Cher kemur einmana fíl til bjargar Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2020 08:28 Kaavan hefur verið einn um árabil og er sagður þurfa ýmiskonar hjálp. AP/Anjum Naveed Söngkonan Cher er nú stödd í Pakistan þar sem hún tekur þátt í björgun fílsins Kaavan, sem hefur verið kallaður sá fíll heimsins sem er mest einmana. Kaavan hefur varið 35 árum í dýragarði í Pakistan en maki hans dó árið 2012 og síðan þá hefur hann verið einn. Á undanförnum árum hefur Kaavan glýmt við offitu og hegðunarvanda. Hann er sagður hrista höfuð sitt fram og til baka svo klukkustundum skipti. Kaavan hefur verið í Marghazar dýragarðinum í Islamabad frá 1985. Yfirvöld í Srí Lanka gáfu fílinn þegar hann var árs gamall. Annar fíll sem hét Saheli var með honum í dýragarðinum frá 1990 til 2012 en þá dó hún vegna sýkingar. Marghazar var lokað vegna dómsúrskurðar fyrr á árinu og læknisskoðun í september leiddi í ljós ýmsa kvilla hjá Kaavan sem rekja má til slæms aðbúnaðar. Nú verður Kaavan þó fluttur til dýraathvarfs í Kambódíóu þar sem hann mun geta umgengist aðra fíla. Sky News segir að dýraverndunarsinnar hafi reynt að koma Kaavan til bjargar frá árinu 2016 en með litlum árangri. Það hafi þó breyst eftir að Cher byrjaði að taka þátt í baráttunni. Hún sagði frá því á Twitter í gær að hún hefði hitt Imran Kahn, forsætisráðherra Pakistan, og þakkað honum fyrir að gera þeim kleift að flytja Kaavan til Kambódíu. Kaavan's journey to freedom from captivity in Islamabad to Cambodia will be a 2021 @SmithsonianChan documentary Help us build Kaavan's forever home https://t.co/dzdl4Ew4gn @ftwglobal #KaavansJourney pic.twitter.com/iTxdzfndNB— Cher (@cher) November 27, 2020 Barátta þessi hefur verið leidd af samtökunum Four Paws International. Hér má sjá myndband frá samtökunum sem birt var fyrir viku síðan, eftir að Kaavan fór í læknisskoðun vegna flutninganna. Pakistan Kambódía Dýr Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Á undanförnum árum hefur Kaavan glýmt við offitu og hegðunarvanda. Hann er sagður hrista höfuð sitt fram og til baka svo klukkustundum skipti. Kaavan hefur verið í Marghazar dýragarðinum í Islamabad frá 1985. Yfirvöld í Srí Lanka gáfu fílinn þegar hann var árs gamall. Annar fíll sem hét Saheli var með honum í dýragarðinum frá 1990 til 2012 en þá dó hún vegna sýkingar. Marghazar var lokað vegna dómsúrskurðar fyrr á árinu og læknisskoðun í september leiddi í ljós ýmsa kvilla hjá Kaavan sem rekja má til slæms aðbúnaðar. Nú verður Kaavan þó fluttur til dýraathvarfs í Kambódíóu þar sem hann mun geta umgengist aðra fíla. Sky News segir að dýraverndunarsinnar hafi reynt að koma Kaavan til bjargar frá árinu 2016 en með litlum árangri. Það hafi þó breyst eftir að Cher byrjaði að taka þátt í baráttunni. Hún sagði frá því á Twitter í gær að hún hefði hitt Imran Kahn, forsætisráðherra Pakistan, og þakkað honum fyrir að gera þeim kleift að flytja Kaavan til Kambódíu. Kaavan's journey to freedom from captivity in Islamabad to Cambodia will be a 2021 @SmithsonianChan documentary Help us build Kaavan's forever home https://t.co/dzdl4Ew4gn @ftwglobal #KaavansJourney pic.twitter.com/iTxdzfndNB— Cher (@cher) November 27, 2020 Barátta þessi hefur verið leidd af samtökunum Four Paws International. Hér má sjá myndband frá samtökunum sem birt var fyrir viku síðan, eftir að Kaavan fór í læknisskoðun vegna flutninganna.
Pakistan Kambódía Dýr Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira