Fimm fámennir hópar í forgangi í bólusetningu Kolbeinn Tumi Daðason og skrifa 27. nóvember 2020 18:26 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar um helgina að leggjast yfir tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um aðgerðir 2. desember. Þórólfur og Svandís ætla bæði að fylgjast með tölum um helgina en núverandi reglugerð um hertar aðgerðir gildir til og með 1. desember. Vísir/Vilhelm Tíu hópar eru í forgangi þegar kemur að bólusetningu við Covid-19 hér á landi. Ekki er gert ráð fyrir því að börn fædd eftir árið 2006 verði bólusett. Af forgangshópunum tíu eru fimm fámennir hópar sem innihalda um tuttugu þúsund einstaklinga í framlínu í baráttu við sjúkdóminn. Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð um forgangsröðun við bólusetninguna. Tilgangur reglugerðarinnar er að ákveða forgangsröðunina á grundvelli málefnalegra sjónarmiða og með eins miklum fyrirsjáanleika og mögulegt er. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Heilbrigðisstarfsfólk á bráðamóttöku og gjörgæsludeild Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri eru efstir á lista og svo kemur heilbrigðisstarfsfólk koll af kolli í fyrstu fimm hópunum sem telja um tuttugu þúsund manns. Í framhaldi af því er horft til fólks sextíu ára og eldri. Hópaskiptinguna má sjá hér að neðan. Forgangshóparnir tíu. Á vef Stjórnarráðsins segir að við smíði reglugerðarinnar var horft til leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um forgangsröðun við bólusetningu vegna COVID-19 og sjónarmiða sem fram hafa komið í sambærilegri vinnu hjá nágrannaþjóðum. Líklegt sé að notuð verði fleiri en ein tegund bóluefna hér á landi. Gera megi ráð fyrir að bóluefnin kunni að henta ólíkum hópum með mismunandi hætti sem geti haft áhrif á forgangsröðunina. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ber ábyrgð á skipulagningu og samræmingu bólusetningar svo sem hvaða bóluefni er notað og fyrir hvaða hópa og er einnig heimilt að víkja frá forgangsröðun reglugerðarinnar ef nauðsyn ber til.Vísir/Vilhelm Leggja á sérstaka áherslua á að bólusetja fyrst þá einstaklinga sem eru í framlínunni í baráttunni við sjúkdóminn. „Þetta á við um heilbrigðisstarfsfólk og annað starfsfólk sem starfar á bráðamóttökum og gjörgæsludeildum sjúkrahúsa, á COVID-19 göngudeild og legudeildum fyrir sjúklinga sem smitast hafa af COVID-19, heilbrigðisstarfsmenn sem framkvæmda sýnatökur vegna gruns um COVID-19 og starfsfólk hjúkrunar- og dvalarheimila. Bólusetning einstaklinga sem dvelja á hjúkrunar- og dvalarheimilum og öldrunardeildum sjúkrahúsa verður einnig í miklum forgangi.“ Í reglugerðinni eru skilgreindir tíu forgangshópar. Myndin er tekin á Landakoti í október eftir að Landspítali var færður upp á neyðarstig vegna hópsýkingar sem kom upp á Landakoti.Landspítali/Þorkell Þorkelsson „Í mestum forgangi eru tiltölulega fámennir hópar en áætlað er að að í fyrstu fimm forgangshópunum séu rúmlega 20.000 einstaklingar. Í sjötta hópnum fjölgar hins vegar umtalsvert því þar er forgangsraðað þeim sem eru 60 ára og eldri. Í sjöunda hópnum eru einstaklingar með undirliggjandi langvinna sjúkdóma, í áttunda hópnum starfsfólk leik- grunn- og framhaldsskóla og tiltekið starfsfólk félags- og velferðarþjónustu, í níunda hópnum einstaklingar sem eru í viðkvæmri stöðu vegna félagslegra- og efnahagslegra aðstæðna og loks eru í tíunda hópnum allir aðrir sem óska bólusetningar, eftir því sem sóttvarnalæknir ákveður.“ Ekki er gert ráð fyrir í reglugerðinni að börnum fæddum 2006 og síðar verði boðin bólusetning gegn COVID-19 nema þau hafi undirliggjandi langvinna sjúkdóma og séu í sérstökum áhættuhópi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð um forgangsröðun við bólusetninguna. Tilgangur reglugerðarinnar er að ákveða forgangsröðunina á grundvelli málefnalegra sjónarmiða og með eins miklum fyrirsjáanleika og mögulegt er. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Heilbrigðisstarfsfólk á bráðamóttöku og gjörgæsludeild Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri eru efstir á lista og svo kemur heilbrigðisstarfsfólk koll af kolli í fyrstu fimm hópunum sem telja um tuttugu þúsund manns. Í framhaldi af því er horft til fólks sextíu ára og eldri. Hópaskiptinguna má sjá hér að neðan. Forgangshóparnir tíu. Á vef Stjórnarráðsins segir að við smíði reglugerðarinnar var horft til leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um forgangsröðun við bólusetningu vegna COVID-19 og sjónarmiða sem fram hafa komið í sambærilegri vinnu hjá nágrannaþjóðum. Líklegt sé að notuð verði fleiri en ein tegund bóluefna hér á landi. Gera megi ráð fyrir að bóluefnin kunni að henta ólíkum hópum með mismunandi hætti sem geti haft áhrif á forgangsröðunina. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ber ábyrgð á skipulagningu og samræmingu bólusetningar svo sem hvaða bóluefni er notað og fyrir hvaða hópa og er einnig heimilt að víkja frá forgangsröðun reglugerðarinnar ef nauðsyn ber til.Vísir/Vilhelm Leggja á sérstaka áherslua á að bólusetja fyrst þá einstaklinga sem eru í framlínunni í baráttunni við sjúkdóminn. „Þetta á við um heilbrigðisstarfsfólk og annað starfsfólk sem starfar á bráðamóttökum og gjörgæsludeildum sjúkrahúsa, á COVID-19 göngudeild og legudeildum fyrir sjúklinga sem smitast hafa af COVID-19, heilbrigðisstarfsmenn sem framkvæmda sýnatökur vegna gruns um COVID-19 og starfsfólk hjúkrunar- og dvalarheimila. Bólusetning einstaklinga sem dvelja á hjúkrunar- og dvalarheimilum og öldrunardeildum sjúkrahúsa verður einnig í miklum forgangi.“ Í reglugerðinni eru skilgreindir tíu forgangshópar. Myndin er tekin á Landakoti í október eftir að Landspítali var færður upp á neyðarstig vegna hópsýkingar sem kom upp á Landakoti.Landspítali/Þorkell Þorkelsson „Í mestum forgangi eru tiltölulega fámennir hópar en áætlað er að að í fyrstu fimm forgangshópunum séu rúmlega 20.000 einstaklingar. Í sjötta hópnum fjölgar hins vegar umtalsvert því þar er forgangsraðað þeim sem eru 60 ára og eldri. Í sjöunda hópnum eru einstaklingar með undirliggjandi langvinna sjúkdóma, í áttunda hópnum starfsfólk leik- grunn- og framhaldsskóla og tiltekið starfsfólk félags- og velferðarþjónustu, í níunda hópnum einstaklingar sem eru í viðkvæmri stöðu vegna félagslegra- og efnahagslegra aðstæðna og loks eru í tíunda hópnum allir aðrir sem óska bólusetningar, eftir því sem sóttvarnalæknir ákveður.“ Ekki er gert ráð fyrir í reglugerðinni að börnum fæddum 2006 og síðar verði boðin bólusetning gegn COVID-19 nema þau hafi undirliggjandi langvinna sjúkdóma og séu í sérstökum áhættuhópi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira