi en mig vantaði einn stað þar sem ég gæti sett þau og skrifað niður. Þess vegna ákvað ég að prenta uppkastið út og byrjaði að nota það sem mína fyrstu MARKMIÐ bók. Fyrsta markmiðið mitt í bókinni var að gefa út þessa bók.“ Halldís Guðmundsdóttir var að senda frá sér bókina Markmið.Vísir/Vilhelm Að missa af lestinni Þegar Halldís byrjaði á bókinni var hún komin á góðan stað eftir mikla sjálfsvinnu. „Ég var nýorðin lík sjálfri mér eftir andleg veikindi sem höfðu hrjáð mig í kringum ár en voru orðin verulega íþyngjandi haustið 2019. Ég fékk lyf til þess að hjálpa mér upp mesta hallann og sótti svo HAM námskeið vegna þess að ég vildi ná bata á sjálfbæran hátt, læra hvernig best væri að höndla aðstæður þar sem auðvelt er að detta aftur í sama farið.“ Hún segir að gerð bókarinnar hafi veitt sér drifkraft, loksins væri hún að gera eitthvað sem hún hafði ástríðu fyrir. Heimsfaraldurinn og áhrif hans á íslenskt samfélag hjálpaði Halldísi á vissan hátt í bataferlinu. „Mér fannst svaka pressa á mér áður en Covid kom. Mér fannst ég horfa á atvinnumöguleika og atvinnulífið sjálft hreyfast á svaka hraða og fannst ég vera að missa af lestinni, ég þyrfti að fara að byggja upp feril ef ég ætlaði að eiga einhvern séns í framtíðinni að verða eitthvað. Þegar Covid kom hægðist á öllu og mér fannst ég ekki jafn ein því það voru allir aðrir líka heima hjá sér að vinna. Það var ekki lengur jafn mikil pressa á mér að fá vinnu því það var sameiginlegur skilningur allra að nú væri erfitt að fá vinnu. Pressan fór og mér fannst ég geta andað léttar og aðeins núllstillt mig. Þannig Covid hefur á skringilegan hátt haft jákvæð áhrif á heilsuna mína, ég fýla hvað litlu hlutirnir í lífinu eru byrjaðir að veita miklu meiri ánægju en þeir gerðu áður. Áður var allt svo „keppnis“ og allt á milljón, þú varst ekki maður með mönnum nema að fara allavega til útlanda þrisvar sinnum á ári. Á sama tíma finnst mér þetta auðvitað líka ömurlegur tími; samverustundir vina og stórfjölskyldu orðnar færri, maður hittir ömmur sínar og afa sjaldnar og margt hræðilegt sem hefur gerst í kjölfar Covid.“ Ábyrgð á bak við orðin Halldís hefur alltaf verið dugleg að setja sér markmið í lífinu, stór sem smá. Hún vonast nú með bókinni til þess að hjálpa öðrum að gera slíkt hið sama. „Gamlar dagbækur frá því ég var í grunnskóla eru stútfullar af markmiðum og blöð úti um allt frá því ég var í háskóla útkrotuð af markmiðum. Fyrir hvert próf í skólanum var ég með smærri markmið hvernig ég ætlaði að komast yfir allt námsefnið og hafa tíma til þess að vera með fjölskyldunni. Mín persónulega reynsla er sú að markmið hjálpa þér að halda fókus á þinni stefnu í lífinu. Markmið geta hjálpað þér að breyta hegðun, komið af stað vana og þú sérð ávinninginn. Tilfinningarnar sem koma eftir að hafa náð sínum markmiðum, stolt, sjálfstraust og alsæla, eru líka hvetjandi til þess að halda áfram.“ Bókin sem Halldís útbjó er vinnubók sem fólk fyllir út og skrifar niður sín markmið, skref fyrir skref, til að auka líkurnar á að standa við þau. „Þegar þú skrifar markmiðið niður og það er komið úr því að lifa einungis í hugsunum þínum í það að vera komið út í „kosmósið“ þá er allt í einu komin ábyrgð á bakvið þessi orð og á sjálfan þig að standa við þau. Auk þess verða þau sjónræn og raunverulegri fyrir þér þegar þú hefur skrifað þau niður sem hefur áhrif á hegðun þína; þú ert líklegri til þess að framkvæma.“ Skipulagið nauðsynlegt Aðspurð af hverju það sé nauðsynlegt að plana markmiðin svona vel, svarar Halldís að tilvitnunin „a goal without a plan is just a dream“ eigi mjög vel við. „Þú getur ekki verið með áfangastað í huga og ætlast til þess að fara þangað ef þú ert ekki búin að gera áætlun hvernig þú ætlar að komast þangað. Þessi bók er fyrir alla þá sem hafa gaman að því að setja sér markmið, skora á sjálfan sig og eru í stakk búnir til þess að gera alla þá vinnu sem þarfnast til að ná markmiðum sínum. Markmið mitt með bókinni er að hjálpa fólki að skipuleggja sín eigin markmið. Ég vona að bókin hvetji eigendur til þess að ná markmiðum sínum og gera alla þá vinnu sem þarfnast til þess að ná þeim. Persónulega vildi ég sýna sjálfri mér að ég gæti tekið þessa hugmynd alla leið og náð mínu markmiði.“ Bókin fæst á vefsíðu Halldísar, Sysla.is og hjá Vistveru en Halldís vonar að fleiri sölustaðir bætist við á næstu vikum, en bókin kom úr prentun í vikunni. „Ég er ekki menntuð markþjálfi, sálfræðingur eða hef aðra menntun á þessu sviði en ef bókin mín getur hjálpað öðrum að ná sínum markmiðum þá er það frábært.“ Ósanngjörn pressa hjálpar engum Halldís segir að markmið geti verið mjög jákvætt tól í átt að því að láta draumana rætast og koma hlutum í verk. „Markmið veita mér hvatningu, gleði og pressu til þess að láta vaða. Ef ég er búin að setja mér eitthvað markmið, get ég ekki svikið sjálfa mig með því að guggna og klára það ekki. Ef það er of háleitt er alltaf hægt að breyta því svo það verði raunsætt og yfirstíganlegt.“ Hún viðurkennir þó að ef markmiðin eru óraunsæ geti þau valdið fólki óþarfa pressu og stressi „Pressa getur verið góð, það er allt í lagi að setja smá pressu á sig, ýtir manni oft í að gera hluti út fyrir þægindarammann. Hins vegar getur óþarflega mikil og ósanngjörn pressa skaðað þá vinnu sem maður hefur gert og valdið niðurrifi. Að vera of harður við sjálfan sig, ætla sér of mikið og bera sig saman við aðra getur valdið óþarfa pressu. Refsing heldur manni alltaf aftur. Það er eðlilegt að vera ekki alltaf að brillera í öllu alla daga. Gefa sér smá séns, njóta dagana sem maður er latur eða upptekin að gera annað og halda svo áfram með markmiðið þegar maður er tilbúin. Þetta á að vera skemmtileg áskorun ekki íþyngjandi og yfirþyrmandi. Markmið eru til þess að láta þér líða vel með þig og það sem þú hefur afrekað.“ Oft lendir fólk í því að fara fram úr sér í markmiðasetningu. „Það getur verið gildra sem auðvelt er að falla í að setja sér háleitt markmið og ætla komast strax á toppinn. Lítil skref í einu borga sig. Til þess að koma í veg fyrir að setja sér of háleit markmið getur verið gott að leyfa hugmyndinni að malla aðeins í kollinum áður en hún er skrifuð niður, skref fyrir skref. Um leið og þú brýtur markmiðin niður í smærri skref gerir þú það yfirstíganleg, eykur tilefni þar sem þér líður eins og þú hafir afrekað eitthvað og hjálpar þér að skipuleggja tímann. Að auki er auðveldara að einbeita sér að einu skrefi í einu og að ná því skrefi áður en þú tekur næsta. Áður en þú veist af ertu hársbreidd frá því að ná markmiðinu sjálfu.“ Halldís Guðmundsdóttir vonar að með bókinni geti hún hjálpað öðrum að vinna í markmiðum.Vísir/Vilhelm Nauðsynlegt að staldra við Halldís segir að það sé ekki nóg að setja sér markmið, það þurfi að hafa raunverulega ástæðu á bak við það. „Mér finnst mikilvægt að líta inn á við, það setur hlutina oft í samhengi. Á yfirborðinu finnst manni eitthvað ákveðið markmið sniðugt fyrir sig, en er það eitthvað sem þú brennur fyrir? Um leið og þú ert með markmið sem þú þráir að ná og afreka er mun líklegra að þú náir árangri, þér finnst skemmtilegt að vinna að því.“ Það getur líka reynst fólki vel að hafa tímaramma fyrir markmiðin. „Að hafa ákveðin frest til þess að framkvæma skrefin að markmiðinu setur smá pressu á þig að vaða í hlutina. Ef þú ert ekki með tímaramma er ólíklegt að hlutirnir gerist. Það er alltaf auðveldara að fresta hlutunum ef þig skortir tímaramma. Stundum breytast tilfinningarnar manns eða viðhorf til markmiðsins, hlutir geta gerst sem engin hefur stjórn á og geta haft áhrif á framvindu markmiðsins. Þá er gott að staldra við og sjá hvort það sé tilefni til að breyta forsendum, tímaramma eða gera smávægilegar breytingar á markmiðinu sjálfu og draga úr líkum að þú upplifir að þér sé að misheppnast.“ Sjálfri finnst henni markmið bæði hvetjandi og skemmtilegt. „Þau hafa hjálpað mér að halda stefnu og afreka hluti sem mig langar til. Sem dæmi þá sett ég mér markmið að fara út í nám sem ég gerði; ég flutti fjölskylduna mína í eitt ár til Birmingham svo ég gæti stundað mastersnám þar. Ég setti mér líka markmið þegar ég eignaðist eldri strákinn minn ung að ég ætlaði að halda áfram að ferðast á spennandi staði og að ég ætlaði að klára háskólanám. Einnig var ég með árs markmið að vinna á auglýsingastofu eftir að ég kláraði námið en þurfti að breyta því markmiði og endurhugsa. Í dag veit ég ekki hvort það sé eitthvað sem ég hef áhuga á.“ Eina manneskjan sem hægt er að treysta á Markmiðin sem Halldís setur sér tengjast bæði starfi og einkalífi. „Markmið sem ég er að vinna að núna í einkalífinu, sem ég setti mér í byrjun síðasta árs, er að elda mat heima 5-6x í viku í ár, búa þannig til vana úr því. Fyrst fannst mér það svakalega mikið mál og byrjaði bara nokkrum sinnum í viku en núna finnst mér það ótrúlega gaman og kýs frekar að elda heima heldur en að kaupa skyndibita. Þetta er kannski lítið mál fyrir mörgum en fyrir tveimur árum kunni ég ekki að steikja fisk.“ Halldís segir að hún hafi alls ekki alltaf haft trú á sjálfri sér og að markmiðunum yrði öllum náð. „Kennarinn minn í Birmingham lýsti mér sem manneskju með hljóðlátt sjálfstraust og mér fannst það nokkuð lýsandi. Ég upplifi mig ekki með mikið sjálfstraust, og er að vinna í því, en þegar á reynir kemur það fram og oft er það vegna þess að löngunin er stærri heldur en óttinn. Ég hef séð hvað ég get gert bara með því að hafa trú á sjálfri mér og það er ótrúlega verðmætt.“ Halldís segir að það sé samt einstaklega verðmætt að hafa traust og trú á sjálfan sig. „Vegna þess að þegar uppi er staðið ert þú eina manneskjan sem þú getur hundrað prósent treyst á. Ef þú hefur engan sem hefur trú á þér hvernig ætlarðu að verða eitthvað ef þú hefur ekki trú á sjálfan þig heldur? Hvernig ætlarðu að afreka hluti án þess að trúa því að þú getir það? Sérstaklega ef þú upplifir það að aðrir geri það ekki.“
Heilsa Vinnumarkaður Helgarviðtal Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira